Þjóðviljinn - 04.03.1975, Page 3

Þjóðviljinn - 04.03.1975, Page 3
Þriöjudagur 4. mars 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Mjög margt manna kom til aö hlýöa á flutning úr verkum Guömundar Böövarssonar f Norræna húsinu á laugardaginn. Guðmundar vaka Böðvarssonar tókst vel Margir keyptu málverk Kynning sú á verkum Guö- mundar Böövarssonar, sem Rithöfundasambandið gekkst fyrir i Norræna húsinu á laugar- daginn var, tókst afar vel. Tugir manna urðu frá að hverfa, komust ekki að til að hlýða á ýmsa listamenn flytja verk eftir Guðmund Böðvars- son, og fylgjast siðan með mál- verkauppboðinu sem Rithöf- undasambandið efndi til i fjár- öflunarskyni. Minningardagskráin i Nor- ræna húsinu og málverkaupp- boðið var haldið til að afla is- lenskum rithöfundum fjár. Þeir þurfa að leggja sinn hlut i Minn- ingarsjóð þann sem Rithöfunda- sambandið og félagasamtök i Borgarfirði hafa myndað. Hús Guðmundar heitins aö Kirkju- bóli er nú eign þessa sjóðs, og munu rithöfundar geta fengið að dvelja i húsinu tima og tima núna, þegar ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar á þvi. Málarar gáfu 24 málverk á málverkauppboðið á laugar- daginn. 21 málverk seldist, nær 500 þúsund krónur komu I sjóð- inn. — GG Böövar Guömundsson, Christopher Sanders og Kristinn Sigmundsson komu fram i Norræna húsinu á laugardaginn. Heimsmarkaðsverð hefur lækkað um allt 56% hœkkun sjónvarps- og útvarpsgjalda Afnotagjöld útvarps og sjónvarps hafa nú verið hækkuð um 56%. Hækkunin gildir frá 1. janúar á þessu ári, og eru gjöldin samtals fyrir báða f jölmiðlana nú 12.200 krón- ur fyrir allt árið. Helmingur þessarar upphæðar verður þannig innheimtur bráð- lega, og svo seinni helmingurinn eftir 1. júli. Fyrir afnot af útvarpi eiga menn að greiða 3.800 krónur, en fyrir sjónvarp 8.400 kr. Tilskipun um þessa hækkun hefur verið gefin út, og segir þar einnig, að þetta nýja afnotagjald megi endurskoða fyrir næsta gjaldtimabil, þannig að mönnum er jafnvel gefin von um enn frek- ari hækkanir á afnotagjaldi. — GG Sauðárkrókur: Mjög góður afli er hjá skuttogurum Afli skagfirsku skuttogaranna hefur verið meö allra besta móti undanfariö. t miöri siöustu viku kom Skafti með rúm 100 tonn af góöum fiski og á laugardag land- aöi Hegranesið 86 tonnum sem einnig var allt góöur fiskur. t dag (mánudag) landar svo Drangey 110 til 115 tonnum. Togararnir hafa fengið þennan afla á þetta 6—7 dögum, þannig að hér á Sauðárkróki og á Hofsósi hefur verið næg atvinna undan- farið en þrjú frystihús skipta afla togaranna með sér. Hér hefur verið mikið um árs- hátiöir og aðrar skemmtanir að undanförnu og nú fer að styttast i sæluviku skagfirðinga sem hefst 7. april og er þegar hafinn undir- búningur að henni. Undanfarin ár hefur mikil atvinna heldur dregið úr mannamótum á sæluviku, en samt er alltaf sérstakur blær yfir þessari viku og menn gera sitt besta til þess að hún megi vel tak- ast áfram sem hingað til. — Hreinn/S.dór. að 80 Ovíst að sykur lœkki hér á landi — Hæst sykurverö sem ég heyrði um var 2200 dollarar fyrir tonnið en nú mun verðið vcra þetta 12- til 1400 doliarar fyrir tonniö, sagði Þorbergur Eysteinsson hjá innflutningsdeild SíS er viö spuröum hann i gær um heimsmarkaðsveröiö á sykri um þessar mundir. Hann sagði 'aö það væri nokk- uð siðan verðið fór að falla frá þvi sem það var hæst á sl. sumri, og margir hefðu spurt hvernig stæði á þvi að sykur hér á landi lækkaði þá ekki i verði. Ástæðan er sú, að islenskir inn- flytjendur keyptu þann sykur sem nú er verið að selja á um 1300 dollara tonnið, þeir þurftu aldrei að kaupa sykur meðan verðið var allra hæst. Þvi er vart að vænta lækkunar á sykri hér á landi i bráð. 90% Astæðan fyrir þvi að sykurinn lækkaði var minnkandi neysla hans um allan heim vegna þess hve dýr hann var orðinn. Engu vildi Þorbergur spá um verðið á heimsmarkaði i framtiðinni. — Maður hefur orðið vitni að svo mörgu óvæntu i sambandi við sykurverðið að maður þorir ekki að spá neinu, sagði hann, en þó munu flestir á þvi að næsta haust verði um nokkra, jafnvel veru- lega verðlækkun að ræða á sykri á heimsmarkaði, en samt væri ómögulegt að spá með nokkurri vissu um slikt. — S.dór Ræddu haf- réttarmál Dagana 27. og 28. febrúar fóru fram i Reykjavik viðræðufundir þeirra fulltrúa utanrikisráðu- neyta Norðurlanda, sem fjalla um hafréttarmál. Skipst var á skoðunum og upp- lýsingum varðandi hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, sem kemur saman i Genf hinn 17 mars n.k. Sigurður hæstur á Samkvæmt skýrslu Fiskifélags islands fengu 100 skip afla I vik- unni og var vikuafli samtals 78.211 lestir. Nú hafa 109 skip fengið einhvern afla frá byrjun vcrtiðar og heildaraflinn var t.d. iaugardagskvöld oröinn samtals 284.734 lestir. Á sama tima i fyrra var heildaraflinn samtals 340.006 lest- ir og þá höfðu 135 skip fengið ein- hvern afla. Aflahæstu skipin i vikulokin er afla- loðnu voru m/s Sigurður RE 4 frá Reykjavik með samtals 8182 lest- ir. Skipstjóri er Kristbjörn Arna- son, Börkur NK 7424 tonn og Guð- mundur RE 7337 tonn. I vikunni var landað á öllum höfnum á landinu er taka á móti loðnu til bræðslu eða 20 höfnum auk bræðsluskipsins Nordglobal. Mestu hefur verið landað i Vestmannaeyjum eða 49808 lest- ir, næst er Nordglobal með 34.196 lestir. Enskar franskar, þýskar, danskar, sænskar, norskar. Óvíöa meira úrval af erlendum vasabrotsbókum Pöntum erlendar bækur og tímarit. m Bókabúð Máls og menningar, JÚLi Laugavegi 18

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.