Þjóðviljinn - 04.03.1975, Blaðsíða 16
WOÐVIUINN
Þriðjudagur 4. mars 1975
Stans-
laus
veiði
Stanslaus loðnuveiði hefur
verið siðan á miðvikudaginn i
siðustu viku, og á laugardag
og sunnudag veiddust 25 þús-
und tonn af loðnu.
Um fjögurleytið i gær höfðu
23 bátar tilkynnt um afla til
loðnunefndar, samtals um
6500 tonn. Var þetta afli frá
miðnætti sunnudags. Afla-
hæstur var Sigurður með 900
tonn.
Löndunarbið er nú á öllum
höfnum við Faxaflóa og við
suðurströndina. Eitthvert þró-
arplass er nú að losna á
Austfjarðahöfnum. Loðnan
veiðist nú aðallega við Hjör-
leifshöfða og vestan hans þó,
og út af Garðskaga. —úþ
800 á
kvenna-
sýningu
Mikil aðsókn var á sýninguna i
kjallara Norræna hússins um
helgina en þar eru nú sýnd Iista-
verk eftir 42 islenskar listakonur.
Rúmlega 800 manns komu á
sýninguna á laugardag og sunnu-
dag.
t gær og i dag var boðið að
skoða sýninguna nemendum
Myndlistarskólans og annarra
skóla sem lánuðu myndir á hana.
En vitaskuld er hún einnig opin
almenningi. Verður sýningin opin
daglega kl. 14-22 til 11. þm.
Sagt var frá sýningunni i frétt
hér i blaðinu á laugardaginn. Með
fréttinni fylgdi mynd eftir Bar-
böru Árnason og hún sögð vera á
sýningunni. Þetta er ekki rétt.
Barbara á að visu myndir á
sýningunni en sú sem fylgdi frétt-
inni er af korti sem Menningar-
og friðarsamtök islenskra kvenna
gáfu út i tilefni kvennaárs. Biður
blaðið velvirðingar á þessum
mistökum.
Blönduósdeilan á alþingi í gcer
Samkomulagið í óþökk
íbúa útgerðarstaðanna
Matthías og Pálmi á Akri í hár saman
//Ég hef fengið ýmislegt
á baukinn í sambandi við
þetta mál/ ekki síst í grein-
um í Morgunblaðinu/"
sagði Matthías Bjarnason/
sjávarútvegsráðherra er
hann rakti gang mála
varðandi deiluna um
rækjuvinnslu á Blönduósi á
alþingi í gær við framhald
2. umræðu um frumvarp
ríkisstjórnarinnar um
samræmda vinnslu sjávar-
afla.
Matthias benti jafnframt á, að
þrátt fyrir öll þau ósköp, sem
skrifuð hefðu verið i Morgunblað-
ið um málið, hefði blaðið sjálft
aldrei treyst sér til að hafa á þvi
nokkra skoðun.
Ráðherrann sagði, að Blöndu-
ósbáturinn Nökkvi myndi nú fá
veiðileyfi og heimild til að veiða
allt að 30 tonnum á þessari vertið
samkvæmt samkomulagi við
sjávarútvegsráðuneytið, en Matt-
hias tók fram að þetta samkomu-
lag ráðuneytisins við útgerð
Nökkva væri gert i fullkominni
óþökk forsvarsmanna hinna
byggðarlaganna, sem aðild hafa
átt að deilunni, þ.e. Skagastrand-
ar, Hvammstanga, Hólmavikur
og Drangsness.
Pálmi Jónsson þingmaður
Sjálfstæðisflokksins fyrir Norður-
land vestra réðist mjög að sjáv-
arútvegsráðherra, og kvaðst al-
gerlega andvigur frumvarpinu
um samræmda vinnslu sjávar-
afla er hann taldi brjóta gegn
grundvallarstefnu flokksins.
„Varst þú ekki búinn að sam-
þykkja frumvarpið i þingflokki
Sjálfstæðismanna?” var kallað
úr þingsalnum til Pálma og virt-
ist spurningin koma honum i opna
skjöldu, — játaði hann að hafa
engum athugasemdum hreyft við
frumvarpið er það var rætt i þing-
flokknum, en kvaðst þó vilja
fylgja sannfæringu sinni nú.
Pálmi sagði þaö eitt meginmark-
mið i stefnu Sjálfstæðisflokksins
Alþýðubandalagið
Miðstjórnarfundur
Fundur er boðaður i miðstjórn Alþýðubandalagsins i kvöld þriðjudag-
inn 4. mars 1975. Fundurinn verður haldinn á Grettisgötu 3, og hefst
stundvislega kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Afgreiðsla á breytingatillögum við stefnuskrá Alþýðubandalagsins
2. Efnahagsmálin
3. Starf Alþýðubaridalagsins og kjarabarátta verklýðshreyfingarinn
ar. Ragnar Arnalds.
Umræðufundur um Þjóðviljann
Fyrsti almenni umræðufundur Alþýðubandá-
lagsins i röð sex funda verður haldinn annað
kvöld, miðvikudag kl. 20.30. Fundurinn verður
að Grettisgötu 3. Að þessu sinni verður umræðu-
efnið: Þjóðviljinn. Mun Svavar Gestsson, rit-
stjóri, hafa framsögu og svara fyrirspurnum.
\ jB—IH1 Svavar
Almennur fundur um umhverfismál
Alþýðubandalagið i Borgarnesi heldur almenn-
an fund um umhverfismál i Snorrabúð kl. 8.30 á
miðvikudagskvöld. Haukur Hafstað fram-
kvæmdastjóri Landverndar flytur framsögu-
ræðu. Jón Viðar Jónmundsson, Hvanneyri, verð-
ur umræðustjóri.
Haukur
Félagsfundur Borgarnesi
Alþýðubandalagið i Borgarnesi heldur félagsfund i Snorrabúð kl. 2 eh.
á laugardag. Dagskrá: Inntaka nýrra félaga. — Hreppsmál. — Þegn-
skyldu- og útgáfunefnd skilar áliti. — Ráðstöfun Hamarslands. — önn-
ur mál.
að styðja frelsi til atvinnurekst-
urs, en frumvarpið gengi þvert á
þá stefnu, og kvaðst þingmaður-
inn telja afstöðuna til þessa máls
prófstein á það, hversu mikill
„málefnalegur bakfiskur” væri
til staðar hjá þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins. Pálmi sakaði
Matthias Bjarnason um að vera
„af gráleik” að rifja upp við-
kvæm mál varðandi Blönduós-
deiluna, en fagnaði þvi sam-
komulagi sem gert hefur verið
varðandi Nökkva. Hann fullyrti
að með frumvarpinu væri vegið
að „frelsi fyrirtækja” og ein-
staklinga og skoraði á ráðherrann
að draga frumvarpið til baka.
Þetta var framhald annarrár um-
ræðu, sem hófst fyrir jól og var
umræðunni enn frestað.
Hjálmar varð tvö-
faldur meistari
Hjálmar Aðalsteinsson KR varð tvöfaldur Reykja-
víkurmeistari í borðtennis á nýafstöðnu Rvíkurmóti.
Hann sigraði af öryggi í bæði einliða- og tvíliðaleik en
þar lék hann með Finni Snorrasyni. Nánar er sagt f rá
mótinu á íþróttasíðu. Myndina af Hjálmari tók S.dór.
Rolls Royee
í Kína
London 3/3 reuter — Það hefur
kvisast í Bretlandi að i bigerð sé
að Rolls Royce verksmiðjurnar
reisi verksmiðju i Kina. Sagt er
að þetta mál verði rætt er breskur
ráðherra fer i opinbera heimsókn
til Kina siðar i þessum mánuði.
Kinverjar hafa þegar keypt af
verksmiðjunum hreyfla i Trident
flugvélar sem þeir hafa pantað
fráHawker-Siddeley flugvéla-
verksmiðjunum i Bretlandi. Nú
er verið að semja um að Rolls
Royce reisi samsetningarverk-
smiðju fyrir þessa hreyfla i Kina
og stefnt er að þvi að kinverjar
yfirtaki önnur framleiðslustig
smám saman.
Áreiðanlegar heimildir herma
að stjórnir Bandarikjanna og
Sovétrikjanna hafi mótmælt
þessum samningum við breta^en
talsmenn bresku stjórnarinnar
harðneita þeirri fullyrðingu.
Rœningjar Lorenz
Fengu 5 lausa
Frankfurt og viðar 3/3 reuter —
Ræningjar Peter Lorenz fengu
þvi framgengt um helgina að
fimm pólitiskir fangar i vestur-
þýskum fangeisum voru fluttir til
Frankfurt þar sem þeir stigu um
borð i flugvél sem beið þeirra og
flugu siðan I átt til Rauðahafsins.
Ræningjarnir segjast vera fé-
lagar i 2. júni hreyfingunni en hún
er kennd við atburði sem urðu i
Berlin 2. júni 1967 er lögreglan
drap einn þátttakenda i mót-
mælagöngu i borginni og fangels-
aði fleiri. Voru a.m.k. tveir þeirra
sem látnir voru lausir um helgina
úr þeim hópi. Upphaflega kröfð-
ust ræningjarnir þess að fá sex
manns látna lausa en sjötti fang-
inn neitaði að fara úr fangelsinu.
Hinir þrir sátu inni ákærðir fyrir
aðild að Rote Armee Fraktion
sem i fréttum er kenndur við leið-
toga hans þau Baader og Mein-
hof.
Með föngunum fimm fór Hein-
rich Albertz fyrrverandi borgar-
stjóri Berlinar en hann hafði
samþykkt að gerast gisl að beiðni
ræningjanna.
Flugvélin lagði upp frá Frank-
furt um hádegisbilið i dag og hélt
suður á bóginn. Siðdegis var hún
á sveimi yfir Rauðahafinu. Hafði
hún fengið lendingarleyfi i Addis
Kissinger
Bœtt sambúð við Kúbu?
Washington 3/3 reuter — Ræða
sem Kissinger utanrikisráðherra
Bandarikjanna hélt i Houston i
Texas á laugardag er sögð benda
til gerbreyttra viðhorfa Banda-
rikjastjórnar til Kúbu. Kissinger
kvað stjórn sina vera reiðubúna
að fallast á að aflétta viðskipta-
banni þvi sem sett var á Kúbu
fyrir tiu árum.
Kissinger kvaðst mundu ræða
þessi mál við forystumenn rikja i
Suður-Ameriku er hann færi i
ferðalag um álfuna i næsta mán-
uði. Viðskiptabanninu er viðhald-
ið af Samtökum Amerikurikja,
OAS, en Kúba var rekin úr þeim
samtökum eftir að stjórn Castros
komst til valda.
Að undanförnu hafa verið uppi
sterkar raddir innan samtakanna
um að aflétta viðskiptabanninu
og æ fleiri þjóðir álfunnar komast
á þá skoðun. Hingað til hefur
Bandarikjastjórn komið I veg
fyrir að banninu verði aflétt með
þvi að krefjast samþykkis 2/3 að-
ildarrikjanna.
Kúbustjórn hefur margoft lýst
þvi yfir að hún muni ekki stiga
neitt skref til bættrar sambúðar
við Bandarikin fyrr en viðskipta-
banninu verður aflétt, það sé al-
gjört frumskilyrði.
Kissinger sagði i ræðu sinni að
frekari þróun i átt til bættrar
sambúðar rikjanna væri háð ut-
anrikisstefnu Kúbustjórnar og
bætti þvi við að stjórn hans hefði
áhyggjur af hernaðarsamvinnu
Kúbu við „önnur lönd” eins og
hann orðaði það.
1 beinu framhaldi af ræðu
Kissingers lagði Edward KennJ
edy fram lagafrumvarp á Banda-
rikjaþingi sem gerir m.a. ráð fyr-
ir afnámi banns við viðskiptum
við Kúbu, banns við viöskiptum
við lönd sem skipta við Kúbu og
létti af hömlum á ferðafrelsi
bandarikjamanna til Kúbu. Hins
vegar gerir frumvarpið ráð fyrir
þvi að áfram verði i gildi bann við
efnahagsaðstoð við Kúbu.
Ababa i Eþiópiu og i Norður-
Jemen en fangarnir vildu á hvor-
ugum staðnum lenda. Þess i stað
stefndu þeir til Aden en flugvall-
aryfirvöld þar neituðu þeim um
lendingarleyfi. Þegar siðast frétt-
ist höfðu þau látið undan og leyft
vélinni að lenda en óvist var um
framhald ferðarinnar.
Peter Lorenz stóð i miðri kosn-
ingabaráttu er honum var rænt en
hann var borgarstjóraefni kristi-
legra demókrata i Vestur-Berlin.
Kosningarnar fóru fram á sunnu-
dag og unnu kristilegir mikinn
sigur I þeim. Brutu þeir á bak aft-
ur 30 ára veldi sósialdemókrata i
borginni og urðu stærsti flokkur-
inn þótt ekki tækist þeim að ná
hreinum meirihluta. Fengu
kristilegir 43,9% atkvæða og
bættu við sig 5,7% en kratar hröp-
uðu úr 50,4% i 42,7%. Frjálslyndir
fengu 7,2% og þar með oddaað-
stöðu.
BLAÐ-
BURÐUR
Þjóðviljann vantar blað-
bera í eftirtalin hverfi:
Fossvog
Kleppsveg
Skipasund
Múlahverfi
A Iftamýri
Vinsamlegast hafið
samband við afgreiðsl-
una.
ÞJÓÐVILJINN