Þjóðviljinn - 04.03.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.03.1975, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 4. mars 1975 — 40. árg. 52. tbl. 10% hœkkun? Þjóðviljinn haföi i gær sam- band viö Svein Tryggvason fram- kvæmdastjóra Framleiösluráös landbúnaöarins og spuröist fyrir um hvenær vænta mætti verö- hækkana á landbúnaöarvörum og hve miklar þær yröu. Sveinn sagðist ekki geta sagt neitt til um það á þessu stigi málsins. Sex-mannanefndin væri enn að vinna i málinu.og þótt dag- setningin miðaðist við 1. mars ár hvert, hefði það verið upp og ofan hvort nýtt verð hefði verið komið þá. Þjóöviljinn hefur þaö eftir öör- um leiöum aö hækkunin á land- búnaðarvörum veröi almennt 10% aö þessu sinni. — S.dór VERKFALLSHEHULDIR handa verkalýðs- félögunum segir ráðstefna ASl Ráðstefna Alþýðusam- bands íslands um kjara- málin og viðhorfin í þeim eftir síðustu árásir ríkis- stjórnarinnar kom saman i -Reykjavík, að Hótel Loft- leiðum, um kl. 2 í gær. Björn Jónsson forseti ASI, hafði framsögu á fundinum og mælti fyrir drögum að áliti um kjara- málin. Þar er rakinn að- dragandi þeirrar stöðu, sem nú er komin upp, en að lokum eru félögin hvött til þess að afla sér verkfalls- heimildar. Ráðstefna ASt er mjög vel sótt og sýnir það með öðru að hér er um brennandi vandamál ao ræða. Ráðstefnuna sækja mið- stjórn ASÍ, 9-mannanefnd þess, stjórnir Landssambandanna inn- an ASÍ, einn fulltrúi frá hverju þeirra félaga er veitt höfðu 9- mannanefndinni samningsumboð svo og formenn svæðasamband- rnna. Er Björn Jónsson hafði lokið framsöguræðu sinni á ráðstefn- unni i gær flutti hagfræðingur ASt, Ásmundur Stefánsson, er- indi, en siðan hófust almennar umræður. Stóð ráðstefnan enn i gærkvöld og er ráðgert að ljúka henni i nótt. Er gert ráð fyrir að ráðstefnan sendi frá sér ályktun um stöðuna i kjaramálum og að ! lok hennar verði bætt við mönn- um i samninganefnd verkalýðs- félaganna sem til þessa hefur verið 9 manna. 3.800 kr. „bótum” hafnað i fréttatilkynningu sem blaðinu barst I gær frá Vinnu- veitendasambandinu segir aö á sáttafundi á sunnudag hafi samninganefnd verkalýös- félaganna hafnaö tilboöi þvi er atvinnurekendur lögðu fram á fundinum. Samkvæmt frétt sambandsins vartilboðiði þvi fólgið að ,,launajöfnunarbæt- ur” yrðu 3.800 kr. á mánuöi á öil iaun 6S þúsund krónur og lægri, og jafnframt að laun 65-68.800 kr. á mánuði hækkuöu I 68.800 kr. á mánuði. i frétt frá Vinnuveitenda- sambandinu er sagt aö ríkis- stjórnin hafi gert tillögur um skattamál á þessum santa samningafundi, en þær tillög- ur munu fulltrúar verkalýös- samtakanna hafa talið með öllu óaögengilegar. Frá kjaramálaráöstefnu ASi Verkalýðshreyfingin tygi sig til átaka og verkfalla Aðgerðum verður nú ekki frestað lengur. Verkalýðshreyfingin verður að búa sig til átaka og verkfalla, sagði Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, i ræðu sinni á fundi Al- þýðubandalagsins á Hótel Borg á sunnudag. Eðvarð var fyrsti framsögumaðurinn á fundin- um á Borginni. Húsfyllir var á fundinum sem tókst hið besta. Frásögn af ræðu Eðvarðs birtist á 6. siðu. Þar er einnig birt i heild ræða Magnúsar Kjartanssonar frá sama fundi, en i blaðinu á morgun verður sagt frá ræðu Jóns Snorra Þorleifssonar, formanns Trésmiða- félags Beykjavikur. sagði Eðvarð Sigurðsson á fundi Alþýðubandalagsins á sunnudaginn. Sjá 6. og 7. síðu. Iðnaðarráðherra á fundi á Sauðárkróki: Aburðarverksmiðja á Norðurlandi vestra? i sambandi við Blöndu eða Jökulsár í Skagafirði Guðmundar vaka Böðvarssonar tókst vel — sjá 3. siðu. Hagmál heimsins — 3ja samantekt sjá opnu hlaðsins Á almennuni fundi um orkumál sem haldinn var á Sauöárkróki sl. föstudag lýsti iönaðarráöherra, Gunnar Thoroddsen þvi yfir, aö á þessu ári yröi tekin ákvöröun um hvort Blanda eöa Jökulsá I Skagafirði verði virkjuð og i þvi sambandi stakk hann uppá aö reistyrði ný áburðarverksmiðja i Norðurlandskjördæmi vestra i tcngslum við virkjunina. I sambandi við hugsanlega Blönduvirkjun kom það fram að allt að 50 ferkilómetra svæði af grónu landi fer undir vatn vegna uppistöðulóns en f jarhagslega séð er Blönduvirkjun talin hag- stæðari en Jökulsárvirkjun. A fundinum sagði Pálmi Jóns- son alþm. sem sæti á i stjórn Raf- magnsveitna rikisins að innan skamms hæfust viðræður við bændur i Húnavatnssýslu um landkaffæringuna, en náist ekki samkomulag sagði Pálmi að þá yrði innan mjög skamms tima tekin ákvörðun um virkjun Jökulsár i Skagafirði. Þetta eru að sjálfsögðu stór- fréttir fyrir fólk norðanlands en þvi verður lika fast fylgt eftir að við þetta verði staðið og að Sendiráð Islands á Norðurlönd- um benda á að islendingar sem þangað koma lendi iðulega i nokkrum vandræðum vegna þess að þeir hafi ekki i fórum sinum nein gild skilriki sem sanni rétta undirskrift þeirra. Oft geta þeir timasetning á þessum fram- kvæmdum verði ekki sett ein- hvern timann i eilifðinni. Norðlendingar eru ekki hrifnir af stóriðju yfirleitt og myndu seint eða aldrei samþykkja málmblendiverksmiðju eða annað þvi um likt, en áburðar- verksmiðju geta menn sætt sig við. Hreinn/S.dór. þvi t.d. ekki fengið skipt ferða- tékkum i bönkum. Skal þvi enn vakin athygli á þvi að ef islenskir ferðamenn á Norðurlöndum hafa ekki með sér vegabréf er nauðsynlegt að þeir hafi önnur skilriki Hafið skilriki meðferðis

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.