Þjóðviljinn - 09.02.1975, Side 10

Þjóðviljinn - 09.02.1975, Side 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. febrúar 1975 mikla greindarhæfileika barns. Slikt verkefni íná ekki leysa án tenglsa við rannsóknir á úthaldi og vinnuhæfni barnslikamans-. Þess vegna verður stofnunin að skipuleggja frá upphafi sam- ræmdar heildarrannsóknir, þar sem bæði sálfræðingar, lifeðlis- fræðingar, læknar og fleiri sér- fræðingar vinna með uppeldis- fræðingunum. Rannsóknirnar hafa leitt mjög fróðlega hluti i ljós. Komið hefur fram, aðskynjun barnsins er ekki óvirk i fyrstu bernsku. Barnið rannsakar hluti með augunum og höndunum. Það kynnist jafnvel umhverfinu, er það breytir um likamsstellingu, snýr til höfðinu, eða reynir að teygja sig eftir leik- fangi. Rannsóknir leiddu i ljós, að skynjunaraðferðir flestra barna á forskólaaldri eru ófullkomins eðlis og þær myndir, sem verða til hjá börnunum af þeim hlutum, sein þau hafa skynjað eru óskýr- ar, jafnvel flóknar. Er ekki hægt að kenna börnum að rannsaka og skynja þá hluti, sem .eru um- hverfis þau? Tilraunir, sem gerð- ar hafa verið undir stjórn hins kunna sovéska uppeldisfræðings, Alexöndru Úsovu, hafa leitt i ljós, að það er hægt. Ef börnuin er kennt að skoða og þreifi á hlut, skynja eiginleika hans með hjálp hinna ýmsu skynjunarfæra, þá þekkja börnin ekki aðeins fyrr þá hluti, sein um er að ræða, heldur hafa einnig vald á hreyfingum og aöferðum, sem þau geta siðan notað sjálfstætt. Þetta nýja kerfi skynjunaruppeldis, sem unnið hefur verið að I stofnuninni, er miklu áhrifarikara, heldur en kerfi Frebels og Montessori, sem notuð eru i forskólastofnunum i mörguin löndum. Ég álit, Vis- inda- og rannsóknastofnun for- skólauppeldisins geti með sanni verið hreykin af þessu framlagi sinu til forskólauppeldisins nú á timum. Og deilur okkar gegn nokkrum niðurstöðum vestrænna sálfræði- stefna fylgja sömu linu, þ.e.a.s. bjartsýni og trú á eðli mannsins, möguleika barnsins. Nokkrir sál- fræðingar vilja halda þvi fram, að börn geti ekki skynjað raunhæf tengsl milli hluta og atburða. En þær rannsóknir, sein gerðar hafa verið i stofnuninni hjá okkur, leiddu i ljós, að andlegir mögu- leikar barna eru miklu meiri, en álitið hefur verið hingað til og að þau geta tileinkað sér töluvert flókin hugtök. Rannsóknir á siðferðislegu uppeldi leiddu i ljós, að félagsleg- ar hegðunarhvatir koma mjög snemma i ljós hjá börnum, löng- un til að gera eitthvað til gagns, gera eitthvað, sem er þægilegt, ekki aðeins fyrir þau, heldur einnig fyrir aðra, löngun til að starfa i sameiningu hvort með hjálp annars. Við vinnuin að ýmsuin fleiri fróðlegum rannsóknarefnum, t.d. rannsóknum á likamsþroska, fagurfræðilegu uppeldi og list- rænni sköpun, undirbúningi barna fyrir skólanám og fl. Verið er að rannsaka möguleikana á að hefja kennslu i stærðfræði, lestri og skrift þegar á barnaheimilun- um við fjögurra ára aldur. Við höfum sett sainan nýja upp- eldisáætlun, sem er nú orðin skylda i öllum barnaheimilum og vöggustofum i Sovétrikjunum. Hún hefur verið gefin út I nokkr- uin öðrum löndum. t formála seg- ir hinn frægi, bandariski sálfræð- ingur og þjóðfélagsfrömuður Bronfenbrenner, að þetta sé um- fangsmesta áæltun um félagslegt forskólauppeldi, sem nokkurn tima hafi verið gefin út i sögu mannkynsins. Til vinstri: verið aö athuga hvernig barn bregst við upplestri á sögu eða litmyndaröð sem segir ákveóna sögu — hvaða persónur hann telur neikvæðar og hverjar jákvæðar o.s.frv. Til hægri sér inn I herbergi þar semþessi viöbrögð eru skráð — breytingar á hjartslætti, öndun heilalinuriti o.s.frv. Saman lagðar gefa þessar athuganir nokkuð skýra mynd af tilfinningaþroska barnsins. Konf úsíus sagði, að visk- an væri fólgin í því að fylgjast vel með því, hvernig fólk vex upp. Sú skoðun var þegar kunn meðal forn-grikkja, að börn væru ekki fullorðið fólk í smækkaðri mynd, en það var samt ekki farið að fylgjast vandlega með lífi barna og rannsaka bernsk- una fyrr en tiltölulega ný- lega. Hin.n mikli rúss- neski rithöfundur Leo Tol- stoj sagði, að á fyrstu ár- um ævinnar, lærði maður- inn miklu meira en á allri ævinni eftir það. Nútíma- vísindi hafa sannað rétt- mæti þessarar þverstæðu- fullu staðhæfingar. Skiln- ingur og þekking á mótun barnsins er að mörgu leyti þekking á manninum sjálf- um. 1 Sovétrikjunum hafa lengi tiðkast rannsóknir á mótun per- sónuleika barna. Forskólaupp- eldið nær til 10 miljóna barna, þar sem flest sovésk börn eru á barnaheiinili áður en þau hefja skólagöngu. 1 Moskvu eru það 80%. í Sovétrikjunum er starf- rækt Visinda- og rannsóknastofn- un forskólauppeldisins, sem er sú eina sinnar tegundar I heimi. Hér á eftir mun Alexander Zaporoz- hets, þekktur barnasálfræðingur, sem veitir stofnuninni forstööu, segja frá þvi starfi, sem þar fer fram: „Framtið barns og framtið þjóðfél. okkar er að mörgu leyti komin undir þvi, hvernig við ölum barniö upp á forskólaaldri. Þróun andlegra, starfrænna og list- rænna hæfileika þess, siðferðis- skoðanir þær sem mótast hjá þvi, hvers konar tengsl skapast milli þess og þeirra, sem umgangast það — allt þetta ákvarðast á for- skólaaldrinum. Og það ákvarðast ekki af ósjálfráðum þroska með- fæddra hæfileika, heldur með til- liti til umhverfisins og uppeldis- ins. Við neitum erfðafræðilegri forlagatrú og göngum út frá þeim möguleika að hægt sé að stjórna þroska barnsins á virkan hátt. Allt starf i stofuninni hjá ókkur beinist að rannsóknum á þvi sviði. Sovéska forskólakerfið ein- kennistaf hnitmiðuðu uppeldis- og kennslustarfi samkvæmt vissri áætlun. 1 henni er gert ráð fyrir, að börnum séu kennd grundvall- aratriði þekkingar, og starfs og i henni felst skipulagning leikja og kennslustunda, sem beinast að þvi að þroska barniö alhliða á likamlegu, andlegu og siðferðis- legu sviði. I mörgum visindastofnunum landsins er unnið aö rannsóknum á forskólauppeldinu og það er Visinda- og rannsóknastofnun forskólauppeldisins, sem er yfir þeiin og samræmir starf þeirra. Það má alls ekki leysa eitt vanda- mál út af fyrir sig, án tengsla við önnur. Tökum t.d. vandamáliö, hvernig á að nota skynsamlega Sjálfstæð listræn sköpunarstarfsemi er snar þáttur af uppeldisstarfi forskólastofnana. Menn kynna sér þroskaáfanga hugsunarinnar meö þvi aö fylgjast með þvl hvernig börn leysa eitthvað praktiskt verkefni. Skilgreining á myndum sem teknar eru af þvi hvernig barn beitir sjón, höndum o.s.frv. gerir mögulegt að skilja hvernig hugsun barnsins er byggðog hvernig er hægt að flýta fyrir þroska hennar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.