Þjóðviljinn - 16.02.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.02.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 16. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 ÞVOTTAVÉLIN (þessi sem dauðhreinsar) sem þvær upp eftir matinn. Hún lætur engar auglýs- ingar i fjölmiðlunum fram hjá sér fara. Væri ekki erfitt að sætta sig viö tilveruna án fjölmiðlanna? Hverjir ættu annars að hugsa fyrir hana og segja henni, að hún þarfnaðist hins og þessa, að hitt og þetta væri ómissandi fyrir hana og starfsvettvang hennar. Einhver karlmaður sagði i út- varpinu um daginn, að lifið væri lítils virði án hégómans. VÖRU- MARKAÐUR HÉGÖMANS BÝÐ- UR KONUM INN I ÆVINTÝRA- HEIM SINN. Hvað er auglýsing án konu? Konan i næsta húsi hef- ur lært að deila lifinu með fjöl- miðlum. An fjölmiðlanna gæti auðvitað enginn sagt henni hvað væri hagkvæmt, hagstæð kaup, kostakjör, einstök tækifæriskaup, ómissandi á hverju heimili, nauð- synlegt eða bráðnauðsynlegt. Allan ársins hring er hún að kynnast nýjum félögum i gegnum fjölmiðlana, sem eiga að stytta henni stundir á starfsvettvangi hennar. Þegar maðurinn hennar er farinn til vinnu sinnar aftur, er hún aftur ein með félögum sínum. Nýjasti félagi konunnar i næsta húsi er SJALFVIRKA ELECTROLUX RYKSUGAN ER KOMIN AFTUR — VÖRUMARK- AÐURINN, sem styttir henni stundir og eykur aðeins meir á leiðindi hennar. ERTU AÐ BYGGJA?ÞARFTU AÐ BÆTA? VILTU BREYTA, sjálfri þér? Hún vildi breyta — sjálfri sér — og hún breytti. Nú gengur hún um húsið sitt og virðir fyrir sér breyt- ingarnar, HEIMILIÐ BREYTIR UM SVIP MEÐ GEFJUNAR- GLUGG ATJÖLDUM, og hún gengur á dúnmjúku, alullargólf- teppinu frá AXMINSTER — ANNAÐ EKKI, út að hljóðein- angruðu KUDOGLER gluggun- um og horfir á STRAUFRÍTT NIGHT AND DAY SÆNGUR- FöTIN blakta i sunnangolunni. A veggnum aegnt giupganum fara VARIA SAMSTÆÐURNAR vel við rósótt MAYFAIR veggfóðrið og ISLENDINGASÖGURNAR sanna gæti sitt sem HEIMILIS- PRÝÐI ásamt hinum smekklegu ÞJÖÐHATIÐARPLÖTTUM, KJÖRGRIPUNUM SEM AUK- AST AÐ GILDI A KOMANDI AR- UM. Þetta gátu þau allt eftir að börnin flugu. Hún lokar fyrir NORDEMNDE OTVARPSTÆKIÐ FRA RADIO- BtJÐINNI, tilfinningalestri, af- sakið hm tilkynningalestri út- varpsins er lokið að þessu sinni. Ef til vill koma einhverjar nýjar eftir 4- fréttirnar, HöFUM A- VALLT FYRIRLIGGJANDI FLESTAR TEGUNDIR TIL- KYNNINGA. Konan i næsta húsi þarf að fara i bað, þvi að I kvöld ætlar hún og eiginmaður hennar að lifga að- eins upp á tilveruna, þau ætla að sjá ATTAHUNDRUÐFIMMTUG- USTU OG FJÓRÐU SÝNINGU Á FLÖNNI 1 IÐNÓ. Auðvitað eiga leikhús að vera til afþreyingar fyrir fólkið. Fólk segir að þetta sé það sem fólkið vill, þessvegna gengur FLÓIN. Það á að sýna eitthvað létt, já og fjörugt, HVAÐ VARSTU AÐ GERA t NÓTT, VILTU AUÐGA ÞITT LAND, STUNDUM OG STUNDUM EKKI, ERTU EKKI ANÆGÐ MEÐ ÞAÐ, KERLING? Hún liður inn um baðherbergis- dyrnar, inn í undraheim GUST- AVSBERG HREINLÆTISTÆKJ- ANNA FRÁ SAMBANDINU, skrúfar frá DAMIXA BLÖNDUN- ARTÆKJUNUM og finnur SAL- MIAKS ilminn af AJAX hreinsi- leginum leggja að vitum sér og glitrandi stjörnur hvita storm- sveipsins stinga hana i augun, SNYRTILEGT BAÐHERBERGI ER STOLT HOSMÓÐURINNAR. Ómeðvitað ánægjubros færist yfir þreytulegt andlit konunnar i næsta húsi um leið og hún rennir augunum yfir nýflisalagða vegg- ina. Ó hvað DOUBLE MJOKA FAY KLÓSETTROLLAN unir sér vel I kompanii við himinbláar flisarnar. Hún stigur niður i bað- karið. Allt er tilbúið. Með léttum, mjúkum, svifandi handahreyf- ingum strýkur hún LUX löðrinu um andlit, háls og herðar, ÞVt FEGURSTU KONUR HEIMS NOTA LUX SAPUNA. Þvi næst, hárþvotturinn. Vandlega nuddar hún MOONSILK eggjasjampóinu niður i hársvörðinn. ÞVt VAND- LATAR KONUR VELJA MOON- SILK SJAMPÓ. Nota karlmenn ekki sjampó? Eða þurfa karl- menn ekki að þvo sér um hárið? Eru þeir kannski hárlausir eftir allt. Þvættingur. Að loknu baði EYKUR HON ÞOKKA SINN MEÐ 10X10=100 svitalyktareyðinum, ÞVt ANNAR SVITALYKTAREYÐIR KEMUR EKKI TIL GREINA OG MEIRA ÖRYGGI VERÐUR EKKI BOÐ- IÐ, og eftir tilheyrandi dekur við andlit sitt, hár og likama, til þess að geðjast tilvonandi sessunaut- um, þá hugar hún að samkvæmis- klæönaðinum sinum, maður getur ekki verið eins og drusla til fara i leikhúsinu, ÞVt VEL KLÆDD KONA ER AVALLT t SVIÐS- LJÓSINU. Kannaðist þú við söguna um konuna i næsta húsi? Fjallar hún um fáránlegan veruleika, eða um verulegan fáránleika? Erum við ekki öll fórnarlömb þessa sama fyrirbæris, auglýsinga? Veistu fyrr en þú hefur gengið á vit hé- gómans, sem er óumflýjanlegur, nauðsynlegur, „krydd lifsins”? Hvernig er þetta annars hjá OKKUR? Hlin Agnarsdóttir, nemi. Gunnar Gunnarsson, verkamaöur Matreiöslubókarhöfundurinn Salvador Dali: Kjálkinn er besta heimspekitækiö og námiö fer gegnum innyflin. AÐ VÍSU SMEKKSATRIÐI MATSEÐLAR DALIS Maður tekur svitadúk hei- lagrar Veroniku og skreytir með vel reyttri hænu og tveim gæsalöppum. Saman við er sett handleggjalaus kvenpislarvott- ur, nokkur dauð dýr sem difið hefur verið i maddonnublóð, nokkrir krabbar, og siöan setj- um við kjötflykki á planka til að blóðið renni úr þeim og hengj- um himininn fullan af spæleggj- um. — Þessa mikilfenglegu uppskrift notar sjötugur meist- ari súrrealistann, Salvador Domenech Philip Hyazinth Dali, sem myndskreytingu i nýjasta verki sínu, matreiöslu- bókinni „Kvöldverðirnir með Gölu”.. I þessari stórkostlegu bók fyr- ir matar- og myndlistarvini, sem þegar hefur verið gefin út i mörgum þýðingum og sem listarmaðurinn tileinkar konu sinni, Gala Dali, lætur hann sér ekki nægja að blanda saman eldgömlum kokkabókamynd- um, klassiskum listaverkum og eigin málverki, heldur býður lika uppá uppskriftir óþekktra og frægra matreiðslumanna, með tilheyrandi lagfæringum að sjálfsögðu. Sitthvað fer nú öfugt i hálsinn á ýmsum. Þannig missti spánska ritskoðunarnefndin al- veg matarlystina útaf heilagri Veroniku og sú uppskrift er ekki með i spönsku útgáfunni. Útgef- andinn i Paris sleppti hinsvegar mynd af hengdum manni sem greinilega stendur, en hún átti að styðja þá fullyrðingu Dalis, að óhóf og svall leiði til dauða. Sálfræðingur meistarans veit- ir forréttinn á matseðli Dalis i formi formála, þar sem hann segir m.a. frá þvi, að Dali áliti mannskjálkann besta verkfærið til heimspekiiðkana. Hápunktur matseðlanna hjá Dali er reyndar frá sjahinum af tran, Reza Pahlewi, og var veittur gestum hans i veislunni frægu i tjöldunum við Persepol- is: Akurhænuegg skreytt perl- um, Páfugl á l’Imþeriale, fikju- túrban með hindberjum i port- víni. Þennan veislukost geta nú lesendur Dalis eldað heima hjá sér og þá væntanlega tekið undir með höfundinum: Allt mitt nám fer i gegnum innyflin Hvita górillubarnið reyndist sérstaklega hraust og jafnaði sig fljótlega bæði eftir áfallið við móðurmissinn og flutninginn til Barcelona. Þar vex nú górillu- strákurinn áhyggjulaus upp og hefur ekki hugmynd um að hvit klæði séu eitthvað óvenjuleg. Leikfélagi hans er górillustelpa og vonast dýrafræðingarnir til að fá þannig með tið og tima fleiri hvita apa. Leikfélagarnir i dýragaröinuin I Barceiona. HVÍTA UNDRIÐ Þannig elskast aparnir, en enn- þá er hér bara um æfingu aö ræöa hjá þeim litlu. Eini albinóinn meðal górilla-apa sem vitað er að lifir i dýragarðin- um i Barcelona á Spáni. Hann fannst við hlið móður sinnar, þeg- ar hún var skotin af bónda nokkrum i Guineu. Hann er náttúrufræðingum mikil ráðgáta, þvi venjulega yfirgefa apar, einsog reyndar flest dýr, vansköpuð eða af- brigðileg afkvæmi sin og láta þau drepast. Enginn skilur hversvegna apahjörðin gerði það ekki i þessu tilfelli. Brechts Gerð_hefur verið kvikmynd eftir hinu heimskunna leikriti Bertolts Brechts um Galileo Galilei um sambúð visinda og valds, um sannleikann og vald- ið, um ábyrgð visindamannsins og margt fleira. Það er Joseph Lossey sem stjórnar þessari mynd. en i aðalhlutverkið hefur hann valið israelska leikarann Topol (Fiðlarinn á þakinu). Meðal annarra leikara er John Gielgud. Kvikmynd um Galileo

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.