Þjóðviljinn - 02.03.1975, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 02.03.1975, Blaðsíða 20
Rætt viö Pétur Bjarnason fisksala Ein pylsa með túmat/ sinnepi og lauk kostar nú í sjoppum 85 krónur. Kilóið af ýsunni út úr fiskbúð kostar lika 85 krónur. Sjálfsagt er enginn í vafa um hvort eru betri kaup. Vestur á Sörlaskjóli 42 rekur Pétur Bjarnason fiskbúð ásamt félaga sinum Stefáni Stephen- sen. Þeir reka einnig aðra fisk- búð hér i bænum og er hún i Skaftahlið 24. Búðirnar hafa þeir félagar rekið i fjóran og hálfan mánuö. Við Þjóðviljamenn litum inn i fiskbúðina að Sörlaskjóli 42 og hittum þar fyrir Pétur Bjarna- son. Sagði hann að viðskiptin væru að aukast, en gifurlega vinnu þyrfti að leggja fram til þess að hafa eitthvað upp úr fisksölu. Álagninguna sagði Pétur alit of lága. Ýsukilóið kaupa þeir til dæmis á 52 krónur suður i Keflavik og Njarðvikum. Eftir að búið væri að hausa hana, og létta hana þar með um 25% er hún seld á 85 krónur kiló- ið, eða sama og pylsa á sjoppu, sagði Pétur. Ýsukilóið dugir fjögurra manna fjölskyldu i máltið, en pylsan dugir engan veginn til þess að seðja einn mann i þeirri sömu fjölskyldu. Eins og áður segir sækja þeir félagar fiskinn til Keflavikur eða til Njarðvikur. Fara þeir þá klukkan 5 til 6 á morgnana eða á kvöldin, þvi engan fisk er að fá hjá Reykjavikurbátum, eða i það minnsta ekki nóg fyrir Innskot Hér skulum við aðeins vikja okkur til hliöar og lita á fiskverðið. Pétur segir að Pétur Bjarnason i fiskbúðinni að Sörlaskjóli 42 PYLSAN OG ÝSAN þeir kaupi ýsuna á 52 krónur hjá frystihúsum syðra. Þá eru húsin búin að láta aka ýsunni frá höfninni. Annan kostnað hafa þau ekki i lagt. Hins vegar greiða þeir sömu frystihúsaeig- endur aðeins 32 krónur eftir nýja fiskverðinu fyrir ýsu stærri en 54 sentimetra. Þetta gæti meira að segja gerst á sama klukkutímanum. Þarna næla verkendur sér i 20 krónur af hverju kilói án þess að leggja i nokkurn kostnað og að sjálfsögðu fá sjómenríirnir eng- an iiluta i þessum auðfengnu 20 krónum. Dregið úr kúttmagaáti En vikjum aftur að Pétri og fisksölunni á Sörlaskjólinu. Nú er kútmagatið. Magi þorsksins er nú á þvi stigi að hann er hin kræsilegasta fæða sé rétt með hann farið og fylltur með góðgæti. Ekki hafði Pétur neinn sam- anburð á þvi hvort kútmagaát færi minnkandi eða vaxandi. Hitt vissi hann, að litið væri keypt af kútmögum, þrátt fyrir það, að matargerðarfólki er leiðbeint um það hvernig að kút- magaeldamennsku skuli staðið. Pétur sagði, að fólk velti þvi nú mun meira fyrir sér en áður hvað það væri, að kaupa, hvað það kostaði og hvort ekki væri hægt að fá eitthvað annað fyrir lægra verð en það, sem upp væri gefið á þessum eða hinum fisk- inum. Samt er enn þá ekki komir. nein hækkun á útseldan fisk, þrátt fyrir fiskverðshækk- unina, sem ákveðin var nýverið, en hins vegar sagði Pétur að stuttu eftir að þeir byrjuðu að höndla hefði fiskverð veriö lækkað út úr búð. Hvaö er á boðstólum? Er svo nokkuð annað en ýsa i fiskbúð? Það er öðru nær, þó svo að Pétur segi að fólki finnist enginn fiskur vera til ef ekki er til ýsa. í fiskbúðum þeirra félaga kennir margra grasa, og munu þeir t.d. vera einu fisksalarnir i höfuðborginni, sem selja bein- lausan saltfisk. Hann fá þeir frá Keflavik. Þá er þarna hægt að fá síld. saltaða og kryddaða, hrogn, lif- ur og kútmaga, signa og salta grásleppu, ýsu, þorsk og flök af hvoru tveggja þessum góðfisk- um, steinbit og rauðsprettu, lúðu, kinnar og gellur, svo eitt- hvað sé nefnt. Þá selja þeir einnig bútungs- saltaðan fisk að norðan, en hann er heilsaltaður i tunnum. Af og til er hægt að fá hákarl.og skötu er hægt að fá, salta eða kæsta að vestfirskri fyrirmynd, enda að vestan, grafin i kamb og kæst þannig, borðuð með versfirsk- um hnoðmör, sem þeir félagar selja einnig. Og svo kemur rauðmaginn eftir viku til tiu daga alla leið norðan frá Húsavik. — úþ Hún er að visu ekki stór fiskbúðin að Sörlaskjóli 42, en þar kennir margra grasa Ibökkum og kössum. Séð inn I búðarborðið. Fremst eru flök I bakka, efst sild, krydduð og söltuð, en niðurundan henni sést meðal annars I signa grásleppu. Alþýðubandalagið: ALMENNUR FELAGS FUNDURí DAG Almennur félagsfundur Alþýðubandalagsins i Reykjavik verður haldinn á Hótel Borg i dag 2. mars kiukkan 4 síðdegis. Ræöu menn Fundarefni: Árásir rikisstjórnarinnar og kjarabaráttan. Ræðumenn: Magnús Kjartansson, alþingismaður. Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar. Jón Snorri Þorleifsson, form. Trésmiðafél. Rvikur. Fundurinn er opinn stuðningsmönnum Alþýðubandalagsins meðan húsrúm leyfir. — Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.