Þjóðviljinn - 15.03.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.03.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. marz 1975. ÚTVARPSANNÁLL SKÚLA Eins og að lokka til sín gamlan hund, sem á að lóga Þannig talar Vísisritstjórinn við bændur Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góös manns getið, — sagði Jón biskup helgi um ísleif biskup. Þegar ég heyri fram bornar fyrir landslýðinn yfirgengilegar rökleysur og blekkingar, sem raunar er ekki sjaldgæft á þess- um siðustu og verstu timum, koma þeir Gylfi Þ. Gislason og Jónas Visisritstjóri mér ávallt i hug. Otvarpsumræðurnar um is- lenskan landbúnað sem þessir menn tóku þátt i, ásamt fleirum, báru þvi glöggt vitni, hvað langt er hægt að komast i vitleysunni þegar saman fer mikil og staðgóð vanþekking og góður vilji, til þess að hnika til staðreyndum. Það stoðar litt að nefna tölur i 'rökræðum nú á dögum. Hvert mannsbam, sem komið er til vits og ára, veit, að með tölfræðilegri nútímatækni, er hægt að sanna, og afsanna hvað sem vera skal. Það þarf ekki annað en að stinga einhverju undir stól sem á að vera með i dæminu, eða taka eitt- hvað með i reikninginn sem ekki á að vera með. Gylfi talar eins og heimurinn muni farast Gylfi Þ. Gislason er að mörgu leyti merkilegur maður. Þegar hann opnar munninn, talar hann alltaf eins og heimurinn muni far- ast, sé ráðum hans ekki fylgt. Hann gleymir einnig sjaldan að geta þess að Aiþýðuflokkurinn hafi ákveðna og fastmótaða stefnu i hverju þvi máli, sem hann fjallar um. Alþýðuflokkurinn hefir einnig ákveðna og fastmótaða stefnu i landbúnaðarmálum. Hin fastmótaða stefna Alþýðu- flokksins hljóðar eitthvað á þessa leið: Það á að fækka bændum. Það á að lækka framleiðslukostnað bú- vara og lækka þær i verði, og i þriðja lagi á að bæta kjör þeirra bænda, sem á að setja á vetur. Út af fyrir sig er ekkert við það að athuga þótt Alþýðuflokkurinn vilji fækka bændum. Hitt hefði verið viðkunnaniegra, að eitthvað stæði i hinni fastmótuðu stefnu- skrá um það með hvaða hætti slik fækkun skuli fara fram. Þá er það lækkun búvöruverðs- ins og bætt kjör bændanna. 1 fljótu bragði virðist dálitið erfitt aðáttasig á, hvernig þetta tvennt megi saman fara. Ég minnist þess heldur ekki að Gylfi hafi gert nokkra tilraun i þá átt i fyrr- nefndum umræðum, að útskýra fyrir landslýðnum, hvernig þetta tvennt megi saman fara. Að bæta kjör bænda með þvi að lækka búvöruverð, er álika öfug- mæli og að draga úr verðbólgu, með þvi að lækka gengi. Jónas vill létta krossi hokursins af þessum vesalingum Jónas Kristjánsson er ailt önn- ur manngerð en Gylfi. Hann fiyt- ur mál sitt rólega og er laus við allan æðibunugang. Eins og Gylfi er hann barmafullur af velvild og góövilja I garð bænda. Af ein- skærri góðvild og mannkærleika vill hann létta krossi hokursins af þessum voluðu vesalingum. Já, meir að segja múta þeim til þess, að yfirgefa jarðir sinar og leita sér annarrar staðfestu, til dæmis i álverum framtiðarinnar, sem maður þessi virðist hafa fyrir sina guði. Kjassmæli og smjaðuryrði Visisritstjórans i garð bænda- stéttarinnar minna ónotalega mikið á kjassmæli og smjaður- yrði þess manns, sem er að lokka til sin gamlan hund, sem hann ætlar að lóga, af þvi honum finnst að hundurinn sé farinn að lifa sjálfum sér og öðrum til ama og óþurftar. Annars virðist Jónas þessi vera haldinn ólæknandi þráhyggju. Leiðarar blaðsins hafa verið helgaðir þessu hugðarefni hans, að minnsta kosti einu sinni i viku. Þetta hefir verið eins og fram- haldssaga, sem ekkert hefir mið- að áfram, þvi alltaf er endurtekið hið sama æ ofan i æ. En kannski er maðurinn ekki ólæknandi, þrátt fyrir allt. f þeim kafla framhaldssögunn- ar, sem birtist næst á eftir um- ræðuþættinum i útvarpinu, var höfundurinn kominn að þeirri nið- urstöðu að framleiða' mætti 90 prósent af þvi, sem þjóðin neytti af búvörum i landinu sjálfu. Það er eitt öðru fremur, sem ég hef hneykslast á i skrifum og orð- ræðum Jónasar þessa Kristjáns- sonar, og vitnar átakanlega glöggt um frámunalega vanþekk- ingu, eða yfirþyrmandi ósvifni. Hann ber það blákalt fram og endurtekur æ ofan i æ, að það sé mikill hluti bænda, sem vilji losna við búskap og leita sér annarrar staðfestu, ef þeir ættu þess kost. Þetta er svo mikil fjarstæða, að ég hefi ekki heyrt aðra meiri um mina daga. Ég leyfi mér að halda þvi fram, að ég tali hér af meiri reynslu en Jónas Kristjánsson. Vill múta bændum til að bregða búi Enginn bóndi, sem er andlega og likamlega heilbrigður hættir búskap ótilneyddur. Hins vegar mætti nefna mörg dæmi um hitt, að menn hafa með næstum ofurmannlegri seig'lu þraukað áfram jafnvel þótt öll sund virtustvera lokuð og má þar sem dæmi nefna kalárin miklu frá 1965 til 1972. Það mætti einnig nefna mörg dæmi þess, að menn sem hafa af einhverjum persónulegum ástæð- um neyðst til að hætta búskap fyrir aldur fram, hafa beðið við það tjón á sálu sinni. Svo dirfist maður eins og Jónas Kristjánsson, að halda þvi fram, að það væri eitthvert sérstakt kærleiksverk að ginna bændur frá búum sinum, eða það mætti einnig orða það svo, að múta þeim til þess að bregða búi. Þegar frá er talin mútupólitik Jónasar Kristjánssonar virtist það bögglast töluvert fyrir bændafækkunarmönnum þessa þáttar, að finna ráð og leiðir til þess að fækka bændum og draga úr búvöruframleiðslu. Helst kom þeim i hug að leggja niður smáu búin. Það mun hafa verið Ingólfur Jónsson, sem benti réttilega á að slikt hefði svo litið að segja, það myndi áhrifameira að byrja á hinum endanum og skera niður stórbúin. Annars má segja, að allir þeir, sem tóku þátt i þessum umræðum fyrir bændanna hönd hafi staðið sig vel, að undanskildum Gunnari Guðbjartssyni. Hann var leiðin- legur og hefði betur setið heima að búi sinu. Mörg er búmannsraunin, segir hið fornkveðna og sannast það enn þann dag i dag. Ein er þó sú raun, sem hefir þrúgað bændur öðrum raunum fremur hin siðari ár, meira en kal, eldgos, búfjársjúkdómar og hverskonar önnur óáran af nátt- úrunnar völdum. Það er þetta dé- skotans stagl og nudd um að land- búnaður sé illa rekinn, bændur kunni ekki að búa og þeir séu i raun og veru ómagar á öðrum þegnum þjóðfélagsins. Allt þetta hefir svo náð hápunkti i skrifum Jónasar Kristjánssonar á þessum vetri. Þeir lifa lengst sem með orðum eru vegnir Vonandi sannast hér hið forn- kveðna, að þeir lifa lengst sem með orðum eru vegnir. Hins er þó ekki að dyljast, að þessi áróður, þessi himinhróp- andi lygi, hefir lagst á bændur eins og farg. Svo oft er hægt að endurtaka sömu lygina, að menn fara að trúa henni, jafnvel þeir, sem hún beinist gegn. Það kvað jafnvel vera hægt, að telja mönnum trú um að þeir hafi drýgt glæp, sem þeir eru saklaus- ir af. Mætt ég, einn af þessum þjóðar ómögum, einn af þessum styrk- þegum, sem hafa seilst alltof djúpt ofan i vasa heiðarlegra skattborgara, mætti ég kannske spyrja i minni einfeldni: Hver borgar fyrir hvern? Hvaða atvinnuvegur er það á þessu landi, sem ekki biður um styrk, já meir að segja af miklu meiri frekju en hin útskúfaða og umdeilda bændastétt? Raunar heitir það fyrirgreiðsla, þegar aðrir en bændur eiga i hlut. En þegar kemur að bændum þá heitir það styrkur. Meir að segja neytendastyrkur til einhverra út- lendinga, svo smekklegt sem það annars er. Mætti þá ekki með sama rétti kalla gengisfall neytendastyrk til Bandarikjamanna, eða Rússa? Að endingu langar mig til að gefa Jónasi Kristjánssyni gott ráð. Ég ráðlegg honum að láta sem Dr. Gylfi Þ. Gislason. Jónas Kristjánsson, Visisritstjóri fyrst af ritstjórn Visis og ráða sig sem verkamann I kerjaskálanum I Straumsvlk. Þegar hann svo hefir starfað I álverinu nokkur ár, ætti hann að hafa hlotið þá vígslu, að hann yrði fær um að ganga út á meðal bænda, flytjandi þeim fagnaðar- boðskapinn, prédikandi yfir þeim eitthvað á þessa leið: Komið til min, allir þér, sem erfiði og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvild. Ég fór á undan yður, til þess að búa yður stað, því ég vil að þér séuð þar sem ég er. Hérmeð tökum við svo Jónas og sálufélaga hans út af dagskrá. Reyndar hefði verið gaman að fara enn nokkrum orðum um leiðara dagblaðanna, en það verður að biða betri tima. Þó get ég ekki stillt mig um, að minnast með örfáum orðum á leiðara Timans. Þeir eru meir en litið skritnir um þessar myndir. Tim- inn virðist þurfa að leiká þrjú hlutverk. Hann verður að klóra Ihaldinu bak við eyrun, hann verður að skamma Alþýðubanda- lagið og hann verður að hrósa vinstri stjórninni. Það leiðir þvi að likum, að stundum getur orðið ærið erfitt að leika þessi hlutverk öll á sama tima, enda vili eitt reka sig á annars horn. Húsið er hálfgerður kross, en þakkir fyrir Lissy og Pál Útvarpsdagskráin hefir enn oröið útundan hjá mér, og er það ómaklegt; þvi margt hefir verið þar gott að finna. Skal þó að lokum drepið á örfá atriði. Það er þá fyrst þáttur Játvarðs Jökuls um daginn og veginn. Hann var mjög vel saminn og skipulega. Hitt er svo aukaatriði að ég var höfundinum alveg sam- mála. Þvi má svo bæta við, að flytjandanum, Guðrúnu Svövu Svarsdóttur tókst mjög vel að koma efninu til skila. Húsið hans Guðmundar Danielssonar fer að verða hálf- gerður kross á útvarpshlutend- um. Ég held, að Guðmundur hefði ekki átt að leggja það á sig, að breyta sögunni i leikrit. Ég held, að sagan hefði notið sin miklu betur, hefði Guðmundur lesið hana, þvi hann er ágætur lesari. Það besta i leikritinu, er hlut- verk sögumannsins, sem Guð- mundur fer með og skilar með ágætum. 1 hvert skipti, sem Guð- mundur hættir og leikendurnir taka við, óskar maður þess, að hann vildi nú vera svo góður og halda áfram að segja sina sögu. Það var eitt sunnudagskvöld um daginn, þegar Jónas Jónasson var að kynna spurningaþátt sinn, að hann lét orð falla um það, að ýmsir væru óánægðir með þáttinn og teldu að einhver hlutdrægni væri þar með i spilinu. Nú vildi ég mega hugga Jónas með þvi, að ég er ekki i hópi hinna óánægðu. Þvert á móti er ég mjög ánægður. Um hlutdrægnina get ég ekkert dæmt, en trúi þvi hins- vegar að naumast muni taka þvi, að gera veður út af sliku. Mér finnst þátturinn mjög skemmtilegur, það er i honum hæfilegur hraði, og maður hefir alltaf gaman af þvi að bera sina eigin þekkingu saman við þekk- ingu þeirra, sem spurðir eru. Annað hefir Jónas gert vel á þessum vetri. Það var þegar hann kynnti út- varpshlustendum ævintýrið um Pál og Lissy á Halldórsstöðum. Það er eitthvert hugþekkasta efni, sem útvarpið hefir flutt okk- ur á þessum vetri. Ég, sem fyrir löngu hef fengið algert ofnæmi fyrir söng, sat eins og bergnuminn og heillaður þegar ég heyrði Lissy syngja Home sweet home. 2. mars, 1975 SkúliGuðjónsson. Skreiðin læknislyf gegn hrörnunarsjúkdómi islenska skreiðin hefur reynst hið besta læknislyf gegn hrörn- unarsjúkdómi i Nigeriu, og kunna fyrirsvarsmenn Nlgerhy islenskum flugmönnum, sem sáu um birgðaflutninga suður þangað meðan á Blafrastrlðinu stóð miklar þakkir og dást að frammistöðu þeirra við þá flutninga. Framkvæmdastjóri Samlags skreiðarframleiðenda, Bragi Eiriksson, sem nýkominn er heim frá Nigeriu, sat þar veislu mikla með þarlendum höfð- ingjum. Var hann þar beðinn að koma þakklæti á framfæri til flugmanna, svo og til þeirra sem þátt eiga i verkun skreiðar- innar. í veislu þessari hélt læknir nokkur ræðu og sagði hann að hinn ægilega sjúkdóm, „kvasiokkor”, sem er hrörn- unarsjúkdómur er stafar af næringarskorti, mætti lækna með hæfilegum skammti af skreið dag hvern. Sjúkdómur þessi verður til þess að magi hinna sjúku tútnar út, hár skiptir litum og húðin dettur af. Eins og sjálfgefið er fylgja ægi- legir verkir sjúkdómi þessum. Skreiðin hefði bjargað lifi margra þeirra, sem af þessum sjúkdómi þjáðust, og börnum, sem gefinn var hæfilegur skammtur af henni dag hvern, batnaði á hálfum mánuði. Sagði þessi læknir, að nú væri almennt viðurkennt i Nigerlu, að skreiðin væri lifsnauðsynleg uppbót á daglegan matar- skammt. Er hægt að fá hana keypta i öllum veitingahúsum. Hún er bleytt upp, soðin og krydduð. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.