Þjóðviljinn - 16.02.1975, Qupperneq 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. febrúar 1975
Útilokaö
Framhald af 17. siðu.
með þvi að kjósa þá úr báðum
deildum gæfist þinginu i heild
tækifæri á að fylgjast vel með
störfum ráðsins.
Einar Olgeirsson sat sem
varamaður Finnboga Rúts
Valdimarssonar i utanrikis-
málanefnd fyrir Sósialistaflokk-
inn, þegar málið kom fyrir
nefndina. Það kom þvi i hans
hlut að svara þessari valdbeit-
ingu hernámsflokkanna, og það
gerði hann i eftirminnilegri
ræðu.
„Á mjóum þvengjum
læra
hundarnir að stela".
1 ræðu sinni sagði Einar m.a.
að það hefði aldrei þekkst áður i
sögu Alþingis að þegar kjósa
ætti fulltrúa þingsins i heild
væru þeir kjörnir i deildunum.
Jafnframt gagnrýndi hann þá
ætlan Alþýðuflokks, Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks að
afnema hlutfallskosningu við
kjörið og svipta þannig Sósial-
istaflokkinn þeim rétti sem hon-
um bæri i sambandi við þing-
styrk og þjóðfylgi. Þá minnti
Einar á að af mjóum þvengjum
Chiffon, verð kr. 485.-
Kjólacrepe, verð kr. 485.-
Prjónasiiki, verð frá kr. 245.-
Kjóiajersey, verð frá kr. 595.-
Síðdegiskjólaefni, verð frá kr. 295.-
Bómullarefni, verð frá kr. 295.-
Kápuefni, tvíbreið, verð frá kr. 895.-
Buxnaterelyn, tvibreið, verð frá kr. 695.-
Allt að 75% verðlækkun
Metravörudeildin
MARKAÐURINN, Aöalstræti 9.
Atvinna ■ Atvinna
Háseta vantar
á mjög góðan netabát
frá Keflavík, sími 92-2639.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
BLÓÐB ANKINN:
GJALDKERI óskast til starfa frá 1.
mars nk. Starfssvið er bókhald og
almenn skrifstofustörf auk gjald-
kerastarfa.
Umsóknarfrestur til 23. þ.m.
LANDSPÍTALINN:
SÍMAVÖRÐUR, karlmaður, óskast
til starfa á næturvöktum frá 1. mars
nk. Umsóknarfrestur er til 23. þ.m.
Upplýsingar veitir starfsmanna-
stjóri. Umsóknum ber að skila til
skrifstofu rikisspitalanna. Um-
sóknareyðublöð fyrirliggjandi á
sama stað.
Reykjavik, 14. febrúar, 1975.
SKRIFSTOFA
RlKISSPÍTALANNA
EIRIKSGÖTU 5.SÍM111765
lærðu hundarnir að stela og
spurði hvort i þessum athöfnum
flokkanna fælist visbending um
þær kosningaaðferðir, sem
þeim kæmi best að viðhafðar
yrðu á fslandi. Þegar byrjað
væri á þvi að svipta minnihlut-
ann rétti sinum á Alþingi væri
hægur vandinn að halda þvi á-
fram þegar kæmi út til fólksins.
Athæfi flókkanna i þinginu
tengdi Einar einnig itökum
Bandarikjastjórnar. Að undir-
lagi hennar hefðu ýmsar þjóðir i
Evrópu verið hvattar til þess að
taka upp nýtt kosningafyrir-
komulag til þess að útiloka
kommúnista og sósialista frá á-
hrifum i stjórn viðkomandi
rikja, en kommúnista- og sisial-
istaflokkar voru viða mjög öfl-
ugir i Vestur-Evrópu á fyrstu
eftirstriðsárunum. Vitað væri
að þrýst hefði verið á um að tek-
in yrðu upp einmenningskjör-
dæmi og meirihlutakosningar
hér á landi og að sumir forystu-
menn framsóknarmanna væru
veikir fyrir þessari hugmynd.
Fyrirætlanir flokkanna þriggja
að útiloka Sósialistaflokkinn frá
Norðurlandaráði væru mjög ai
þessum rótum runnar.
Sjálfsögö lýðræðisregla
Þá leiddi Einar sannfærandi
rök að þvi, að i starfsreglum
Norðurlandaráðs væri ráð fyrir
þvi gert að fulltrúar ýmissa
skoðanahópa og stjórnarand-
stöðu hefðu seturétt i ráðinu i
samræmi við þingstyrk sinn.
Máli sinu til stuðnings vitnaði
hann i greinargerðir embættis-
manna og til ummæla Nils Her-
lits, sænsks lagaprófessors, sem
af svia hálfu undirbjó stofnskrá
Norðurlandaráðs, þar sem hann
kveðst lita á það sem sjálfsagt
að fulltrúar þjóðþinga i Norður-
landaráði séu kosnir hlutfalls-
kosningu.
Að lokum lagði Einar fram
tillögu um að kosnir yrðu fimm
menn og fimm til vara i Sam-
einuðu þingi á hverju reglulegu
Alþingi. Formenn þingflokka
skyldu koma saman fyrir kosn-
ingu og reyna að ná samkomu-
lagi um fulltrúa, en ef það tækist
ekki skyldi kosið hlutfallskosn-
ingu.
Tillagan um samráð for-
manna var sett fram með sér-
stöku tilliti til Alþýðuflokksins,
sem ekki hafði þingfylgi til þess
að tryggja sér fulltrúa i hlut-
fallskosningu án aðstoðar ann-
arra flokka.
Þessi sjálfsagða tillaga Ein-
ars var að vettugi virt af þeim
sem valdið höfðu, þótt Alþingi
hafi nú fyrir löngu snúið aftur til
leikreglna lýðræðisins við kjör i
Norðurlandaráð.
Svona til gamans má nefna
það að kosningu hlutu á fyrsta
fund ráðsins: tneðrideild: Sig-
urður Bjarnason, Jörundur
Brynjólfsson, Stefán Jóhann
Stefánsson og til vara Magnús
Jónsson, Ásgeir Bjarnason og
Emil Jónsson. t efri deild Bern-
harð Stefánsson og Gisli Jóns-
son og til vara Rannveig Þor-
steinsdóttir og Lárus Jóhannes-
son.
Itök Bandaríkja-
valdsins
Um þessa afgreiðslu segir
Einar Ólgeirsson i dag:
,,Á þessum árum voru her-
námsflokkarnir alltaf jafnhallir
undir áhrif Bandarikjavaldsins.
Þessir flokkar, sem stundum
rembast við aö kalla sig ,,lýð-
ræðisflokkana” skirruðust ekki
við að beita andlýðræðislegum
aðferðum til þess að útiloka
Sósialistaflokkinn frá réttmætri
þátttöku i stjórnmálum. Og
þetta er ekki i eina skiptið sem
„lýðræðisflokkarnir” hafa brot-
'ið leikreglur lýðræðisfyrir-
komulagsins, eins og þeir vita
sem kæra sig um og hafa kynnt
sér stjórnmálasögu siðustu ára-
tuga”.
„Kommúnistar" í
Norðurlandaráði.
A þingum Norðurlandaráðs
53, 54, 55 og 56 var Sósíalista-
flokkurinn útilokaöur með
framangreindum hætti, en með
tilkomu vinstri stjórnarinnar
1956 og inngöngu finna, varð
gerð á bragarbót. Og á fundi
ráðsins I Helsinki i byrjun árs
1957 voru Hertha Kuusinen, for-
maður finnska Kommúnista-
flokksins, og Einar Olgeirsson,
formaður Sósialistaflokksins,
fyrstu fulltrúar sósialista i ráð-
inu. Um þetta segir i bók um
Norðurlandaráð eftir Franz
Wendt: ,,Og upp frá þvi hefur
einnig verið kommúnisti i is-
lensku sendinefndinni”. Aðal-
menn Sósialistaflokksins og Al-
þýðubandalagsins i ráðinu hafa
verið Einar Olgeirsson, Magnús
Kjartansson, Karl Guðjónsson
og Gils Guðmundsson.
Einar Olgeirsson sat mörg
þing Norðurlandaráðs og við
báðum hann á dögunum að
greina okkur frá, hvað honum
fyndist Norðurlandaráð hafa á-
orkað.
„Það dýrmætasta er að á
vettvangi ráðsins hafa stjórn-
málamenn á Norðurlöndum
komið saman til að ræða sam-
eiginleg mál og þar hafa skap-
ast nánari persónuleg tengsl en
áður. ísland hefur öðlast miklu
nánara samband við önnur
Norðurlönd og það styrkir okkur
bæði i menningarlegri og póli-
tiskri sjálfstæðisbaráttu.
Norðurlöndin eru góður bak-
hjarl fyrir isiendinga gagnvart
hinum sterku engilsaxnesku á-
hrifum. A félags- og menningar-
sviðinu hefur Norðurlandaráð
unnið merkt starf, sem orðið
hefur til þess að auka andlega
samheldni Norðurlandabúa.
Fyrir okkur sósialista er það
ekki sist mikilsvert, að með
kynnum i Norðurlandaráði hafa
skapast náin tengsl við komm-
únista- og sósialistahreyfing-
arnar annars staðar á Norður-
löndum. Kommúnistaflokkarnir
i Sviþjóð og Noregi voru að visu
ekki með fyrstu árin, en 1960
kom Aksel Larsen i ráðið, og
siðar Hermansson i Sviþjóð og
SF flokkarnir i Noregi og Dan-
mörku og nú loks fulltrúi
kommúnistaflokksins i Noregi.
Þannig er Norðurlandaráð
kannski eini vettvangurinn þar
sem forystumenn allra sósial-
istahreyfinga á Norðurlöndum,
sem fulltrúa eiga á þingi, hittast
reglulega”.
Einar Karl tók saman.
VIPPU - BllSKÖRSHURÐIN
Lagerstaerðir miðað við múrop:
Haað: 210 sm x brekk): 240 sm
- 210 - x - 270 sm
Aðrar UarSr.aniðaðar •ftár batðnl
OLUQQA8MIDJAN
'OmJk 12 • Ská 38220
KJARVAL& LÖKKEN
BRÚNAVEGI 8 REYKJAVÍK
ALLTAF
EITTHVAÐ
NÝTT OG
SÉRSTÆTT í
BIMM BAMM
Verslunin
BIMM BAMM
Vesturgötu 12
Ólesnaf
bækur á
góöu veröi
Eigum ætíð talsvert úr-
val af ólesnum og ný-
lega útgefnum bókum á
hagstæðu verði.
Lítið inn og gerið góð
kaup.
BÓKIN H.F.
Skólavörðustíg 6
Sími 10680.
1 Auglýsingasiminn er 17500 PWÐvnm^
Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við
andlát og jarðarför eiginmanns mins,
Björns Laxdal Jónssonar,
Eskihlið 15.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á lyfjadeild Lands-
spitalans fyrir góða umönnun.
Kristjana Kristjánsdöttir, börn, barnabörn og tengda-
börn.
Útför eiginmanns mlns, föður okkar, tengdaföður og afa
Harrys O. Frederiksen
framkvæmdastjóra
fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 18. febrúar kl.
13.30.
Margrét Frederiksen, Ólafur Frederikscn
Guðrún Frederiksen, Halldór Sigurðsson,
/Fdda Hrund Halldórsdóttir