Þjóðviljinn - 02.03.1975, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.03.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 2. marz 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 15 krossgáta Lárétt: 1 andvana fætt bandalag 5 tóm 7 listamann 8 titill 9 kona 11 49 13 eldhúsáhald 14 bit 16 bók. Lóörétt: 1 lærdómsins 2 meta 3 skúta 4 stafur 6 valda 8 húðfelling 10 þrábeiðni 12 draup 15 málfræðiskst. Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 hafnar 5gúl 7 ný 9 pilt 11 afl 13 nil 14 naum 16 fæ 17 gæf 19 stráði. Lóörétt: 1 hunang 2 fg 3 núp 4 alin 6 atlæti 8 ýfa 10 lif 12 lugt 15 mær 18 fá. FRÍMERKJAÞÁTTUR Nýlega hefur eyjan Jamaica gefið út frimerki með mynd af Simoni Bolivar, en hann hefur oft verið nefndur „Sjálfstæðis- hetjan frá Venezuela”. Raunar er þetta nú ekki mynd af Simoni sjálfum, heldur mynd af likneski sem gert var af honum, en þetta gaf Venezuela Jama- ica-eyju árið 1965 i tilefni þess, að þá voru liöin 150 ár frá þvi aö Bolivar skrifaði hið örlaga- þrungna Jamaica-bréf. Jæja, eitthvað þarf til, að sendibréf verði tilefni útgáfu á frimerki 150 árum eftir að það var skrif- að. Skulum við nú athuga þetta nokkru nánar og hverfa þá aftur i timann til ársins 1815. í Evrópu geisuðu þá Napóleonstyrjald- irnar og höfðu þvi stjórnmála- menn og konungar þar litinn tima til þess að leiða hugann að þvi, sem var að gerast i Suður- Ameriku. bar var sjálfstæðis- hetjan Simon Bolivar farinn að láta að sér kveða i baráttu land- anna þarna gegn yfirráðum spánverja. Spánskar hersveitir höfðu með harðneskju og tillitsleysi brotið niður hið nýja lýðveldi sem Bolivar hafði átt mikinn þátt i að stofna i heimalandi sinu Venezuela og landssvæði þvi, er hann nefndi Nýja Granada, en sem núna heitir Columbia. — Um þetta leyti kreppti svo að Bolivar, að hann varð að flýja land til þess að bjarga lifi sinú og hélt hann til Jamaica-eyjar. Jafnvel þar var hann ekki meira en svo óhultur, þvi a.m.k. einu sinni reyndu leigumorðingjar að ráða hann af dögum þar, þótt ekki tækist. Þá var það, sem hann skrifaði hið fræga Jamaica-bréf til landsstjórans þar, sem þá var hertoginn af Manchester. Þessi hertogi hafði áður haft spurnir af baráttu Bolivars fyrir frelsi Suður-Ame- rikurikjanna, og hafði hann samúð með honum. I bréfinu leggur Simon spilin á borðið fyr- ir landstjórann. — Hann lýsir þvi, hvernig spánverjar haldi heimalandi hans Venezuela og fleiri löndum i næstum þvi þræl- dómsviðjum. T.dv máttu ÉAAÉAÉÉÉ spönsku nýlendurnar þarna ekki versla hvor við aðra. Hann get- ur einnig um það hve áhuga- leysið sé mikið fyrir þessum málum i Evrópu.Margt fleira stóð i bréfi þessu, sem of langt mál yrði hér upp að telja. Bréf þetta hafði mikil áhrif og mun hertoginn af Manchester hafa átt drjúgan þátt i þvi, að englendingar tóku nú að styrkja Simon Bolivar i baráttu hans. Þeirsendu honum vopn og annað, sem kom að góðum not- um i viðureigninni við spán- verja. Meira að segja komu sveitir af sjálfboðaliðum vestur til liðs við Bolivar, enda fór hann nú brátt að ná sér á strik og innan eins árs var hann aftur kominn heim til sin i Venezuela. Næstu árin vann Simon á og að átta árum liðnum höfðu mörg riki þarna fengið sjálfstæði sitt, þar á meðal Venezuela. Mikið vatn hefur runnið til sjávar siðan þetta gerðist, en þó eru Venezuelabúar vel minnug- ir á nafn Simonar Bolivar enn þann dag i dag. Það segir sina sögu að árið 1965 gaf Venezuela Jamaicu-eyju likneski af Boli- var til þess að minnast þess, að þá var liðin hálf önnur öld frá þvi að Jamaica-bréfið var skrif- að,og eins og áður er sagt, fri- merkið, sem við sjáum hér á myndinni, kom út af sama til- efni. AF HVERJU? ipuas ‘iddajqsaujy ijgoff) ‘uasuo -JBJoqx Bjia Bg'gni'g jijXj BqqBj QE BJJBJlg JB QBJIAQny iJBAS Muniö þiöeftir svona teiknileik úr skólqnum? Maður teiknar eitthvert smáatriði og svo á sessunauturinn að giska. hvað það er. Viö skorum á lesendur að taka þátt i grininu og senda teikningar i þessum stil. Aðall- inn er: Nógu einfaldar. Það skiptir ekki máli, hvort þið „kurinið” að teikna eöa ekki. Af hverju? Já, af hverju skyldi nú þessi mynd vera? Skrifiö utaná tii blaös Þjóöviljans. Sunnudags- ' ~T ' « ' — Þurrkaðu af fótunum! L dagbék: apótek Kvöld- nætur og helgidaga- varsla apóteka vikuna 28,-feb.- 6. mars er i Laugarnesapóteki og Ingólfs Apóteki Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna á sunnu- dögum, helgidögum, og al- mennum fridögum. Einnig næturvörslu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni, virka daga. Kópavogur Kópavogsapótek er opið virka daga frá 9 til 19 og kl. 9 til 12 á hádegi á laugardögum. Hafnarfjöröur Aðótek Hafnarfjarðar er opið virka daga frá 9 til 18.30 laugar-- dag 9 til 12.30 og sunnudaga og aðra helgidaga frá 11 til 12 f.h. slökkvilið Slökkviiið og sjúkrabilar í Reykjavik — simi 1 11 00 t Kópavogi — simi 1 11 00 1 Hafnarfirði — Slökkviliðið simi 5 11 00 — Sjúkrabill simi 51 00>. lögregla Lögrcgian i Rvik — simi 11166 Lögreglan i Kópavogi — simi 4 12 00 Lögreglan i Hafnarfirði — simi 5 0161 læknar Slysa varðstofa Borgarspitai- ans: Slysavarðstofan er opin allan sólarhringinn. Simi 8 12 00. — Eftir skiptiborðslokun 8 12 12 Kvöld- nætur- og helgidaga- varsla: 1 Heilsuverndarstöðinni við Barónsstig. Ef ekki næst i heim- ilislækni: Ilagvaktfrá kl. 8.00 til 17.00 mánud. til föstudags, simi 1 15 10. Kvöld- nætur- og helgi- dagavarsla, simi 2 12 30. Tannlækna vakt: Tannlæknavakt er i Heilsu- verndarstöðinni frá 17—18 alla laugardaga og sunnudaga. — A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar en læknir er til viðtals á Göngu- deild Landspitalans, simi 2 12 30. — Upplýsingar um lækna og lyfjabúðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Mænusóttarbólusetning Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram i Heilsuverndarstöð Reykjavikur á mánudögum kl. 16.30—17.30. Hafið með ónæmisskirteini. ónæinisaðgerðin er ókeypis. Heilsuverndarstöð Reykjavik- ur. félagslíf Kvenfélag Háteigssóknar held- ur skemmtifund i Sjómanna- skólanum, þriðjudaginn 4. mars kl. 8.30. Spiluð verður félags- vist. Gestir, karlar og konur velkomin. — Stjórnin. Sunnudagsganga 2/3. Reynisvatnsheiði. Verð 300 krónur. Brottför frá B.S.l. kl. 13. — Ferðafélag islands. Kaffisala Kvennadeildar Slysavarnafé- lagsins i Reykjavik verður sunnudaginn 2. mars i húsi SVFl á Grandagarði. Þær konur sem vilja gefa kökur eru beðnar að koma með þær i hús SVFl fyrirhádegi sunnudag. — Kaffi- néfndin. Kvenfélag Laugarnessóknar. Fundur verður haldinn mánu- daginn 3. mars i fundarsal kirkjunnar kl. 8.30. Erindi með skuggamyndum frá Niger. — Stjórnin. sjúkrahús Kópavogshæiið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helg- um dögum. Sólvangui, llafnarfirði: Mánudag-laugard. kl. 15-16 og kl. 19.30. Sunnudaga og aöra helgidaga kl. 15-16.30. skák *IÍÉ ■ ijp ■ íij íllf ííli S Éái ^ Nr. 48 Hvitur mátar I öðrum leik. Lausn þrautar nr. 47 var: 1. Dc3. Ef 1.... Kc8 2. Dc5 — K eitt- hvert 3. Pc8 = D mát 1.... Ke8 2. De5 — K eitthvert 3. Pe8 = D mát 1... Kxe7 2. c8 = D — Kf7 3. Dg2 Kd6 3. Dc5. syningar Heimsóknartimar: Landakotsspitali Kl. 18.30-19.30 alia daga nema sunnudaga kl. 15-16. Á barna- deild er heimsóknartimi alla daga kl. 15-16. BarnaspHah Hiingsins: Kl. 15-16 virka daga kl. 15-17 laugard. og kl. 10-11.30 sunnud. BorgarspUalinu: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard. og sunnud. kl. 13.30- 14.30 og kl. 18.30-19. EndurhæíingaideiIdBorgar- spitalans: Deildirnar Grensási — virka daga kl. 18.30. Laugardaga og sunnud. kl. 13-17. Deildin Heilsuverndarstöðinni — dag- lega kl. 15-16, og 18.30-19.30. Flókadeiid Kieppsspitala: Daglega kl. 15.30-17. Fæðingardeildin: Daglega 15-16 og kl. 19-1930. Hvitabandið: Kl. 19-19.30 mánud.-föstud. Laugard. og sunnud. kl. 15-16 og 19-19.30. Landspilaiinu: Kl. 15-16 og 19-19.30 alla daga á almennar deildir. Fæðingai deild: 19.30-20 alla daga. Barnadeiid: Virka daga 15-16, laugardögum 15-17 og á sunnu- dögum kl. 10-11.30 og 15-17. Kleppsspiiaiinn: Daglega kl. 15-16 og 18.30-19. Fæðingarhciinili Reykjavikur borgar: Daglega kl. 15.30-19.30. Heilsuverndarstöðin: kl. 15-16 og kl. 19-19.30 daglega. Kjarvalsstaðir Sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals er opin alla daga, nema mánudaga, kl. 16-22. Að- gangur og sýningarskrá ókeyp- is. minningarspjöld Minningarspjöld flugbjörgunar- sveitarinnar fást á eftirtöldum stöðum Sigurði M. Þorsteinssyni simi 32060 Sigurði Waage simi 34527 Magnúsi Þórarinssyni simi 37407 SALON GAHLIN ' mL — Nú er ég búin að skrifa slagaratexta sem er verulegt vit i. — Hvernig á maður þá að geta vitað að það sé slagari1 Leitið og þér munuð finna: Atta breytingar á siðari myndinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.