Þjóðviljinn - 15.02.1975, Síða 11

Þjóðviljinn - 15.02.1975, Síða 11
Laugardagur 15. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Guömundur Sæmundsson skrifar frá Osló: Geir Hallgrímsson: ,,Kann engin ráð að gefa verkamanni að lifa af 8 tíma vinnu” Guömundur Sæmundsson Síðari grein Frá fundi íslensks náms- fólks með forsœtisráðherra í fyrri grein var sagt frá mótmælaaðgerðum okkar islensks námsfólks i ósló þ. 31. jan. s.l. I tilefni fundar Geirs Hallgrimssonar með norrænum kollegum sinum um orkumál, auðlindasölu o.fl. Daginn eftir héldum við fund meö ráðherr- anum, og hófst sá fundur kl. 10 árdegis. Þrátt fyrir óhentugan tima og þennan stutta fyrirvara, var mikill hópur mættur til fundarins. Að sjálfsögðu verður aðeins sagt frá örfáum atriðum þess, sem á góma bar á tundinum og þá mjög lauslega. En von min er, að þessi grein geti þó gefið nokkuð rétta mynd af þvi and- rúmslofti, er þarna rikti, og af málflutningi þessa forystumanns islenska auðvaldsins. HERINN OG VIETNAM Byrjað var að beina fyrir- spurnum til Geirs um herinn. Var m.a. spurt, hvort hann teldi Islendingum sæmd og heiður að þvi á þjóðhátiðarári, að VL-land- ráðamenn hefðu unnið iðju sina. Svar hans var eitt stórt JÁ! Þá var hann spurður um afstöðu sína til réttarofsókna VL-manna. Hann sagði eins og við var að búast af honum, að VL-menn ofsæktu engan, heldur væru þeir ofsóttir við illmálgum mönnu.m. Við nánari eftirgrennslan viður- kenndi hann, að VL-menn væru þó i málarekstri sinum of smásmugulegir og viðkvæmir. Þá var hann krafinn sagna um viðurkenningu á Saigon-stjórn- inni, og fór hann heldur halloka i þeim ræðum, en hélt sig bjargast frá smáninni með þvi að halda fram, að eiginlega væri þetta verk fyrrverandi stjórnar. Aðeins hafi verið eftir aö reka enda- punktinn á hennar verk. ( — Er þetta rétt, Magnús Kjartansson og Lúðvik Jósepsson?) EFNAHAGSMAL Borin var upp á Geir yfirlýsing Óla Jó. um versnandi stöðu þjóðarbúsins. Hann samþykkti þá lýsingu, en taldi hana stafa af versnandi viðskiptakjörum erlendis. Ekki tókst honum þó að sannfæra alla um það. Hann viðurkenndi, að atvinnuleysi væri yfirvofandi á íslandi, en neitaði þvi að stefna ihaldsstjórnarinnar væri „hæfilegt atvinnuleysi”. Hins vegar viöurkenndi hann þessa stefnu með þvi aö segja, að sigla yröi hinn gullna meðalveg og ekki spenna atvinnubogann of hátt. Spurningunni um, hvort unnt væri aö lifa af 8-stunda vinnudegi nú við siminnkandi atvinnu, svaraði hann, að hann kynni engin ráð að gefa verka- manni með fjölskyldu aö lifa af 8- timunum. Þó áleit hann engan mundu deyja úr sulti i nánustu framtiö. ORKU- OG ATVINNUMÁL Barst nú talið að stóriðju- draumum ihaldsins. Hélt Geir mjög fram ágæti erlends stór- iönaðar á Islandi, og bar m.a. fram sem rök, að slæmt hefði veriö ef islendingar hefðu átt Straumsvikurverksmiöjuna, þvi þá hefðu þeir þurft að greiða tap 2ja fyrstu áranna. Notaði hann þetta sem rök fyrir þvi, aö islend- ingar ættu að fara sem varlegast i aðeiganokkuð i stóriöjuverunum. Hann viðurkenndi, að fram færu viðræður við norsk yfirvöld um býtti á ódýrri íslenskri raforku fyrir norska stóriðju á Islandi og á oliu. Þá var hann spurður, hvort skrif Jónasar Kristjánssonar i Visi um landbúnað væru stefna Sjálfstæðisflokksins. Hann neitaði þvi, en kvað þessi skrif ákaflega jákvætt framlag til umræðu um stöðu landbúnaöar á islandi! LANDHELGISMAL Geir var spurður um persónu- lega afstöðu sina til samnings- uppkastsins við v-þjóðverja. Hann sagði, að málið hefði aldrei verið rætt i rikisstjórninni, og enginn ráðherra hefði tekið afstööu til málsins! ( — Ætli Óli Jó sé tilbúinn til að samþykkja þetta?) >á var hann spurður að þvi, hvort svikasamningurinn við breta yrði endurnýjaður, og upp- hófst þá mikið þvaður um sam- starf og vinaþjóðir o.s.frv., en aldrei kom svarið. Þá lýsti Geir þvi yfir, að eftirgjafasamninga ætti að gera ,,til að tryggja aukinn hlut islendinga i veiö- inni”! Hann vildi þó ekki viður- kenna að 200-milna stefna ihalds- stjórnarinnar væri pappirsgagn, og yrði útfærslunni fylgt fast eftir með töku togara. Vart gátu menn fengið það til að stemma við yfir- lýsingu hans um, að ekki stæði til að efla landhelgisgæsluna að öðru en flugvélum. Hlakka menn til að sjá hinar nýju flugvélar Geirs draga breska og v-þýska veiði- þjófa til hafnar. JAFNRÉTTISMAL Nú hófst spurningahrið um jafnréttismál kynja. Gat Geir t.d. engar skýringar á þvl gefið, hvers vegna hann — einn allra norrænna forsætisráðherra — heföi „gleymt” kvennaárinu i áramótaræðu sinni. Þá var hann inntur eftir þvi, hvort hann teldi, að konan ætti að ráða meiru um fóstureyðingu sina en læknar. Neitaöi hann að svara þvi, en þegar hann var nánar inntur eftir þessu, lýsti hann þvi yfir, að vilji sinn og stjórnvalda kæmi fram i frumvarpi rikisstjórnarinnar um fóstureyöingar, en þar er eins og kunnugt er felld út greinin trá frumvarpi Magnúsar Kjart- anssonar um að kona geti sjálf æskt eftir og ráðiö um sina eigin fóstureyðingu. Sem formaður út- gáfustjórnar Moggans og einn aðaleigandi hans, kvaðst Geir geta lýst þvi yfir, að Mogginn mundi af alúð og einlægni berjast fyrir jafnrétti kynjanna á kvennaárinu. Hlökkum við nú mjög til að sjá þessa stefnu- breytingu Moggans i fram- kvæmd. SÓSÍALISMI OG GUNNAR THOR. Hófust nú orðaskipti um ýmis almenn mál. M.a. var rætt um muninn á kapitalisma og sósialisma, og virtist Geir engan annan sósialisma þekkja en rikiskapitalisma Sovétrikjanna. Þegar honum var bent á tilveru og starfshætti Kinverska Alþýðu- lýðveldisins, átti hann engin önnur svör en að bera saman Hafnarfjarðarbió og Bæjarbió i Hafnarfirði! Þótti fólki litill lærdómur af þeirri ræðu, og áttu flestir erfitt með aö bera saman Maó formann og stjórn Hafnar- fjaröarbiós. Þegar Geir lýsti þvi svo yfir, að lýðræði og sósialismi gætu ekki farið saman, fékk hann framan i sig almennan hlátur fundargesta. Arðrán kvað Geir ekki vera til á íslandi, og ástæðan væri sú, að engin fyrirtæki á tslandi græddu meira en sem næmi sómasamlegum launum til eigendanna, og flest minna. Var nú Geir kominn út á hálan is borgaralegra ósanninda en fundartiminn var á þrotum, svo að ekki var hægt að reka þessar staöhæfingar nógu kyrfilega ofan i hann. Ein siðasta spurningin, sem Geir fékk,varum erkifjanda hans Gunnar Thoroddsen. Var hann spurður, hvort Gunnar Thor. væri orðinn svo gamall, að hann gæti ekki veitt Geir neina samkeppni lengur i valdabar- áttunni i Sjálfstæðisflokknum. Brá fyrir sigurhrósi i augum Geirs, og breiddist það út I Nixoniskt bros, og svaraði hann, að nei-nei, Gunnar væri sko ekkert orðinn of gamall, hann væri i fullu fjöri og á besta aldri og ætti enn allan séns á að ná hæstu mannvirðingum. I lok fundarins lofaði Geir að beita áhrifum sinum til að námsmenn fengju lán sin innan mjög skamms tima. LITIÐ GAGN Þar með lauk fundi, og ók Geir á brott með einkabilstjóra sinum. Það var mál manna eftir þennan fund, að heldur hefði Geir fariö slaklega út úr honum. Af hálfu okkar námsfólksins var fundurinn allvel undirbúinn, og hafði heil nefnd setið allt kvöldið áður við samningu fundarupp- leggs og meginspurninga, sem leitt gætu til vænlegra deilna. Geir átti alls ekki von á slikri eld- hriö, jafnvel þótt hann gerði sér þess ljósa grein, að hann sæti þarna i hópi haröra andstæöinga sinna, a.m.k. En að hætti annarra stjórnmálamanna tóksthonum aö vefja vandamálin i slika þoku algjörs kjaftæðis og málaleng- inga, að andlegur hagnaöur hvers og eins af fundinum var harla smár. Fór Geir af þessum fundi umleikinn þeirri einlægu von flestra fundargesta, að frami hans og flokks hans og gengi þeirrar stefnu og þeirra afla, er hann berst fyrir, megi að engu veröa i sem allra nánustu framtið. Osló, 3.1.1975, Guðmundur Sæmundsson **±*A». mr. •’w’ Sjúkrahús á Neskaupstað Tilboð óskast i að reisa og gera fokhetda Sjúkrahúsbygg- ingu á Neskaupstað. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri og Bæjarskrif stofu Neskaupstaðar, gegn skilatryggingu kr, 10.000,-. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri 11. mars 1975, kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS HOROARIUNI 7 SIM! 263'I4 Skipstjóra og stýri- mannafélagið Aldan Aðalfundur verður haldinn í dag, 15. febrúar, kl. 14 að Bárugötu 11. Stjórnin Húsmæðra- kennaraskóli Islands Háuhlíð 9, auglýsir: Kennsla frá kl. 13-17 OSildarréttir fyrir alla, dagana 19. og 20. febrúar. ©Borðbúnaður og áhöld, hversdags og á tyllidögum ©Brauðgerð til nytsemda og ánægju, dag- ana 7. og 13. mars. Hringið i sima 16145 kl. 9—14 virka daga. VÉLSTJÓRAFELAG ÍSLANDS heldur almennan félagsfund sunnudaginn 16. febrúar kl. 14.00 að Bárugötu 11. Fundarefni: Uppstilling til stjórnarkjörs STJÓRNIN Háseta vantar á mjög góðan netabát frá Keflavik, sími 92-2639 Hugheilar þakkir fyrir samúö og hlýhug við andlát og út- för föður okkar, Filippusar Asmundasonar, járnsmiðs, Sérstakar þakkir til Félags járniðnaðarmanna og starfs- fólks á deild 7A, Borgarsjúkrahúsinu. Fyrir hönd ættingja, Þórdis og Þuriður Filippusdætur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.