Þjóðviljinn - 15.02.1975, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 15.02.1975, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJóÐVILJfNN Laugardagur 15. febrúar 1975 Liöin tið, leikrit eftir Harold Pinter, sýning Pjóðleikhússins, verður sýnt i sjónvarpi á sunnudaginn. Leikstjóri er Stefán Baldursson, niyndin er af Erlingi Gislasyni og Kristbjörgu Kjcld I hlutverkum sinuin. Málþóf „mál- svaranna” ,,Búa engir utan höfuð- borgarinnar nema „stjór- ar" — kaupfélags-, raf- veitu-, for- og sveitar- stjórar? Eða eru byggða- mál þeim einum viðkom- andi?" Þannig spyr Þröstur Haralds- son, blaðamaður i Þjóðviljanum á fimmtudaginn var. Tilefni spurningar Þrastar var útvarpsþátturinn Byggöa- mál, þar sem fréttamaður ræddi við Val Arnþórsson, kaupfélagsstjóra á Akureyri. Þetta einstaka viðtal var dæmigert fyrir þann hefð- bundna hugsunarhátt þátta og dagskrárgerðarmanna útvarps og sjónvarps. Einhvern daginn rjúka menn i að sinna landsbyggðinni, sinna þessu eða hinu og málið er leyst með þvi að leiða einhvern ,,mál- svara” að hljóðnemanum. Ef á að fjalla um raforkumál á Norðurlandi, þá er talað við rafveitustjórann á Akureyri og kannski bæjarstjórann. Ef á að fjalla um vegamál á Austurlandi, þá er talað við vegamálastjóra. Fulltrúar kerf- isins, málpipur valdsins eru jafnan dregnar fram, en sjaldn- ast er talað við þolendur þessa kerfis, þolendur „málsvar- anna”. Gott dæmi um þann kauöshátt sem viögengst i þessum efnum hjá sjónvarpinu, er þátturinn um iandshlutana. Um daginn var þáttur um Suöurland. Þátturinn sá var rétt eins og þeir þættir aðrir sem fluttir hafa veriö og nefndir eftir landshlut- um. t sjónvarpiö koma vörpu- iegir „málsvarar” og skegg- ræða misjafnlega greindarlega og misjafnlega skýrt um „vandamálin”. Vandamálin þeirra á Suöurlandi voru af svipuðum toga og annars staöar á landinu; þaö vantar fleiri hafnir, það vant'ar rafmagn, betri vegi og frystihús. ..Segið svo að konurnar séu gagnslausar”, sagði séra Ingi- mar Ur Vik, eftir að hafa fariö nokkrum oröum um gagnsemi kvenkyns vinnuafls I frystihús- inu. Ef sjónvarpið telur sig vera að „þjóna landsbyggðinni” með slikum þáttum, þá er þaö rétt einu sinni fariö að slá vindhögg á villigötum. Sjónvarpiö á að taka það aö sér upp á eigin spýtur, aö kanna mannlíf i byggðarlögunum, landshlutunum. Ef sjónvarpið vill komast nær fólkinu, grafa upp þau mál sem þyngst vega og mest eru rædd i hverjum landshluta fyrir sig, þá ætti fremur að fela góðum mönnum að vinna sjálfstæða heimildar- mynd. Viö fréttum stundum af þvi hvað fólk er að bardúsa hér og þar. Presturinn hann Ingimar er t.d. þakklátur konunum i frystihúsinu, en honum liðist ekki að slengja fram vanhugs- uðum dómum um „gagnsemi” kvenna á vinnumarkaði, ef sjónvarpið hefði fyrir löngu ver- ið búið að gera þátt, sýna mynd um það fólk sem verkin vinnur. 1 haust var hrundiö af stokk- unum þætti sem nefnist „Heim- sókn”. Tveir sjónvarpsmenn fara þá út á land, taka viðtöl, draga upp einhvers konar mynd af lifinu á hverjum stað. Þess er þó vandlega gætt að sigla ofar skýjum, fjalla ekki um neitt sem deilum gæti valdið — myndavélin snýst um vettvang- inn og þulur fer með merkingar- lausar setningar, útkoman veröur ekki mynd um fólk held- ur slitrótt vögguvisa. Vaka „Heimsókn” sjónvarps- manna til héraðslækna á Héraði verður sýnd á sunnudaginn kemur, og verður þar fylgst með daglegum störfum lækn- anna þar i vetrarrikinu. Nú eru menn forvitnir að frétta af læknisþjónustu i allri ó- færðinni sem veriö hefur eystra 1 vetur — kannski hefur ófæröin valdið þvi að sjónvarpsmenn hafi frétt eitthvað eystra hvað það er sem þar brennur heitast á vörum í einangruninni? Vaka, þáttur um bókmenntir og listir hefur alveg horfið af dagskránni eftir aö Gylfi Gisla- son, myndlistarmaður, hætti umsjón hans. Menningarmálaþættir i út- varpi og sjónvarpi eru furöu- lega viökvæmir um að ræöa — það sannast nú á þvi, að dag- skrárstjóri LSD sjónvarpsins skipar engan umsjónarmann Vöku i stað Gylfa; hann biður eftir nýju útvarpsráði til að geta sett þægt lamb úr eigin garði til umsjónar með menningarþætt- inum. Eflaust rekur fljótt að þvi þegar væntanlegt útvarpsráö tekur aö þinga, aö skipaöur verður nýr umsjónarmaöur Vöku að tillögu Jóns Þórarins- sonar. —GG Sýning á verkum Baldvins Björnssonar opnuð i kjallara Norræna hússins i dag f dag klukkan 15 verður opnuð sýning í kjallara Norræna hússins á teikn- ingum, málverkum og skarpgripum Baldvins Björnssonar sem uppi var á árunum 1879—1945. Er sýningin haldin að tilhlut- an fjölskyldu Baldvins. Baldvin fæddist i Reykjavlk en fluttist snemma með foreldr- um sinum til tsafjarðar þar sem hann nam gullsmiði hjá fööur sinum. Arið 1898 sigldi hann til Kaupmannahafnar til fram- haldsnáms i gullsmiði og þar kynntist hann m.a. þeim As- grimi Jónssyni og Einari Jóns- syni. Áriji 1902 fór hann ásamt Einari til Þýskalands þar sem hann bjó og starfaði að gull- smiöi fram til 1915, lengst af I Berlin. Fyrst eftir heimkomuna starfaði Baldvin að gullsmiði i Reykjavik með fööur sinum og bróður en árið 1923 flutti hann til Vestmannaeyja og bjó þar til 1935 er hann flutti aftur til Reykjavikur þar sem hann bjó til æviloka. Allan starfsaldur sinn hafði Baldvin gullsmiöina að aðal- starfi en málaði alltaf meöfram þvi. Hann sótti sér efnivið viða og fór m.a. i Gottuleiðangurinn svonefnda til Grænlands árið 1929 og eru margar af myndun- um á sýningunni úr þeirri ferð. Flestar eru þó þær myndir hans sem lýsa stemmningu við höfn- ina, jafnt I Reykjavik, Vest- mannaeyjum sem frá ísafirði. Auk myndanna eru á sýning- unni nokkrir af skartgripum Baldvins. Gefur þar að lita marga fallega og forvitnilega gripi, svo sem tóbakshorn og tóbaksdósir sem hann smiöaði fyrir Theódóru Thoroddsen; er horniö gert úr spora af hana en dósirnar úr lltilli steinhnotu sem Theódóra hafði fundiö. Einnig má geta silfursleginnar ættar- tölu Guðmundar frá Miðdal. Baldvin teiknaöi einnig ýmiss konar skjöl, sýslumerki, fri- merki o.fl. og lesendum Þjóð- viljans til fróðleiks má nefna að hann teiknaði fyrsta hausinn á blaðið og einnig hausa á ýmsa af fastaþáttum þess. Alls eru yfir 70 myndir og teikningar á sýningunni auk skartgripanna. Er þetta i fyrsta sinn sem myndir hans eru sýnd- ar á einkasýningu en um ævi- daga sina tók Baldvin aðeins þátt i einni málverkasýningu, samsýningu myndlistardeildar BtL haustiö 1941. Eins og áður segir verður sýn- ingin opnuð klukkan 15 I dag, laugardag, og verður opin dag- lega kl. 14—22 fram á annan sunnudag. —ÞH Hagfrœðingur- inn og ég Kæri Bæjarpóstur. Hefur þú ferðast með Hafnar- fjarðarstrætó nýlega? Sennilega ekki, þvi þá hefðirðu gert eitt- hvert veður út af bágbornu ásig- komulagi þessara gömlu troga. Reyndar ætlaöi ég ekki að gera skrjóðana hans Hafbergs sér- staklega að umræöuefni, heldur annaö mál, svolltið tengt. Þannig er, að I hvert sinn sem maður nær sæti i vagninum og ek- ur á stað, þá svæfir olíustybban og fúla pestin inni I vagninum öll skilningarvit, og maður liður i ljúfum draumi a.m.k. á áfanga- stað, en sennilega lengra, ef eng- inn vekur mann. Nú vildi svo til um daginn að maður með vit á efnahagsmálum settist hjá mér. Þessi maöur fór aö tala um efnahagsmál. Þetta tal hjálpaði pestinni 1 bilnum og brátt leiö ég eins og á töfrateppi áleiöis i Fjörðinn. En hvað heldurðu manni! Eftir skamma ferð stend ég sjálfan mig að þvi að hrökkva af draumi og fara að sperra eyrun við efna- hagsþurglinu i hagfræðingnum sem hjá mér sat. Hagfræöingur: Sko, nú er allt i hönk. Gjaldeyrissjóðurinn farinn oni okkur, allt að fara I strand og gengið að taka enn eitt stökkið niður á við... Ég beið sallarólegur eftir fram- haldinu; Þessu verður aö koma I lag meö einhverjum ráðstöfunum, sagði hagfræðingurinn og trommaði litt vinnulúnum fingrum á stress- töskuna sina-. Ég: Hvernig væri aö draga að- eins úr innflutningi. Eru þessir heildsalar ekki búnir aö ná nægi- legum gróða núna, þannig að þeir gætu slakað aðeins á i frjálsu samkeppninni og rifað seglin svona rétt á meðan skútan nær sér á kjöl aftur? Hagfræðingur: Nei. Það er ósanngjarnt. Ég: Hvernig þá ósanngjarnt? Hagfræöingur: Ef við drögum úr innflutningi, hættum jafnvel aö versla við erlendar þjóðir, þá er- um viö að velta okkar vanda yfir á aðra. Og þjóðirnar hafa sam- einast I ýmis efnahags- og markaðsbandalög til að sporna gegn þvi að erfiðleikar i einu landi bitni á öðrum. Ég: Verðum við þá að halda áfram aö flytja inn? Hagfræöingur: Já. Það er ekk- ert undanfæri með þaö, samningur okkar við Efta miöar að auknum innflutningi og minnkandi tekjum rikisins af inn- fluttum vörum. Ég: En nú er Geir alltaf að segja að hann ætli sér að tryggja næga atvinnu. Satt aö segja finnst mér alltaf svartnættisbragur á pólitikusum sem byrja að tala um að „tryggja fulla atvinnu”. Það merkir i minum eyrum einfald- lega það, að atvinnuleysi sé fram- undan. Hagfræöingur: Ertu kommún- isti? Lestu Þjóðviljann? Ég: Nei, ég er hræddur viö at- vinnuleysi. Hagfræöingur: Sko, það er ekki beint verið að boöa atvinnuleysi, en Efta-þjóðirnar hafa gert með sér samkomulag, sem gengur út á það, að innflutningi verði ekki hætt, en hins vegar eru sjálfsögð viðbrögð þeirrar þjóöar sem I erfiöleikum á, að berja niður kaupmátt launanna, og þannig minnkar gjaldeyriseyðslan sjálf- krafa og þarf engar sérstakar ráðstafanir til þess. Svo má náttúrlega fella gengiö. Ég: Segirðu þetta alveg bláeygur? Hagfræöingur: Já. Ég var aö enda við að lesa þetta i frjálsri verslun. Sko. Hér segir Geir: „Verðum að tryggja fulla at- vinnu.” Þetta þýðir einfaldlega að hann ætli að lækka kaup manna eins og hægt er og eftir fá- einar vikur fjölgar atvinnu- leysingjunum. Það er alltaf sama sagan. Ég: Nú ert þú hagfræöingur. Er ekki hægt að rétta þjóðarskútuna af á annan hátt en þann, að fjöldi manna missi vinnuna, lifs- hamingjuna — eiga örfáir að bjarga þessu fyrir hann Geir með blóðfórnum? Ilagfræöingur: Maður orðar þetta nú ekki svona. Kæri Bæjarpóstur — mér datt sisona i hug aö láta þig vita af þvi, hvernig þeir hugsa þessir bláeygu flibbamenn. Kobbi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.