Þjóðviljinn - 16.02.1975, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.02.1975, Blaðsíða 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. febrúar 1975 Sunnudagur 16. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 LAUGARVATN TOKST ÞÚ SPKTUNA AV'NA? 0, FARÐU í RASS OG Tóru / Teikning úr Mlmisbrunni, skólablaði M.L. Kristinn Kristmundsson, skólameistari og Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra þrátta um byggingamál sin. ...kennara skortir húsnæöi — byggingar hafa dregist úr hömlu LÍFSREYNSLA AÐ VERA [ HEIMAVIST Skólastaðurinn Laugar- vatn var næstum óeðlilega friðsæll þann laugardags- morgunn f yrir skömmu, er Þjóðviljamenn lögðu þangað leið sína. Enginn sást á ferli, and- varinn hlýr hann var rigningarlegur, virtist ætla að hanga þurr og okkur kom helst til hugar, að staðurinn væri annað tveggja hálfvegis lamaður eftir einhver stórátök í mannlífinu, eða að safna kröftum fyrir einhvern darraðardans. Báðar tilgáturnar reyndust réttar. Kvöldið áður hafði verið gef ið stutt skólaf rí. Flestir nemendur horfnir af staðnum og þeir sem eftir sátu lágu á meltunni og nutu frídagsins, jafnframt því sem þeir bjuggu líf- færin undir átök kvöldsins: Hið árlega þorrablót ung- mennaf élagsins skyldi standa um kvöldið. Við börðum upp hjá skólameistarahjónunum, Kristni Kristmundssyni og Rannveigu Pálsdóttur, þáðum hangikjöt og upplýsingar um skóla- starfið og fengum líka þriðju skýringuna á því, hví loft virtist svolítið lævi blandið á staðnum: Dr. Haraldur Matthíasson, menntaskólakennari var þar þennan dag í útvarps- töku, atti kappi í spurningaleik við Pétur Gaut, þann mann sem hefur næstum staðið sig eins vel og Dagur Þor- leifsson i spurningakeppni útvarpsins. Og dr. Haraldur náði jöfnu, og laugdælir voru stoltir af sínum manni. Nemendur viða að Nemendur Menntaskólans eru viða að af landinu, en þó flestir úr Suðurlandskjördæmi. f vetur eru þeir alls 183 talsins, og þar af eru 103 af Suðurlandi, margir eru reyndar af Suðurnesjum, ein- hverjir af Vesturlandi og Austur- landi. Kristinn skólameistari er sjálfur gamall laugvetningur. Hann varð skólameistari 1971, var áður kennari við M.R, og Háskólann. Við hittum að máli skólasveina tvo i öðru heimavistarhúsinu og báðum þá að skýra frá skóla- starfinu, félagslifi og ýmsu þvi sem fylgir heimavistarbúskap. Skafti Jónsson er frá Vik i Mýrdal og Skúli Einarsson frá Lambeyrum i Laxárdal i Dala- sýslu. Þeir eru báðir i 3. bekk stærð- fræðideildar, herbergisfélagar i Nös, en heimavistarhúsin tvö heita Nös og Kös. Mikil lífsreynsla að vera í heimavist ,,Ég hef nú aldrei prófað annað en að vera i heimavist, en eigi að siður held ég að það sé afar gott. Áður en ég kom hingað að Laugárvatni, var ég að Laugum i Dalasýslu”, sagði Skúli frá Lambeyrum. Skafti:„Heimavistardvölin er mikil lifsreynsla. Kannski er Skúli Einarsson frá Lambeyrum I Dalasýslu — spilin eru vinsæl á Laugarvatni. Skúli er i skóiastjórn, annar af tveimur nemendum og hann er i 3. bekk, stæröfræðideild. Heimavistarhúsin, Nös og Kös. stundum misbrestur á að vel sé gengið um, en fólk fær með þessu móti frekar tilfinningu fyrir þvi, að það lifir innan hóps”. Nemendum er skipt á vistirnar eftir kynjum og árgöngum, eins og þvi verður við komið, en þó mun það ekki alger regla. Hver nemandi hefur lykil að sinu her- bergi og vistarstjórar eru úr hópi nemenda. Skafti: ..Stelpurnar i Kös eru læstar inni, en við ekki. Ætli einhverjir séu ekki hræddir um að strákarnir séu að skriða inn á stelpurnar, en það er varla til i dæminu. Stelpurnar lita frekar inn til okkar. Annars er umgengnin um vistirnar og her- bergin afar frjálsleg. Við komum mikið saman i herbergjum, lesum þar, spilum þar — þvi miður eru setustofurnar á vistunum litt til þess fallnar að dvelja þarlengi. Einhver arkitekt réð þvi, að stólarnir i setustofun- um eru eins og fyrir þriggja ára börn. Það er einfaldlega ekki hægt að sitja á þeim”. Skólameistari er æðsti yfir- maður vistanna, en nemendur sjálfir annast þau húsverk sem þarf að vinna, ryksuga ganga, þrifa herbergi sin, sjálfa sig og sitt hafurtask. Allar nefndir opnar A Skólastað eins og Laugar-,. vatni hlýtur félagslif nemenda að vera meira heldur en i þéttbýli. Skafti og Skúli sögðu að félags- lifið væri með þónokkrum blóma, allar nefndir skólafélagsins eru opnar. A hverju ári eru kosnir formenn nefnda, en siðan geta menn tekið þátt i störfum allra þeirra nefnda sem þeir hafa áhuga á. „Kannski er mögulegt að starfa i öllum nefndunum”, sagði Skafti, ,,ef maður er mjög áhugasamur. Formenn nefnda hafa eiginlega ekkert valdsvið lengur, annað en að boða til funda. Þetta fyrirkomulag er hugsað þannig, að opnar nefndir geri nemendur virkari. Samt er það svo hér, að eftir sem áður lendir allt eiginlegt starf á örfáum einstaklingum. Kannski getur þetta ekki öðruvisi verið”. Spilamennska er mikið iðkuð meðal nemenda og þeir Skafti og Skúli virtust vera liðtækir á þeim vettvangi, a.m.k. sáust bridge- bækur á borðum þeirra og þegar að myndatökunni kom, rann spilastokkurinn einsog sjálfkrafa upp úr vösum þeirra. Við spurðum hvort nemendur horfðu mikið á sjónvarp i fristundum. Skúli: „Það er nú sjónvarps- tæki hérna, en menn horfa afar- litið á það. Umhverfi kassans er lika menningarfjandsamlegt. Það er aldrei tekið mið af sjón- varpsdagskránni, þegar teknar eru ákvarðanir um viðburði i félagslifinu. Sennilega hafa menn horft á sjónvarp þegar nýja brumið var á þvi”. Er mikill samgangur milli nemenda skólanna hérna? „Nokkur. I Iþróttaskólanum, Húsmæðraskólanum og Mennta- skólanum er fólk á liku reki, og þetta fólk getur t.d. sótt dansleiki hjá hinum skólunum, skroppið i heimSókn á vistirnar. Héraðs- skólinn tekur ekki þátt i slikum samgangi, enda eru nemendur þar yngri, og ætli almennings- / álitið sé ekki heldur á móti þvi að börnin liti til okkar”. Nemendaréttur Innan Menntaskólans á Laugarvatni starfar svokallaður Nemendaréttur. Aður hét það fyrirtæki raunar Nemendadóm- stóll, en skipt var um nafn ekki alls fyrir löngu. Verksvið þessa réttar, sem nemendur skipa sjálfir, er að hafa nokkra hönd I bagga með félögunum. Rétturinn velur sér mál sjálfur til að fjalla um, en einnig er hægt að skjóta málum til réttarins. „Nemendarétturinn hefur stundum verið öflugur”, sögðu þeir félagar, Skafti og Skúli, hann var það t.d. i fyrra. Rétturinn fellir ekki dóma, hann reynir frekar að tala menn til.” Skúli Einarsson sat i dómnum i fyrra, og hann var á þvi, að rétturinn væri þarft fyrirtæki. Nemendur í skólastjórn Skólameistari er að sjálfsögðu æðsti maður skólans, en auk hans sitja I skólastjórn tveir fulltrúar nemenda, tveir kennarar og reyndar þriðji kennarinn, sem situr i skólastjórn sem konrektor, en reyndar fær M.L. ekki að hafa sérstakan konrektor sökum mannfæðar, en Ólafur Briem, elsti kennari skólans, gegnir þvi embætti i skólastjórn. Skafti og Skúli létu vel af þessu fyrirkomulagi með skóla- stjórnina, samgangur nemenda og kennara væri meiri fyrir bragðið, minna um misskilning. Þeir kennarar sem Þjóðvilja- menn hittu tóku mjög i sama streng, og voru ánægðir með fyrirkomulagið — „einkum þeir kennarar sem ekki sitja i þessari skólastjórn”, sagði Ólafur Briem. Húsnæðisieysi Kristinn skólameistari sagði, að nú væri loks svo komið, að skólinn hefði viðunandi húsnæði fyrir kennsluna. Sérkennslustofur eru nokkrar, og nú eru það nemendur sem færa sig milli kennslustofanna i stað kennaranna áður. „En það þarf að byggja hér kennarabústaði. Raunverulega vantar skólann fimm kennara- ibúðir, ef miðað er við núverandi kennarafjölda. 1 fyrra sumar átti að byrja byggingu húss með tveimur kennaraibúðum, en einhverra hluta vegna var ekki byrjað að byggja þá. Vonir standa til að Vcggmyndin á nýjustu kennsluálmu Menntaskólans á Laugarvatni er eftir Ragnar Kjartansson. byrjað verði á byggingunni i sumar.” Sagði Kristinn að skólanum hefði tekist að koma nokkrum kennaranna i húsnæði i þorpinu, „en það húsnæði er allsendis ófullnægjandi”. Og i framhaldi af spjalli um húsnæðismál, birtum við hér kafla úr viðtali við Kristján Arnason, kennara viö M.L. en viðtal þetta birtist i skólablaði menntskælinganna, Mimis- brunni, 2. tbl. 1974: Sp. Hvernig finnst þér aðstaða i húsnæðismálum vera við skólann? Aðstaðan i húsnæðismálum er mjög svipuð og fyrir átta árum. Það sem byggt hefur verið gerir rétt að koma til móts við fjölgun nemenda i skólanum og tilkomu mötuneytis i skólanum sjálfum. Þó kann aðstaða að hafa batnað nokkuð i raungreinum nú i haust. Það sem ég tel verst við aðstöðu nemenda er skortur bókasafns og húsakynni, þar sem nemendur gætu haft greiðan aðgang að bókum og timaritum, þvi á menntaskólaárum þurfa menn að geta kynnt sér allt á milli himins og jarðar, ekki bara náms- bækurnar, og heimavistarskóla- nemar mega ekki vera verr settir en aðrir i þessum efnum. Auðvitað þyrfti einnig aðstöðu til listiðkana að vera betri og á ég þar við leiklist, tónlist og myndlist. Eðlilegast væri, að allir skólarnir á staðnum sameinuðust um slikt, ef hin fræga „samvinna skólanna” á Laugarvatni væri meira en orðin tóm. Sp. En hvað er að segja um aðstöðu kennara i húsnæðis- málum. Telur þú að kennarar yfirgefi staðinn af þeim sökum.? Til þess liggja auðvitað margar ástæður að kennarar fari af staðnum og fæstir koma hingað til starfa i þeim fasta ásetningi að verða hér ellidauðir. Hitt er annað mál, að eigi fjölskyldu- menn að geta fengist til að dvelja hér á staðnum, vantar hér mikið á, þvi menn geta ekki unað við að búa i bráðabirgðarhúsnæði árum saman. Að öðru leyti tel ég Laugarvatn vera mjög heppi- legan stað fyrir unga kennara, sem eru að byrja búskap og starfsferil, og ég vil taka það fram. að mér hefur likað mjög vel að kenna hér.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.