Þjóðviljinn - 09.02.1975, Side 17

Þjóðviljinn - 09.02.1975, Side 17
Sunnudagur 9. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 — þ.e. þeirra riku og menntuðu, við listir — rekur sögur af dauf- legu snobbi, áhugaleysi og auðum bekkjum i dýruin sölum þar sem tónlistarsnillingar koma fram. Og hann nefnir Sovétrikin sem .andstæðu: þar eru tónlistár- salirnir fullir. Sem fyrr segir: Halldór hefur i gagnrýni sinni á rikjandi ástand mestan huga við nýja sambýlis- hætti í listum, nýtt samband við fólkið, sem sósialisminn og sósialisk viðhorf viðrast ein geta boðið upp á. ósjálfrátt koina upp i hugann minningarorð Jean Paul Sartres um italska kommúnista- foringjann Togliatti, i hugleið- ingum um samvistir þeirra kemur fram hliðstæð andúð á þvi að hafna i einangraðri snilld, þrá eftir „kærleika fólksins”. Þjóðlegur þáttur Þegarblaðað er i grein Kristins Eirikur Magnússon: æskan og samfylkingin eða þá grein Björns Franzsonar um list og samfélag frá marxisku sjónarmiði, þá gæti svo virst að Rauðir pennar hefðu boðað mjög einsýna og þrönga stefnu i bókmenntum: illt er það allt og bölvað sem borgararnir gera (sbr. einnig grein Halldórs) lifi alþjóðlegar byltingarbók- menntir! Vitanlega er það ekki nema rétt, að Rauðir pennar voru ekki skrifaðir i einhverskonar akademisku jafnvægi, enda hefðu þeir þá ekki sætt slikum tiðindum. En eins og minnst var þegar á i fyrstu samantekt þegar vitnað var i Frelsisljóð Jóhannesar úr Kötluin, þá var málið aldrei svona einfalt. Rauðir pennar voru alþjóðlegir byltingarsinnar, en þeir voru uin leð rammþjóðlegir, mjög með hugann við islenskan menningar- arf og þeir voru einnig kröfu- harðir fagurkerar. Við hliðina á herhvöt Kristins I ,,Ný bókmenntastefna” er að finna grein eftir hann um sonn- ettu Jónasar Hallgrimssonar, Ég bið að heilsa, finlega ljóðræna skoðun á formi og inntaki og hljómgæðum þessa litla ljóðs. Þar er lagt út af frægum orðum Rilkes um að ljóðið sé reynsla en ekki tilfinningasafn og hvernig „öll vitund þjóðarinnar” kristallast i Jónasi og annað það sem óralangt er frá stéttastriði kreppuáranna. t Rauðum pennum 1936 hyllir Kristinn Sigurð Nordal af mikiu örlæti. Hann segir t.d.: „Fyrir minum sjónum hefur Sigurður Nordal fyrstur manna kveikt lif og skilning i bókmenntasögu íslands.... Hvað var Völuspá áður? (en Sigurður skrifaði um hana). Sundurlaus erindi, stuðlað mál, listaverk. En þegar andi Nordals hafði lýst hana upp, eignaðist hún fyrst lif og sál, þá varð hún lifrænn heimur, með útsýni um heilar aldir, stórbrotin timamótasaga, þjóðarörlög, ekki köld fortið heldur lifandi samtið, saga sem við erum að lifa núna.. i vörslum slikra manna er islenskum þjóðararfi vel borgiö”. 1 grein um Matthias Jochumsson eftir Kristinn, sein birtist i árganginum 1938 má einmitt greina skemmtilegan samruna , almenns húmanisks áhuga á menningararfi og nýs félagslegs skilnings. Kristinn rekur félags- legar forsendur þess sem hann kallar „manntrú” nitjándu aldar og hvernig hún gat birst annars- ÖNNUR GREIN Jón Magnússon: nóbelsskáld fjörutíu árum siðar. vegar i mannúð, hinsvegar i ofmetnaði og kúgun. Hann rekur þá þætti i Matthiasi sjálfum og umhverfi hans sein beina honum á brautir „sterkrar allýsandi mannúðar” — ber lof á þessi mannúðarviðhorf og lýsir um leið takmörkunum þeirra i nútiina- samfélagi. Kjarvalshöll! Svipuð dæmi má og rekja af Halldóri Laxness. Þvi fer fjarri að hann sé einungis að salla niöur „borgaralegar nútiinabók- menntir”. Þegar i fyrsta árgangi birtir hann tvær greinar um islenskar listir sem bornar eru uppi af þjóðlegum metnaði fyrst og fremst. Hann kvartar yfir átakanlegum skorti á þjóðlegri tónmenningu. A tónleikum finnur Halldór sér til sárrar skapraunar að „okkar lög voru fyrst og fremst bergmál af list,'meira eða minna misheppnað ap eftir tónlist annarraþjóðaófundvis á alla upp- runalega tjáningu”. Hann segir að islenskir tónsmiðir hafi ekki uppgötvað sitt eigið land enn — nema Jón Leifs, hann „hefur heyrt islenska tóna”, við fordæmi manna sem hans tengir Halldór vonir uin virðingu þjóðarinnar „meðal annarra talandi lif- heilda”. 1 grein um Kjarval i saina árgangi segir hann svo með ótviræðu þjóðarstolti, að „ég efast uin að landslagsmálverkið standi nokkursstaðar með öllu meiri blóma uin þessar mundir en einmitt á Islandi”. Við þessa gleði tengir hann svo lýðræðis- kröfu sina um að slik list sé „eign fólksins sjálfs”, það sé óhæfa að menn séu að fela verk Kjarvals fyrir almenningi i einkastofum sinum — i þvi sambandi ber hann frain kröfu um að verk Kjarvals séu til sýnis i sérstakri höll væri gaman að vit.a hvort hér er i fyrsta sinn i menningarumræðu minnst á það Kjarvalshús, sem ætlar að verða mjög i skötuliki eins og mörg önnur menningar- framkvæmd á Islandi. Fleiri dæini mætti nefna um það, að Rauðir pennar sýna einkar vel að islensk róttækni, sem er vissulega tengd við alþjóðlega strauma, hefur alltaf þróast eftir sjálfstæðum forsendum, verið mjög tengd þjóðernishyggju, þjóðlegu stolti og sérvisku. Samfy Ikingartónn Frá og með öðrum árgangi Rauðra penna er sem nokkuð breyti um tón i greinum ritsins. Það fer minna fyrir byltingunni og meira fyrir samfylkingunni. Samfylkingu kommúnista og sósialdemókrata og frjáslyndra menntamanna gegn fasisma og fasismadaðri. Þankagangur samfylkingar- boðbera keinur mjög glögglega fram i grein eftir Sigurð Einarsson, sem siðar varð séra og bjó i Holti. Greinin heitir A iiðandi stund og kom i árgang- inum 1937. Sigurður byrjar á skemmtilegu dæmi af ungum nasista sem hann heyrir til á kaffihúsi: hann er að skýra stúlkukind einni frá þvi, að sálgreining sé aðferð sem gyðing- urinn Freud hafi fundið upp til að svala kynhvötum sinum. Frá þessu dæmi rekur hann sig um úttekt á kreppu borgaralegra þjóðfélaga að svofelldri niðurstöðu: „Það mannfélags- skipulag, sem nú engist i krampateygjum um öll Vestur- lönd, er dauðadæmt.. Formælendur þess...munu ekki geta leyst þær skipulagslegu mót- setningar, sem eru að sprengja hvert auðvaldsriki innan frá. Af öllu þvi semhefur verið hugsað á jarðriki, er það hinn visindalegi sósialismi einn sem getur bent á nokkur úrræði.. Á engum vett- vangi er neitt auðvaldsþjóðfélag megnugt þess að halda áfram þeirri menningarþróun, sem gaf þvi gildi sitt og sögulegan til- verurétt um leið”. Umhverfing staöreynda Margar slikar tilvitnanir má finna i greinum Rauðra penna. Fyrst og siðast er það tekið fram, að kreppan og uppgangur fasismans sýni að borgaralegt þjóðfélag hafi lokið skeiði sinu. Firnaverk fasismans hafa bersýnilega haft afar sterk áhrif á menn og þá ekki siður það, sem við nútimainenn munum fæstir eftir — að meðal „venjulegra” ihaldsmanna og i málgögnuin þeirra hér á landi áttu fasisk viðhorf lygilega miklum vinsældum að fagna, enda þótt nasistaflokkurinn sjálfur væri hér ekki fjölmennur. „Fasisminn finnur sinn Franco tilbúinn i hverju landi” segir Sigurður, en þá var einmitt i fullum gangi borgarastyrjöldin á Spáni, sein örfaði menn mjög til samstöðu á vinstra armi viða um lönd. Hann segir og m.a. „Látlaus umhverfiing staðreynda og sá skipulagði ruglingur allra hugtaka, sem ihaldsblöðin gera að aðalstarfi sinu, getur auðveld- lega haft sin örlagaþrungnu áhrif um það er lýkur”. Eitthvað svip- að gæti verið skrifað enn i dag. Heimurinn breytist og breytist ekki. Sigurður hvetur svo til þess að alþýða efli pólitisk saintök sin óg stéttarsamtök og geri þau iafn- framt að vettvangi visindalegrar fræðslu um félags og menningar- mál. I þvi sambandi heitir hann á menn að styðja sem.mest Mál og menningu.en þegar hér er komið sögu, eru Rauðir pennar orðnir málgagn þess félags, sem einmitt er stofnað 1937. Samfylkingargreinarnar eru allmargar, sem fyrr segir. Ekki sist i árganginum 1936. Gisli Ásmundsson gagnrýnir þar þá „hlutlausu menntamenn” sem ekki treysta sér til að kjósa sér hlut hvorki þegar spurt er um „séreign eða sameign” né heldur i sjálfstæðismálum (ásælni breta og þjóðverja á tslandi). Eirikur Magnússon og Helgi Laxdal ávarpa ungt fólk og stúdenta, útlista hvernig „þjóðfélagiö tor- veldar eða eyðileggur framtiðar- vonir og vaxtarvilja alþýðu- æskunnar m.a. með skertum menntunarmöguleikum — og hvetja til samfylkingarbaráttu. Sovéskir og þýskir Kristinn E. Andrésson spyr hvort menningin sé i hættu og lýsir þá ógnum fasismans og siðar svikum lýöræðisrikjanna við Spán og Tékkóslóvakiu. Hjá Kristni og öðrum höfundum — t.d. Þórbergi Þórðarsyni i greininni „Tvær þjóðir” (1935) er mjög algengt að stillt sé upp fregnum af jákvæðu sovésku fordæmi i uppbyggingu og menningar- málum andspænis formyrkvun Þýskalands. En um leið eru að Hinn mark- vissi tilgangur Hin nýja stefna þekkir sin eigin samtengsi við veruleik- ann, veit uin mátt sinn og mögu- ieika. Hún hefur skilið, að það er glæpur að sitja hjá aðgerðar- laus, incðan baráttan um örlög mannkynsins fer fram. 1 fyrsta skipti I sögunni hefur listin eign- ast markvissan, alþjóðlegan til- gang. Hún sættir sig ekki lengur við að útskýra heiminn, heldur vill hún ganga með að því að breyta honum... Skáld hennar ganga fylktu liði til samstarfs við hinn alþjóðiega verkalýð. 1 hinu lifræna sambandi við veru- leikann, i hinum vitræna heims- söguiega tilgangi sinum ris hin nýja stefna svo voidug, að þær sem á undan eru gcngnar eru eins og veikar öldur I saman- burði við hana. Kristinn E. Andrésson: Ný bókmenntastefna, Rauðir penn- ar 1935. „ástinni á efanum” þar sem hann rýnir i félagslegar ástæður fyrir því uppátæki borgaranna, að núa sósialistum þvi si og æ um nasir að þeir séu haldnir „prédikunar- sýki” og „blindum átrúnaði”. Gunnar á einnig hugleiðingar um guðfræðideild háskólans og allfræga úttekt á nokkrum skóla- bræðrum sinum, sem menn bjuggust við miklu af á sviði bók- mennta — hafi tengsli þeirra Kristjáns Albertssonar og Vil- hjálms Þ. Gislasonr við fjármála- auðvald og áhuga þeirra á borgaralegu öryggi svipt þá orku og dirfsku, orðið til að þeir „leituðu sér athvarfs i skúma- skotum þagnarinnar” eða færu með meiningarlausan vaðal”. Sveinn Bergsveinsson varar við þvi, að islenskir menntamenn sem forframast hafa i stórum heimi taki upp á þvi að magna vanmetakennd þjóðarinnar þegar heim kemur með þvi að hund- skamma hana fyrir margskonar aumingjaskap — hvetur hann til þess að farið sé að með lagni, stunduð uppfræðsla með aðgát og skilningi. Picasso og Hallgrimur Svo mætti lengi telja. 1 bréfi til Rauðra penna sker Þórbergur upp herör gegn hugmyndum um Hallgrimskirkju sem nú er orðið fertugt hitamál og eilifðarmál ekki siður en Kjarvalshús (Engar nýjar kirkjur segir Þórbergur, fyrr en búið er að reisa barna- heimili, drykkjumannahæli, hæli fyrir taugaveiklað fólk, barna- og unglingaskóla osfrv.)! Jón Magnússon, siðar fréttastjóri útvarpsins, skrifar kynningu á sænskum öreigaskáldum: þá eru þeir enn ungir menn Móberg, höfundur Vesturfaranna og nóbelsskáldin nýbökuðu Eyvind Johnson og Harry Martinson. Og Jón Þorleifsson listmálari kynnir Picasso i árganginum 1938. Þessi grein er eitt af þvi sem minnir á að mennigarpólitik aðstandenda Rauðra penna var frá upphafi miklu rýmri og opnari en hjá mörgum þeim róttæklinguin úti i Evrópu sem trúðu rökum sovét- manna um að móderismi, til- raunastarfseini i listum, væri varhugaverð, gott ef ekki bein- linis skaðleg. koina upp vandainál sem bersýnilega eru samfylkingar- hugmyndum i pólitik og menn- ingu fjötur um fót. Þar til dæinis má nefna grein Björns Franz- sonar uin ádrepur i Alþýðu- blaðinu á réttarhöldin i Moskvu yfir Zinovéf og Kainanéf og fleirum. Birni finnst að með þessum skrifuin sé verið að „hella” vatni á mylnu fasismans” og að „hægfara jafnaðarmenn” leiki þann hættu- lega leik að reyna að hnekkja hugmyndum samfylkingarinnar. Þarna er komið að þversögn sem átti eftir að hafa mjög afdrifarik áhrif: án Sovétrikjanna væri bandalag gegn Hitler máttvana — en þar voru einmitt að gerast mjög iskyggilegir hlutir, sein áreiðanlega settu margan góðan dreng i vanda enda þótt fæstir ættu annars kost þá en að taka trúanlegar i stórum dráttuin skýringar sovétmanna sjálfra á atburðuin. Margbreytileiki Reyndar var allviða komið við i greinum Rauðra penna. Skúli Guðjónsson gerði úttekt á menn- ingarástandi sveitanna og þar. og hjá Birni Franzsyni má sjá drög að fjölmiðlunarrýni sem siðar komst i auknuin mæli á dagskrá („Hvað verkalýðurinn eða öreigar allra landa hafast að fær fólkið i sveitunum ekki að vita um gegnum útvarpið, nema þá að stöku sinnum kemur fyrir, að talað er uin óeirðir og uppþot sein hverja aðra glæpi og prakkara- strik verkalýðsins”). Gunnar Benediktsson á skarplega úttekt á Ólafur Kárason í samtímanum Það fer ekki mikið fyrir beinni ritdeilu i Rauðum pennum — af þeim sjálfum verður ekki ráðið hvernig viðtökurnar voru, liklegast er að deilur um einstakar staðhæfingar eða kenningar i greinum ritsins hafi komið fram i blaðaskrifum. En það væri i sjálfu sér ekki erfitt að nefna dæmi um þaö, að aðstandendur Rauðra penna sýndu yfirburði i skilningi og yfir- sýn i umfjöllun t.d. um bókmenntir. Ég nefni grein Kristins E. Andréssonr uin fyrstu tvö bindin af Ljósvikingnum. A þeim tima, þegar mikið af skrifum um Halldór Laxness voru karp um að hann ýkti og afskræmdi og gæfi þar með ranga og neikvæða mynd af islenska bóndanum, af islensku plássi af tslandi yfirleitt, þá skipar Kristinn persónum og boðskap stærra samhengi: Nefnuin eitt dæmi: „Það er alls ekkert deilu- atriði, að heimili eins og Fótur undir Fótarfæti (menn muna að þar ólst Ólafur Kárason upp) er i bókstafl. skilningi ekki til á Is- landi. Höfundurinn er með allt önnur sjónarmið i huga. Honum gengur til hjarta hin andlega og iikamlega kúgun mannsins. Tilgangur hans er að lýsa þeirri kúgun. Til þess velur hann einfalda islenska mynd: Meðferö á varnarlausuin niðursetningi, svartasta dæmi kúgunar sem við þekkjum úr sögu okkar. Það er augljóst hvað hefur knúið skáldið til að taka þetta yrkisefni. Það er fasisminn... En hvað er svo um raunhæfni sögunnar af hinum islenska niðursetningi? Er það vist, að lýsingin sé svo fjarri veruleikanum. eða þurfti kannski reynslu fasisinans til þess að geta skilið niður i kjölinn þá smánarmeðferð, sein niður- setningar hafa raunverulega orðið að þola á Islandi?” (Um næstu helgi: skáldskapur i Rauðum pennum — Hve hald- góður reyndist boðskapurinn).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.