Þjóðviljinn - 19.03.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.03.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 : : , ■ , ....................... . :. • . ■ ............................... : | Att PuaiiðSi Þetta frumvarp er flutt af mér og Eðvarð Sigurðssyni og efni þess er ákaflega einfalt, þar er lagt til að söluskattur verði felld- ur niður á matvælum. Siðan á- kvæði ráðherra með reglugerð mörkin milli matvæia og annarr- ar vöru, til að mynda sælgæus. Grundvallarlögin um söluskatt eru frá 1960 og þar eru i 6. gr. á- kvæði um tilteknar lögskipaðar undanþágur frá söluskatti. Af matvælum er þar að finna ný- mjólk og neysluvatn, en að öðru leyti leggst söluskattur á öll matvæli samkvæmt lögunum. í lögunum er einnig ákvæði um það að ráðherra geti með reglugerð undanþegið tilteknar vörur sölu- skatti og var gert i nokkrum mæli 1971 þegar svokölluð vinstri stjórn tók til starfa. Þá bættist við neyslufiskur og allar mjólkurvör- ur þ.e.a.s. ekki aðeins mjólkin sjálf, heldur einnig smjör, rjómi, skyr og ostar og svo ýmsar nauð- synjar aðrar, sem ekki eru af matvælatagi. Ástæðan til þess, að ég tel það timabært að litið sé á þennan gjaldstofn, að þvi er matvæli varðar, eru þær feiknalegu verð- hækkanir, sem yfir okkur hafa dunið að undanförnu. Ég vil minna á það að þegar núverandi rikisstjórn tók við var visitalan 296 stig. Þegar hún var siðast reiknuð var hún komin uppi 375 stig og hún hefur siðan verið að hækka dag frá degi og það er al- veg augljóst, að eftir tiltölulega stuttan tima, nokkrar vikur, þá verður hún komin yfir 400 stig og þá hefur hún hækkað um meira en þriðjung i tið núverandi rikis- stjórnar. Þetta er heildarmeðal- tal miðað við grundvöll visitölu- fjölskyldunnar. En matvæli hafa hækkað miklum mun meira. Matvæli hafa hækkað að meðaltali um 41,2% i tið rikis- stjórnarinnar. Ekki er heldur um það að ræða að matvæli hafi hækkað um þessa pró- sentutölu að jafnaði, þvi brýn- ustu matvæli þau matvæli sem heimilin nota dag hvern og enginn maður kemst hjá að nota, hafa hækkað ennþá meira en þetta. Vörur af þessu tagi hafa hækkað um 60% hvorki meira né minna. Þarna er þvi um að ræða verð- hækkanir sem hafa orðið ákaf- lega þungbærar og verða þung- bærari og þungbærari. 1 dag hækkuðu landbúnaðarvörur allar, nema nýmjólkin, aðeins vegna þess að hún er greidd niður úr rikissjóði með fjármunum, sem aflað er þá með skattheimtu eftir öðrum leiðum. Við þekkjum öll á- hrif gengislækkunarinnar. Þau eru að velta yfir okkur dag frá degi og viku eftir viku og þau munu bitna mjög þungt á inn- fluttum matvælum og raunar einnig á matvælum sem fram- leidd eru hér, vegna þess að gengislækkunin hefur áhrif á rekstrargrundvöll landbúnaðar o.fl. matvælaframleiðanda hér á landi. Hækkar söluskatturinn í 29%? Söluskatturinn hér er orðinn á- kaflega hár. Hann er hvorki meira né minna en 20%. Þetta er svipuð upphæð og söluskattur eða virðisaukaskattur er i nágranna- löndum okkar, en í þvi sambandi er þess að gæta að þar i löndum Fellum niður söluskatt af matvælum er búið að mestu leyti að afnema alla tolla. Þvi fer mjög fjarri að allir tollar hafi verið afnumdir á Islandi. Tolltekjur rikissjóðs eru mjög miklar. 1 fjárlögum þessa árs er sköttum rikisins þannig skipt, að beinir skattar eru 8,8 miljarðar en óbeinir skattar eru 38,8 miljarðar. Menn taki eftir þessum hlutföllum á milli beinna skatta og óbeinna. Óbeinu skatt- arnir eru orðnir svona óhemju- lega miklu stærri hluti af skatt- heimtu rikisins og ég efast um að hlutföll af þessu tagi þekkist i nokkru nálægu landi. Af þessum óbeinu sköttum, sem eru 38,8 miljarðar er söluskatturinn 17,9 miljarðar skv. þeim tölum sem eru i fjárlögum, en tollar og önnur aðflutningsgjöld 12,8 miljarðar. Það eru semsé innheimtir tollar fyrir 12.8 miljarða á sama tima og söluskatturinn er kominn upp I 20%. Nú hefur sú stefna verið mörkuð af islenskum stjórnvöld- um, að við eigum að fella niður tolla af innfluttum varningi og við höfum raunar skuldbundið okkur til þess, bæði i sambandi við aðild að EFTA og samningana við Efnahagsbandalag Evrópu. En ég vil minna á það, að ef þessir tollar og aðflutningsgjöld féllu niður og ættu að innheimtast i söluskatti i staðinn, eins og oftast hefur verið talað um, þá þyrfti söluskatturinn að hækka upp i hvorki meira né minna en 29%. Þá væri þessi óbeini skattur orð- inn u.þ.b. 50% hærri hér á fslandi en hann er til að mynda annars staðar á Norðurlöndum. Aukiö ranglæti Ég hygg að við séum þarna komnir inn á brautir, sem kunna að reynast okkur hættulegar og á- stæða sé til að endurskoða af fullri alvöru hvort við getum haldið áfram á þessari braut. Ég vakti athygli á þvi áðan að mat- væli hefðu hækkað meira en nokkrar aðrar vörutegundir. Slik hækkun á matvælum bitnar að sjálfsögðu þyngst á þeim, sem verða að nota mestan hluta tekna sinna til matarkaupa. Þannig er þvivarið um lágtekjufólk, um barnmargar fjölskyldur, um aldraðfólk og um öryrkja. Aldrað fólk og öryrkjar verður raunar að nota svo til allar þessar tekjur til matarkaupa. Sá skammtur, sem þessum þjóðfélagsþegnum er ætl- aður er svo naumur, að ég hygg að litið verði þar aflögu þegar bú- ið er að greiða hitunarkostnað og rafmagn einnig. Þess vegna hefur þessi hækkun á matvælum, sem er meiri en á nokkrum öðrum vörum, orðið til þess að stórauka þjóðfélagslegt ranglæti. Það er verið að leggja auknar Þjóðfé- lagslegar byrðar hlutfallslega á það fólk, sem hefur minnsta getu til að bera þær. Hliðstæð skipun erlendis Eins og ég gat um áðan, leggj- um við flutningsmenn til, að mat- væli verði felld niður úr sjálfum söluskattsstofninum. Af þvi mundi þá leiða að það yrði ekki aðeins söluskatturinn sjálfur sem félli niður af þessum vörum held- ur einnig viðlagagjaldið. Þessi 20%, sem lagðar eru á þessar vör- ur, mundu falla niður, vörurnar mundu sem sé lækka um um það bil 17%. Við áætluðum hve mikill söluskattur hefði verið innheimt- ur af matvælum á siðasta ári. Það kom þá i ljós að trúlega hefði sú upphæð numið 1300 til 1400 milj. kr. eða u.þ.b. 4% i visitölu. Siðan hafa matvæli hækkað ákaflega mikið eins og ég gat um áðan og meira en annað, þannig að trú- lega er hér um að ræða upphæð á þessu ári sem næmi um 2000 milj. kr. og yrði likast til öllu hærri hluti af visitölunni vegna þess að matvæli hafa hækkað meira en annað, eins og ég gat um, þannig að þarna gæti verið um að ræða jafngildi visitölulækkunar um 5%. Það er umtalsverð breyting eins og kjörum manna er nú hátt- að. Hér hefur oft verið um það rætt hvort ekki væri ástæða til þess að hafa söluskatt af tvenns konar tagi, hafa mismunandi há- an söluskatt eða engan söluskatt á sumum vörum en einhvern söluskatt á öðrum vörum. Embættismenn hafa verið and- vigir þessu fyrirkomulagi og talið að það væri erfitt að fylgjast með þvi að slikt kerfi yrði ekki hagnýtt til þess að stela úndan söluskatti. Ég hygg að allir viti að það er nú gert I allrikum mæli hér á tslandi. Samt er það svo, að I ýmsum ná- grannaþjóðfélögum okkar, hefur þessi háttur verið tekinn upp. Þannig er i Noregi um að ræða tvenns konar virðisaukaskatt eft- ir mati á þvi hvort vörur eru nauðsynlegar eða miður nauð- synlegar. Ég hefi ekki heyrt um að norðmenn hafi lent i neinum vandræðum af þessum sökum. Mér er kunnugt að hliðstæð skip- an er i Frakkland og ég hygg i fleiri löndum, og fyrir þvi eru að sjálfsögðu engin rök að embættis- menn okkar islendinga geti ekki gengið frá eftirlitskerfi, sem fylg- ist með þessu á sama hátt og unnt er að gera i öðrum þjóðfélögum. Raunar er þessi breyting.sem við leggjum til ákáflega einföld. Þarna er um að ræða matvæli, einvörðungu matvæli, og þetta er tiltölulega einföld flokkun. Sala á matvælum fer yfirleitt fram i sér- stökum verslunum, þannig að ég hygg að það væri mjög auðvelt að koma þessari skipan á. Tíminn jákvæöur, íhaldiö þegir Frumvarp þetta um afnám söluskatts af matvælum hefur nokkuð verið rætt i blöðum að undanförnu. M.a. hefur það verið rætt i ritstjórnargreinum i Tim- anum og undirtekir Timans hafa verið ákaflega jákvæðar. Talið hefur verið, að hér væri verið að fitja upp á stefnu, sem Eysteinn Jónsson hefði fylgt á sinum tima og ekki skal ég fara neitt að pexa um það, þar er ekki leiðum að likjast. En þessar undirtektir formanns þingflokks Framsókn- ar eru að minni hyggju ákaflega athyglisverðar. Ég hef ekki orðið var við neinar athugasemdir við þessa hugmynd af hálfu Sjálf- stæðiflokksins, en ég hygg, að hér sé um að ræða mál, sem hefur vakið það mikla athygli, að það yrði áreiðanlega vel þegið og eftir þvi tekið, ef einhver mái- svari Sjálfstæðisfl. t.d. fjár- málaráðherra sem var hér við- staddur til skamms tima léti það uppi við 1. umræðu um málið, hver væri afstaða Sjálfstæðis- flokksins til þess. Það hefur mikið verið um það talað af hálfu Sjálf- stæðisflokks að undanförnu, að hann vildi gjarnan draga úr al- mennri skattheimtu vegna þess, hve kjör hafa skerst að undan- förnu. Þar er um að ræða ýmsar leiðir. Við fulltrúar Alþýðubanda- lagsinshöfum bent á það, að þeir skattar, sem hvila þyngst á lág- tekjufólki, eru annars vegar út- svör og hins vegar söluskattur- inn. Óbeinir skattar eru langsam- lega stærsti hlutinn af tekjum rikissjóðs, einsog ég gat hér um áðan. Ef rikisstjornin gæti fallist á umtalsverðar breytingar á söluskatti hafa alþýðusamtökin lýst yfir þvi, að þau muni að sjálf- sögðu meta það til móts við aukn- ar tekjur, ef um er að ræða breyt- ingar, sem hafi áhrif á afkomu al þýðuheimilanna. Úr framsöguræöu Magnúsar Kjartanssonar um frumvarp hans og Eðvarðs Sigurðssonar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.