Þjóðviljinn - 15.03.1975, Page 1

Þjóðviljinn - 15.03.1975, Page 1
Laugardagur 15. mars 1975 — 40. árg. 62. tbl. Sendinefndin á hafréttarráðstefnu Sendinefnd islands á 3. fundi hafrcttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst i Genf á mánudaginn verður skipuð svo scm hér segir: Hans G. Andersen, sendiherra, sem er formaður nefndarinnar. Jón L. Arnalds, ráðuneytis- stjóri sjávarútvegsráðuneytisins. Már Elisson, fiskimálastjóri. Jón Jónsson, forstöðumaður hafrannsóknarstofnunarinnar. Benedikt Gröndal.alþingismað- ur. Gils Guðmundsson, alþingis- maður. Haraldur Henrýssson, dómari. Þórarinn Þórarinsson, al- þingismaður. Þór Vilhjálmsson, prófessor. Ekki er gert ráð fyrir að nefndarmenn sitji ráðstefnuna allir á sama tima. Sígarettu- fjáröflun FRÍ: Harðlega gagnrýnd Einn af stjórnarmönnum i Erjáisiþróttasambandi ís- lands, Einar Frimannsson, hefur nú sagt af sér vegna sigarettufjáröflunar, sem FRt hefur hafið i samvinnu við sigarettuinnflytjanda, og á að gefa sambandinu 1.5 miljón króna i aðra hönd á næstu þremur mánuðum. Nokkur ungmennafélög hafa harðlega gagnrýnt þessa fjáröflunarað- ferð, sem þykir bera vott um hve f járhagsgrundvöllur iþróttanna er slæmur. Sjá 6. síðu Vélskólanemarnir, sem gerðu könnunina á Akranesi ásamt kcnnara slnum, Ólafi Eirlkssyni, tækni- fræðingi. Vélskólanemar sanna: Spara má 400 milj. króna á einu ári með því að lagfœra og hafa eftirlit með húsakynditœkjum í landinu Ein bekkjardeild Vélskóla ts- lands undir forystu kennara sins Ólafs Eirikssonar hefur gert i meira lagi merkilega uppgötvun, og sannað að hún er rétt. Þessi hópur fór uppá Akranes dagana f>. til 8. febrúar sl. og gerði könnun á ástandi katla, sem notaðir eru til húsakyndingar og iðnaðarnota. Náði könnunin til 56 katla á af- mörkuðu svæði á Akranesi. A Akranesi cr talið að 1000 til 1200 katlar séu notaðir til húsahitunar og nær könnun hópsins þvi til um 5% þeirra. Tilefni könnunarinnar er hið si- hækkandi oliuverð og sú nauðsyn sem ráðamenn þjóðarinnar hafa bent á að sé til að spara hið dýra innflutta hráefni. Jafnframt vildu nemendur einbeita sér að hag- nýtu verkefni i stað þurra tilbú- inna kennslubókaverkefna. Hópurinn fékk til umráða nýtnimælitæki, sum lánuð önnur smiðuðu þeir sér sjálfir. Og þvi er skemmst frá að segja að niður- stöður þessarar könnunar eru á þann veg, að eitthvað var að öll- um kötlunum sem skoðaðir voru nema einum. Og nýtni þeirra 56 katla sem skoðaðir voru var auk- in um 9,2% að meðaltali, en það skal tekið fram að hópurinn gerði við það sem að var i kötlunum i þeim tilfellum sem það var hægt, en örfáir katlar voru svo lélegir að ekki var hægt að gera við þá. Mesta nýtnisaukning sem náðist á einum katli var 36%. Ólafur Eirikss. tæknifræðingur og kennari við vélskólann sagði á blm. fundi i gær, að þeim hefði reiknast til að ef svona könnun og viðgerð færi fram á öllum kyndi- kötlum á landinu mætti spara rúmar 400 miljónir kr. á ári i oliu. Það munar um minna. En hann tók fram og það gerði Valdimar Jóhannsson vélaverk- fræðingur, sem hefur farið yfir rannsóknir hópsins og staðfest þær réttar, að fólk mætti alls ekki fara að reyna viðgerðir eða lag- færingar sjálft. slikt gæti orðið stórhættulegt. Þeir bentu einnig á þörfina fyrir að koma upp sér- stökum eftirlitsmönnum á vegum rikisins og sveitarfélaga, sem hefðu eftirlit með kynditækjum og gætu mælt þau upp og gert við þau en til þess þarf nokkuð dýr tæki, kosta um 200 þús. kr. svo viðgerð komi að fullu gagni. Nú er það svo að fólk getur alls ekki snúið sér til nokkurs aðila sem getur framkvæmt slikar mælingar eða lagfæringar. En þegar i ljós kemur hve mikið má spara með þvi að kippa þessu i lag ætti það varla að vera neitt á- horfsmál að málinu verði hraðað sem mest. Þjóðviljinn mun nánar skýra frá niðurstöðum könnunar vélskólahópsins. —S.dór. Japanir vilja kaup a ALLT ÞAÐ MAGN af frystri loðnu, sem við getum framleitt — Við erum með/ eins og áður hefur komið fram hjá okkur, samn inga við japani um sölu þangaðá frystri loðnu, og japanirnir hafa sagt, að þeir myndu kaupa allt það magn frá okkur, sem við gætum framleitt, sagði Bjarni Magnússon forstjóri íslensku um boðssölunnar. Skjóta þessar upplýsingar Bjarna nokkuð skökku við þann málflutning, sem hafður var uppi af loðnuútflytjendum i vet- ur meðan verið var að þjarka um verðlag á loðnu á yfirstand andi loðnuvertið. Bjarni sagði, að þeir hefðu lágmarkssamning upp á 2 þús und tonna útflutning, en fram leiðslan ekki nema brot af þv eins og sakir standa. — Verðiö er að visu ekki eins hagstætt eins og það var i fyrra sagði Bjarni. Annars getur verðið breyst miðað við svona litið framboð, þvi þau verð sem við höfum eru lágmarksverð. Alls voru fryst 18 þúsund tonn af loðnu hérlendis á loðnuvertið inni i fyrra. —ú 286 lán greidd 1. apríl Nýlega var ákveðið I húsnæðis- málastjórn að veita fyrrihlutalán til þeirra sem höfðu lagt fram fullgildar umsóknir og áttu fok-> heldar ibúðir um sl. áramót. Lán- in verða greidd frá 1. april nk. Ennfremur var samþykkt nýlega að veita siðarihlutalán til þeirra, sem fengu fyririhlutalán i júni- mánuði á sl. ári. Hér er um að ræða lán út á 286 ibúðir samtals. Lánveiting þessi miðast við þá UDDhæð lána, sem i gildi var á sið- astliðnu ári, það er 1 miljón og 60 þúsund krónur á hverja ibúð. Félagsmálaráðherra hefur enn ekki tekið afstöðu til þeirrar til- lögu húsnæðismálastjórnar að hækka lán i 17 hundruð þúsund út á þær ibúðir, sem gerðar eru fok- heldar eftir sl. áramót. (Jrslitakeppni Taflfélags Kópa- vogs er lokið. Sigurvegari varð Bragi Halldórsson með tvo og hálfan vinning i þremur skákum. Annar varð Jóhannes Jónsson með tvo vinninga. Bragi hlýtur þátttökurétt i landsliði 1975, en Jóhannes er Skákmeistari Kópavogs 1975, þar sem hann er búsettur i Kópavogi en Bragi i Reykjavik. Hraðskákmót Taflfélags Kópa- vogs verður haldið á morgun, sunnudaginn 16. mars kl. 14, i Þinghól við Álfhólsveg II i Kópavogi. Flugleiðir œtla að selja Air Bahama Flugleiðir hafa boðið Bahamamönnum að kaupa meirihluta i Air Bahama. Þetta kom fram á fundi sem foraáða- menn Flugleiða efndu til I gær, og sagt er frá á 3. siðu blaðsins i dag. Air Bahama hefur um nokk- urra ára skeið verið i eigu dótt- urfyrirtækis Loftleiða, Hekla Holding Company, og siðan Flugleiða. Hefur rekstur fyrir- tækis þessa gefið góðan arð. Lánið sem Flugleiðir fara nú fram á að rikið ábyrgist er að upphæð um 13.5 miljónir doll- ara, til 7 ára. Liklegur ending- artimi vélanna tveggja sem kaupa á er talinn um 10 ár i við- bót að öllu eðlilegu. Láninu verður varið til þess að greiða Seaboard World Airlines flugfé- laginu sem á nú vélarnar. Áður hafa Loftleiðir / Flugleiðir haft vélarnar á kaupleigusamningi og greitt fyrir þær 165 þúsund dollara á mánuði. Hluti þeirra upphæðar hefur tryggt Flug- leiðum kauparéttinn nú. Við kaupin lækka greiðslurnar til Seaboard World Airlines úr 165 þúsund dollurum á mánuði i 122 þúsund dollara á mánuði. Lánið sem Flugleiðir biðja rikið um að ábyrgjast yrði tekið hjá Export — Import-bankanum i New York. Lánið hvildi á öðr- um veðrétti á eftir rekstrarláni sem er áhvilandi að upphæð fimm miljónir dollara sem er á 1. veðrétti. 3. SÍÐA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.