Þjóðviljinn - 15.03.1975, Qupperneq 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. marz 1975.
Rabb um
sittlítið
af hverju
Töluvert hefur verið rætt og rit-
aö undanfarið um þá fáránlegu
hugdettu Visisritstjórans, að
leggja niður búskap á landi voru.
Auðvitað er þessi della vesa-
lingsmannsins alls ekki svara-
verð, og ætla ég ekki að bæta
miklu við það sem, sagt hefur
verið að undanförnu, en aðeins
leggja fáeinar spurningar fyrir
hann og aðra þéttbýlinga sem
virðast telja bændur og búalið,
einhverja verstu féndur sina og
liklegar þjóðarinnar allrar.
Á hverju hefur islenska þjóðin
lifað i 11 aldir. Ég svara þessu
hiklaust þannig, þó þið teljið það
sjálfsagt geggjað. Hún hefur fyrst
og fremstlifað á grasi, já þetta er
rétt lesið ég segi á grasi.
Grasinu hefur raunar verið
breytt I mjólk, kjöt, ull og skinn,
og þetta allt átti drýgstan þáttinn
i að halda lifi og þrótti i þjóðinni i
margar aldir. Erum við orðin of
fint fólk til að nota þessar vörur.
Vill Visisritstjórinn heldur eta
grasið beint af jörðunni, eða ætlar
hann og aðrir þéttbýlingar ef til
vill að fara að éta ál og alls kyns
málmblendi.
Það er margt skrýtið i kýr-
hausnum, stendur þar. A sama
tima og við erum réttilega beðin
að gefa allt sem er mögulegt til
sveltandi þjóða er okkur sagt að
leggjaniður stóran hluta af okkar
matvælaframleiðslu hér heima.
Mér hefði nú frekar dottið i hug
aö stinga upp á að fækka verslun-
um hér i Reykjavik um svona eitt
til hálft annað hundrað, og biðja
það fólk sem þar starfar að snúa
sér að einhverjum þjóðhagslega
þarfari störfum.
Það ætti nú ekki allt að drepa,
eins og karlinn sagði, þó ekki sé
verslun i hverju húsi, heilu göt-
umar endilangar, og margt af þvi
stórverslanir.
Það er röflað og æpt út af niður-
greiðslum og landbúnaðarstyrkj-
um, en hverjir eru það sem fæða
og klæða allt þetta verslunarfólk,
jafnt verslunareigendur sem
starfsfólk? Ætli það séu i raun
ekki kaupendur varanna. Þar
greiða verslunareigendur ekki
fimm aura úr eigin vasa, heldur
velta öllu yfir á vöruverðið, en að
þvl er ég best veit greiða bændur
sinn hlut af niðurgreiðslum, sem
aðrir landsmenn, og landbún-
aðarstyrkir eru nú fyrst og fremst
viöurkenning og aðstoð rikisins
við að bæta landið og gera það
byggilegra.
B
Ekki langar mig til að hnýta i
hann Sigurdór vin minn, fyrir
þessi fáu orð sem hann skrifaði
um synfóniur, og fyrir nokkrum
árum hefði ég verið honum að
mestu sammála. En svo er popp-
garginu, sem dembt er yfir mann
i tima og ótima, fyrir að þakka að
nú lofar maður Guð fyrir, þegar
maður heyrir að það er bara syn-
fónia, sem á að skella yfir mann i
þetta og þetta skiptið. Annars
held ég að þetta orð sé ranglega
notað, það er látið gilda yfir allt
sem margt hvað heitir réttilega
sigild tónlist, og vissulega er
margl af þvi mjög svo áheyrilegt,
svo ekki sé dýpra tekið i árinni.
Svo kemur einn af þessum
popphávaðaframleiðendum nú-
timans, og skeiiir þvi yfir alþjóð i
sjónvarpinu, að allt sem gömlu
meistararnir á sviði tónlistar
hafa gert, sé bara moðreykur og
aska. Já fyrr má nú rota en dauð-
rota. Það hlýtur að vera rangsnú-
ið og flækt i heilabúinu á svona
fuglum, og veitti ekki af að biðja
Guð, að hjálpa þeim til að ná glór-
unni til baka inn i kollinn aftur.
Margt af gömlu verkunum er
löngu búið að sanna ódauðleika
sinn, en sennilegast finnst mér,
að megnið af þessu popgóli, verði
innan skamms tima sofnað svefn-
inum langa og hjaðnað eins og
hver önnur bóla.
B
Alveg finnst mér grátbroslegt
þetta Húnaflóa „þorskastrið”,
ekki sist þar sem segja má að þar
séu þorskarnir á landi en ekki I
sjó, eða i likingu við visupartinn
,,Að þurfa að róa og þreyta við,
þorska á sjó og landi”.
Ég er fædd á Blönduósi, ólst þar
samt ekki upp, en var þar, það
sem kallað er bestu ár æfinnar.
En þó mér sé einkar vel við
Blönduós, er mér lifsins ómögu-
legt að hugsa mér hann sem út-
geröarbæ. Þar hefir verið svo til
lifshættulegt að reyna að lenda
báti, frá ómunatið.
En Blönduósingar fengu sinn
frelsara eins og aðrir. Einn um-
hyggjusamur hæstaréttarlög-
maður af suðvesturkjálkanum,
brá sér norður og leit sinum fránu
augum yfir staðinn, og sá i einni
sjónhending hve þarna væri til-
valið útgerðarpláss, og það sem
meira var, augu Blönduósinga
urðu svo haldin að þeim sýndist
þaö sama. Það finnst mér ganga
kraftaverki næst.
Ég viðurkenni fúslega að ég
hefi ekki mikið vit á útgerð, en sé
þetta eintóm della hjér mér,
miklir endemis erki bjánar hafa
þeir fjölmörgu Húnvetningar ver-
ið, sem búið hafa i kringum
Blönduós I 11 aldir, (þorpið sjálft
er nú ekki svo gamalt) að þeir
skuli ekki hafa komið auga á
þessa möguleika sem lágu þarna
við tærnará þeim. Nei, ónei, þeir
þurftu að fá suðvesturkjálkavitr
ing til að bregða fingri á augu
þeirra til að sjá þetta.
Um verksmiðjuna gegnir öðru
máli, hana er vitanlega hægt að
setja svo að segja hvar sem er,
með þvi að keyra hráefninu að.
En litið þykir mér geð guma á
Blönduósi vera orðið, að þeir
skuli geta verið þekktir fyrir aö
reyna að krækja putunum i þessa
takmörkuðu rækju, sem talin er
vera i Húnaflóa, og verða á sama
tima að vera algjörlega upp á ná-
grannahafnir komnir með báta
sina, þvi heima geta þeir varla
legið nema i stillilogni og ládauð-
um sjó, en eftir minu minni er það
mjög sjaldgæft veðurlag á
Blönduósi.
Ég efast ekki um að til séu hús-
mæður á Blönduósi, sem bæði
hafa tima og vilja gjarnan svolit-
inn aukapening, það er alveg
mannlegt, en hafið þið athugað að
með hverri krónu sem þið fáið á
þennan hátt, eruð þið að rétta
Vísisritstjóranum hjálparhönd,
það væri strax i áttina fyrir hann
ef hægt væri að klipa svo af þess-
um fáu hræðum sem enn halda
tryggö við Strandir t.d. að sá hluti
hinna dreifðu byggða færi alveg i
auðn.
Ég vil i lengstu lög vona að gifta
Blönduósinga sé svo mikil að þeir
hætti sjálfviljugir við þetta brölt.
Elínborg Kristmundsdóttir.
Stúlkur og karlmenn
Vantar nokkrar stúlkur og karlmenn í
frystihúsavinnu. Mikil vinna.
FISKIÐJAN FREYJA hf.
SÚGANDAFIRÐI
SÍMAR 94-6105 og 94-6177.
Eyborg Guðmundsdóttir við eitt verka sinna. Myndirnar á sýningunni eru til sölu, en þær eru 55 talsins,
flestar nýjar.
Etborg sýnir
Eyborg Guömundsdóttir opn-
ar myndverkasýningu í kjallara
Norræna hússins i dag. A sýn-
ingunni getur aö lfta málverk og
hluti (objects).
Eyborg mun hafa oröiö fyrst
til þess hér á iandi aö kynna
,,op”-list, og sýnir hún gler-
myndir I þrividd núna, þar sem
aöaláhersla er lögö á Ijósbrigði
og skugga.
Eyborg stundaöi lengi nám i
Academie Julien i Frakklandi
og einnig hjá einkakennurum,
t.d. þeim fræga Victor Vasar-
ely. Hún var einn af stofnendum
sýningarhóps i Parfs sem kall-
aði sig „Groupe Mesure”, og
með þeim hópi sýndi hún viða
um Evrópu. Einnig hefur hún
tekið þátt i fjölmörgum stór-
samsýningum i Paris og viðar,
sýningum sem nefndar eru
„salon”, svo sem kirkjulistar-
sýningum og alþjóðlegum sam-
sýningum.
Eyborg sýndi gleropmyndir á
Mokka-kaffi fyrir niu árum, en
siðan hún fluttist hingað heim,
hefur hún haldið einkasýningar
og einnig tekið þátt i samsýn-
op-list
ingum utanlands og innan, m.a.
með meðlimum FIM, en hún á
sæti i stjórn þess félags.
Eyborg hefur sýnt mikinn á-
huga á kynningu listar út um
landsbyggðina. t þvi sambandi
má nefna að veturinn 1973 stóð
hún fyrir umfangsmestu og fjöl-
breyttustu listsýningu sem
haldin hefur verið utan Reykja-
vikur. A þeirri sýningu áttu 40
listamenn verk. Núna vonast
Eyborg eftir að geta farið amk.
með hluta sýningar sinnar út
fyrir Reykjavik.
—GG
Þýsk-bandarískur leikflokkur
sýnir Veggteppið í Fischerbecken í félagsheimilinu
á Seltjarnarnesi á mánudagskvöld
A mánudagskvöldiö sýnir þýsk-
bandarlskur leikflokkur krafta-
verkaleik I félagsheimilinu á Sel-
tjarnarnesi. Flokkurinn nefnir sig
Deutsches Theater en heimaborg
hans er Salt Lake City í Utah I
Bandarikjunum.
Leikflokkur þessi kemur hingað
á vegum Bandalags islenskra
leikfélaga og þýska sendikennar-
ans hér i borg, dr. Egon Hissler.
Er flokkurinn á leiö frá New York
i leikför um Vestur-Þýskaland og
hefur viðkomu hér i nokkra daga.
Hann var stofnaður árið 1952 af
leikurunum Siegfried og Lotte
Guerteler. Eru þau enn starfandi
j við flokkinn og koma fram i sýn-
ingu hans hér. Auk þeirra koma
fram leikararnir Klaus Rathke og
Traute Dehm.
Leikritið sem flokkurinn sýnir
hér nefnist Der Fischbecker
Wandteppich og er eftir þjóðverj-
ann Manfred Hausmann. Hann er
fæddur árið 1898 og hefur auk
leikritunar lagt fyrir sig ljóða- og
skáldsagnagerð og ritgerðasmið.
Hann hefur komið hingað til lands
— það var árið 1930 — og gætir á-
hrifa þeirrar ferðar I einu leikrita
hans.
Eins og áður segir er Veggtepp-
ið i Fischbecker kraftaverkaleik-
ur og var hann frumsýndur árið
1955. Segir hann frá stofnun
klaustursins sem var fyrir þús-
und árum en atburðarásin er iðu-
lega rofin af nútima hugleiðing-
um um myndirnar á veggteppinu
þannig að stöðug vixl verða milli
nútiðar og fortiðar.
Sýningin sem fer fram á þýsku
hefst kl. 20.30 og verða aðgöngu-
miðar seldir við innganginn fyrir
400 krónur stykkið.
—ÞH