Þjóðviljinn - 16.02.1975, Side 17
Sunnudagur 16. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
Mörg undanfarin ár hefur
verið lögð á það sérstök áhersla
i stefnuræðum utanrikisráð-
herra á þingi, að náin samvinna
við Norðurlönd sé einn af horn-
steinum islenskrar utanrikis-
stefnu. Ekki hefur ávallt rikt
full samstaða á Alþingi um
þessa stefnu. Skömmu fyrir lýð-
veldisstofnunina 1944 fóru að
heyrast raddir i ýmsum blöðum
Sjálfstæðismanna um að
„vestrið” stæði okkur opið, en
„austrið”, þar með talin
Norðurlönd, a.m.k. Finnland og
Sviþjóð, væri viðsjárvert. Mátti
skilja af málsmetandi mönnum
i islenskum stjórnmálum, sem
þá voru að upptendrast af hug-
sjónum um vestræna samvinnu,
að hagkvæmast væri fyrir is-
lendinga að skera á tengslin við
Norðurlönd. Með auknum engil-
saxneskum áhrifum, breska
hernáminu, bandarisku herset-
unni, aðildinni að NATÓ og her-
verndarsamningnum við
Bandarikin i kjölfar Kóreu-
striðsins óx þessari skoðun
fylgi. Hagsmunir isl. borgara-
stéttar voru orðnir samofnir
bandariskum itökum og að áliti
margra áhrifamanna i „lýð-
ræðisflokkunum” voru Banda-
rikin nú orðin að helsta bak-
hjarli Islands, efnahagslega og
hernaðarlega.
Á þessum hápunkti kalda
striðsins var að komast hreyf-
voru til undirbúnings funda i
Norræna þingmannasamband-
inu kom meðal annars fram, að
einungis 8—9 þingmenn þáver-
andi stjórnarflokka, Fram-
sóknarfl. og Sjálfstæðisflokks
voru fylgjandi þvi að unnið yrði
að undirbúningi að stofnun
Norðurlandaráðs. Það voru ein-
ungis þingmenn Alþýðuflokks
og Sósialistaflokksins sem voru
eindregið fylgjandi málinu og
tryggðu þvi framgang.
Á 28. fundi Norræna þing-
mannasambandsins, sem hald-
inn var i Stokkhólmi dagana 13.
og 14. ágúst 1951, var samþykkt
samhljóða að frumkvæði Hans
Hedtofts, fyrrv. forsætisráð-
herra dana, að hrinda hug-
myndinni um Norðurlandaráð i
framkvæmd. Embættismenn og
ráðherrar unnu svo að frekari
undirbúningi. 1 mai og júni 1952
samþykktu þjóðþing Danmerk-
ur, Noregs og Sviþjóðar stofn-
skrá og starfsreglur ráðsins og
slikt hið sama gerði Alþingi i
desember sama ár. Stofnfundur
Norðuriandaráðs var svo hald-
inn i fundarsal efri deildar
danska þingsins i Christians-
borg 13. febrúar 1953.
Afstaða kommúnista
Finnar voru ekki með i Kaup-
mannahöfn og réð þar miklu
andstaða sovétmanna og
Eindregnustu stuðninRsmenn
norrænnar samvinnu
Einar Olgeirsson i ræðustól á Alþingi.
UTILOKAÐIR FRA
RÁÐINU
ing á mál, sem legið hafði i lág-
inni frá striðsbyrjun þegar dan-
ir lögðu fram tillögu um norrænt
fastaráð, sem tæki til meðferðar
sameiginleg hagsmunamál
Norðurlanda. P. Munch, þáver-
andi utanrikisráðherra dana,
var þeirrar skoðunar að i ráðinu
ættu að vera forsætis- og utan-
rikisráðherrar Noregs, Sviþjóð-
ar, Danmerkur og Finnlands,
svo og forsætisráðherra íslands
(þar sem danir fóru með utan-
rikismál okkar á þeim tima) svo
og fulltrúar þjóðþinganna. Ætl-
unin var að ráðið kæmi saman
einu sinni á ári i hálfan mánuð,
en i þvi yrðu engar ákvarðanir
teknar né atkvæði greidd um
mál.
Þessi hugmynd fékk ekki góð-
ar undirtektir, en meðan á strið-
inu stóð og á fyrstu eftirstriðs-
árunum var samstarf þjóðþinga
mikið á dagskrá, sérstaklega i
Danmörku og Sviþjóð. Opin-
skáar umræður fulltrúa Norður-
landa i Kaupmannahöfn og Osló
snemma árs 1949 um stofnun
Skandinavisks varnarbanda-
lags færðu norrænum stjórn-
málamönnum heim sanninn um
nauðsyn á reglulegu samráði i
erfiðum vandamálum, enda
þótt þær bæru ekki tilætlaðan
árangur.
A alþjóðavettvangi var löngu
farið að lita á Norðurlönd sem
eina heild, og reglulegir utan-
rikisráðherrafundir, sameigin-
leg innganga i Evrópuráðið
(allra nema Finnlands) og
fleira gerði það að verkum, að
um 1950 var það orðin útbreidd
skoðun að koma ætti á skipu-
lagsbundnu samstarfi norrænna
þjóðþinga, þrátt fyrir óeiningu
Norðurlanda i varnar- og ör-
yggismálum.
Áhugaleysi á
Islandi
Hér á tslandi var áhuginn fyr-
ir þessum hugmyndum af
skornum skammti. A þing-
mannafundum sem haldnir
kommúnistaflokka yfir höfuð
gegn Norðurlandaráði. t
sovéskum fjölmiðlum voru
gerðar harðar árásir á ráðið, og
stofnun þess talin vera að undir-
lagi þeirra afla, sem réðu
NATÓ, og megintilgangurinn
væri að innlima Sviþjóð og
Finnland i varnarsamstarf
NATÓ-rikjanna. Allir stjórn-
málaflokkar i Finnlandi voru
sammála um að ekki væri tima-
bært að ganga i ráðið. Finnska
þingið var þó með i ráðum, þeg-
ar unnið var að stofnun ráðsins,
tók frá upphafi þátt i útgáfu
„Nordisk-kontakt”, timaritsins,
sem er nokkurskonar tiðindarit
þjóðþinga á Norðurlöndum, og i
Finnlandi var sú skoðun út-
breidd, að það væri miður, að
finnar væru ekki aðilar að ráð-
inu. t október 1955 samþykktu
allir flokkar i Eduskuntu
(finnska þinginu) að finnar
skyldu gerast þátttakendur i
Norðurlandaráði, enda hafði þó
nokkuð slakað á spennunni i
Evrópu, þótt sovétmenn héldu
uppi harðri gagnrýni á ráðið,
þar til finnar gerðust fullgildir
aðilar að Norðurlandaráði á
fjórða fundi þess i Kaupmanna-
höfn i janúar 1956.
Afstaða íslenskra
sósialista.
Sósialistaflokkurinn á ts-
landi leit öðrum augum á
Norðurlandaráð, heldur en
kommúnistaflokkar á Norður-
löndum, og skildu þar leiðir sem
oftar, þótt hér heimafyrir væri
flokkurinn einatt spyrtur sam-
an við þá og sagður halda sig
stift á Moskvulinunni. I Sviþjóð
og Danmörku lögðust kommún-
istar gegn stofnun ráðsins, en i
Noregi áttu þeir ekki fulltrúa á
þingi. t borgaraflokkunum
norsku var hinsvegar töluverð
andstaða gegn ráðinu. Einar 01-
geirsson, formaður flokksins,
segir svo frá:
„Við litum þannig á að itök
bandarikjamanna hér væru orð-
Forsætisnefnd Norðurlandaráðs á fyrsta fundi þess f Kaupmanna-
höfn 1953. Frá v. Nils Herlitz, Svlþjóð, Hans Hedtoft, Danmörku,
Magnús Jónsson, islandi, og Einar Gerhardsen, Noregi.
Forsætisráðherrar á fyrsta fundi Norðurlandaráðs. Frá v. Tage
Erlander, Sviþjóð, Erik Eriksen, Danmörku, Oscar Torp, Noregi ,
og Steingrimur Steinþórsson, tslandi.
in svo geysisterk og áhrif þeirra
á þjóðina og leiðtoga hennar svo
mikil, að það væri beinlinis lifs-
nauðsyn fyrir islendinga að
tengjast N or ður löndun um
sterkari böndum, og efla og
treysta þau samskipti, sem átt
hefðu sér stað milli íslands og
annarra Norðurlanda. Sósial-
istaflokkurinn mótaði þá stefnu
þegar fyrir lýðveldistökuna, að
efla bæri sérstaklega tengsl ts-
lands við önnur Norðuriönd. I
Norðurlandaráði sáum við leið
til þess að skapa mótvægi við
bandarisku áhrifin, og þess
vegna stuðluðum við heilshugar
að stofnun þess”.
Þingsályktunartillaga um að-
ild tslands að Norðurlandaráði
var samþykkt á Alþingi i des-
ember 1952 með 28 atkvæðum
gegn 7. Þingmenn Alþýðuflokks
og Sósialistaflokks greiddu allir
atkvæði með tillögunni, en
hvorki meira né minna en sex-
tán þingmenn, flestir úr
stjórnarliðinu, voru fjarverandi
við atkvæðagreiðsluna, og er
það nokkuð til marks um áhuga-
leysið.
ójafn eftirleikur
Eftirleikurinn segir þó ef til
vill meiri sögu en sjálf atkvæða-
greiðslan. I janúar 1953 var lögð
fram tillaga til þingsályktunar i
Sameinuðu þingi um kjör full-
trúa á fyrsta fund Norðurlanda-
ráðs. Tillagan fól i sér að kosn-
ingu fimm fulltrúa i Norður-
landaráð skyldi hagað þannig
að Sósialistaflokkurinn, sem þá
hafði að baki sér 19.5 prósent at-
kvæða og 9 þingmenn, fengi
engan fulltrúa i ráðið, þ.e. með
þvi að kjósa 2 i efri deild og 3 i
neðri deild. Þess ber að geta að
þingfylgi flokksins nægði honum
til að fá fulltrúa kjörinn við hlut-
fallskosningu i Sameinuðu
þingi, enda hafði Einar Olgeirs-
son jafnan verið i 5 manna
sendinefnd Alþingis á fundum
Norræna þingmannasambands-
ins, og þingmenn voru þá aðeins
52.
Greinargerð meirihluta utan-
rikisnefndar um þingsálykt-
unartillöguna var eins stuttorð
og álit meirihluta menntamála-
nefndar neðri deildar i útvarps-
ráðsmálinu, enda rökþrotin og
valdniðslan áþekk i báðum til-
vikum. Jörundur Brynjólfsson,
sem mælti fyrir áliti meirihlut-
ans, bar það helst fyrir sig að i
starfsreglum Norðurlandaráðs
væri kveðið svo á að hvert þjóð-
þing ákvæði sjálft tilhögun á
kjöri fulltrúa sinna i ráðið og
Framhald á 22. siðu.