Þjóðviljinn - 09.02.1975, Qupperneq 24
Höfnin á Stokkseyri — þar geta minni bátar athafnað sig ibliðu.
Björgvin Sigurðsson, formaður verkaiýðsfélagsins Bjarma á
Stokkseyri — Björgvin hefur verið formaður i f jörutiu ár.
Eyrarbakki og Stokks-
eyri — þessi sjávarpláss í
Árnessýslu eru jafnan
nefnd bæði í sömu and-
ránni, enda svipar þeim
mjög saman, voru reynd-
ar áður einn og sami
hreppurinn, Stokkseyrar-
hreppur, sem skipt var
1897.
Þjóðviljamenn heim-
sóttu plássin bæði í roki
og rigningu fyrir
skömmu, hittu menn að
máli, horfðu á brimið
brjóta á skerjunum und-
an Stokkseyri og á hafn-
argarðinum hjá Eyrar-
bakka, töluðu um verka-
lýðsmál við Björgvin á
Stokkseyri, Kjartan á
Eyrarbakka og Frímann
á Litla-Hrauni, ræddu um
heimsmenningu eyrbekk-
inga við Guðrúnu Bjarn-
finnsdóttur og Jón Val-
geir Ölafsson og fengu
gert við bílinn hjá Guð-
jóni í Smiðjunni.
Sunnudagur 9. febrúar 1975
DJOÐVIUINN
Hér er skemmtilegt
Kjartan Guðjónsson verka-
maður starfar í Plastiðjunni á
Eyrarbakka og hefur verið for-
maður Verkamannafélagsins
Báru siðan 1971. Hann er úr
Landeyjunum, fór ungur til
sjós, vann i sild á Siglufirði, fór
aftur i sveitina, kvæntist stúlku
úr Fljótshliðinni, fór að búa, en
varö aö hætta þvi þar eð hann
fékk asina af heyinu og settist
þá að á Eyrarbakka.
,,Hér er skemmtilegt að
vera”, sagði Kjartan. ,,Ég hef
unniö f Plastiðjunni siöan ég
kom hingað. bað eru fiinmtán
ár siöan. Búskapurinn lét mér
reyndar vel, en lifiö hér er
frjálst. Fólkið er vinnusamt og
þaö vill vera hér. Menn flytja
hingað og það er setið uin þau
hús sem losna. Reyndar eru at-
vinnumöguleikar að mestu
bundnir við sjóinn og frystihús-
iö, en margir stunda vinnu ann-
ars staðar, t.d. inn i Sigöldu”.
Við spurðum Kjartan um fé-
lagslif á staönum: ~,,Það er
þorrablót, áramótagleði i sain-
komuhúsinu — upptalið. Hér er
til leikfélag, en það er ekki leng-
ur aðstaða til að færa leikrit á
svið”.
Verkamannafélagið Báran
var stofnað 1903. Kjartan segir
aö fundagerðarbækur vitni um
átök i verkalýðsbaráttunni.
Formannaskipti voru tið i félag-
inu.
,,Nú er fundasóknin dræm.
Það ber mest á þeim mönnum
sem allt starfið hvilir á. Nú eru
um 150 manns i félaginu. En
þrátt fyrir dræma fundasókn,
þá finn ég að mönnum þykir
vænt um félagið, eyrbekkingum
er hlýtt til Bárunnar, en ef
verkalýðsbaráttan á aö vera
virk, þá veröa menn aö sinna fé-
laginu. Þegar ég kom hingaö á
Bakkann, var félagið næstum
dautt, það var eignalaust. En
1963 tók Andrés Jónsson i
Smiðshúsi við þvi, hann lét
endurreisa það og átti verulega
stóran hiut i að blása lifi i það
aftur”.
Greiösluþoliö sprungið
Við spurðum um komandi
stéttaátök: „Nú eru allir út-
gjaldaliöir að snarhækka, og
reyndar er greiðsluþol verka-
manna þegar sprungið. Kannski
eru sjómenn enn verr stæöir en
aðrir, þeir hafa alls ekki nógu
góö kjör. Ef miöað er við tfma-
kaup verkafólks, þá eru þeir
langt á eftir. Ég er ekki alveg
sáttur við það, aö niu manna
nefnd ASl eigi ein að semja við
vinnuveitendur — þó er kannski
hægt að réttlæta aðferöina með
þvi að nú eigi aðeins að ná aftur
þvi sem vannst i siðustu samn-
ingum. Staöreyndin er hins veg-
ar sú, aö verkamenn, þeir
, lægstlaunuðu, fara jafnan verst
útúr þessum stóru samningum.
Ég álit að við hér á Suöurlandi
getum alveg samið fyrir okkur,
eða þá aö Verkainannasain-
bandið seinji eitt fyrir sin sam-
bandsfélög. Nú er óhugsandi að
vinna á okkarkaupi, og ég bendi
á, að stytting vinnutímans, nið-
urskurður á eftirvinnunni, er
aöeins byrjunin á atvinnuleysi”.
Hrepparígur, beinamjöl
og fleira
Nú búa kringum 1200 manns
samanlagt á Stokkseyri og
Eyrarbakka. Viðbúið er aö fólki
fjölgi á þessum slóöum á næst-
unni, og brú yfir ós Olfusár mun
færa þorpin aftur i þá þjóöbraut
sem þau einu sinni voru i. Aukin
byggö þar við ströndina mun
færa plássin saman, milli þeirra
er það svæöi sem liggur fyrir að
byggja á, og vafalitið renna
hrepparnir saman i eina byggð
eftir einhverja áratugi.
Jón Valgeir Ólafsson, verk-
stjóri I Plastiðjunni og kona
hans, Guðrún Bjarnfinnsdóttir,
voru sammála uin að hreppa-
rigur hefði nokkuö komið i veg
fyrir samvinnu stokkseyrjnga
og eyrbekkinga, aö að þvi hlyti
að reka að hrepparnir byggðu
saman ýmsar stofnanir sem
nauðsýnlegar eru, svo sem fé-
lagsheimili, jafnvel gagnfræða-
og menntaskóla, þvi unglingar
úr plássunum verða aö leita
burtu eftir annarri menntun en
barnaskólainenntun. Reyndar
eru einhverjar ráðagerðir um
sundlaug að fæðast, og beina-
verksmiðjan, sameiginleg
frainkvæmd hreppanna tveggja
er staðreynd. Þar gengur sam-
starfið eins og best veröur á
kosiö.
Verði gerð brú yfir ós ölfusár,
þá munu hreppsfélögin á Suður-
landi standa saman að þeirri
framkvæmd, og kaup á skuttog-
ara eru næstum þvi orðin að
staðreynd.
„Sannleikurinn er sá”, sagði
Jón Valgeir, ,,aö bygging brúar-
innar yfir Olfusá hjá Selfossi olli
beinlinis þeirri deyfð sem siðan
færðist yfir mannlif hér i Bakk-
anuin. Ég er ekki að segja að sú
brúargerð hafi ekki verið nauð-
synleg, en hún færði krossgötur
manniifsins á Suöurlandi upp
með ánni”.
Og nú eru ýmsir farnir að
vona að aftur verði lif og fjör við
ströndina þegar ós-brúin kem-
ur. Þá mun hluti hringvegarum-
ferðarinnar fara um plássin og
fiskvinnslan mun standa traust-
ari fótum, þegar betri not verða
af landshöfninni i Þorlákshöfn.
„Það er dauft félagslifið
hérna”, sagði Guðrún. „Það var
siðast leikið hér fyrir þremur
árum. Þá lékum við „Margt býr
i þokunni”. Okkur vantar hús
meö góðu sviöi.
Og þeir mættu koma lagi á
verslanirnar hér. Hér á Bakk-
anum er ein búð frá K.Á. og
önnur frá Höfn. Nú skilst mér að
eigi að leggja útibúið frá Höfn
niður. Þjónustan er engin. Mað-
ur þarf að fara eftir hverri lopa-
hespu, hverjum rennilás upp á
Selfoss”.
Formaður Bjarma i 40 ár
Björgvin Sigurösson á Stokks-
eyri hefur veriö formaður
verkalýðsfélagsins Bjarma I 40
ár. Hann var 24 ára þegar hann
var fyrst kosinn, en þaö var árið
1935. Eitt árið gegndi Björgvin
ekki formennsku, þannig að
hann hefur nú hafið sitt 40. for-
mannsár — var kjörinn fyrir
skemmstu, sjálfkjörinn eins og.
oft áöur.
Viö hittum Björgvin á skrif-
stofu Bjarma, þar sem allt er
fullt með pappira og skjalabæk-
ur og Björgvin ræddi um verka-
lýösmálin: „Við I Bjarma höf-
uin ekki gefið niu-inanna nefnd-
innrsainningsumboð. Við höfum
ekki gert neinar athugasemdir
við hana, en erum I grund-
vallaratriðum á móti þvi að
færa samningsumboð i hendur
miðstjórnarvalds. En þaö er
einmitt svona sem atvinnurek-
endur vilja hafa þetta. Ég tek
fram að þetta er ekki vantraust
á menn, heldur aðferö og þetta
eralmenntviðhorfiðútum land.
En reyndar er okkar viðsemj-
andi hér, ekki i Vinnuveitenda-
sambandinu.
Við spurðum um steminning-
una meðal sjómanna: „Hún er
góð. Við erum ekki i samfloti
meö stóru nefndinni, heldur eig-
um við bara við okkar menn hér
i Stokkseyri. Kauptryggingin er
vitanlega sameiginlegt mál.
Það er þrýst á okkur að lækka
skiptakjörin, en gegn þvi standa
sjómenn eins og veggur. Út-
gerðarmenn eru heldur ekki
samstæðir um þetta. Þeir sjá að
þetta borgar sig eins og það er
núna — þeir yfirborga meira að
segja á sumum bátunum, — en
það tiðkast ekki lengur hér”.
Hitaveita, gatnagerð og
togari
Það er róiegt núna á strönd-
inni. Vertiðin er varla byrjuð,
menn tala um brú, togara og
gatnagerð.
Við hittum Frimann Sigurðs-
son, gæslumann á Litla-Hrauni,
en hann er annar af tveimur
hreppsnefndarmönnum vinstri
manna á Stokkseyri.
Friinann sagði að hrepps-
nefndin kannaði nú væntanleg
togarakaup.
„Selfossi, Eyrarbakka og
Stokkseyri stendur til boða að fá
450 tonna skuttogara frá Pól-
landi. Við erum að kanna málið.
Ætli hann kosti ekki kringum
300 miljónir. En þetta tilboð
Framhaid á 22. siðu.
Gamli sjógarðurinn á Stokkseyri og fulloröin kona á leiö til vinnu i frystihúsinu.