Þjóðviljinn - 16.02.1975, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 16.02.1975, Qupperneq 5
Sunnudagur 16. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 af erlendum vettvangi Alsír — 20 árum síöar . ... . Stundum hefur i þessum pistl- um verið kvartað yfir þvi hve fréttaburður úr hinum ýmsu löndum er misjafn og duttlungum háður. Athygli beinist að ein- hverju landi ef þar er mikið um ytri ótiöindi: ef þar geisar borg- arastrið eða blóðug innanlands- átök — en þegar friður er kominn á gleymist þetta land og enginn virðist vita neitt af þvi framar. Við höfum stundum tekið Alsir sem dæmi — fréttalesendur þekktu þar hvern krók og kima um tima meðan alsirmenn börð- ust fyrir sjálfstæði sinu gegn frökkum, sem og helstu áfanga þjóðfrelsisbaráttunnar. Siðan gáfust frakkar upp og þar meö datt landið út af kortinu ef svo mætti segja. Vinstrimenn ýmsir, sem mestan höfðu áhugann, vita ekki frekar en aðrir hvað svo gerðist. Komst kannski á sósial- ismi i Alsir? t slikum raunum rekumst við á itarlega frásögn dr. Johs. Gla- vind, sem á sinum tima stofnaði Alsirnefndina dönsku. Hann hefur nýlega heimsótt landið og byggir eftirfarandi samantekt að mestu á skýrslu hans. öngþveiti Frelsisstrið Alsir var langt og blóðugt. Það stóð frá 1954 til 1962 legan hátt i Alsir og ýtt undir framfarir. 1 fyrsta lagi hæft for- ystulið, reynt i mörgum raunum. 1 öðru lagi hafa vaxandi tekjur af útflutningi oliu tryggt fé til iðn- væðingar. 1 þriðja lagi er verk- lýðsstéttin fjölmenn. Mikill fjöldi alsirmanna hefur um lengri eða skemmri tima starfað við fransk- ar verksmiðjur eða önnur fyrir- tæki i Evrópu og hafa þroskað með sér starfskunnáttu og stétt- arvitund sem er sýnu sterkari en annars staðar i Evrópu. Nefna mætti fjórða þáttinn: fórnir þær sem voru færðar i frelsisstriðinu við frakka voru svo gifurlegar, að mönnum fyndist óhugsandi svik við þá sem féllu að sætta sig við hálfgildings sjálf- stæði. Til eru lönd i Afriku sem hafa fengið sjálfstæði með fremur litilli fyrirhöfn — þau hafa fengið sinn fána, en þau eru háð hinu svokallaða móðurlandi i næstum þvi sama mæli og áður. En menn geta verið nokkuð vissir um að Alsir — .einmitt vegna þess að sjálfstæði landsins var svo dýr- keypt — muni jafnan fylgja þjóð- legri stefnu og andhverfri heims- valdastefnu, meðan til eru alþjóð- legir auðhringar i hráefnaleit i þróunarlöndum og meðan Banda- rikin telja það við eiga, að lita á Miðjarðarhafið sem bandariskt Þjóðfrelsisherinn á sigurgöngu: tiundahvert mannsbarn hafði týnt lifi. Franska og arabíska Inntak menningarbyltingarinn- ar hlaut þvi að verða fólgin i út- rýmingu nýlendustefnu i menn- ingarmálum. Þetta þýðir fyrst af öllu að frönsku og evrópskri menningu er þokað i annað sæti fyrir arabisku og arabiskum menningararfi. Kennsla i skólum fer nú fram á arabisku. Þetta ætti að gera menningar- byltinguna auðveldari, vegna þess að arabiska er það mál sem talað er i landinu, en um leið varð upptaka arabisku sem kennslu- máls nokkuð til trafala i baráttu gegn ólæsi vegna þess aö kennar- ar voru fáir og skelfilega litið til af kennslugögnum. Alsir verður um langa hrið enn land tveggja tungumála og æðri menntun mun að verulegu leyti fara fram á frönsku um óákveð- inn tima, þvi að ekki hefur verið unnt að mennta nægilegan f jölda af innbornum kennurum til að taka á móti vaxandi stúdenta- fjölda, vegna þess að ekki eru til nægilega góðar arabiskar kennslubækur i ýmsum greinum visinda og einnig vegna þess að tungumálið hefur enn ekki verið þjálfað nægilega til nota i ýmsum greinum tækni og visinda. Það er heldur enginn akkur i þvi að gera franska tungu brott- ræka segja alsirmenn. Franska verður annað mál landsins i þeim skilningi, að það verður kennt frá þvi um miðja skólaskyldu til að opna glugga fyrir þekkingu á evrópskri menningu og visindum. En menn verða að tala arabisku ef þeir vilja koma þekkingu út til fólksins og binda endi á það á- stand að venjulegt fólk er ein- angrað frá samtimamenningu vegna þess að fámennur hópur gætir þessara menningar og að sá hópur tjáir sig á frönsku — meira að segja skáld landsins. Ærinn vandi Sú viðleitni að útrýma afleið- ingum nýlendustefnunnar i Hvað gerðist að unnum sigri ? og kostaði um miljón mannslif: tiundi hver ibúi var fallinn I val- inn þegar landið var frjálst. Efnahagslegt öngþveiti var al- gjört. Miljón franskra ibúa hafði flúið i skyndi — þeir höfðu átt og stjórnað miklum hluta iðnaðar og verslunar og landbúnaðar, og stóðu nú þessar greinar uppi án sérfræðinga og tæknimanna. Helmingur kvikfénaðar hafði verið drepinn og átta þúsund þorp höfðu verið jöfnuð við jörðu. Af sjálfu leiðir að fyrstu árin eftir strið voru mjög erfið. En efnahagurinn hefur rétt furðu fljótt við, og hefur olian og jarð- gasið i Sahara að sjálfsögðu hjálpað mjög til. En þar fyrir ut- an hefur mikill árangur náðst. Byggður hefur verið upp efnaiðn- aður á grundvelli oliunnar. Reist hafa verið stáliðjuver og áburð- arverksmiðjur, léttaiðnaður til að nýta ýmisleg hráefni lands- manna. Reistir hafa verið skólar og siúkrahús i stórum stil. Fyrir sunnan Atlasfjöll er verið að gróðursetja breið trjábelti til varnar gegn framsókn eyðimerk- urinnar. Alsir nýtur mikils álits i Afriku og i þriðja heiminum yfirleitt. Þetta kemur m.a. fram i þvi að 1973 var Bouteflika utanrikisráð- herra kosinn forsti allsherjar- þings S.Þ.jOg fleiri dæmi mætti nefna i þá veru. Fjórir þættir Próf. Glavind telur að ýmsir þættir hafi komið saman á heppi- innhaf, sem þeim beri að hafa eft- irlit með i krafti flotastyrks. Þ jóönýting og sjálfstjórn Af sömu ástæðu er umræða um sósialisma i Alsir ekki holróma áróður eins og svo margt af þvi sem sagt hefur verið um afriskan sósialisma. 1 Alsir er um að ræða ákveðna baráttuaðferð i þróun landsins. Sósialisminn komst inn i alsirska frelsishreyfingu sem eðlileg afleiðing af samstöðu þeirri sem skapaðist i frelsis- striðinu og þeim fyrirheitum sem félagslegt réttlæti sem þá voru gefin. Hin sósialiská áætlun i Alsir greinist i fjóra meginþætti: end- urheimt þjóðarauðæfa, sósialisk sjálfstjórn i verksmiðjum, land- búnaðarbylting, menningarbylt- ing. Endurheimt þjóðarauðæfa: oliulindir og önnur jarðefni voru þjóðnýtt og svo verksmiðjur i eigu útlendinga til að erlendir auðmagnseigendur fái ekki grætt eyri á alsirsku verkafólki. Þessi liður áætlunarinnar er aö mestu framkvæmdur nú þegar. Sósialisk sjálfstjórn i verk- smiðjum: Þessi þróun er i gangi og langt frá þvi aö hún sé auöveld. Innan fyrirtækja eru kosin ráð verkamanna og annars starfs- fólks sem hafa ráðgjafarvald og eftirlit með rekstri og áhrif á skiptingu arös i þágu þeirra sem starfa við fyrirtækin. Landbúnaðarbyltingin er einn- ig flókið verkefni. 1971 var þvi lýst yfir, að ekki hefðu aðrir rétt til lands en þeir sem ræktuðu það. Land var — gegn greiðslu — tekið af þeim sem höfðu meira en þeir gátu sjálfir komist yfir að rækta og fengið i hendur þeim sem land- lausir voru. Smábændum er svo hjálpað með áburð og aðgang að vélum og með áveitufram- kvæmdum. En á hinn bóginn var komið á fót stórum sjálfstjórnar- búum rikisins á landi þvi sem áð- ur hafði verið i eigu franskra landnema, og nú er ýtt undir stofnun samvinnubúa sem eiga að gera það mögulegt að nota ný- tiskulegri búskaparaðferðir en smábændur gera nú. Menningarbylting Fjórði þátturinn er menningar- bylting, og hefur hún gengið i gegnum áfanga sem að ýmsu leyti minna á hliðstæðar bylting- ar i Sovétrikjunum, Kina og á Kúbu. Forsenda hennar var fyrst af öllu sú að börnum og fullorðn- um væri kennt að lesa og skrifa, en ólæsi var mikið undir nýlendu- stjórn, einkum meðal kvenna. Þvi hefur verið mikið byggt af skólum og farnar árangursrikar herferð- ir gegn ólæsi og i fyrra <á tuttugu ára afmæli upphafs þjóðfrelsis- striðs) voru kennurum veittar allmiklar launabætur, 20-30%. Þá er og lögð mikil áhersla á að ná til allra, einnig þeirra sem ekki hafa lært að lesa, með nú- tima fjölmiðlum, útvarpi, sjón- varpi, kvikmyndum dfl. Ekki að- eins með þvi að huga að tækni- legri hlið málsins — þ.e. fjölga til dæmis sjónvarpstækjum. Heldur einnig að innihaldinu, inntaki þess efnis sem flutt er. Hér er einmitt komið að mikil- vægu sérkenni hinnar alsirsku byltingar. Alsir hafði verið frönsk nýlenda i 120 ár, lengur en flest önnur lönd sem það hlutskipti fengu. F'rakkar höfðu lagt i rúst iðnað landsmanna, þar var ekki einu sinni léttaiönað- ur, enda þótt landið hefði áður verið þekkt fyrir leðurvörur sinar og teppi og að hráefnin væru enn framleidd i landinu. Frakkar höföu tekið i sinn hlut það besta af landinu og hrakið ibúana upp i hrjóstrug fjallahéruð þar sem erfitt var að komast af, og þar með neytt alsirbúa til að leita sér að láglaunastörfum i Evrópu hundruðum þúsunda saman. En það, að Alsir var talið hluti Frakklands, það þýddi einnig að reynt var að tortima þjóðernisvit- und alsirbúa, gera þá að frökk- um. Skólum sem störfuðu i tengslum við moskurnar (guðs- húsin) var lokað. Þeir skólar sem stofnaðir voru i staðinn voru franskir. Háskólinn var franskur útkjálkaháskóli sem ætlað var að ala upp franska úrtakssveit menntamanna. Ekki var til nein prentsmiðja lengi vel til að prenta arabiskar bækur. Skólabækur voru þær sömu og i Frakklandi, skrifaðar i anda franskrar þjóö- ernishyggju, enda var markmið kennslunnar að koma þvi inn, að alsirmenn og gallar væru frænd- ur. menningarmálum og skapa for- sendur fyrir arabiskri endurreisn er tengd auknum áhuga á verð- mætum Islams — múhameðstrú- ar. Það gæti virst þverstæða að sósialisk menningarbylting snúi sér aö Islam. En alsirmenn lita ekki á Islam sem trúarbrögð i þröngum skilningi heldur menn- ingu sem stóð fyrr á tið með mikl- um blóma og getur eignast nýtt blómaskeið. Og sé franskan að- göngumiði að evrópskri menn- ingu og þekkingu þá er arabiska sambandstaug við löndin allt frá strönd Atlanshafs til Persaflóa — heimshluta sem er i örri þróun. Menn taki eftir þvi, að hin sterka leit að þjóðlegum sérkenn- um á grundvelli hefðbundinna gilda helst jafnan i hendur við sterkan breytingavilja. Alsir- menn geta verið stoltir af þvi sem þeim hefur tekist á 20 árum: að vinna sér sjálfstæði, pólitiskt og efnahagslegt og renna undir það traustum stoðum. Alsir er á leið út úr vanþróun, en stór hluti þjóðarinnar býr enn við fátækt, og i Evrópu eru enn hálf miljón farandverkamanna frá Alsir sem skapa þarf atvinnu- möguieika heima fyrir. Mörg vandamál frá nýlendutimanum eru óleyst og bráðum koma til skjalanna stórir árgangar eftir- striösáranna sem gera aðrar og nýjar kröfur til lifsins en þeir sem eldri eru. Alsirmenn treysta á að þeirra blanda af sösialisma og þjóðernishyggju muni reynast góö undirstaða til lausnar á þeim miklu verkefnum sem biða. (AB tóksaman).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.