Þjóðviljinn - 15.03.1975, Síða 6

Þjóðviljinn - 15.03.1975, Síða 6
• SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. marz 1975. Nqskaupstaður Ekkert atvinnuleysi Vélar frystihússins prufukeyrðar í nœstu viku Vélar frystihússins i Nes- kaupstað verða væntanlega prufukeyrðar i næstu viku og er gert ráð fyrir að það geti hafið starfsemi fyrir eða um páska, að sögn Ragnars Sigurðssonar, hafnarstjóra i Neskaupstað. Hér hefur ekkert atvinnuleysi verið, sagði Ragnar ennfremur. Fiskurinn af Barða og Bjarti hefur verið saltaður nema ýsan, sem farið hefur á Seyðisfjörð eða aðra nærliggjandi staði. Barði fiskaði fyrir 14,5 miljónir i janúar og febrúar og Bjartur fyrir 13,1 miljón. Þá hefur niðurlagningarverk- smiðjan verið starfrækt svo til frá áramótum, og aðallega unn- inn ufsi og eitthvað litillega af hrognum. Þó að loðnu sé ekki landað á staðnum I vetur, hefur verið nokkuð að gera á netaverkstæö- inu, þótt vinnuálagið þar hafi aö sjálfsögöu verið minna þennan vetur en oft áður. Bátar hafa alloft komið inn með nætur sfn- ar til viðgerðar, bæði heimabát- ar og bátar lengra að komnir. Unnið hefur verið að þvi að rifa bræðsluna niður og að ná þeim tækjum út úr henni, sem heilleg eru. Nokkur snjór er i verksmiðjunni ennþá og eitt- hvað af viðkvæmum hiutum liggur þar undir snjó. Búiö er að ná út úr verksmiðjurústunum sjóðaranum, pressunni, skil- vindunum og miklu af rafmót urum, og er talið að flest af þessu sé viðgerðarhæft. Þá var miklu af varahlutalager verk- smiðjunnar bjargað úr snjón- um. Ekki treysti Ragnar sér til að segja ákveðið til um það hvort bræðslan yrði flutt inn að nýju höfninni eða ekki, en taldi þó likur á að svo yrði. Til þess þarf að vinna mikið starf við nýju höfnina, og er það reyndar gert, og mun hönnun hafnarinn- ar t.d. að mestu vera lokið. Steypusalan og Bifreiðaþjón- ustan hafa verið að koma sér fyrir til bráðabirgða I i húsnæði, sem Steypusalan á. Verkstæðis- starfsemi Steypustöðvarinnar gæti fariö að hefjast, og verið er að vinna að kaupum á steypubil. Miklu tókst að bjarga úr snjón- um af varahlutalager Bifreiða- þjónustunnar, og er þess vænst, að hún geti hafið starfsemi næstu daga. Oliusnjórinn er nú kominn i örugga vörslu i bátakvinni og i hráefnisgeyma Sildarbræðsl- unnar, en þar verður hann lát- inn biða þar til snjórinn bráðnar og þá verður oliunni fleytt ofan- af. Unnið er að finhreinsun svæð- anna, sem olian fór yfir. Er það gert með þvi að sprauta yfir svæðin oliueyðandi efnum og siðan aftur með vatni eða sjó. —úþ Fimm sovéskir listamenn á afmœlistónleikum MÍR Fimm kunnir listamenn frá Sovétríkjunum koma fram á afmælistónleikum og danssýningu, sem fé- lagið MÍR efnir til í sam- komusal Menntaskólans við Hamrahlíð sunnudag- inn 16. mars kl. 14.30. Listamennirnir eru: Vitali Gromadski bassasöngv- ari frá Moskvu, einsöngvari við Filharmóniuna i Moskvu og verð- launahafi I hinni alþjóðlegu Schu- mann-samkeppni söngvara. Boris Feoktistof, einleikari á balalæka, heiðurslistamaður Rússneska sovétlýðveldisins. Svetlana Zvonaréva, pianóleik- ari, konsertmeistari við Fil- harmóniuna i Moskvu. Þjóðdansaparið Galina Sjein og Vladimir Vibornof, eindansarar hjá Moskonsert. Listamennirnir eru i 7 manna sendinefnd, sem hingað kemur á vegum Sambands sovéskra vin- áttufélaga og félagsins Sovétrik- in-tsland i tilefni 25 ára afmælis MIR, Menningartengsla Islands og Ráðstjórnarrikjanna. Með þeim eru tveir af forystumönnum félagsins Sovétrikin-ísland: Stúd- enetski aðstoðarsjávarútvegs- ráðherra Sovétrikjanna, formað- ur félagsins, og A. Sorokin einn af stjórnarmönnum þess. t upphafi tónleikanna i MH á sunnudag flytur Stúdenetski ráðherra ávarp. Einnig flytja ávarp Vil- hjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra og prófessor Mar- grét Guðnadóttir varaformaður MIR. Til stóð að hinn kunni norrænu- Velta Hagkaups um 915 miljónir í fyrra Hið þekkta sovéska þjóðdansapar, Galina Sjein og Vladimfr Vfbornof, en þau koma fram á afmæiistónleikum MtR á morgun IMH. Sigrún Jóhannsdóttir verslunarstjóri hjá Hagkaup f Kjörgarði og Stef- án Gunnarsson, yfirsmiöur. Þekktur skólakór í heimsókn til MH A föstudagskvöid kom skóiakór frá Viborg Kadedralsskoie, sem. er menntaskóli I Viborg á Jót- landi.f heimsókn til Menntaskól- ans I Hamrahliö. tkórnumeru 55 nemendur og þrir kennarar eru með I förinni, auk söngstjórans, Ole Gad. Kór þessi er mjög eftirsóttur og hefur sungið viða um lönd. Und- anfarið hefur hann farið tvisvar á ári um Evrópu i söngferðir. Kór- inn syngur i hátiðasal Hamrahlfð- arskóla á morgun, sunnud. 16. mars kl. 20.30 og gefst þá ibuum höfuðborgarsvæðisins tækifæri á að heyra þennan ágæta kór. Að- göngumiðar verða seldir við inn- ganginn. Krikjutónleika heldur kórinn i Háteigskirkju miðviku- daginn 19. mars kl. 20.30. Kórinn og kennararnir munu dveljast hér sex daga og búa á heimilum hjá nemendum og kennurum Mentnaskólans við Hamrahlið. Kórfélagar ferðast i nágrenni Rvikur og til Vestmannaeyja og syngja á Laugarvatni á fimmtu- dag. Það kom fram á fundi með starfsfólki llagkaups f hinum nýju húsakynnum f Kjörgarði, að velta fyrirtækisins á sl. ári nam 915 miljónum króna, en það var um 80% aukning frá árinu áður. Hjá fyrirtækinu eru nú á launa- skrá um 200 manns, þar af um 80 manns á saumastofu Hagkaups, sem hefur aukiö starfsemi sina ár frá ári. Verslunarstjóri hjá Hagkaup I Kjörgarði er Sigrún Jóhannsdótt- ir, en hún var áður verslunar- stjóri i Lækjargötunni. Hún sagði aö i versluninni yrði á boðstólum fatnaður, vefnaðarvara, skóvara, búsáhöld, gjafavara og nýlendu- vara. Sérstök deild i versluninni er fyrir tiskufatnað táninga og mikiö af þeirri framleiðslu er saumað hjá Hagkaup. Þá geta viöskiptavinir fengið sér hress- ingu á kaffistofu, sem tekur um 30 manns i sæti. Um 20 manns munu vinna i versluninni. Innréttingar hannaöi Björn Björnsson, en yfirsmiður var Stefán Gunnarsson. Hann hefur séð um innréttingarsmiði fyrir Hagkaup frá byrjun. Sú breyting varð á hjá fyrri verslunum á 1. hæð, að íiltima flutti á efri hæð, bókaverslunin flutti á Skólavörðustiginn en bús- áhaldadeildin og fatadeildin hættu rekstri. Happdrætti háskól- ans flutti upp á 2. hæð, en Skeifan er áfram með húsgögn i kjallar- anum. Hagkaup hóf starfsemi árið 1959 i verslunarhúsnæði við Miklatorg, en hefur siðan fært út kviarnar hröðum skrefum. Pálmi Jónsson er einkaeigandi þess. sj íræðingur M. Stéblin-Kamenski prófessor i Leníngrad ætti og sæti I sendinefndinni, en hann gat þvi miður ekki komið að þessu sinni og fellur þvi fyrirhugaður há- Hinn árlegi kynningar- og nem- endamótsdagur skólans — skrúfudagurinn — er haidinn i fjórtánda sinn I dag laugardaginn 15. mars. t dag gefst væntanlegum nem- endum og foreidrum þeirra — svo og forráðamönnum hinna yngri nemenda og öðrum sem áhuga hafa, kostur á að kynnast nokkr- um hluta af skólastarfinu, þar eð nemendur verða við störf í öllum verklegum deildum skólans: i vélasal, raftækjasal, smiöastofu, rafeindatæknistofu, kælitækni- stofu og efnarannsóknastofu. Nemendur veita upplýsingar um tækin og skýra gang þeirra. Nemendur Vélskólans búa sig undir hagnýt störf f þágu fram- leiðsluatvinnuveganna og má þvi búast við að marga fýsi að kynn- ast þvi með hvaða hætti þessi skólafyrirlestur hans niður. Samkoman i Mennaskólanum við Hamrahlíð á sunnudaginn hefst kl. 14.30 og er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. undirbúningur fer fram, en á sfð- ari árum hefur nokkuð ör þróun verið I kennsluháttum skólans. Skólinn telur ekki siður mikil- vægt að halda tengslum við fyrr- verandi nemendur og álitur það vera til gagns og ánægju fyrir báða aðila. Nemendur skólans eru um 340 i vetur, þar af 300 i Reykjavik. Dagskráin hefst með hátiðar- fundi i hátiöarsal Sjómannaskól- ans kl. 14.00. Að loknum hátiðar- fundi hefst svo kynning á starf- semi skólans og stendur kynning- in til kl. 17.00. Kaffiveitingar verða á vegum Kvenfélagsins Keðjunnar i veit- ingasal Sjómannaskólans frá kl. 14.00. Að skrúfudeginum standa þess- ir aðilar: Vélskóli tslands, Skóla- félagið, Kvenfélagið Keðjan og Vélstjórafélag íslands. Auglýsingasiminn er 17500 Skrúfudagur

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.