Þjóðviljinn - 15.03.1975, Síða 3
Laugardagur 15. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Leikfélag Reykjavíkur sýnir:
F j ölskylduna
eftir finnarín Claes Andersson geðlœkni, Ijóðskáld,
jasspíanista og reviuhöfund
A þriðjudaginn frumsýnir
Leikféiag Reykjavikur fimmta
vcrkefni sitt á þessu starfsári.
Þar er á ferðinni Fjölskyldan
eftir sænskumælandi finna, Cla-
es Andersson að nafni. Leik-
stjóri er Pétur Einarsson.
Leikrit þetta er nýtt af nálinni
þvi það var frumsýnt hjá Lilla
Teatern i Helsinki i fyrravor.
Þar hefur það gengið fyrir fullu
húsi fram á þennan dag og nú er
i bigerð að setja það upp viðar i
Finnlandi og i Sviþjóð.
Claes Andersson hefur fengist
við margt á þeim 38 árum sem
hann hefur að baki. Hann er
geðlæknir að mennt og starfar
sem slikur. A námsárum sinum
fékkst hann við jasspianóleik
með þeim afleiðingum að hann
varð frægur um alla Skandina-
viu. Hann hefur fengist við
ljóðagerð og gefið út sex ljóða-
bækur. Ein þeira, Rums-
kamrater (Herbergisfélagar)
kom til álita við verðlaunaaf-
hendingu Norðurlandaráðs i
vetur en landi Anderssons,
Hannu Salama varð hlutskarp-
ari. Fjölskyldan er fyrsta sviðs-
verkið sem hann semur en hann
hefur gert þrjú sjónvarpsleikrit
auk nokkurra kabaretta.
Andersson sækir gjarnan i
starf sitt og það fólk sem hann
kynnist i þvi þegar hann velur
sér yrkisefni. Utangarðsfólk,
drykkjusjúklingar og fólk sem
reynir að stytta sér aldur eru
daglegir gestir. f Fjölskyldunni
leiðir hann áhorfendur að skrá-
argati náungans svo notuð séu
orð leikstjórans. Inn um skráar-
gatið má lita f jölskyldulifið og á
þvi eru bjartar og dökkar hliðar
eins og gengur og gerist. Heim-
ilisfaðirinn er alkóhólisti sem er
að reyna að hætta en móðirin er
heimavinnandi og þreytt eftir 20
ára hjónaband. Þau eiga þrjú
börn, það yngsta sextán ára
stúlka.
Að sögn Péturs er leikritið
mjög hefðbundið og engin fram-
úrstefna. Það er raunsætt en þó
er litið um bölsýni i þvi. Fjöl-
skyldan er ekki skoðuð i félags-
legu samhengi og Leikfélags-
menn lögðu mikla áherslu á að
leikritið ætti ekkert skylt við
þau sænsku ádeiluverk sem hér
hafa verið sýnd að undanförnu,
Hvernig er heilsan, Elliheimilið
o.fl. Viðfangsefni þessa verks er
venjuleg fjölskylda með venju-
leg vandamál, venjulegar sorg-
ir og venjulega gleði og leikritið
leysir ekki vandamálin.
Heimilisfaðirinn er leikinn af
Helga Skúlasyni, móðirin af
Sigriði Hagalin en með hlutverk
barnanna fara Hrönn Stein-
grimsdóttir, Harald G. Haralds
og Sigrún Edda Björnsdóttir en
hún er sextán ára yngismær og
stigur nú sin fyrstu spor á fjöl-
unum. Auk þeirra kemur fram
geðlæknir sem Sigurður Karls-
son leikur og trúður kemur fram
milli atriða, syngur, fer með
ljóð og segir sina meiningu á
efni leiksins. Hann er leikinn af
Guðrúnu Asmundsdóttur.
Tónlist við leikritið hefur
Gunnar Þórðarson samið.
Raunar samdi Andersson sjálf-
ur tónlist við verkið en hann var
óánægður með hana og hefur
eindregið hvatt önnur leikhús til
að setja nýja tónlist við það.
Leikmyndir gerir Jón Þórisson
og Magnús Axelsson sér um
ljósadýrðina.
Þegar sýningar á Fjölskyld-
unni eru hafnar taka starfs-
menn Leikfélagsins annað verk
til æfinga. Það er eftir Jónas
Arnason en hefur ekki hlotið
nafn ennþá. Vigdis Finnboga-
dóttir leikhússtjóri sagði að hér
væri á ferðinni gamanleikur
með rómantisku ivafi. Jón
Sigurbjörnsson mun annast
leikstjórn.
Einnig er i bigerð að setja upp
„kassastykki” fyrir Húsbygg-
ingasjóð Leikfélagsins. Ekki er
afráðið hvaða verk verður fyrir
valinu en sterkar likur benda til
þess að það verði Húrra krakki
eftir Arnold og Bach. Af bygg-
ingamálum Borgarleikhúss er
það annars að frétta að teikn-
ingar eru i burðarliðnum og
standa vonir til að framkvæmd-
ir geti hafist i sumar. Húsbygg-
ingasjóður á núna um 30 miljón-
ir og má komast nokkuð áleiðis
fyrir það fé. Þá má geta þess af
stofnskrá leikhússins er nú til
afgreiðslu hjá borgarráði.
—ÞH
Flugvélakaup Flugleiða:
Sama verð
fy
á þotunum
rir 3-4 árum
Ekkert við það að athuga að rikið fylgist vandlega
með rekstri fyrirtœkisiris, sögðu
forráðamenn Flugleiða á blaðamannafundi í gœr
Forráðamcnn Flugleiða efndu
til fréttamannafundar i gær. Var
það fyrsti fréttamannafuhdurinn
sem haldinn er frá þvi að samcin-
ing flugfélaganna átti sér stað.
Hið beina tilefni fundarins var
beiðni félagsins um ríkisábyrgð á
lánum til kaupa á tveimur flug-
vélum af gerðinni DC-8-63, sem
Loftleiðir gerðu um kaupleigu-
samning fyrir nokkrum árum.
t fyrirsvari á blaðamannafund-
inum voru Orn Johnson, Alfreð
Eliasson og Sigurður Helgason.
Kaupleigusamningur
Loftleiðir gerðu kaupleigu-
samning um vélarnar tvær 1.7.
1971 og 1.5. 1972. Kaupleigusamn-
ingurinn fólst i þvi að Loftleiðir
greiddu 160 þúsund dollara á
mánuði i leigu eftir hvora vél. 1
samningnum var tekið fram að
eftir tiltekinn tima gætu Loftleiðir
eignast þessar vélar. Nú er sá
timi liðinn og er litið svo á
að á leigutimanum hafi Loftleiðir
ekki einasta verið að borga leigu
eftir vélarnar heldur hafi fyrir-
tækið einnig verið að eignast
þessar vélar.
Til þessa hefur verið greitt i
heildarleigu fyrir vélarnar 8,1
milj. dollara en upphaflegt verð
þeirra var talið 21,6 milj. dollara.
Eftirstöðvar eru þvi 13,5 milj.
dollara og það er sú upphæð sem
nú er beðið um rikisábyrgð á.
Forráðamenn Flugleiða sögðu
á blaðamannafundinum að nú
væru vélar þessar metnar á 22
milj. dollara — hafa þær með öðr-
um orðum ekkert lækkað i verði i
3—4 ár.
Það kom fram á fundinum að
það eru Flugleiðir sem verða
skráður eigandi vélanna og þær
verða tryggðar á Islandi. Það
kom ennfremur fram að önnur
vélin hafði reyndar verið i eigu
Hekla Holding Company, dóttur-
fyrirtækis Loftleiða.
Spurt var um viðhald vélanna.
Svarað að viðhald myndi áfram
fara fram i New York i meginat-
riðum hjá Seaboard World Airlin-
es, en það fyrirtæki er einmitt
seljandi vélanna. Hluti viðhalds-
ins fer fram i Luxemburg hjá
Cargolux. Sagt var á blaða-
mannafundinum að Flugleiðir
þyrftu ekki að kaupa varahluti
eða viðgerðaraðstöðu vegna
kaupa á vélunum.
örn Johnson minnti á að Flug-
félag íslands hefði áður fengið á-
byrgð rikisins á fyrstu þotu sinni.
Rikið stæði nú i ábyrgð fyrir 6
miljónum dollara vegna flugfé-
laganna. Bættust 13,5 miljónir
dollara við jafngilti ábyrgðin
23% af brúttóársveltu Flug-
leiða. Til samanburðar gat örn
þess að ábyrgð rikisins vegna
kaupa á þotu Flugfélagsins hafi
verið 70% af veltu Flugfélags-
ins.
Það kom frám að það var i
októbermánuði sl. að Flugleiðir
fóru fram á rikisábyrgðina og
hefur langleiðina siðan verið
starfandi sérstök nefnd til þess að
kanna þessi mál. Það kom fram
að það var snemma i febrúar að
flugfélögin sneru sér formlega til
rikisstjórnarinnar. Vildu tals-
menn Flugleiða ekkert segja um
undirtektir stjórnarvalda, en þeir
tóku þó fram, að æskilegt væri að
svör rikisstjórnar og alþingis
lægju fyrir fyrir vorið, en það yrði
hugsanlega alveg á næstunni.
Lán það sem rikið er beðið að á-
byrgjast er frá Export-Import-
bankanum i Washington. Hann
lánar sjálfur allt að 40%, 40% lof-
ar sami banki að útvega annars
staðar frá og 20% úr einhverjum
öðrum banka eins og Sigurður
Helgason orðaði það.
Sigurður sagði að þessi lán yrðu
til 7 ára, vextir liklega um 8%.
40% þau sem ekki koma beint frá
Export-Import-bankanum
greiddust á fyrrihluta timabils-
ins, en hitt á siðari 3 1/2 árunum.
Hallinn
Halli á rekstri Flugleiða varð
alls um 210 milj. kr. á sl. ári. Þar
var um að ræða 160 milj. kr. halla
á millilandafluginu og 50 milj. kr.
á innanlandsfluginu. Sigurður
Helgason sagði að hallinn á milli-
landafluginu hefði verið eingöngu
á Norður-Atlantshafsfluginu,
Evrópuflugið hefði staðið i járn-
um. Rekstur Air Bahama og
Cargolux er meðreiknaður i þess-
um tölum. Rekstur Air Bahama
hefur gengið tiltölulega vel, var
sagt. Það er vegna þess að um er
að ræða langar flugleiðir og á
þeim hefur ekki orðið samdráttur
i farþegafjölda.
Spurt var um Hekla Holding
Company, sem átti aðra þeirra
véla sem nú stendur til að kaupa,
og á nú Air Bahama. Sagt var að
nauðsynlegt hefði verið að stofna
slikt fyrirtæki sem væri i rauninni
aðeins skel utan um Loftleiðir.
Loftleiðir hefðu átt þetta fyrir-
tæki.
Spurt var hvernig þvi yrði svar-
að ef rikið krefðist aukins eftirlits
með Flugleiðum ef veitt yrði
rikisábyrgð. örn Johnson svaraði
spurningunni. Hann kvaðst telja
eðlilegt, ef rikið léti svo stórar á-
byrgðir i té, að það fylgdist vand-
lega með rekstri félaganna.
Rikisábyrgðasjóðir fengju nú að
fylgjast með allri afkomu flugfé-
laganna og okkur finnst eðlilegra
að slikt eftirlit fari i gegnum
rikisábyrgðasjóð og Seðlabank-
ann en einhverja aðra aðila, sagði
örn. Ég tel sjálfsagt og eðlilegt að
rikið fylgist með rekstri okkar.
Sagt var að Cargolux stæöi
traustum fótum, en það er i
eigu þriggja aðila, Flugleiða,
sænska skipafélagsins Salen og
nokkurra einstaklinga i Luxem
burg. Cargolux rekur nú fimm
RR-vélar, þar af eru tvær i sam
eign Flugleiða og Cargolux, um
50%. Að auki er Cargolux með
tvær leiguþotur. Cargolux starf
rækir viðgerðaraðstöðu þá sem
Loftleiðir i Luxemburg höfðu áð-
ur. Sigurður Helgason sagði að
engar áætlanir væru uppi um við-
bót á flugflota Cargolux. Hins
vegar er fyrirtækið nú að reisa
stórt flugskýli. Hagnaður á sl. ári
var um 15 milj. isl. kr.
Fjölmargt fleira kom fram á
blaðamannafundinum, sem ekki
er kostur á aö rekja hér aö sinni
— Við gerum okkur ljóst, sagöi
örn Johnson, — að við höfum
mikla ábyrgð gagnvart islensku
þjóðfélagi og við viljum að sjálf-
sögðu hafa sem best samstarf við
það opinbera og við fögnum þvi
að rikið fylgist með öllum okkar
rekstri. En rikið getur ekki á
sama tima falið okkur ábyrgðar-
störf og komið i veg fyrir að við
rækjum þau störf með eðlilegum
hætti.
Sigurður Helgason tók undir
ummæli Arnar og bætti þvi við að
bankar sem hefðu lánað Loftleið-
um hefðu jafnan fylgst með
rekstri fyrirtækisins. Ekkert væri
eðlilegra, en að slikt aðhald væri
fyrir hendi.
Tveggja til þriggja
herbergja ibúð með sima óskast til leigu
strax, helst i Þingholtum, Norðurmýri eða
Hliðum.
Tilboðum óskast skilað til afgreiðslu
blaðsins sem fyrst og eigi siðar en 21.
mars n.k. merktum ,,April — 1975 — L.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA:
RITARI óskast á skrifstofu rikisspi-
talanna frá 1. april n.k. eða eftir
samkomulagi. Starfssvið? vélritun
og almenn skrifstofustörf. Umsókn-
um ber að skila til skrifstofunnar
fyrir 21. þ.m. Umsóknareyðublöð
fyrirliggjandi á sama stað.
Reykjavik, 14. mars 1975.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5,SÍMI 11765