Þjóðviljinn - 16.02.1975, Qupperneq 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. febrúar 1975
Hjördís Bergsdóttir
velur gítargrip
við vinsæl lög
Tökum lagið
HALLÓ ÞIÐ!
t dag tökum við fyrir annað lag af plötu þeirra félaga úr ÞOKKABÓT,
og heitir það „Veislusöngur”.
Merkiö : (tvipunktur) fyrir framan viðlag táknar að það skuli tvísung-
ið.
Veislusöngur
A E7
Þjónustan loðir með þýlynt bros
D E
við dyrnar i þartilgerðum fötum.
A E7
Hneigir sig og beygir hnjáliðina tvo
D E
og hengir upp klæði af diplomötum.
A E7
Svo ganga þeir i salinn i kjól og hvitt
D E
kviðmiklir, snobbaðir og eta fritt,
A E7
lyfta glösum og lepja vin,
D E
æpa: ,,lifi Onassis og Jaqueline,
D E
niður með helvitið hann Hó Chi Minh”.
D A E
:Lifi Johnson, Jane Dixon, John F. Kennedy og
A
Richard M. Nixon:
A E7
Svo er beðin borðbæn a la Billy Graham
D E
og beðið fyrir snötunum i Suður-Vietnam,
A E7
sest að borðum og svelgdur reyktur lax,
D A
sogað upp i nefið og bölvað Karli Marx.
D A E A
Hey, hey, húrrey, húrrey for the U.S.A.
D A E A
Heyr, hey, húrrey, húrrey for the C.I.A.
D A E
Lifi Pipenelis og Papadopolus, páfinn og Spiro
A
Agnewstopolus,
D A E7
Caetano, Thiu og general Ky, kætumst yfir sigrin-
A
um við Song My.
:Hey, hey, o.s.frv.
LifiSuhartoog S.E.A.T.O., Zalazar,Papadocog EisacoSato,
morgunblaðið og Mattió, mr. Benediktsson og N.A.T.O.
:Hey, hey, o.s.frv.
Svo halda þeir heim og sofn’i ljúfum þönkum
suður á velli biður verndari knár.
Svo eiga þeir miljónir I svissneskum bönkum
sem þeir hafa rænt undanfarin tuttugu ár.
:Hey, hey, o.s.frv. - (Höfundur: Kristján Guðiaugsson)
um helgina
/unnudoguí
18.00 Stundin okkar. Þessi
Stund er sú þrjúhundruð-
asta I röðinni, og i tilefni
þess er i henni endurtekið
ýmislegt af þvi, sem sýnt
hefur verið i barnatímum
liðinna ára. Helga Valtýs-
dóttir les söguna um Fóu
feykirófu, Rannveig og
Krummi spjalla saman og
syngja, sýnd verður sovésk
teiknimyndum það, hvernig
fillinn fékk rana, brúðuleik-
ritiö um Láka jarðálf, sem
fannst svo saman að striða
og vera vondur, kvikmynd
um kettling og loks fyrsti
þáttur af fjórum um leyni-
lögreglumeistarann Karl
Blómkvist. Umsóknarmenn
Sigriður Margrét Guð-
mundsdóttir og Hermann
Ragnar Stefánsson.
19.00 Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Dagskrárkynning og
auglýsingar.
20.30 Heimsókn. Með héraðs-
læknum á Héraði. Sjón-
varpsmenn heimsóttu fyrir
skömmu læknana á Fljóts-
dalshéraöi og fylgdust með
daglegum störfum i sjúkra-
skýlinu á Egilsstöðum og
sjúkravitjunum I vetrarrik-
inu þar eystra. Umsjónar-
maður Þrándur Thorodd-
sen.
21.10 Liðin tið. Leikrit eftir
Harold Pinter. Sýning Þjóð-
leikhússins. Frumsýning i
sjónvarpi. Leikstjóri Stefán
Baldursson. Leikendur Er-
lingur Gislason, Kristbjörg
Kjeld og Þóra Friðriksdótt-
ir. Leikmynd Ivan Török.
Stjórn upptöku Andrés
Indriðason.
22.35 Að kvöldi dags. Sr.
Guðjón Guðjónsson, æsku-
lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar,
flytur hugvekju.
22.45 Dagskrárlok.
mónudogur
20.35 Onedin skipafélagið.
Bresk framhaldsmynd. 20.
þáttur. Gula plágan. Þýð-
andi Óskar Ingimarsson.
Efni 19. þáttar: Dularfull
kona, ungfrú Indigo Jones,
kemur á fund James og
býður honum góð laun, vilji
hann sigla til hafnar skipi,
sem biður skammt undan
landi með gúanófarm frá
Suður-Ameriku. Á leiðinni
heim hefur komið upp sýki
um borð og skipverjar eru
flestir látnir. Vegna þessa
fær skipið ekki heimild til að
leita hafnar. James tekur
verkiö að sér, og með
brögðum og góðri aðstoð Al-
berts Frazers tekst honum
aö útvega heilbrigðisvott-
orð. Skömmu siðar brýst út
gulufaraldur i borginni, og i
ljós kemur, að sjúkdómur-
inn á upptök sin hjá skip-
verjum af Suður-Ameriku-
farinu.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrárkynning og
auglýsingar.
21.30 íþróttir. M.a. mynd frá
parakeppni á Evrópu-
meistaramóti i listhlaupi á
skautum. Umsjónarmaður
Ómar Ragnarsson.
22.00 Er færibandið úr sög-
unni? Þýsk fræöslumynd
um verksmiðjuvinnu og til-
raunir til að draga úr ein-
hæfni starfa, sem unnin eru
við færiböndin i bilasmiðj-
um og öðrum nútima iðju-
verum. Þýðandi og þulur
óskar Ingimarsson.
22.40 Dagskrárlok.
um helglna
/unnudoguf
8.00 Morgunandakt. Séra
Sigurður Pálsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög úr ýmsum
áttum.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónieikar.
11.00 Messa I safnaðarheimili
Grensássóknar. Prestur:
Séra Halldór S. Gröndal.
Organleikari: Jón G. Þórar-
insson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.15 Hugsun og veruleiki, —
brot úr hugmyndasögu. Dr.
Páll Skúlason lektor flytur
fyrsta hádegiserindi sitt:
Óvissa og öryggisleit.
14.00 A listabrautinni. Jón B.
Gunnlaugsson kynnir.
15.00 Miðdegistónleikar: Frá
tóniistarhátfðinni I Helsinki
s.I. haust.
16.25 Endurtekið efni: a. Við
altari og járnalögn. Valgeir
Sigurðsson talar við séra
Jóhannes Pálmason i Reyk-
holti (áður útvarpað 26. júli
S.I.). b. Vlsnaþáttur frá
Vesturheimi. Þorsteinn
Matthiasson safnaði saman
og flytur. (áður útv. 30.
okt.). C. Þáttur af Gamla-
Jóni I Gvendarhúsi. Harald-
ur Guönason bókavörður I
Vestmannaeyjum flytur
frásöguþátt (áöur útvarpað
20. febr. i fyrra).
17.20 Létt tónlist frá austur-
ríska útvarpinu.
17.40 útvarpssaga barnanna:
„I föður stað” eftir Kerstin
Thorvali Falk.Olga Guðrún
Arnadóttir les þýðingu sina
(4).
18.00 Stundarkorn með brezka
lágfiðluleikaranum Lionel
Tertis. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 „Þekkirðu land?” Jónas
Jónasson stjórnar spurn-
ingaþætti um lönd og lýði.
Dómari: Ólafur Hansson
prófessor. Þátttakendur:
Pétur Gautur Kristjánsson
og Haraldur Matthiasson.
19.45 Ljóð eftir Heiðrek Guö-
mundsson. Ingibjörg Step-
hensen les.
20.00 Útvarp frá Háskólabiói:
Afhending bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs. a.
Johannes Antonsson forseti
Noröurlandaráðs setur at-
höfnina. b. Þættir úr
„Þrymskviðu” óperu eftir
Jón Ásgeirsson. Guðrún Á
Simonar, Rut L. Magnús-
son, Guðmundur Jónsson,
Jón Sigurbjörnsson,
Magnús Jónsson, Þjóðleik-
húskórinn, karlakórinn
Fóstbræður og Sinfóniu-
hljómsveit íslands flytja.
Höfundur stjórnar. —
Róbert Arnfinnsson flytur
skýringar. c. Afhending
bókmenntaverðlauna. Tor-
ben Broström magister
kynnir Hannu Salama rit-
höfund frá Finnlandi, sem
tekur siðan við verðlaunun-
um og flytur ávarp.
21.15 Tapiola, tónaljóð op. 112
eftir Jean Sibelius.
Sinfónluhljómsveit
Lundúna leikur, Robert
Kajanus stjórnar.
21.35 Spurt og svarað. Svala
Valdimarsdóttir leitar
svara við spurningum hlust-
enda.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
Hulda Björnsdóttir dans-
kennari velur lögin.
23.25 Fréttir I stuttu máli.
mónudcigui
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunieikfimi kl. 7.15 og
9.05: Valdimar örnólfsson
leikfimikennari og Magnús
Pétursson pianóleikari
(a.v.d.v.). Fréttir kl. 7.30,
8.15 (og forustugr. lands-
málabl.), 9.00 og 10.00
Morgunbæn kl. 7.55: Séra
Arni Pálsson flytur
(a.v.d.v.). Morgunstund
barnanna kl. 9.15: Arnhild-
ur Jónsdóttir les söguna
„LIsu I Undralandi” eftir
Lewis Carroll i þýðingu
Halldórs G. ólafssonar (7).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög á milli atriöa. Búnaöar-
þáttur kl. 10.25: Sigurjón
Bláfeld ráðunautur talar
um minkarækt á tslandi.'
tslenzkt mál kl. 10.40:
Endurtekinn þáttur dr.
Jakobs Benediktssonar.
Umferðarskólinn. Ungir
vegfarandur kl. 11.00: Mar-
grét Sæmundsdóttir fóstra
kynnir starfsemi skólans.
Gömul Passiusálmalög i út-
setningu Siguröar Þórðar-
sonarkl. 11.10. Morguntón-
leikar kl. 11.20: Sinfóniu-
hljómsveit útvarpsins I
Berlin leikur Ljóðrænan
hljómsveitarkonsert eftir
Miakovsky / David Oist-
rakh og Vladimir Yampol-
sky leika Sónötu fyrir fiðlu
og pianó op. 1 eftir Katsja-
túrjan.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
13.00 Við vinnuna : Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Him-
inn og jörö” eftir Carlo
Coccioli.Séra Jón Bjarman
les þýðingu sina (10).
15.00 Miðdegistónleikar.
16.25 Popphornið
17.10 Tónlistartfmi barnanna.
Ólafur Þórðarson sér um
timann.
17.30 Að tafli. Guðmundur
Arnlaugsson flytur
skákþátt.
18.00 Umferðarskólinn Ungir
vegfarandur (endurtekið).
Margrét Sæmundsdóttir
fóstra kynnir starfsemi
skólans.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Mælt mál. Bjarni
Einarsson flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn.
Guðrún Svava Svavars-
dóttir flytur erindi eftir Ját-
varð Jökul Júliusson.
20.05 Mánudagslögin.
20.25 Blöðin okkar. Umsjón:
Páll Heiðar Jónsson.
20.35 Tannlækningar. Einar
Ragnarsson tannlæknir tal-
ar um gervitennur.
20.50 A vettvangi dómsmál-
anna. Björn Helgason
hæstaréttarritari flytur
þáttinn.
21.10 Tilbrigði op. 42 eftir
Rakhmaninoff um stef eftir
Corelli. Vladimir Ashken-
azy leikur á pianó.
21.30 Útvarpssagan: „Klaka-
höllin” eftir Tarjei Vesaas.
Kristin Anna Þórarinsdóttir
leikkona les (4).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passiusálma (19). Lesari:
Sverrir Kristjánsson.
22.25 Byggðamál. Fréttamenn
útvarpsins sjá um þáttinn.
22.55 Hljómplötusafnið i um-
sjá Gunnars Guðmundsson-
ar.
23.50 Fréttir I stuttu máli.