Þjóðviljinn - 09.02.1975, Síða 22

Þjóðviljinn - 09.02.1975, Síða 22
22 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. febrúar 1975 Orðsending til allra landsmanna Vegna hins alvarlega gjaldeyrisástands er nú ríkir og sem að verulegu leyti stafar af hóf- lausum innflutningi, þar á meðal á allskonar iðnvarningi, sem hægt er að framleiða hér innanlands sambærilegan að verði og gæðum, vilja samtök iðnverkafólks hér með skora á landsmenn alla að haga innkaupum sínum þannig að innlenda framleiðslan hafi þar al- geran forgang. Með því mundi sparast dýr- mætur gjaldeyrir og atvinnuöryggi iðnverka- fólks, sem nú virðist í nokkurri hættu, væri tryggt. Enn er í fullu gildi hið fornkveðna að hollur er heimafenginn baggi. Þá vilja samtök iðnverkafólks benda á, að naumast er vansalaust að dýrmætt hráef ni sé f lutt úr landi lítt eða ekki unnið til f ullvinnslu erlendis, svo sem verið hefir um lopaútflutn- inginn til Danmerkur undanfarið. Höf um í minni að sparaður gjaldeyrir er engu þýðingarminni en gjaldeyrisframleiðsla. Landssamband Iðnverkafólks Iðja, félag verksmiðjufólks Reykjavík Iðja, félag verksmiðjufólks Akureyri Bifvélavirki - vélvirki Óskum að ráða bifvélavirkja eða vél- virkja til starfa nú þegar i véladeild á- haldahússins i Borgartúni 5, Reykjavik. Upplýsingar um starfið veita verkstjór- arnir á vinnustað eða i sima 21000. VEGAGERÐ RÍKISINS ÚTGERÐAMENN! KAUPUM FISK TIL VERKUNAR Hraöfrystistöð Eyrarbakka h.f. Netagerð Ármanns Stokkseyri sími 3335 og heimasími 3325 ■ Búum til troll ■ Viðgerðir á trollum ■ Netafellingar Fljót og góö þjónusta reynið viðskiptin Björn segir: „Góöir Islendingar og aörir islendingar mér...” ég á mitt undir þvf aö þiö trúiö og treystiö Mexikó Framhald af 13. siðu. Við borguðum henni 60 pesos eða 480 krónur isl. og af þvi lifði hún og sá börnum sinum far- borða, bjó i gluggalausu herbergi, hafði ekki aðgang að rennandi vatni og bara kamar úti i garði sem margar fjölskyldur voru saman um. En kynlegt var það, að ég námsmanneskjan, var allt i einu orðin atvinnurekandi i Mexikó. Svona var þetta nú samt, — ég var yfirstétt þar! Þar sem ég var i skólanum eitt ár var ekki mikið um að ég gæti ferðast, timans vegna og pening- anna. t lok skólaársins fór ég þó i ferðalag suður landið og tii Gua- temala og var það stórkostlegt. Það er ævintýri likast að fara með þriðja flokks rútum, þar sem öllu ægir saman, fólki á öllum aldri, svinum, hænum, kalkún- um, blómum og grænmeti. öllu þvi, sem fólk selur og kaupir á markaði. Við hlið þér er kannski bilveikt barn, en fyrir aftan er verið að gefa ungabarni brjóstið og fyrir framan situr fjölskylda, sem er að borða en mexikanar eru með afbrigöum matglaðir og borða sinar „tortillas”, maiskök- ur, i tima og ótima. Að ferðast á þennan hátt er eins og að sitja með spegilmynd af Mexikó fyrir framan sig. Lög Framhald af bls. 3. ■ sambandi isl. verslunarmanna eru konur i meirihluta, 54%, en stjórn landssambandsins er skipuð körlum eingöngu. I Sjómannasambandi íslands eru karlar yfirgnæfandi meirihluti, 98,2% og i stjórn þess sambands eru eingöngu kariar. Innan Verkamannasambands tslands eru um 16.500 félagsmenn 61% karlar og 39% konur. 1 stjórn sambandsins eru 5 konur. Við athugun á stjórnum félaga þar sem félagsmenn voru af báðum kynjum, kemur i ljós, að stjórnirnar voru nær undan- tekningarlaust skipaðir fleiri körl um en konum, lika i þeim félögum þar sem félagsmenn voru að meirihluta til konur. Innan Landssambands isl. verslunar- manna voru 20 félög verslunar- manna, i 13 þeirra voru konur i meirihluta. 1 stjórnum verslunar- mannafélaganna áttu sæti alls, þe. i öllum verslunar- mannafélögunum, 15 konur. Það er ekki ein kona á stjórn hvers félags að meðaltali. Það má nefna sem dæmi, að i Iöju, félagi verksmiðjufólks, i Reykjavik voru 408 karlar og 1607 konur árið 1972, en i stjórn félagsins voru 4 karlar og 3 konur og var einn karlanna formaður. 1 Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri, voru 294 karlar og 541 kona, en stjórnina skipa 4 karlar og ein kona. Aðild að Bandalagi starfs- manna rikis og bæja eiga 14 félög rikisstarfsmanna, 11 félög bæjar- starfsmanna og 5 blönduð félög eða samtals 31 féiag. 31. des. 1971 voru félagsmenn BSRB 7695, 58% karlar og konur 42%. Þrátt fyrir hið háa hlutfall kvenna eiga engar konur sæti i stjórn BSRB. Stjórnina skipa 11 karlar. Félagsmenn BSRB af báðum kynjum eru flestir i félögum rikisstarfsmanna, þá félögum bæjarstarfsmanna og fæstir i blönduðum félögum. Hlutfall kvenna er hæst I blönduðu félögunum, 70,8%, þá i félöguin rikisstarfsinanna og lægst i félögum bæjarstarfsmanna. Aðeins brot Ofanritað, sem ólafur Ragnar Grimsson, skýrði frá á ráðstefn- unni er aðeins brot af þeim mikla efniviði, sem fyrir liggur með skýrslu Guðrúnar S. Vilhjálms- dóttur. En af þessum dæinum má ráða, hver úttekt þarna hefur verið gerð á hag karla og kvenna og hver stuðningur getur orðið að niðurstöðum þessarar skýrslu — ef opinberar verða — fyrir þá sem berjast vilja fyrir jafnréttisstöðu kynjanna á Islandi. Ekki vill maður trúa þvi fyrr en á er tekið, að það sé ástæðan fyrir tregðu ráðuneytisins við útgáfuna. — vh Stokkseyri Framhald af bls. 2 4 stendur varla um alla eilifö. Þaö er beðið eftir þvi að hreppsfé- lögin taki ákvörðun. Nú, við á Stokkseyri hugsum lika talsvert uin hitaveitu núna. Það kemur til greina aö fá heitt vatn frá Þorleifskoti, þaðan sem selfyssingar fá sitt heita vatn. Við erum lika aö athuga með bætta vatnsveitu — i þvi máli kemur ýmislegt til greina. Og svo er það gatnagerðin. Við þurfum að láta bera oliumöl á a.m.k. götuna gegnum þorpið”. Frímann sagði að litið væri um sameiginleg mál þorpanna, reyndar stefnt að sameiginlegri sundlaug og félagsheimili. „Eftir nokkra áratugi renna þessi þorp saman i eitt”, sagði Frimann að lokum og við kvöddum Stokkseyri og Eyrar- bakka að sinni. —GG IÐJA félag verksmiöjufólks Hið árlega kaffiboð fyrir Iðju-félaga, 65 ára og eldri verður að Hótel Sögu, Súlna- sal, sunnudaginn 23. febrúar kl. 3 e.h. Aðgöngumiðar afhentir á skrifstofu fé- lagsins að Skólavörðustig 16, opið daglega frá kl. 9—12 og kl. 1—6 e.h. FÉLAGSSTJÓRNIN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.