Þjóðviljinn - 15.03.1975, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 15.03.1975, Qupperneq 5
Laugardagur 15. marz 1975. ÞJófyyiLJINN — StPA 5 Aðalfundur Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn að Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, sunnudaginn 16. mars n.k. kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum verða af- hentir ábyrgðarmönnum eða umboðs- mönnum þeirra fimmtudaginn 13. mars og föstudaginn 14. mars i afgreiðslu Sparisjóðsins og við innganginn. Stjórnin. Styrkir til fram- ' haldsnáms iðnaðar manna erlendis- Menntamálaráðuneytiö veitir styrki til iðnaðarmanna, sem stunda framhaldsnám erlendis, eftir þvi sem fé er veitt i þessu skyni á fjárlögum ár hvert. Styrkir verða fyrst og fremst veittir þeim, sem ekki eiga kost á styrkjum eða námslánum úr lánasjóði islenskra námsmanna eða öðrum sambæriiegum styrkjum og/eða lánum. Heimilt er þó, ef sérstakiega stendur á, að veita viðbótarstyrki til þeirra, er stunda viðurkennt tækninám, ef fé er fyrir hendi Styrkirnir eru eingöngu veittir tii náms erlendis, sem ekki er unnt aö stunda hér á landi. Skal námið stundað við við- < urkennda fræðslustofnun og eigi standa skemur en tvo mánuði, nema um sé að ræða námsferð, sem ráðuneytið telur hafa sérstaka þýðingu. Styrkir greiðast ekki fyrr en skilað hefur verið vottorði frá viökomandi fræðslustofnun um, að nám sé hafið. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. aprfl nk. Umsóknareyðubiöð fást I ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytið 11. mars 1975. Skólahljómsveit Kópavogs Tónleikar Skólahljómsveit Kópavogs, eldri og yngri deild, og Hornaflokkur Kópavogs, halda tónleika i Háskólabiói á laugardaginn kl. 3. Kynnir: Jón Múli Árnason Stjórnandi: Björn Guðjónsson. Aðgöngumiðasala i Háskólabiói. SKÓLAHLJÓMSVEIT KÓPAVOGS Sérkennaranám í Svíþjóð Skólaárið 1975—76 mun væntanlega tveimur tslendingum gefast kostur á námsvist i sérkennaradeildum við kenn- araháskóla f Sviþjóð. Um er að ræða nám til undirbúnings stuönings- og sérkennslu fyrir nemendur, sem eiga við örðugleika að etja vegna aölögunarvandkvæöa eöa fötlun- ar af einhverju tagi. Til inngöngu er krafist kennaraprófs, og yfirleitt er skilyröi að umsækjandi hafi gegnt fullu kennslustarfi um a.m.k. þriggja ára skeið. Þeir sem kunna að hafa hug á að sækja um námsvist sam- kvæmt framansögðu skulu senda umsókn til menntamála- ráðuneytisins.Hverfisgötu 6,Reykjavik, fyrir 1. april nk. á sérstöku eyðublaði, sem fæst i ráðuneytinu ásamt nánari upplýsingum um námssvið og inngönguskilyröi. Vakin skal athygli á, að eingöngu er um að ræöa námsvist, en ekki styrk. Menntamálaráðuneytið, 11. mars 1975. af erlendum vettvangi Uppreisnartilraun ihaldsherforingjanna í Portúgal varð hvorki f ugl né fiskur, sagði Vísir í leiðara í fyrradag með vonbrigðaandvarpi. Þetta er ekki nema rétt hjá Visi, aldrei þessu vant. Samtök vinstrisinn- aðra herforingja virðast eftir gagnbyltingar- tilraunina í upphafi vik- unnar vera traustari í sessi en nokkru sinni fyrr, svo og þau öfl póli- tísk sem styðja þessi samtök, en þau eru einkum Kommúnista- flokkur Portúgals og ýmis önnur marxísk samtök. Flest er enn á huldu um ástæðurnar til þess að portú- galska Ihaldið skyldi hleypa af stokkunum þessari gagn- byltingartilraun einmitt nú, en ekki er nægt að segja að hún kæmi á óvart. Siðan einræðis- stjórninni var steypt i april s.l. hefur þróunin i stjórnmálum Portúgals verið til vinstri, þó hægt hafi farið og kannski fyrst og fremst á yfirborðinu. Núna rétt fyrir mánaðamófin til- kynntu hinir vinstrisinnuðu valdhafar að þeir hefðu i hyggju Concalves forsætisráðherra — ætlum ekki að glata þvi, sem kostaö hefur svo miklar fórnir, i einum kosningum. Alvaro Cunhai — flugumenn ihaldsins komu af stað múgæs- ingum og reyndu að koma sökinni á kommúnista. borgum og i vissum sveita- héruðum sunnanlands, þar sem þeir hafa haft forustu um að flýta fyrir skiptingu jarðnæðis. Skoðanakannanir — sem að visu munu hafa verið handahófs- kenndar — hafa bent til þess að heildarfylgi kommúnista væri ekki nema 10-15%, og sam- kvæmt könnunum blæs öllu byrlegar fyrir til dæmis Sósia- listaflokknum og Kristilega demókrataflokknum, sem upp á siökastið hefur verið talinn sterkasta haldreipi ihaldsins i stjórnmálum. Yfir og milli- stéttir borganna styðja auðvitað ihaldsflokkana, miðdemókrata og kristilega demókrata, heils- hugar, og þessir flokkar geta einnig gert sér vonir um mikið fylgi i dreifbýlinu i norðurhluta landsins. Sveitafólk þar um slóðir lifir enn og hrærist i miðaldahugsunarhætti og er fullt af rótgrónum undirlægju- skap gagnvart embættis- mönnum, sem margir eru ennþá ihaldssamir, og þó einkum klerkum kaþólsku kirkjunnar. Sagt er að klerk- arnir séu þegar farnir að ógna hverju sóknarbarni sinu með helvitisvist, sem kjósi kommúnista, og má fastlega reikna með að sá áróður verði þungur á metaskálunum. Portúgalskar morgunblaðsfréttir Vel trúlegt er að ihaldið hafi verið farið að gera sér vonir um að geta endurheimt völdin i kosningum með þvi að beita i þeim til hins ýtrasta peninga- og klerkavaldi. Þegar sú vonar- stjarna fölnaði við ummæli Gor calvesar, hafi svo verið gripið til ofbeldis. Allavega bendir þegar margt til þess að framá- menn ihaldsflokkanna hafi verið aðilar að gagnbyltingar- V aldaránstilraunin í Portúgal verulegar umbætur i þjóðfélags- ogefnahagsmálum, þám.þjóð- þjóðnýtingu á helstu iðnaðar- nýtingu á helstu iðnaðarfyrir- tækjunum og viðtækar umbætur i landbúnaðar- og jarðnæðis- málum. Það hefur ekki farið leynt að hægri- og miðjuöflin i stjórnmálum Portúgals hafa lengi verið • á nálum út af umbótastefnumiðum Herja- hreyfingarinnar (MFA) og kommúnista, og vera má að nýnefnd yfirlýsing um þjóð- ■ nýtingu og skiptingu jarðnæðis hafi tekið steininn úr. Byltingarráðið tekur í taumana Eins og sakir standa er ekki anað að sjá en vopnin hafi snúist gersamlega í höndum ihaldsins við gagnbyltingartilraunina á þriðjudaginn. Spinola, sá leið- togi þess er mestur ljómi hefur staðið af, er kominn til Spánar á sneypulegum flótta og ekki annað sýnna en Franco ætli að úthýsa honum. Og i Portúgal sjálfu hafa vinstriherforingj- arnir myndað byltingarráð, sem á að leysa af hólmi rikis- ráðið og svokallaða herforingja- nefnd til frelsunar þjóðinni. Stofnun byltingarráðsins virðist þýða allsnarpa beygju til vinstri og það hefur þegar tekið hraust- lega i taumana til að tryggja ástandið og fyrirbyggja frekari skemmdarstarfsemi af hálfu gagnbyltingaraflanna. Bankar og iðnaður landsins er frá gam- alli tið að miklu leyti i höndum fárra ætta, og nú hefur verið brugðið við titt og fjölskyldu- höfuðætta þessara handtekin og tilkynnt að þjóðnýttir verði allir þeir bankar landsins sem eru i innlendri eigu. Þetta er mikið atriði, þvi að bankarnir eru mjög áhrifamiklir i iðnaðinum. Með gagnbyltingartilraun sinni virðist þvi ihaldið hafa fengið fram það, sem það helst vildi forðast: að flýtt yrði þjóðnýtingaráformum stjórnar- Misbeiting auðmagnsins Auðmenn þeir, sem hand- teknir voru, hafa þó siður en áVo það eitt á samviskunni að hafa verið I vitorði með gagnbylt- ingarherforingjum. Siðan stjórnarbyltingin var gerð i april, hefur innlenda auðvaldið gert mikið að þvi að flytja fjár- magn sitt úr landi, bæði til að forða þvi frá hugsanlegri þjóðnýtingu og til þess að valda nýju stjórninni, sem tók við algeru þrotabúi af einræðis- stjórn Caetanos, auknum erfiðleikum. Auðmennirnir eru einnig sakaðir um að hafa ausið fé i sjóði hægri- og miðflokk- anna og þannig misbeitt valdi sinu yfir auðmagninu. Annað, sem kann að hafa ýtt undir ihaldið að freista gagn- byltingar er sú ákvörðun Herja- hreyfingarinnar að hætta ekki stjórnmálaafskiptum eftir þing- kosningarnar, sem eiga að fara fram eftir tæpan mánuð. Vasco Goncalves, forsætisráðherra, hafði látið svo um mælt: „Við ætlum ekki að glata i kosningum þvi, sem kostað hefur Portúgal svo mikið að öðlast.” Helvítishræösla sveitamanna Og þótt einhverjum kunni undarlegt að virðast er veruleg hætta á þvi að portúgalska þjóðin kjósi sig á ný i klær ihaldsins. Kommúnistar eru að visu öflugir meðal verkalýðs i samsærinu, og ef að vanda lætur um slík tilfelli mun óhætt að ganga að þvi sem gefnu. Ýmisleg teikn á hinum pólitiska himni höfðu raunar um skeið bent til þess að gagn- byltingartilraun væri i aðsigi. Ekki alls fyrir löngu kom upp sá kvittur að Sovétrikin hefðu beðið portúgölsku stjórnina um hafnaraðstöðu fyrir fiskiskip. Enginn virðist vita um uppruna þess kvitts, en hann minnir sláandi á morgunblaðsfréttir um sovéska kafbáta og flug- vélar I grunsamlegri nálægð við Austfirði, eða dufl frá sama stórveldi á sunnlenskum fjörum, en slikar og þvilikar „fréttir” eru nokkuð vissar með að skjóta upp kollinum á viðkvæmum augnablikum i pólitikinni hér innanlands. Og daginn áður en gagnbyltingar- tilraunin var gerð var ráðist á fund miðflokksins lýðdemó- krata (Pardido Popular Democartico, PPD) i Setúbal skammt frá Lissabon, og kenndu lýðdemókratar kommúnistum um. Cunhald, leiðtogi kommúnista, hefur hinsvegar lýst þær ásakanir ósannindi og er fullyrt af hálfu kommúnista að hér hafi verið að verki flugumenn frá hægri, sem hleypt hafi upp fundinum til að koma sökinni á kommúnista og aðra vinstrimenn, i þeim til- gangi að spana almennings- álitið gegn kommúnistum og bæta þannig skilyrðin fyrir gagnbyltingu. Sem sagt, i bráðina virðist gæfan brosa við vinstrimönnum i Portúgal. Hitt er svo annað mál að mörg eru ljónin á vegi þeirra, efnahagslegt ófremdar- ástand, sem þeir taka að erfðum frá ihaldi Salazars og Caetanos, og svo eru það nágranninn Frankóspánn og „bandamenn- irnir” i Nató. Hætt er við að margur i þeim herbúðum hafi um þessar mundir erfiðar draumfarir út af siðustu atburðum i Portúgal. dþ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.