Þjóðviljinn - 04.03.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.03.1975, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 4. mars 1975 DMÐVIUINN JVIÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS Ctgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans Umsjón með sunnudagsblaði: Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Vilborg Harðardóttir Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Svavar Gestsson Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur) Fréttastjóri: Einar Karl Ilaraldsson Prentun: Blaðaprent h.f. ÞAÐ VERÐUR HVERJUM AÐ LIST SEM HANN LEIKUR Miðvikudaginn i siðustu viku birti Timinn forustugrein þar sem borið var mikið lof á Ólaf Jóhannesson fyrir að standa gegn kröfum um stórfellda hækkun á hitaveitugjöldum og rafmagnsgjöldum i Reykjavik. Blaðið benti á að vel hefði verið búið að rafmagnsveitu og hitaveitu á siðasta ári hefði rafmagnsveitan hækkað gjaldskrá sina um 112% og hitaveitan um 55% og að hinar nýju hækkunarkröfur jafngiltu ,,4-5% hækkun á framfærsluvisi- tölunni”. Og blaðið hélt áfram orðrétt: ,,Það má ekki eingöngu lita á þetta frá sjónarhóli fyrirtækjanna, heldur lika frá sjónarhóli þeirra sem eiga að greiða hækkunina, og þá fyrst og fremst frá sjónarhóli heimilanna... Þessi mikla hækkun mundi þvi, til viðbótar gengisfell- ingunni, kalla fram kröfur um stórauknar láglaunabætur, og yrði ekki með góðu inóti hægt að standa gegn þeim. Það er vissulega rétt, sem ýmsir segja nú, að hið opinbera verður að sýna hófsemi i skatta- álögum, meðan holskefla hinna óhagstæðu viðskiptakjara riður yfir. Annars stefnir beint i óviðráðanlega verðbólgu. Þvi er furðulegt, að þeir sem mest tala um skattalækkun, krefjast nú stórfelldrar skattahækkunar á brýnustu nauðsynjum. Þeir sem þannig fara að þurfa vissulega að hugsa ráð sitt. Þeir þurfa að gera sér betri grein fyrir þvi, hve miklar álögur er hægt að leggja á heimilin, eins og kringumstæður eru nú.” (leturbr. Þjóðv.) Þessi orð voru birt á miðvikudag i siðustu viku i forustugrein Timans, en höfundur hennar var Þórarinn Þór- arinsson formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins. Tveimur dögum siðar, á föstudag i siðustu viku, heimilaði Ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra, for- maður Framsóknarflokksins, hitaveitunni hinsvegar að hækka gjaldskrá sina um 23% — aðeins 1% minna en hitaveitan hafði fraið fram á! Hafa þá hitaveitu gjöld i Reykjavik verið hækkuð um 73% i tið núverandi rikisstjórnar, á aðeins hálfu ári. Þvi verður ekki trúað að Þórarinn Þórarinsson hafi skrifað forustugreinina til þess að hæða og spotta leiðtoga sinn Ólaf Jóhannesson: eins skýringin á þessum lærdómsriku atburðum er sú að ólafur Jóhannesson hafi nauðugur beygt sig fyrir kröfum Sjálfstæðisflokksins. Slika atburðarrás eru landsmenn og þá ekki sist fyrri kjósendur Framsóknar- flokksins farnir að þekkja mætavel. í minnisstæðri ræðu i janúar lýsti Ólafur Jóhannesson þvi hvernig heildsalarnir væru búnir að þurrausa gjaldeyrissjóð landsmanna og yrði nú að setja skorður við þvi bruðli. Er Geir Hallgrimsson for- sætisráðherra kom heim úr utanlandsför sinni urðu fyrstu viðbrögð hans þau að segja að i engu mætti skerða frelsi kaup- sýslumanna. Og Ólafur Jóhannesson beygði sig á svipstundu. Það var einnig alkunna að formaður Framsóknar- flokksins var andvigur hinni siðari gengis- lækkun og hafði um það stór orð að hann mundi koma i veg fyrir hana. En þegar á reyndi beygði hann sig fyrir kröfum Sjálf- stæðisflokksins. Þannig hefur öll saga helmingaskiptastjórnarinnar verið það hálfa ár sem hún hefur starfað. Leiðtogar Framsóknarflokksins hafa ekki haft þrek til þess að standa á einu einasta stefnu- máli sinu: þegar i odda hefur skorist hafa þeir alltaf beygt sig fyrir Sjálfstæðis- flokknum. 1 forustugrein sinni um Hitaveitu Reykjavikur sagði Þórarinn Þórarinsson að hækkun á gjaldskrá hennar mundi ,,kalla fram kröfur um stórauknar láglaunabætur, og yrði ekki með góðu móti hægt að standa gegn þeim” — að með þessari ,,óviðráðanlegu verðbólgu” væri verið að leggja þyngri byrðar á heimilin en þau fengju undir risið. Eigi að taka mark á þessum orðum formanns þing- flokks Framsóknarflokksins er stefna flokksins sú nú, að hækka verði til mjög mikilla muna það smánarboð sem verk- lýðsfélögunum var gert af rikisstjórninni fyrír þessa helgi. Það vurður fróðlegt að sjá hversu lengi sú stefna stendur, hversu langan tima það tekur Sjálfstæðisflokkinn að fá ráðherra Framsóknar til þess að beygja sig. Það verður hverjum að list sem hann leikur. —m Geir Gunnarsson: Tel mér ekki skylt að sæta slíkri ákvörðun Vegna eölis þess máls, sem hér er til umræöu, heföi hæstv. rikis- stjórn boriö aö leggja sig sérstak- lega fram um aö samkomulag gæti oröið um afgreiöslu þess. UndirbUningi málsins var þó ekki á þann veg hagað, ööru nær. An þess aö tryggja sér samkomulag um aðferðir viö tekjuöflun til Við- lagasjóös, er kastað inn í þingiö frumvarpi um hækkun söluskatts um 1 stig ofan á allar þær gifur- legu hækkanir, sem oröiö hafa f kjölfar ráöstafana hæstv. rlkis- stjórnar að undanförnu. Matvæli hafa hækkaö meira en allt annaö vegna lækkana á niðurgreiöslum oghækkanaá innflutningsveröi og vegna gengislækkana, rafmagns- taxtar hafa stórhækkaö, hita- veitugjöld, afnotagjöld pósts og sfma, sjónvarps og hljóövarps, fargjöld meö almenningsvögnum og svo mætti lengi telja, þessar hækkanir dynja yfir dag hvern. Allar þessar hækkanir, samtimis þvf aö laun eru bundin, að undan- skildum smávegis láglaunabót- um, hafa valdiö svo stórkostlegri kjaraskerðingu hjá öllum al- menningi aö þess þekkjast ekki dæmi áður. Og þetta hefur gerst á afar skömmum tima. Þrátt fyrir láglaunabæturnar kemur þessi kjaraskerðing aö sjálfsögöu harö- ast niöur á þeim, sem bjuggu viö rýrust kjör fyrir og höföu minnst aflögu, og nú er lagt til að sölu- skattur hækki enn um eitt stig. Eöli söluskatts er slikt, aö hann bitnar mest á þeim, sem þurfa aö annast framfæri stærstu fjöl- skyldnanna, en hinar lágu launa- Rœða Geirs Gunnarssonar við umrœður á alþingi um fjáröflun til viðlagasjóðs bætur dreifast hins vegar án til- lits til þess. Sú fjárhæö, sem til þeirra er variö, dreifist eftir tölu þeirra, sem eru fyrirvinnur, en ekki eftir framfærsluþunga. Það er ærið mikill munur á þvi, hvort aflaö er tekna með söluskatti þeg- ar lffskjör eru aö batna eða hvort söluskattur er hækkaður þegar lifskjör eru aö versna meira en áöur hefur þekkst og þegar al- menningi duga naumast launin fyrir brýnustu nauðsynjum, Þess vegna var sérstaklega skylt að leita annarra leiöa til úrlausnar á málum Viölagasjóös, en þeirrar aö hækka söluskatt, en hæstv. rfkisstjórn hefur kosiö aö reyna að þvinga jafnt sina eigin stuðn- ingsmenn sem aðra til þess aö standa aö hækkun þessa skatts sem kemur harðast niöur á bamafjölskyldum — haröar niöur á barnafjölskyldum en öll önnur skattheimta á sama tima og fjöl- skyldubætur standa i stað og i fjárlögum er gert ráö fyrir lækk- un þeirra á miöju ári. Þessi ráö- stöfun, aö hækka söluskatt er ekki gerð meö sérstakri hliösjóö af tekjuþörf Viölagasjóðs ef horft er til lengri tima, heldur vegna Seölabankans og timabundinnar stööu Viðlagasjóös viö hann. timabundinnar stöðu, sem unnt er aö bæta og leysa með öörum hætti eins og sýnt hefur veriö framá af talsmönnum minni hluta fjár- hagsnefnda I báðum deildum. Sérstakar hörkuaðgeröir rikis- stjórnarinnar I útlánamálum, sem tilkynntar hafa verið ættu einnig aö bæta stöðu viöskipta- bankanna við Seðlabankann en þeir skulda honum miklu meira en Viölagasjóöur. Ætti þegar af þeirri ástæöu ekki aö vera hin sama þörf aö bæta á svo skömm- um tlma aðstööu Viðlagasjóös viö Seölabankann eins og hér er ætl- unin að knýja fram með hækkun á söluskatti sem bitnar harðast á þeim sem hafa flesta á framfæri sinu. A þá erfiðu aðstöðu þeirra, sem viö þrengst kjör búa er ekki bætandi, einkum þegar haft er I huga, að enn eiga efnahagsráö- stafanir rikisstjórnarinnar eftir aö þrengja aö almenningi og mikið má vera ef svo stórfelldar og harkalegar aðgeröir bæöi I verölagsmálum, launamálum og útlánamálum á svo skömmum tima eiga ekki eftir að valda svo stórfelldum samdrætti aö af hljótist atvinnuleysi, sem hæstv. rikisstjóm þykist á sama tima vera aö foröast. Það er svo i sam- ræmi viö þennan þjösnahátt og skort á samstarfsvilja I máli sem sérstök ástæöa væri til aö leita eftir samstööu um, aö háttvirtur framsögumaöur fjárhagsnefndar hefur ekki séö ástæöu til aö sinna I neinu þeirri fyrirspurn sem ég bar fram viö 1. umr. þessa máls og óskaöi eftir aö háttvirt nefnd leitaði svars viö. Það er þvi sýni- lega ekki til neins aö endurtaka hana. Hér á ekkert samstarf aö hafa og engar upplýsingar aö veita. Þaö hefur verið höföaö til þess aö þingmenn almennt hafi heitið þvi aö styöja tekjuöflun til Viö- lagasjóös og þvi veröi þeir að samþykkja söluskattshækkun, þar sem hæstvirtri rfkisstjórn þóknist aö vilja leysa málið með þeim hætti. Ég er ekki þeirrar skoöunar, aö nokkur háttvirtur alþingismaöur hafi nokkru sinni gefiö fyrirheit um að standa að hverskyns tekjuöflun, sem hæstv. rikisstjórn kynni að vilja knýja fram i þessu skyni. Hvar væru þá mörkin? Ég býst t.d. ekki við þvi aö margir háttvirtir alþingis- menn hefðu með skirskotun til fyrirheita talið sig skuldbundna til aö afla fjár til Viölagasjóös meö sérstökum skatti á barna- fjölskyldur, ákveðinni skatt- greiöslu á hvert barn. Um aðferð- ir til tekjuöflunar hlýtur að þurfa aö vera samkomulag, en hæstv. rikisst jórn hefur ekkert gert til aö leita þess, og sá skattur, sem hún velur er I ætt viö barnaskatt, hún velur hækkun skatts, sem leggst þyngst á barnafjölskyldurnar I landinu, þær fjölskyldur, sem nú þegar hafa boriö þyngstu byrö- arnar af efnahagsstefnu hæstv. rlkisstjórnar. Ég tel mér ekki skylt að sæta sllkri ákvörðun hæstv. rikisstjórnar um aðferð til tekjuöflunar, jafnvel þótt til Við- lagasjóös sé. Háttvirtum þing- mönnum er fullkunnugt um, að I rauninni hefur verið meiri hluti fyrir þvl meðal þingmanna aö samþykkja afgreiöslu þessa máls I samræmi viö tillögur minni hluta fjárhagsnefnda beggja deilda. Samt sem áður hefur hæstv. rlkisstjórn valið þann kost aö knýja fram söluskattshækkun, sem ég tel vera óþarfa. Sölu- skattshækkun, sem ég tel vera knúna fram gegn raunverulegum vilja meiri hluta háttvirtra alþingismanna. Ég fyrir mitt leyti mun ekki taka þátt I því, aö aöstoöa hæstv. rlkisstjórn viö það aö knýja fram þessi úrslit máls og mun greiöa atkvæði gegn þessu frumvarpi um söluskattshækkun. ef felldar verða tillögur minni hluta háttvirtrar fjárhagsnefndar og ég tel jafnvel nóg að sam- þykktur veröi einungis a-liður þeirra, en lögin siöan framlengd þegar gildistími þeirra er útrunn- inn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.