Þjóðviljinn - 15.03.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.03.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 15. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Alþingi ber að hefja baráttuna gegn áfenginu til aukins vegs áfengisgróðanum ár hvert Ekki nóg að Fyrir nokkrum dögum f lutti Helgi Seljan á alþingi þá ræðu um áfengismálin, sem við birtum í heild hér á eftir. Ræðan var f lutt, þeg- ar Helgi mælti fyrir þings- ályktunartillögu, sem hann stendur að ásamt þing- mönnum úröllum flokkum um skipan nefndar til að gera tillögur um úrbætur í áfengismálum. Tillaga þessi um nefndarskipan um áfengismál var borin hér fram i desembermánuði, en er nú fyrst að koma á dagskrá, að sumu leyti vegna óska frá flutnings- mönnum nú eftir áramótin, en til- lagan hljóðar þannig, að Alþingi álykti að kjósa nú þegar nefnd manna, er hafi það verkefni að gera úttekt á stöðu áfengismál- anna i dag, sérstaklega með tilliti til hrikalegra afleiðinga af ofneyslu áfengis, sem hvarvetna blasa við. Nefndin skal leitast við aö gera tillögur til úrbóta. Hún skal hraða störfum sem mest og ljúka bráðabirgðaáliti og tillögu- gerð fyrir 15. febr. nk. Nefndin skal skipuð 5 mönnum eftir til- nefningu hvers þingflokks. Alþingi getur ekki látið sem ekkert sé Tillaga þessi var sem sagt flutt snemma i desember og flutnings- menn eru úr öllum flokkum, auk min þeir Karvel Pálmason, Jón Ármann Héðinsson, Sverr- ir Bergmann, sem þá sat á þingi ,,sem varam. og Oddur Ölafsson. Þessi tillaga var sem sagt flutt i þvi skyni, að e.t.v. mætti hraða þessu máli þannig, að unnt yrði, að afgreiða það fyrir áramót og þessi nefnd hæfist þegar handa og skilaði bráðabirgðaáliti og til- lögugerð fyrir þann tima, sem nú er nokkuð löngu liðinn^ Þetta varhugsaðhjá okkur sem skyndiathugun og álit manna, sem ynnu þetta verkefni og ef, — þ.e.a.s. ef eitthvað á að gera i þessum málum, skiptir náttúru- lega dagsetning og annað þvi um likt ekki okkur flutningsmenn neinu meginmáli. Það er aðalat- riðiö að vekja athygli á vanda- málinu I heild hér I sölum Alþing- is, þvi eins og segir I greinargerð þá getur Alþingi ekki látið sem ekkert sé þegar hörmulegar af- leiðingar áfengisneyslu lands- manna birtast okkur daglega, oft á þann hátt, að beint manntjón hlýst af. Ástæðurnar fyrir flutningi þessarar tillögu voru annars veg- ar ástandið I áfengismálum okkar og einmitt á þessum tima sem hún var flutt, hrikalegar fréttir um það ástand, ýmiss konar glæpú afbrot af alvarlegu tagi, þar sem ástæðan var ætið hin sama, neysla áfengis, ofneysla á- fengis, og okkur var ljóst öllum, að afsökunin fyrir þessu öllu sam- an hefur venjulega verið einföld- uð: Menn voru undir áhrifum, þegar þessir verknaðir voru drýgðir og þeir hafa almennings- álitið hér á landi að miklu leyti með sér. Það er kannski einmitt það, sem er nauðsynlegast að reyna að breyta, þ.e. álit almenn- ings gagnvart neyslu áfengis og þá ekki sist varðandi ofneyslu þess. Hins vegar er neysla áfeng- is á Islandi orðin þannig, að að langmestu leyti er um ofneyslu að ræða. Hin ástæðan var sú, að þegar tillaga okkar kom fram hér fyrr á þessu þingi um afnám vinveitinga I veislum hins opinbera, var að þvi vikiö, að sú tillaga snerti að- eins yfirborð þessara mála. Við kæmum ekki að kjarnanum og þess vegna vildum við þá koma þessu máli að hér i öllum sinum geigvænleik. Aðeins væri það þó spuming um aðferð og þá vænt- ráðstafa bara anlega og vonandi aðgerðir i framhaldi af þvi. Menn hafa orðið töluverða ótrú á þvi að setja nefnd i hvaðeina, og nefndar- skipun er e.t.v. ekki likleg tilraun. Tillögur sænskrar þingnefndar En við höfðum að nokkru fyrir okkur skipan sænska þingsins sem skipaði fyrir nokkrum árum nefnd til þess að gera itarlega út- tekt á áfengismálum i Sviþjóð. Reynslan af þeirri nefnd var sú, að hún skilaði að visu mjög itar- legu áliti, en hennar timi var ekki i neinu samræmi við það sem við lögðum til, þvi að hún mun hafa skilað áliti eftir 7 ára starf, að þvi er ég best veit. En álit hennar og aðgerðir þær, sem hún leggur til eru hins vegar býsna athyglis- verðar og ég get ekki stillt mig um það, að minna á helstu niður- stöðurnar frá þessari sænsku nefnd i þessu sambandi, þó að flest af þvi, sem ég nefni hér hafi áður verið nefnt i sambandi við á- fengisvandamálið. Ég sem sagt geri ekki nákvæma grein fyrir þvi hér, það tæki of langan tima, en i nánari útfærslu þessara atriða kemur margt mjög athyglisvert i ljós i niðurstöðum þessarar sænsku þingnefndar. Og ég vik þá að fyrsta atriðinu, en fyrsta atrið- ið i tillögu sænsku nefndarinnar var einmitt þetta, að svipta á- fengið og áfengisneyslu öllum dýrðarljóma. Þetta var sem sagt atriði númer eitt og mig langar til að minnast sérstaklega á það i þessu sambandi vegna þess að á- stæðurnar fyrir tillöguflutningi okkar um það, að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi, gengur einmitt i þessa sömu átt, að svipta áfengið og áfengisneysl- una öllum dýrðarljóma. Sá dýrð- arljómi kemur ekki sist ofan að og þess vegna er full ástæða til þess að minna á þetta hér, að þetta er það atriði sænsku nefndarinnar sem hún setur núm- er eitt. I öðru lagi leggur hún til, að fræðsla hvers konar verði efld og bein kennsla tekin upp um skaðsemi áfengis. Fræðslan verði út frá læknisfræðilegu, sálfræði- legu, þjóðfélagslegu og efnahags- legu sjónarmiði. Fyrir þessari fræðslu er svo gerð náin grein og mjög merkileg i þessari sænsku skýrslu. 1 þriðja lagi, að menn geri sér ljósa grein fyrir umfangi vandamálsins, viðurkenni það sem stórvandamál og um leið reyni þá að komast fyrir orsakir þess og vita eins gjörla og unnt er um útbreiðslu þess. I fjórða lagi, að berjast sérstaklega gegn allri áfengisneyslu á unglingsárum, gera barnadrykkju útlæga með samstilltu átaki skóla, foreldra og yfirvalda. Þetta er nú kannski sá þáttur- inn, sem er i dag hvað hrikaleg- astur hjá okkur, vegna þess að i þessum málum hefur þróunin orðið svo ör niður á við núna allra siðustu árin. t fimmta lagi, að samræma baráttuna gegn áfengisbölinu, þem þjóðfélagsháttum og þvi um- hverfi, sem við i dag lifum við. Þetta er mjög mikilvægt atriði vegna þess, að margir þeir aðilar, sem i dag berjast gegn þessu böli hafa einmitt ekki aðlagast nægi- lega þvi þjóðfélagsumhverfi, sem við nú lifum i og eru of mikið i gamla timanum varðandi þá bar- áttu, sem þeir heyja. t sjötta lagi, að hafa jákvæð á- hrif á umgengni fólks gagnvart á- fengi á öllum sviðum, ekki sist i skemmtanalifinu, þar sem já- kvæð áhrif eru mikilvægust. Um þetta þarf vist ekki mikið að segja hér hjá okkur, þar sem allt okkar skemmtanalif er svo gegnsósa af vinneyslu eins og raun ber vitni. t sjöunda lagi, að taka áfengis- varnir i rikari mæli inn i heilsu- gæsluna, en nú er og tryggja með þvi fyrirbyggjandi aðgerðir, og i áttunda lagi, að koma i veg fyrir heimabrugg, smygl og annan ó- löglegan tilbúning og innflutning áfengra drykkja. Það þvo allir hendur sínar Þetta eru svona samandregin helstu atriðin, sem mér sýndust koma út úr þessari sænsku skýrslu, en henni fylgir mjög náin og góð útfærsla og aö mörgu leyti mjög lærdómsrik og ég held að við mættum taka mikið mið af Eftir Helga Seljan, alþingismann henni, ef — ég segi ennþá ef, — okkur er yfirleitt nokkur alvara með að taka á þessu máli, ef okk- ur er i raun og veru nokkur alvara með það, að þetta sé eitthvert vandamál. Maður efast satt að segja um það, af bæði ræðum og skrifum um þessi mál, að þarna sé nokkuð á ferðinni annað en það, sem við megi búast og sem sjálfsagt sé að una við. þingsjá Við vildum vekja athygli á þvi, að það væru jafnvel nauðsynleg einhver skyndiúrræði i þessum málum, en viö leggjum einnig á- herslu á, að allt vandamálið kall- ar á nákvæma könnun og hvoru tveggja þarf að athuga. Nefnd eins og sú, sem hér er lagt til að verði skipuð gæti t.d. dæmt þar um.og niðurstaða jafnvel skjótrar athugunar gæti bent á einhverja leið fram á við. Það er rétt, vandamálið er margþætt og vandamálið er hrikalegt og spurningin er um það, hverja á að kalla til ábyrgð- ar varðandi þetta vandamál. Eitt er þó að minnsta kosti vist, að allt okkar tal og allar okkar gerðir i. þessum efnum einkennast af á- byrgðarleysi. Það er enginn sek- ur. Það þvo allir hendur sinar. Það er nú einu einni svo, að hlutverk Alþingis er að setja lög. Auðvitað vitum við það, að þau lög eru misjafnlega haldin og vafalaust eru flest lög i einhverju brotin, en fá hygg ég að séu þó svo almennt og alvarlega brotin sem einmitt okkar áfengislöggjöf. Og þá fyrst og fremst að þvi er tekur til barna og unglinga og að öllu hinu frátöldu er vandinn stærstur þar og þar af leiðandi eru lögbrot- in þar einnig alvarlegust. Ég hef nokkrar skýrslur i höndum, sem sanna þetta ótvi- rætt, bæði varðandi börn og ung- linga og einnig varðandi löggæsl- una sjálfa, dómsmálaráðuneytið t.d., sem virðist gefa út vinveit- ingaleyfi til hverra sem er, af hvaða tilefni sem er. Það þurfa varla held ég að koma saman, að þvi er manni sýnist þar, nema svona 10—15 menn, til þess að fá vinveitingaleyfi, þó að skýr á- kvæði séu um það i lögum að svo skuli ekki vera. Skýrslur löggæsl- unnar segja sitt um afleiðingar og við vitum að afbrot framin i ölæði eru nær daglegt brauð. Tölur frá Áfengisverslun rikisins segja sitt um fjármunasóunina, sem er gifurleg og alvarleg,og þó er að- eins hálfsögð sagan i sambandi við fjármunasóunina þar. Eftir er að telja hinar glötuðu vinnustund- ir eða ónýtu vinnustundir og eyði- legging ýmiss konar, bæði efna- leg sem andleg, sem fylgir i kjöl- farið. En hrikalegar tölur mil- jarða varðandi söluna sjálfa segja þó sitt. Geðlæknar og taugalæknar segja sina sögu um fjölþættar afleiðingar áfengis- neyslu á andlegt heilsufar fólks. Af þvi mætti segja marga sorgar- sögu um fólk i blóma lifsins. Þannig mætti áfram telja. Hin glötuðu mannsefni Einkenni skemmtanalifsins i dag eru afgerandi og hafa ótrúleg áhrif, e.t.v. meiri en allt annað. Vínneysla við hvert hátiðlegt tækifæri, sem kallað er, gefur á- fenginu einmitt þann dýrðar- ljóma, sem sænska nefndin lagði til númer eitt að svipt yrði af. Það er rétt að tillaga okkar um afnám vinveitinga i opinberum veislum er smáskref i þá átt, en hún er e.t.v. mikilvægari en menn grun- ar. Þessi vinneysla til hátiðar- brigða, eins og það er svo fallega orðað, endar oftar en ekki með ó- sköpum, þó ekki sé það almennt, fremur einstaklingsbundið. Og ó- talin er enn sú saga, sem gerist á heimilum, áhrif vinneyslunnar á uppeldi, á fjölskyldulif. Ofneysla áfengis kallar þar á upplausn og hörmungarástand oft á tiðum. Oft er þetta ástand umborið, þó þessi ofneysla skilji i raun eftir sig djúp spor i sálarlifi barna og unglinga. Þetta hafa m.a. taugalæknar og geðlæknar leitt skýrt i ljós við könnun á vandamálum fólks á fullorðinsárum, að orsakir til ým- iss konar andlegra veilna og sjúk- leika hefur mátt rekja beint til erfiðleika af þessum sökum i upp- eldinu. Það þarf heldur ekki að fara beint út i það, að fara út i sögu rónans svokallaða, sem á sér ekki viðreisnar von, sem við allir erum búnir að dæma úr leik og viljum helst ekkert fyrir gera helst ekki vita af, eða ólæknandi sjúklingsins, sem þó er ekki i þessum hópi,og við þurfum ekki að fara langt út i það, að tala um hin glötuðu mannsefni, sem við tölum gjarnan um af viðkvæmni oft á tiðum, en ypptum svo aðeins öxlum. Þarna voru á ferðinni hæfileikarog atgervi, sem glötuð- ust fyrir vinneysluna og við þvi er i rauninni ekkert að segja. Þetta er viðkvæðið. Allt er þetta svo margsagt, að það þarf ekki að vera að halda langa tölu þar um. Spurningin er aðeins, hvað á að gera, eða kannski fremur, á eitt- hvað að gera? Er kannski best að láta allt reka á reiðanum og er það kannski einmitt hlutverk Al- þingis að skipta sér hér ekkert af vandamálinu, gera ekki neitt? Verður aðflutnings- bann eina leiðin? Mér hefur, siðan ég kom hér á Alþingi, sýnst að það væri ærið mikil tilhneiging til þess að gera ekkert. Ég skal játa það, að ég hef oft verið i vafa um hvaða leiðir ætti að fara að þvi marki, sem ég teldi æskilegast, og heildarlausn hef ég ekki á takteinum. En jafn- vel núna á þessum siðustu timum, þegar þetta vandamál hefur færst alveg sérstaklega niður á við i aldursflokkunum, niður til ung- linga og jafnvel barna. Þá hef ég hallast æ meir að minu gamla viðhorfi, sem ég hafði unglingur, að með illu skuli illt úr drifa, að aöflutningsbann væri tilraun, auðvitað djörf og auðvitað dýr ef hún mistækist, en óneitanlega kemur hún upp i hugann æ sterk- ar þvi fleiri skuggalegar myndir, sem upp eru dregnar sem bitur sannleikur þessa alvörumáls. En ég er ekki að leggja þá leið til. Sjálfsagt er að leita allra leiöa. Og ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að um leið og almenn- ingsálitið hefði breyst, væri orðið neikvætt áfengisneyslu yfirleitt, þá værum við þegar komin spor i áttina, kannske komin vel á veg með að snúa þróuninni algerlega við. Hitt get ég ekki, og viö flutningsmenn, við getum hrein- lega ekki unað við það, að Alþingi sitji alltaf hjá i þessum málum og aðgerðarleysi þess sé algert, slikt er vitavert og ábyrgðar- laust. Það er ekki nóg að setja lög, sem við vitum að eru svo þverbrotin, jafnvel þar se'm sist er ástæða til. Og betri framkvæmd þegar settra laga hlýtur auðvitað að vera sjálfsögð krafa. Það er rétt, þau lög eru þegar i dag illa framkvæmd af dómsvaldinu i landinu. Verulega illa framkvæmd. Og einstakar kvartanir sem berast frá aðilum i þessum efnum, sem eiga þó að heita opinberir aðilar jafnvel, einstakar kvartanir frá þessum aðilum eru æ ofan i æ hundsaðar i hinu háa dómsmálaráðuneyti. Viö teljum fordæmið mikilsvaröast. En fleira þarf vitanlega til að koma. Ég er viss um að nefnd sem ynni starf sitt af einlægni og af afli hlyti að geta visað á ein- hverja útgönguleið og ég álit að vandamálið sé þess eðlis, að það megi einskis láta ófreistað. Min skoðun er sú og okkar flutnings- manna allra og ég hygg miklu, miklu fleiri, að Alþingi eigi ekki að hafa það eitt hlutverk i þessum málum, að ráðstafa áfengisgróð- anum á fjárlögum ár hvert. Við flutningsmenn allir erum opnir fyrir öllum nýjum leiðum og nýjum hugmyndum. Við teljum þó fordæmið mikilsverðast og á það verður aldrei lögð of þung áhersla. Við leggjum einnig áherslu á það, að almenningsálit- ið verði sterkasti bandamaðurinn i baráttunni. Það er nú i dag öfl- ugasti óvinur okkar i þessari bar- áttu. En eitt hlýtur þó öllum að vera ljóst, að það er aðgerða þörf og það ber að gera tilraun og Alþingi á að hafa þar frumkvæði, hefja þessa baráttu til aukins vegs, og gefa baráttunni gegn áfengisbölinu þannig aukið gildi, veita eitthvert fordæmi i þessum efnum. Ég er nefnilega sannfærð- ur um það, að allir þeir mörgu, sem úti i þjóðfélaginu starfa að baráttu gegn áfengisbölinu, þeir meta framlag okkar mikils, ef það væri gert i fullri alvöru. Þvi er þessi tillaga okkar flutt. Vitanlega mun sú nefnd sem fær þetta mál til athugunar breyta dagsetningum. Fyrir okk- ur skiptir það ekki öllu máli, hvort hér verður um nefnd að ræða, sem skili bráðabirgðaáliti eða hvort hér verður komið á fastri nefnd sem vinnur að þess- um málum. Menn segja kannske, að tilsé áfengisvarnarráð og aðr- ir aðilar, sem með þessi mál eigi að fjalla, en ég held að það sé ekki nokkur vafi á þvi, að hér þurfi að koma til nýr aðili, einmitt beint frá þinginu sjálfu, að menn jafn- vel hér úr þinginu vinni að þessu vandamáli beint og geri um það tillögur, hafi t.d. þessar sænsku tillögur og hina itarlegu greinar- gerð sem þeim fylgir til snokkurrar viðmiðunar: þvi skiptir það okkur ekki neinu máli, hvernig þessari nefnd verður falið að starfa, en við leggjum á það höfuðáherslu, að hún fái að starfa, að hún verði sett, þrátt fyrir allt og þrátt fyrir misjafna reynslu okkar af nefndum yfirleitt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.