Þjóðviljinn - 16.02.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 16. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Jón Hjartarson:
PÓLITÍSK
GANDREIÐ
Húsi, þar segir frá kynnum af
gömlum vinnumanni i Noregi,
sem er ,,með áhyggjur og erfiði
margra þrautpindra kynslóða á
bakinu.”
Að hata
með pabba
Nokkuð sérstætt er sögu-
mynstrið i „Myndin af
kónginum” eftir Gunnar M.
Magnúss. Þar er brugðið upp
nöturlegri mynd af sjávarplássi
sem margar eru til frá þessum
tima: danskættaður kaupmaður
rikir yfir pappaklæddum kofum
með ryðguðum þökum, brotnum
stömpum, beinahrúgum og
dansandi maðkaflugum. Og
kóngurinn er að koma — hann
stingur peningum og mynd af sér
að „fátækri, veiklulegri þurra-
búðarkonu” sem er móðir
drengsins sem söguna segir,
meðan faðir hans er rekinn uppá
fjall með þungar byrðar ásamt
öðrum erfiðismönnum: kaup-
maður hefur skipað þeim að
kynda þar bál af rusli þorpsins og
stæla eldgos fyrir kónginn.
Sögunni lýkur á einskonar til-
hlaupi til uppreisnar — faðir
drengsins grýtir kóngspen-
ingunum i kaupmanninn með vel
völdum orðum. Sögunni lýkur
með þessum orðum: ,,í fyrsta
skipti elskaði ég hjartanlega
pabba og mömmu i lifsbar-
áttunni. Og i fyrsta skipti hataði
ég af alhug með pabba minum'/
öreigabókmenntir
Sem fyrr segir höfðu aðstand-
endur Rauðra penna áhuga á að
koma á sambandi við skrifandi
alþýðufólk. Nú er það svo, að ef
menn velja skipta riihöfundum
eftir uppruna, menntun og stétt,
þá verður sú flokkun á Islandi
miklu ógreinilegri og þýðingar-
minni en ef sjónum er beint að
löndum eins og Frakklandi eða
Bretlandi. En hvað sem þvi liður
er ljóst, að i Rauöum pennum má
finna tvö dæmi um „öreigabók-
menntir” i þrengri merkingu:
þ.e. alþýðufólk skrifar um eigin
lif og kjör og næsta umhverfi.
f árganginum 1936 segir frá þvi
að „Theódór Friðrikssoner eitt af
alþýðuskáldum okkar, er sam-
hliða basli og þrotlausu striti
hefur miklu afkastað á
bókmenntasviðinu Hann vinnur
nú að mjög itarlegri ævisögu sinni
og er kaflinn hér á eftir smábrot
úr henni”. Þetta er semsagt
kafli úr þeirri frægu bók „1
verum”,sem nú i vetur er lesin i
útvarpi og Þórbergur Þórðarson
hefur gert um merka ritgerð.
Kaflinn lýsir vetursetu Theodórs
með fjölskyldu á skelfilegu eyði-
koti i Gönguskörðum. Hann
gengur inn óslétt moldargólf, sér
fyrir sér i baðstofunni upphlaðinn
moldarbálka með mygluðu heyi:
„Baðstofan var ekki undir súð,
heldur var reft þvers og kross á
langbönd og fyllt á milli með
tróði. Þessir eldgöailu viðir voru
berir að öðru leyti en þvi, að
einhverjum bréfum og druslum
hafði verið tjasiað á vegginn til
þess að hlifa þvi að moldin hryndi
niður”; annað eftir þvi. Það er þvi
ekki að furða þótt sjálfsævisögu-
ritarinn spyrji sjálfan sig þeirrar
sömu spurningar og reyndar felst
beint o£ óbeint i mörgum öörum
örbirgðalýsingum i Rauðum
pennum: „Hvaö hafði ég til saka
unnið?” Hann svarar þvi sjálfur:
kvænst i örbirgö og haldið tryggð
við konu og börn. Theodór er
reyndar svo grátt leikinn, að hann
veltir þvi fyrir sér hvort ekki sé
skynsamlegast aö fyrirfara sér til
aö fjölskyldan geti fengið lif-
trygginguna.
Hver á sökina?
Kristin Geirsdóttir er kynnt
sem „ung skáldkona úr alþýðu-
stétt”. Saga hennar heitir
„Uppboðsdagur” — það er verið
að selja ofan af Halli gamla i
Naustum og Rannveigu konu
hans. Hallur spyr sjálfan sig eins
og Theódór „Var það hans sök að
hún (Rannveig) varð að hrekjast
út á kaldan klakann á gamals
aldri?” Nei reyndar ekki —
„sök” hans ver ekki meiri en
Bjarts i Sumarhúsum, Hallur
haföi lika freistast til að bygga
„rándýran hjall” á veltiárum og
kunni ekki á lög og viðskipta-
flækjur. Hinn siúðrandi kotbóndi
hrekst á mölina, meðan stór-
bóndinn Jón á Fit sleppur, enda
kann hann þá list að skulda og
skulda mikið. (Þarna er að finna
vissar hliðstæður við Jón á
Útirauðsmýri). Það er lika eins-
konar Sumarhúsastolt i gömlu
konunni, Rannveigu: „Þeir
skyldu ekki þurfa að aumka
gömlu konuna á Naustum” segir
hún við sjálfa sig og rennir á
könnu handa uppboðsfólki. Viö
fáum i leiðinni stuttorða lýsingu á
ævi þessarar kotbóndakonu.
Uppboðinu er lokið: „haglél skall
á rúðunum, miskunnarlaust eins
og örlög smælingjanna”.
Eru þá sögur taldar. Auk þess
var birtur þáttur úr sögulegu
leikriti eftir Gisia Ásmundssonog
fjallar hann um átök milli
metnaðar og rómantiskra ásta-
mála Gissurs jarls úti I Noregi.
Raunsæishefð
Niðurstöður þessarar skoðunar
verða á þessa leið:
Sögur Rauðra penna eru
skrifaðar i anda raunsæislegrar
hefðar. Sem frásagnar af
kröppum kjörum alþýðufólks,
fátækt og basli, skrifaðar i anda
„samúðar með litilmagnanum”
eiga þær margar hliðstæður og
fyrirmyndir. Þær eru I anda
„félagslegs raunsæis”. Hin
sósialisku viðhorf koma m.a.
fram i þvi, að allmikil áhersla er
lögð á að sýna, að persónurnar
eiga ekki sök á hlutskipti sinu,
þjóðfélagið hefur forákvarðað
hlut þeirra með stéttaskiptingu
og þvi sem af henni leiðir. Með
öörum orðum: beint og óbeint er
róið gegn þvi viðhorfi sem er svo
þægilegt rikjandi ástandi að
„þver er sinnar gæfu smiður”
(sbr. Theódór, Kristin, Stefán
Jónsson). Um leið er það i anda
hugmynda um væntanlega þjóð-
félagsbyltingu að staða persón-
anna versnar i sögunum, ef
nokkuð er.
Þolendur
En sögurnar falla ekki undir
„sósialrealisma” i þeim skiln-
ingi, að þar sé sýnt hvernig augu
alþýðumanns ljúkast upp fyrir
nýjum skilningi, hvernig hann
vex i átökum og fyrir samstöðu.
Persónurnar eru þolendur,
fórnarlömb samfélagsins, jafnt
verkamaður Halldórs
Stefánssonar sem einyrkjar Ólafs
Jóhanns og Kristinar og vinnu-
konur Ragnheiðar og Sigurðar
Haralz. I vanmætti kalla þau á
samúð og samstöðu og skilning
sem ekki fæst innan sagnanna —
en kannski utan þeirra. Um
uppreisn, að menn taki sér sjálfir
rétt, er varla að ræða — þótt pen-
ingum sé grýtt i kaupmann
(Gunnar M.), þótt Lára taki sér
rétt til að stela i nafni barna sinna
(Ragnheiður). Og eins þótt
islenskur sendill fljúgist á við
italskan fasistaforingja með
góðum árangri i eftirminnilegri
skrýtlu Halldórs Laxness, sem
hefur sérstöðu i Rauðum pennum
bæði vegna viðfangsefnis
(smáþjóð og þjóðremba) og hug-
blæ sem yfir sögu þessari hvilir.
(Um næstu helgi: Ljóðlist og
erlendar bókmenntir)
Erfitt starf mun það vera að
stjórna efnahagsöngþveiti þjóð-
arbúsins. Bústólparnir hafa nú
tekiö sér fri frá þeim flór-
mokstri um sinn. Þeir eru búnir
að setja hvitt um hálsinn á sér
og hafa tekið sér sæti I þessu
glaðværa norræna fjölskyldu-
boði, sem nú stendur i Þjóðleik-
húsinu. Menn hafa ævinlega
gagn og gaman af þvi að bregða
sér á mannamót, þó ekki sé til
annars en sýna sig og sjá aðra.
Forystumenn norrænna þjóða
rækja orðiö frændsemi sin i
millum af miklum skörungs-
skap og kurteisi. Þeir hittast
reglulega og hafa um sig fjöl-
menni, skeggræða um allt og
ekkert likt og gamlir og virðu-
legir frændur i fermingarveisl-
um. Það er mönnum hollt að
koma þannig saman og fjölyrða
um ekki neitt. Það eykur mönn-
um skilning og viðsýni, svo
framarlega, sem þeir koma sér
saman um að koma sér ekki
saman um neitt sem máli skipt-
ir.
•
A meðan höfðingjarnir sitja
þannig á velheppnaðri kjafta-
törn og vikka sjóndeilarhring-
inn, þrengir stöðugt meir að
þjóöarbúskapnum heima fyrir.
tslenskur þjóðarbúskapur hefur
verið að drabbast niður seinasta
misserið, bústofninn biður mál-
þola og hjúin standa uppi ráð-
villt og stjórnlaus. Ekki getur
það talist farsæll framsóknar-
bóndi, sem þannig býr.
Gengisfelling hefur verið
lausnarorð i islenskum þjóðar-
búskap, allt frá þvi við fórum að
ráöa okkar málum sjálfir.
Gengisfelling hefur reynst öll-
um rikisstjórnum hið mesta
þjóðráð til þess að fela eigin
ráðleysi. Gengishrunið hefur
einungis verið misjafnlega mik-
ið og tltt, eftir þvi hversu lélegar
rikisstjórnir við höfðum. Þessi
sem við höfum i dag er aldeilis
afleit, þvi neita ekki einu sinni
dyggustu stuðningsmenn henn-
ar.
Það gegnir furðu hve menn
verða uppnæmir og undrandi
við hverja gengisfellingu. Þetta
stafar vafalaust af þvi hversu
vel stjórnskörungum og em-
bættismönnum tekst að halda á
sér alvörusvipnum. Af ásjónu
þeirra skin aldrei meiri ráð-
deildarsemi og ábyrgðartilfinn-
ing, heldur en þegar þeir koma
fram fyrir alþjóð og kynna hin-
ar „óhjákvæmilegu neyðarráð-
stafanir”. Núverandi rikis-
stjórn er enginn eftirbátur
hinna fyrri i þessum efnum
nema siður sé. Abyrðartilfinn-
ing og þyngsta alvara er ein-
kenni allra aðgerða stjórnarinn-
ar. Þó er stjórn islenskra efna-
hagsmála löngu orðin alþjóð-
legur brandari.
Peningaprelátar okkar fara
að gengisfellingum likt og um sé
að ræða strangtrúarlegar séri-
moniur. Æðstiprestur peninga-
mála þjóðarinnar, byrjar ævin-
lega þessa helgiathöfn i musteri
sinu, Seðlabankanum. (Að visu
hafa þessar helgiathafnir ekki
fengið verðugan samastað enn
þá, en senn mun musterið mikla
risa á Arnarhóli). Hann flytur
þar boðskap sinn yfir frétta-
mönnum, sem boða hann siðan
öllum lýðnum samkvæmt ritú-
alinu. Óbreyttir stjórar bankans
aðstoða við athöfnina — þjóna
fyrir altari.
Siðan koma ráðherrar og
leggja út af boðskapnum. Þeir
lýsa þeirri neyð, sem þjóðinni
var búin og ótal aðsteðjandi erf-
iðleikum, sem leiddu til þessara
óumflýjanlegu aðgerða. í ljósi
þessara atburða allra séu þess-
ar óeðlilegu aðgerðir þannig
næsta eðlilegar. Landsmenn all-
ir verði að skilja og játast undir
þessar ráðstafanir — sem eru
auðvitað algjörar neyðarráð-
stafanir. — Samkvæmt þvi hef-
ur rikt samfleytt neyðarástand i
efnahagsmálum þjóðarinnar i
fjörutiu ár.
•
Þessari andakt lýkur svo með
þvi að verkalýðsforystan er
kölluð til að leggja blessun sina
yfir boðskapinn. Verkalýðsfor-
ingjar Jesúsa sig auðvitað á alla
lund. Náttúrlega þurfi hinir
lægst launuðu að fá leiðréttingu
mála. A þeim má jafnvel skilja
að þarna sé vont mál á ferðinni,
en við þvi sé ekkert að gera
nema biða og sjá hvaða hliðar-
ráöstafanir rikisstjórninni
þóknist að gera i þetta skiptið.
Auövitað gerir rikisstjórnin svo
nákvæmlega sömu hliöarráð-
stafanir og vant er, með sömu
afleiðingum og vant er.
•
Gengisfelling verkar aftur á
móti eins og vitaminssprauta á
útjaskað og ofvaxið fargan is-
lenskrar innflutningsverslunar.
Þúsund heildsalar keppast við
að kreista siðustu skildingana
úr gjaldeyrissjóðunum til þess
að flytja inn óþarfar vörur
handa fólki að hamstra. —
Stjórnmálamenn styðja inn-
flytjendur gjarna i þessari við-
leitni og gefa gengisfellingar i
skyn með góðum fyrirvara svo
að heildsalar og kaupmenn geti
búið sig nógu vel undir kaupæð-
ið.—Eins reynir hver braskari
sem betur getur að koma ónýt-
um krónum i erlendan gjaldeyri
og hagnast þannig á hruninu.
Islenska krónan er orðin eins
og óværa, sem menn hrista af
sér jafnharðan og þeir hafa á-
unnið sér hana. Þetta er vita-
skuld sjálfgert fyrir venjulega
launþega sem eiga nóg með sitt
daglega brauð. Meðal þeirra,
sem eitthvað eiga umfram það,
magnast kaupæði við hverja
gengisfellingu af eðlilegum ótta
við að tapa þvi litla sem það á af
aurum. Verðbólgan hefur snar-
ruglað verðmætamat fólks og
hleypt af stað trylltu kapphlaupi
eftir fölskum lifsgæðum. Gagn
og gæði hlutanna skipta ekki
lengur öllu máli, heldur þetta,
hvernig þeir muni plumma sig i
veröbólgunni, þegar hvaðeina
kostar meira og meira, meir i
dag en i gær.
•
Þannig er alþýða manna lokk-
uð út i verðbólgukapphlaupið.
Verkalýðsbarátta siðustu ára
hefur verið bardagi við vind-
myllu. öllu þvi sem launþegum
hefur áunnist i kjaramálum,
hefur verðbólgumyllan óðara
þeytt i veður og vind. Ósvifnir
stjórnskussar hafa meira að
segja haft kjarabætur launa-
fólks að átyllu fyrir frekari
gengisfellingum. — Þannig hef-
ur máttskilja á stjórnvöldum að
efnahagsöngþveitið og verð-
bólgan stafaði fyrst og fremst af
þvi að verkalýður og launþegar
almennt hefðu of hátt kaup.
Þessu eiga menn jafnvel að
trúa, þegar allt venjulegt kaup
er langt undir þvi sem gerist i
nágrannalöndunum. Verkalýðs-
forystan hér á landi hefur vissu-
lega brugöist skyldu sinni og ber
á vissan hátt ábyrgð á þvi,
hvernig komið er. Hún hefur lið-
ið óhæfa efnahagsstjórn I ára-
raðir og sýnt henni endalausa
linkind, jafnvel gerst beinn
þáttakandi. Venjulegir launþeg-
ar hafa einungis haldið sinum
hlut með óhóflegri vinnu — yfir-
vinnu og þrældómi. — Þannig
hefur verkalýðshreyfingin verið
beisluö i þeirri pólitisku gand-
reið, sem farin hefur verið i
efnahagsmálum siðustu ára-
tugi.
Kjarabarátta launafólks held-
ur áfram að vera vindmyllu-
slagur, þar til hún verður nógu
pólitisk til þess að taka frum-
kvæði efnahagsmála i sinar
hendur.
LÆKNAR HULDU HÖFÐI
Um þessar mundir fer fram
rannsókn á starfsemi 1075
italskra lækna hjá rikissaksókn-
aranum I Róm. Samkvæmt kæru
sjúkrasamlaga byggða á reikn-
ingum læknanna hafa margir
þeirra nefnilega haldið fyrirlest-
ur i Milanó um leið og þeir gáfu út
lyfseðil i Róm. Eða einn og sami
maður veriö staddur samtimis i
hlutum Rómaborgar, sem liggja i
fleiri kilómetra fjarlægð hver frá
öðrum. Enn aðrir hafa reynst al-
gerir „súpermenn” þarsem þeim
hefur, að þvi er virðist, tekist að
rannsaka hundruö sjúklinga á
u.þ.b. 10 sekúndum hvern.
Dæmi áþekk þessum um það
hvernig læknar hafa reynt að
auka mánaðarlaun sin hafa á-
gerst svo á siðari árum, að
sjúkrasamlögin standast nú ekki
lengur mátið og hafa kært lækn-
ana fyrir svik við tryggingarnai
— og sjúklingana.