Þjóðviljinn - 15.02.1975, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 15.02.1975, Qupperneq 5
Laugardagur 15. febrúar 1975 ÞJÚÐVILJINN — SIÐA 5 Myndin er af þeim fimm, sem koma fram á tónleikunum i Bústaða- kirkju i kvöld. Ungir hljóðfœraleikarar í Bústaðakirkju á morgun Næstkomandi sunnudag, þann 16. febrúar verða haldnir tónleik- ar i Bústaðakirkju og hefjast þeir klukkan 21. Þar koma fram fimm ungir hljóðfæraleikarar, þau Manuela Wiesler, Duncan Camp- bell, Sigurður Snorrason, Jeremy Day og Hafsteinn Guðmundsson. A efnisskránni eru blásara- kvintettar eftir Taffanel og Niel- sen, trió eftir Maros og kvartett eftir Rossini. Frœgar þýskar kvikmyndir á vegum Germaníu Masurka og Maskerade Tvær af þremur þýskum kvik- myndum, sem félagið Germania ætiar að sýna á næstunni, „Maz- urka” og „Maskerade”, urðu á- kafiega vinsælar hér á landi, eins og annarsstaðar, á árunum eftir 1930. Myndir þessar þóttu taka öðr- um fram og eru enn þann dag i dag i flokki bestu mynda, þótt ekki séu þær á breiðtjaldi. Maz- urka verður sýnd i Nýja Bió nk. laugardag (15. febrúar) kl. 2 e.h. Pola Negri leikur aðalhlutverkið, en leikstjórnin er i höndunum á Willy Forst, hinum mikla töfra- manni þýskra kvikmynda hér áð- ur fyrr. Mazurka er byggð á sönn- um atburöi, manndrápi i leikhúsi og tilheyrandi ástaharmleik, árið 1930, og lagið sem leikið er og sungið I myndinni var á allra vör- um á sinum tima. Willy Forst var bæði afbragðs leikstjóri, sem og vinsæll leikari og I myndinni „Maskerade” leik- ur hann aðalhlutverkið móti Paulu Wessely, sem einnig var mjög fræg á sinum tima. Sögu- þráðurinn i Maskerade er eins og I Mazurka bæði spennandi, sem og ágætlega settur á svið, enda báðar myndirnar einhverjar hin- ar minnisstæðustu frá besta skeiði þýskrar kvikmyndagerðar. Maskerade verður sýnd i Nýja Bió laugardaginn 22. feb. Þriðja myndin verður sýnd á vegum Germaniu laugardaginn 1. mars. Hér er á hinn bóginn um að ræða kvikmynd af nýrri gerð (eft- ir 1960) „Das Feurschiff ” byggð á frægri skáldsögu eftir Sigfried Lenz. Mynd þessi hefir allsstaðar hlotið frábæra dóma. Germaniu hefir tekist að fá hingað þessar gömlu þýsku kvik- myndir með ærinni fyrirhöfn. Myndunum verður að skila strax aftur og verður þess vegna ekki hægt að endursýna þær. Aðgang- ur að sýningunum er ókeypis. VATNIÐ verður umræðuefni á ráðstefnu Sambands sveitarfélaga Vatnsveitur, vatns- lagnir, öflun neyslu- vatns, virkjun vatnsbóla — þessi atriði og ýms fleiri verða rædd ,á tveggja daga ráðstefnu um vatn, sem Samband islenskra sveitarfélaga efnir til dagana 25. og 26. febrúar nk. Fjallað verður annars vegar um öflun neysluvatns bæði i þétt- býli og i strjálbýli, um val og virkjun vatnsbóla, dreifikerfi vatnsveitna og stöðlun vatns- lagna og hinsvegar um gæði neysluvatns, matvælaiðnaðinn og vatnsþörf hans og um neyslu- vatnsmál I ljósi heilbrigðiseftir- lits. Einnig verður rætt um vatns- veitur og brunavarnir og um gjaldtöku fyrir þjónustu vatns- veitna. Þessi ráðstefna er opin öllum sveitarstjórnarmönnum, ®n hún verður haldin á Hótel Esju og vill Samband sveitarfélaga að þátt- takendur tilkynni sig fyrir 21. febrúar. Meðal þeirra sem ræður flytja, eru Guttormur Sigurbjarnarson, deildarstjóri Jarðkönnunardeild- ar Orkustofnunar, Haraldur Arnason, ráðunautur, Þóroddur Sigurðsson, vatnsveitustjóri i Rvik, Baldur Johnsen, forstöðu- maður Heilbrigðiseftirlitsins og Páll Lúðviksson, verkfræðingur. —GG Verður Norðurlanda- bankanum veitt líf? Orkumálin höfuðviðfangsefni 23. þing Norðurlandaráðs Norðurlandaráð kemur nú saman i 23. sinn i dag. Ráðs- menn koma hingað i kjölfar gengisfeiiingarinnar og þeir sem og fréttamenn sem þeim fylgja munu áreiðanlega nota tækifærið til þess aö velta vöng- um yfir isienskri hagstjórnar- speki eins og þeir gerðu er ráðið kom hér saman fyrir réttum fimm árum. Það er næsta skritið aö enda þótt ráðið hafi verið til siðan 1953 sýna kannanir að einungis litið brot ibúa á Norðurlöndum þekkir til þess að neinu marki. Hér á Islandi hlýtur fundur ráðsins þó ætið aö vekja nokkra athygli er um 450 manns þar af 78 þingmenn og 30 ráðherrar annars staðar af Norðurlöndum dveljast hér i viku. Liti maður yfir norræn blöð frá siðustu dögum er næsta lltið þar að finna um Norðurlanda- ráð. Og sannleikurinn er sá að skrif um Norðurlandaráðsþing eru furðu smá að vöxtum að jafnaði, allavega ekki i neinu samræmi við það gifurlega pappirsflóö, sem venjulega fyll- ir alla ganga og skúmaskot þeg- ar staðiö er upp af þinginu. Þaö er helst að pressan rumski við sér ef einhver stjórnmálaleið- togi notar sér vettvang ráðsins til þess að koma með pólitiskt útspil. Sjaldan hafa íslenskir ráöamenn fyllt þann flokk, en þó komst Magnús Kjartansson, þáverandi iðnaðarráðherra, á forsiður allra helstu dagblaða á Norðurlöndum, þegar hann gagnrýndi norömenn fyrir af- skipti þeirra af stefnu islensku vinstri stjórnarinnar i hermál- inu og leiörétti þann misskilning svia, að þeir gætu leyst orku- skort sinn með þvi að koma á fót orkufrekum sænskum iðnaði á íslandi. Þetta var á þingi Norð- urlandaráðs i Stokkhólmi I fyrra. Það orö hefur lengi legið á Norðurlandaráði, aö i stórpóli- tiskum málum væri næsta litill árangur af starfi þess, þótt hins vegar sé almennt viður- kennt að I menningar- og félags málum og á fleiri sviöum hafi þaö unnið merkt starf. Fyrir stjórnmálamenn er svo ráöiö prýðilega fallið til nánari per- sónulegra kynna, þar sem þing þess standa yfirleitt tæpa viku með tilheyrandi samkomum og gleðskap. Og þetta telja sumir einn helsta ávinninginn af ráð- inu, að um fimm hundruð manna hópur, allt áhrifafólk úr röðum stórnmálamanna, emb- ættismanna og fjölmiðlara, um- gengst innbyrðis og binst nánari böndum einu sinni á ári. Hinu er ekki fyrir að synja að stundum finnst fólki að stjórn- málamenn hafi öðru þarfara að sinna en að sinna Noröurlanda- ráði. Dönsku blöðin hafa t.d. gagnrýnt Anker Jörgensen fyrir að fara i „skemmtiferð” til Is- lands þegar samningar hafa siglt i strand I Danmörku, at- vinnuleysið er geigvænlegt og efnahagsvandinn eftir þvi. En kannski gefst bæði Anker Jörgensen og Geir Hallgrims- syni kærkomi tækifæri til þess að melta það með sér I ró og næði á ráðsfundinum hvað skuli til ráða næst, meðan Alþingi og óknska þjóðþingiö eru send i fri. 1 veigamiklum málum hafa leiðir Norðurlanda skilist. Það gildir til dæmis um stefnuna i varnar- og öryggismálum og markaösmálum. Um það er : Pfl I í 1 * 1 ^ ■ 4 f 4 V f li 1 1 ' ' w 1 ^"3— -Vi" : Frá þingi Noröurlandaráðs I Þjóöleikhúsinu i febrúar 1970, þar sem rætt var um Nordek og norrænan fjárfestingarbanka. deilt hvort t.d. ákvörðun dana um aðild að Efnahagsbandalag- inu hafi veikt forsendur fyrir samvinnu Noröurlanda. A það hefur einnig verið bent aö þýö- ing Norðurlandaráðs sé hvað mest þegar stjórnmálamenn þurfa að sannfæra hverja aðra um nauðsyn áframhaldandi samvinnu eftir að Norðurlöndin hvert I sinu lagi hafa farið ólikar leiðir i hagsmunamálum sinum. A fyrsta áratugi Noröur- landaráðs var mest rætt á vett- vangi þess um allskonar laga- samræmingu félagsmál og menningarmál. A áratugnum millisextiu og sjötiu voru mark- aðsmálin viðamest á nær hverju þingi. Þær umræður náðu há- marki þegar samkomulag náð- ist um Nordek-áæltunina i Reykjavik 1970. Þessi áætlun um tolla- og efnahagsbandalag Norðurlanda náði þó aldrei fram að ganga, hverjum sem það var svo fyrst og fremst að kenna, dönum eða finnum. Nú siðustu árin hafa svo orkumálin verið I brennipunkti. Þau verða einnig höfuðvið- fangsefni þessa þings. Fróðlegt verður að fylgjast með umræð- um um þessi efni þvi þar er flest enn i deiglunni og varla hægt aö tala um að um frekara orku- samstarf en orðið er geti verið að ræða fyrr en Norðurlöndin hvert um sig hafa mótað sina framtiðarstefnu i orkumálum. Það eru Norömenn t.d. sem óð- ast að gera i sambandi viö sinn nýfengna oliuauö og i Sviþjóð standa miklar deilur um orku- málastefnuna i sambandi við byggingu kjarnorkuvera. Hug- myndir um að orkufrek fyrir- tæki á Norðurlöndum hafi sam- vinnu viö okkur islendinga um nýtingu vatnsorku til stóriöju- reksturs eru einnig á frumstigi, að þvi að sagt er. Þess vegna er ekki við þvi að búast aö mikils- verðar ákvarðanir verði teknar i þessum efnum. Þó má gera ráö fyrir að i skýrslum embættis- manna um orkusamstarf og til- lögum þeirra um þaö hvernig þvi skuli hagað i framtiðinni verði margt bitastætt. Þess er hinsvegar að vænta að gamall kunningi ráðsins, nor- rænn fjárfestingarbanki, fái uppreisn æru á þinginu. Stofnun hans var einn liðurinn i Nordek- áætluninni, og átti stofnfram- lagið að verða einn miljarður sænskra króna. Nú þykir tima- bært að stofna bankann, sem hefði væntanlega að megin- markmiði að lána til fjárf^st- inga „sem þjónuðu sameigin- legum hagsmunum Noröur- landa”. Forsætisráöherrar Norðurianda, sem hittust i Osló i lok siðasta mánaðar, mæltu með stofnun bankans og þetta oröalag var viðhaft til þess að útiloka ekki að bankinn gæti lánað til framkvæmda sem Norðurlönd stæöu að i samvinnu við aðila utan Norðurlanda. Annars er gert ráð fyrir aö lán- að verði til fjarfestinga, sem tvö eða fleiri Noröurlönd standa að. Hér kemur oliuauður Norð- manna til sögunnar og munu Norðmenn hafa sérstakan áhuga á þvi að Noröurlönd hafi samvinnu um vinnslu gass af Norðursjávarbotni og leggi gas- leiðslur á land i Danmörku og Sviþjóð. Það er þvi ekki óliklegt aö ákvörðun um stofnun Norður- landabanka veröi merkasta af- rek þessa þings Noröurlanda- ráðs. Islendingar vildu á sinum tima ekki vera meö i Nordek. Þess vegna var það að þegar Nordekáæltunin var samþykkt i Reykjavik voru fyrirsagnir dagblaða annars staðar á Norð urlöndum flestar eitthvað þessu likar: Norðurlöndin fjögur sam þykkja Nordek i Reykjavik Ekki var laust viö að þetta væri særandi fyrir þjóöarmetnaðinn. Engin hætta viröist vera á þvi að við verðum ekki með i Norð- urlandabanka, Geir Hallgrims- son, forsætisráðh. hefur þegar lýst þvi yfir aö þessi banki geti orðið islendingum aö miklu liði. Og ekki er það óliklegt þeg- ar þess er gætt aö við myndum örugglega fá hlutfallslega meira úr bankanum en sem samsvarar þvi einu prósenti af kostnaði, sem viö venjulega leggjum fram til sameiginlegra norrænna verkefna. —EKH

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.