Þjóðviljinn - 09.02.1975, Síða 13
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. febrdar 1975
Sunnudagur 9. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
Nokkrir af indjánunum sem koma til San Miguei á Mikjálsmessu
Fyrir utan stærsta markaðinn I San Míguel.
Einn af görðum skólans Instituto Allende I San Miguel
Eftir
Sigurlapgu
Jóhanríesdóttur
vefnaðar-
kennara
SVIPMYNDIR FRÁ
Mexikó — land sólar og
kaktusa, fjalla og indjána, land
mais og chiles, land sem mér
hafði alla tið fundist svo fjarlægt
og vissi litið sem ekkert um. Mér
fannst ævintýri likast að vera
komin til Mexikó og vera búin að
fá skólavist þar einhversstaðar
úti á landi til að læra sem mest
um mexikanskan vefnað.
Ég hafði aðeins hugmynd um,
að Bandarikin og mörg Evrópu-
riki, sérstaklega Spánn, höfðu
notfært sér náttúruauðlindir
landsins og barnslegt trúnaðar-
traust landsmanna. Með veru
minni þar lærði ég, að saga Mexi-
kó geymir mörg átakanleg dæmi
um þetta, t.d. var olia flutt frá
Mexikó til Bandarikjanna og seld
þar ódýrari en i Mexikó alveg
fram yfir 1920 og um sama leyti
var þrælasala i miklum blóma.
Plantekrueigendur, i flestum til-
fellum útlendingar, sendu pönt-
unarlista til agenta sinna og báðu
um svo og svo mikið af fólki þenn-
an og þennan dag og fengu svo
pöntun sina afgreidda á réttum
tima. Oft urðu þeir þó fyrir von-
brigðum með fólkið þvi að oft dó
helmingur þess innan skamms
tima, þar sem fólk var flutt langa
leið og loftslag er mjög breytilegt
i Mexikó, fyrir utan mikla vinnu
og lélegt fæði og aðbúnað.
Mexikóborg er stór og er talið
að með úthverfum búi þar um 11
miljónir manna.
Það er margt sem mér varð
starsýnt á i fyrstu, t.d.gúmmitré
i öllum görðum, Betlehemsstjarn
an, sem hér sést um jólaleytið, er
nokkurs konar tré þar, húsin eru
flisalögð eða máluð i skærum lit-
um, smiðajárn fyrir öllum glugg-
um I óteljandi gerðum, fólkið.og
raunar var flest af þvi sem fyrir
augu bar óvanaleg sjón.
Borgin er i stórum dal og meö
öllum verksmiðjum og öðru þvi
sem fylgir stórri borg, er afleið-
ingin I svona loftslagi mengun,
svo óskapleg, að sé maður i mið-
borginni súrnar mjög i augum og
sviður i hálsinn, sérstaklega ef
stillt er i veðri. Mér var sagt að i
skýrslu frá 1968 kæmi fram, að 15
þúsund börn dæju árlega af völd-
um mengunar. Munu það aðal-
lega vera börn fátækra indjána,
sem sitja með mæðrum sinum á
gangstéttum þar sem þær selja
afurðir sinar ávexti, hnetur, vefn-
að og saumaskap, — en þvi er
ekki að neita að þær setja sér-
kennilegan svip á borgina.
Margir fallegir staðir eru i
Mexikóborg, fallegir garðar og
byggingar, gamlar og nýjar t.d.
má nefna Chapultepec-garð sem
er stærsti garðurinn og þar er
mannfræðisafnið sem er ákaflega
falleg bygging og safnið sjálft af-
burðavel skipulagt. Þar er rakin
saga Mexikó innan hvers fylkis og
má sjá hvernig fólk hefur kiætt
sig.við hvað það hefur unnið, búið
og étið.
Vegna þess að Mexikóborg var
byggð þar sem áður var stöðu-
vatn hafa húsin viða sigið, og i
staðinn fyrir tröppur upp i húseru
nú tröppur niður og á einni og
sömu byggingunni má stundum
sjá, hvernig annar endinn hefur
sigið talsvert meira en hinn.
Á leið sinni um Mexikó leituðu
astekarnir þess sem guð þeirra
hafði boðað þeim: Þar sem þeir
sæju örn sitjandi á kaktus úti i
vatni með orm i munninum
skyldu þeir setjast að. Þeir
byggðu siðan borg sina þar og
nefndu Tenochtitlan, en þvi nafni
breyttu svo spánverjar. Enn erú
þó i skjaldarmerki Mexikó örn-
inn, kaktusinn og ormurinn.
Skólinn sem ég sótti er i San
Miguel de Allende, litlu þorpi i
Guanajuato fylki norður af Mexi-
kóborg. Þetta 20 þúsund manna
þorp sem byggðist fyrst af
fransiskanamunkum og hét San
Miguel el Grande og var á sinum
tima mjög frægt fyrir vefnað.
Enn eru mjög fræg San Miguel
munstrin og t.d. þegar
/
K
Mazimilian kom til Mexikó voru
teppin i höllina hans ofin þar.
Nafnið breyttist svo i San Migu-
el de Allende eftir sjálfstæðisbylt-
inguna 1810, þvi ein aðalhetjan úr
byltingunni, Don Ignacio Allende
var fæddur þar. Þetta er yndis-
legur staður, kyrrlátur og engar
breiðgötur og eins og yfirleitt úti
á landi i Mexikó er fólkið hljóðlátt
og klæðist marglitum fötum og
allar konur bera „rebozo” sjal,
sem þær nota til að skýla sér fyrir
sterkustu sólinni, bera börnin sin
i og þegar þær hafa verslað mikið
á markaðinum setja þær gjarna
byrði sina þar i og hengja á bak
sér.
Götur i San Miguel eru svo mjó-
ar að bilar geta ekki mæst þar
nema þeir séu af lftilli tegund og
gangstéttir svo mjóar að fólk get-
ur ekkí mæst. Reynt hefur verið
að halda hinni upprunalegu mynd
þorpsins og þar eru ekki til mal-
bik eða neonauglýsingar.
Húsin eru byggð þannig að ekki
er verið aðpunta upp á götuna ein?
og við þekkjum svo vel, heldur
eru húsin byggð utanum „patio”
garð og oft þegar kemur inn fyrir
hrörlegar dyr, stendur maður I
yndislegum garði, þar sem eru
ávaxtatré, blóm og allavega litir
páfagaukar sem tala, og jafnvel
páfuglar. 1 görðum hjá efna-
minna fólki eru húsdýrin i garðin-
um, svln, asnar og hænur og oft-
ast mörg nakin börn.
San Miguel er nafnið á heilög-
um Mikjál, en sá dýrðlingur er i
miklu uppáhaldi hjá mexikönum,
og eru mörg þorp sem bera það
nafn, þannig að öll hafa þau auð-
kenningarnafn sbr. de Allende.
Eins og aðrir ibúar Mexikó lifa
ibúar San Miguel fyrir
„fiestas”, hátíðir. Mikjáls-
messa er mesta hátið San
Miguel. Þá flykkjast þangaö
indjánar og túristar hvaðanæva
að og standa hátiðahöldin yfir i
rúma tvo sólarhringa með flug-
eldasýningum, sem eru oft kall-
Frá Mexlkóborg, tekið I einni af gömlu byggingunum þar.
Almenningur fær að reyna sig við nautaat á götum úti, á Mikjálsmcssu.
Séð yfir San Miguel. Nautaatsvangurinn I forgrunni og kirkja
heilags Mikjáls með gotneska turninum.
aðar þjóðariþrótt mexikana,
dansi, skrautsýningum, skrúð-
göngum og nautaati i hring og
lika á götum úti, fyrir almenning
að spreyta sig. Þetta veldur slys-
um en samt er það endurtekið ár
frá ári. Þetta er eini dagur ársins
sem hanaat er leyft og sá ég ekki
betur en allan timann væri eitt-
hvað að ske i þvi húsi.
Indjánar koma til hátiðarinnar
frá hinum mismunandi fylkjum
og eru uppábúnir með fjöðrum,
skeljum, málmum og leðri. Þeir
mætast fyrir utan þorpið og koma
siðan inn i það i skrúðgöngu, sem
endar fyrir framan kirkju heilags
Mikjáls og þar hefjast dansarnir
og standa yfir stanslaust I 14-16
klukkutima.
Ég hélt fyrst að þetta væri til að
laða að túrista, en svo reyndist
ekki, fólkið kom meira að segja
með nesti og þáði engin laun fyrir
dansinn. Hann var einungis trú-
arlegs eðlis.
Kirkja heilags Mikjáls er eina
kirkjan i Mexlkó sem hægt er að
kalla gotneska, en sagt er að einn
af byggingaverkamönnum San
Miguel hafi séð póstkort af slikri
kirkju frá Evrópu og orðið svo
hrifinn að hann teiknaði hana i
sandinn. Þetta var algjörlega
ómenntaður maður og er fram-
hlið kirkjunnar gotneskur turn
með sterkum indjánaáhrifum, en
þak kirkjuskipsins á ekkert skylt
við gotneskan stil og er flatt eins
og á öðrum kirkjum i San Miguel.
Trúarlif er mikið og sérkenni-
legt, t.d. láta nær allir gifta sig i
kirkju, þó að sú athöfn sé ekki hin
löglega gifting. Lögleg er aðeins
gifting hjá fógeta.
Þetta hefur komið sér ákaflega
illa, þvi að i augum indjána er
kirkjugiftingin sú eina rétta, en
þegar á reynir, getur eiginmaður
yfirgefið konu sina og sand af
börnum án þess að þau hafi nokk-
urn lagalegan rétt.
Skólaganga mexikana er mjög
upp og ofan.og þó að spænska sé
hið opinbera mál eru töluð um 30
önnur tungumál og málýskur.
Kom oft fyrir á markaði, að ég
verslaði við fólk sem kunni álika
mikið i spænsku og ég, það nóg til
að selja og ég nóg til að kaupa. Af
þessu má ráða hvað verður um
menntun þessa fólks, en jafnvel
þótt það sé spænskumælandi, eru
ekki alltaf skólar i nágrenninu
eða börnin eru ekki send þangað
af þvi þau vinna fyrir sér eða
hjálpa til við að halda lifinu i fjöl-
skyldunni. Lika er algengt að sjá
dætrum fremur fyrir eiginmanni
en aftur senda synina I skóla.
Efnaðra fólk sendir aftur á móti
börn sin i skóla og margir ágætir
skólar eru i Mexikó, þótt aðeins
hluti þjóðarinnar geti notið
þeirra.
í San Miguel eru starfandi
þrjár vefnaðarverksmiðjur fyr-
ir utan heilmargar vefstofur fjöl
skyldna sem lifa af vefnaði og
hafa gert mann fram af manni.
Þegar ég heimsótti eina af þess-
um vérksmiðjum, þá stærstu, tók
ég eftir stimpilklukku frammi á
gangi og voru merki i mismun-
andi litum á mörgum spjöldum,
aðallega þó við kvenmanns-
nöfnin. Kom i ljós, að þetta var af
þvi að fólkið var ólæst. Þarna
vann þetta fólk ullina frá þvi að
hún kom af skepnunni þar til
orðnir voru stórkostlegir hlutir.
Alltaf fannst mér þó meira
gaman að koma þar sem litlu fjöl-
skylduvefstofurnar voru. Vefstól-
arnir eru þá inni i húsagarðinum
ogullin sem lituð er heima hangir
um allan garð til þerris. Allir
meðlimir fjölskyldunnar taka
þátt I vinnunni og börnin byrja að
hjálpa til strax og þau geta.
Kennari minn i vefnaði var af
einni af þessum fjölskyldum og
hafði hann byrjað að vefa þegar
hann var 9 ára.
1 San Miguel eru tveir listaskól-
ar, annar frekar litill og rekinn af
rikinu,og er erfiðara fyrir útlend-
inga að fá þar inni, auk þess sem
öll kennsla fer fram á spænsku.
Hinn skólinn, Instituto Allende, er
skóli i einkaeign og fer kennsla
fram bæði á ensku og spænsku, og
það er skólinn sem ég var i. Hann
er rekinn i samráði við háskólann
i Guanajuato og hefur þannig rétt
til að gefa gráður eins og Bache-
lor og Master.
Þarna eru kenndar nær allar
hugsanlegar greinar i listum og
listiðnaði og að auki er þar yfir-
gripsmikil bókmenntadeild. Skól-
inn sjálfur er ákaflega fallegur og
skólagarðurinn stór og vel við
haldið. Kennarar eru nær einung-
is frá Bandarikjunum og Mexikó.
Varla er hægt að segja að mikill
skólaandi riki i Instituto Allende
nema innan litils hóps, þvi að fólk
kemur þangað frá Bandarikjun-
um i sumar- og vetrarleyfum og
innritast I skólann i mjög stuttan
tima i einu og er þá aðallega að
þessu að gamni sinu, en tekur
ekki námið hátiðlega. Þetta tefur
oft fyrir þeim sem stunda nám
sitt af einhverri alvöru.
Námið fer fram I fjórum önnum
með lengstu frii um jólin, einn og
hálfan mánuð. Skólinn byrjar kl.
9 á morgnana og er til 1 en þá er
„siesta”, hvildartimi til kl. 3, sið-
an heldur skólinn áfram til 6.
Einu fridagarnir eru sunnudagar.
Segja má, að ekkert sé hægt að
gera i San Miguel, fremur en ann-
ars staðar fyrir utan stærstu
borgir Mexikó i ,,siesta”-timan-
um, þvi að öllu er lokað, búðum
skólum, söfnum og skrifstofum,
enda er það ágætt, að minnsta
kosti á heitasta tima ársins, þvi
þá er litið gaman að vera á ferli,
sólin brennandi heit og geislar
hennar lóðréttir steikja allt,
þannig að maður forðast að
ganga nálægt húsveggjum vegna
hitans frá þeim.
Um helgar er lifið i San Miguel i
miklum blóma. t aðalgarðinum
sem er i miðju þorpinu, gengur
unga fólkið rúntinn, stelpur rétt-
sælis en strákar rangsælis utan
með og fylgir þessu mikil spenna,
piskur og fliss. En tónlist er i rik-
um mæli frá nokkrum „Mari-
achi”-hljómsveitum sem spila
uppáhaldslagið þitt ef þú óskar og
átt lo pesos sem er um 80 kg. isl
Þá dansar fólk gjarnan og allir
eru saman að skemmta sér, fólk á
öllum aldri allt ofani kornabörn,-
þau dotta þá gjarnan i „rebozo” á
baki mömmu sinnar.
Þegar ég kom til San Miguel bjó
ég fyrst i litilli ibúð sem er i stór-
um garði og eru þar margar ibúð-
ir til leigu. Einhvern fyrstu dag-
anna kom kona til min með barn
og þar sem ég skildi ekki orð af
þvi sem hún sagði réð ég helst, að
einhver hefði stolið fötum hennar.
þar sem hún sagði „ropa” og tog-
aði i fötin min. Ég gaf henni bux-
ur og blússu. en þegar hún kom
með það hreint og straujað til
baka skildi ég loksins hvað hún
hafði meint. Þetta endaði með þvi
að hún þvoði alltaf fötin min og
þegar ég flutti i hús nálægt skól-
anum með skólasystur minni
varð hún vinnukona okkar, kom
þrisvar i viku, þvoði upp og tók til
hjá okKur. í fvrstu kunnum við
þessu hálfilla, en þar sem hún
sagðist vera mjög ánægð og verða
að hafa þessa vinnu til að sjá íyrir
sér og dætrum sinum. vöndumst
við fljótt á þennan lúxus.
Mér fannst ég mjög heppin að
kynnast þessari konu. Hún sagði
mér. að maðurinn hennar hefði
yfirgefið hana þegar hún átti von
á seinna barninu og þar sem hún
var bara gift i kirkju. hafði hún
engan rétt til hans.
Framhald á 22. siðu.