Þjóðviljinn - 15.02.1975, Page 9

Þjóðviljinn - 15.02.1975, Page 9
Laugardagur 15. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Hlutirnir veröa að heita sínum réttu nöfnum 1 laugardagsblaöi bjóöviljans 8. febr. sl. birtist leikhúspistill eftir örnólf Arnason, og mætti ég byrja á að þakka höfundi fyrir greinargóðar upplýsingar, sem þar koma fram varðandi leik- listarkennslu i landinu. Margt af þvi, sem fram kemur i þessari grein, varð mér tilefni til þess að festa á blað fáeinar hugleiðingar minar um námsaðstöðu og marg- þættan vanda þess fólks, sem tek- ið hefur leikhúsbakteriuna. Hún er furðu útbreidd og eftir þvi þrá- lát eins og fjölmörg dæmi sanna. Sumum batnar aldrei. örnólfur Arnason rekur i grein sinni hvernig það hefur gengið til, að á árunum 1968—72 verður eyða i leiklistarkennslu á vegum leik- húsanna. Nýir nemendur eru ekki teknir inn á þessu árabili og Þjóð- leikhússkólinn og skóli Leikfélags Reykjavikur hætta starfsemi sinni, enda var búist við þvi, að rikisleiklistarskóli kæmist á lagg- irnar þá og þegar. Núsýnist mörgum sem vonlegt er, að hér skjóti skökku við, þvi að leikhúslif i höfuðborginni hefur sannarlega ekki verið með dauf- legu yfirbragði hin siöari árin, en þrátt fyrir áhuga og vaxandi að- sókn að leiksýningum, þá fórst það fyrir um árabil að ala upp og mennta nýtt fólk i leiklist. Fyrr má nú rota Nú kemur fram i grein örnólfs, aö ögn hefur verið klórað i bakk- ann um mál leiklistarkennslunn- ar. Það er t.d. greint frá frum- varpi og nefndaráliti frá árunum 1969 og 70, en svo er að sjá sem allt hafi þetta horfið undir ein- hvern óskilgreindan rass, sem reyndar hefur áður borist i tal i blööum, ef mig misminnir ekki. Það hvarflar aö manni, að þetta geti ekki verið neinn smáræðis rass, sem sitji látlaust á merki- legum ráðageröum um almenni- lega leiklistaruppfræðslu, sam- ræmda og kórrétta. En ekki er öll nótt úti enn sem betur fer, og kannski fréttum viö innan tiðar af meiri háttar vindstroku, sem feyki langþráðum rikisleiklistar- skóla inn á svið þjóðlifsins. Þá er alkunna, að sumarið 1972 bast hópur ungs fólks samtökum um að verða sér úti um leiklistar- kennslu. Þau létu verkin tala þar sem aðrir höfðu látið staðar num- ið, skipulögðu skóla og komu sér upp námsáætlun. Þessi skóli SAL (Samtök áhugafólks um leik- listarskóla) heldur velli enn i dag, þótt hann ætti eftir öllum venju- legum lögmálum að vera löngu dauður. Ekki skal þó dregið úr þvi, að hann hefur notið dálitillar fyrirgreiðslu af hálfu opinberra aðila svo og handleiðslu ágætra leiöbeinenda, sem vonandi hefur ekki þótt tima sinum alltof illa varið með nemendum SALar. Nú leið og beið fram til ársins 1974, en þá tóku forráðamenn leikhúsanna rögg á sig, enda dugðu nú engin vettlingatök. Komið var á fót námskeiði, haldin hæfniskönnun og tólf manns, sex stúlkum og sex piltum á aldrinum 17 til 24 ára, gefinn kostur á að setjast sl. haust i skóla, sem leik- húsin reka til bráðabirgða eða þangað til tittnefndur rikisleik- listarskóli sér dagsins ljós. Þessi skóli nefnist i daglegu tali Húsa- skólinn, og i framkvæmdaráði hans eiga sæti Vigdls Finnboga- dóttir fulltrúi Leikfélags Reykja- vikur, Kristbjörg Kjeld fulltrúi Þjóöleikhússins og Klemens Jónsson fulltrúi Félags Islenskra leikara. Nú gerðist það fyrir skömmu, aö framkvæmdaráöið skrifaði menntamálaráðherra bréf, og orörétt tilvitnun i leikhúspistil örnólfs er á þessa leið: „hvatt er til þess, að rikisleiklistarskóli verði stofnsettur hið fyrsta, og gerir ráöiö það sérstaklega að til- lögu sinni, að ekki verði veitt fé til annarra skóla eftir það (letur- breyting min). Lagt er til i bréfi þessu, að öll- um, sem nú stunda nám i leik- listarskólunum i Reykjavik, verði gefinn kostur á að þreyta inntöku- próf, og/(býöst ráðið til að setja satnan dómnefnd og setja skóian- um reglugerð” (leturbreyt. min) Frómt frá sagt las ég þessa klausu nokkrum sinnum áður en ég trúði minum eigin augum, og fyrr má nú rota en dauðrota. Látum vera, þótt þremenning- arnir bjóðist til þess i allri hæ- versku að taka i sinar hendur öll ráð um inntöku nemenda i fyrir- listarinnar I landinu er aö ræða, en hér heggur sá, er hlifa skyldi, og þvi verða hlutirnir aö heita sinum réttu nöfnum. Er nú þessi tillaga til menntamálaráðherra þrauthugsuð af hálfu þremenn- inganna? Mér kemur t.d. i hug, hvernig þau hugsa sér aö standa beri að leiklistarkennslu úti á landi, þvi að ekki hef ég trú á þvi, að þau hafi gleymt i önn dagsins, að til eru mörg leikfélög úti um landið, sem kynnu að vilja upp- fræða sitt fólk. Hvað á nú menntamálaráðherra að gera i slikum tilvikum? Vilja þau, að hann veiti fé til leiklistarskóla ut- an Reykjavikursvæðisins, eða er framkvæmdaráði Húsaskólans og sveitarfélaga, ef þeir uppfylla viss skilyrði. Nú veit ég mæta vel að þess er brýn þörf að færa skipulag tónlistarkennslunnar yfirleitt til betra og hagkvæmara horfs, en hins vegar hefur ekki heyrst, að neinum dytti þaö „snjallræði” i hug til lausnar á þeim vanda að binda allar fjár- veitingar i þessu skyni t.d. við Tónlistarskólann i Reykjavik ein- göngu, þótt allir viti, að hann framreiðir umfangsmeira náms- efni og útskrifar fólk á hærra hæfnisstigi en annars staðar eru tök á. Það þætti áreiðanlega ekki gæfusamlegt tiltæki að reisa skorður við starfsemi hinna ýmsu skóla, sem sinna tónlistarupp- hugaðan rikisleiklistarskóla svo og um reglugerð hans, er þar að kemur. Það er vitanlega sjónar- mið fyrir sig. Hitt er sýnu alvarlegra, að um leið og góð áform eru uppi um rikisleiklistarskóla, sem ég veit ekki betur en menn séu yfirleitt sammála um að vilja fá, þá skuli jafnframt vera ráðgert að drepa niður svona i leiðinni alla aðra viðleitni á þessu sviði og lögð töluverö áhersla á þá hlið máls- ins. Menntamálaráðherra fær til- mæli um að stuðla að hvorki meira né minna en algerri einok- un eins aðila á sviði leiklistar- kennslunnar I landinu. Slysni eöa fjandskapur? Ekki fæ ég betur séö en hér stýri feröum bæði þröngsýni og yfirgangur, og er leitt að sjá sér ekki fært að taka vægilegar til orða, þegar um forsvarsfólk leik- virkilega alvara með það, að ekki beri að beina fjárveitingum til neinna leiklistarskóla annarra en þess skóla á vegum rikisins, sem óhjákvæmilega verður settur nið- ur á Reykjavikursvæðinu? Mér er einungis spurn, er þetta orðalag, sem vitnað er til (sbr. leturbreyt.) slysni, sem alla getur hent, eða eru forráðamenn Húsa- skólans, sem jafnframt eru i for- svari fyrir leikhús og leikarastétt beinlinis að fjandskapast við aðra þá, sem einnig eru að vinna að framgangi leiklistar i landinu? Ennfremur vildi ég leyfa mér að skora á hæstvirtan mennta- málaráöherra Vilhjálm Hjálmarsson að huga grannt að þvi, hvað það myndi raunveru- lega fela i sér að hlita leiðsögn þremenninganna. Mér er nærtækt að taka dæmi af tónlistarkennslunni til saman- burðar. I landinu eru svo sem kunnugt er reknir allmai'gir tón- listarskólar, sem njóta fjárhags- legrar fyrirgreiðslu af hálfu rikis fræðslu, þótt vissulega beri ávallt að hafa i huga hagkvæmni og góða nýtingu á fjármunum og starfskröftum. Þá mætti einnig spyrja, hvort það hafi verið rétt aö halda áfram rekstri Iðnó eftir að Þjóðleikhúsið kom til sögunnar. Var ekki nóg að gleðja sig við það eitt, er sá lang- þráði áfangi náðist á sinum tima? Ég er ekki viss um, að menn vildu vera án leiksýninganna I Iðnó, ef miða skal við undirtektir og aðsókn þar. Alténd sýnist mér fráleitt að dæma fyrirfram úr leik ýmsa viðleitni, sem höfð er uppi i leiklist, heldur verður reynslan aö skera úr um það hvað lifvæn- legt er I þessum efnum. Leikarar til fólksins Að lokum vildi ég minnast stuttlega á atriði, sem eðlilega er EFTIR SOFFÍU GUÐMUNDS- DÓTTUR, TÓNLISTAR- KENNARA oft til umræðu, en þaö eru at- vinnuhorfur leikmenntaðs fólks. Það er vitaskuld hárrétt, aö ekki geta allir, sem leggja út i leik- listarnám búist við þvi að fá starf við leikhús og hafa af þvi fulla at- vinnu. Samt gætir þess nokkuð, að hugmyndum manna um starfsvettvang leikara er full- þröngur stakkur skorinn, þvi að þær virðast einkum vera bundnar við leikhúsið sjálft og annaö komi vart til greina en þetta venjulega sparileikhús með öllu tilstandi, sem það inniber. Nú virðist tilvalið að nota leik- hópa til þess að fara út á meðal fólks hvunndags. Nóg er til af merkilegu efni og skemmtilegu, sem væri vel til flutnings fallið t.d. i skólum eða á vinnustöðum, að ekki sé nú talað um hæli óg dvalarheimili af ýmsu tagi þar sem margir veröa að parrakast um langa hrið. Að sllkum heim- sóknum leikara gæti verið hinn mesti fagnaður. Leikararnir eiga einmitt að koma til fólksins þar sem það stendur við daglega iðju, þvi að það er ekkert sjálfgefið, að fólkið eigi alltaf að koma til leik- aranna i sparileikhúsið. Ennfremur held ég, að ekki sé fjarstæða að gera ráð fyrir stöku leikflokki, sem kann að skjóta upp kollinum auk þeirra, sem innan leikhúsanna starfa. Svo fremi þeir hafi dug i sér og list- ræna hæfni til að bera, hljóta þeir einnig að eiga sér nokkurn til- verurétt. Akureyri 10. febrúar 1975 Soffia Guðmundsdóttir Samþykktir frá 3ja þingi Alþýðusamþands Suðurlands Mótmæla skerðingu réttinda 3ja þing Alþýðusambands Suð- urlands mótmælir öllum fyrir- huguðum tilraunum atvinnurek- enda og talsmanna þeirra á Al- þingi um breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur i þá átt að skerða samningsrétt verkalýösfélaga og torvelda þeim kjarabaráttuna, t.d. meö þvi að þrengja verkfallsréttinn, sterk- asta vopn verkalýðshreyfingar- innar. Hugmyndir i þessa átt hafa endurtekið birst i málgögnum at- vinnurekenda og verið hreyft af málsvörum þeirra á Alþingi. Telur þingiö að verkalýöshreyf- ingin þurfi þarna að vaka vel á verðinum og mæta hverri tilraun I þessa átt með einhuga sam- stöðu. Brú á Ölfusárósa aðkallandi 3ja þing Alþýðusambands Suð- urlands telur byggingu brúar á ölfusárósa brýna og aðkallandi framkvæmd. Framtið Eyrar- bakka og Stokkseyrar er alger- lega undir þvi komin að brú verði gerð þarna án nokkurrar tafar. Þingið skorar á rikisstjórn og alþingi að sýna skilning á þessu lifshagsmunamáli þessara tveggja sjávarþorpa, auk þess sem brú á þessum stað myndi veröa stór ávinningur Suður- landsundirlendinu öllu. Þingið treystir þvi að þing- menn Suðurlandskjördæmis vinni einhuga að framkvæmd þessa máls.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.