Þjóðviljinn - 20.03.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.03.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Hundrað konur mótmæla endurskoðun fóstuveyð- ingafrumvarpsins, sem þœr telja móðgun við konur Hundrað konur hafa ritað nöfn sín undir mót- mælaskjal, vegna þeirra breytinga á fóstureyð- ingafrumvarpinu sem nú er fyrir Alþingi, sem gerðar voru við endur- skoðun þess nú í vetur. Antígóna Sófóklesar komin út Harmleikur Sófoklesar, Antigona, er út komin hjá Heimskringlu i þýðingu Helga Hálfdúnarsonar, sem hefur verið mjög lofuð allt frá þvi menn heyrðu hana af fjöium Iðnó. Friðrik Þórðarson skrifar formála, týnir saman ,,ýmsan fróðleik.... lesendum leiksins til skilningsbótar” um forn- griska leikritun og Antigónu sjálfa, hvaða valkosti menn eiga, sem nú lesa þetta verk. Sex þessara kvenna, þær sem gengust fyrir undirskriftasöfnun- inni, þær Bergljót Halldórsdóttir, Erna Ragnarsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Hlédis Guðmunds- dóttir, Sigrún Júliusdóttir og Val- borg Bentsdóttir skýrðu blaða- mönnum i gær frá tilefni undir- skriftasöfnunarinnar. Sögðust þær vilja mótmæla þvi vantrausti sem konum er sýnt með þvi að fella niður þann hluta fóstureyðingafrumvarpsins, þar sem segir að fóstureyðing skuli heimiluð að ósk konu, sé aðgerðin framkvæmd fyrir lok 12. viku meðgöngu og ef engar læknis- fræðilegar ástæður mæla á móti aðgerðinni. Þá sögðu konurnar, að mikilvægt væri að fólk gerði sér grein fyrir, að hér er ekki ver- ið að ræða um frjálsar fóstureyð- ingar; löggjöf sem heimilar fóstureyðingar, hefur verið við lýði hér á landi s.l. 40 ár. Nú er einungisum að ræða hverþaðer, sem tekur hina endanlegu á- kvörðun, en ekki hvort fóstureyð- ing skuli heimiluð samkv. lögum eða ekki. Konurnar sögðu hugmyndina með undirskriftasöfnuninni vera að sýna hug kvenna úr sem flest- um starfsstéttum til þessa ótvi- ræða mannréttindamáis. Undir- skriftasöfnunin hófst s.l. föstudag og stóð til þriðjudags, og fengu færri að rita nöfn sin en vildu. Páska- eggja markaður Mw I KJÖRGARÐlllSKEIFUNN115 „Við höfðum i upphafi ,,60- menninga” i huga, en vegna áhuga fjölda kvenna og þrýstings var ekki unnt að takmarka töluna við lægra en eitt hundrað”. Valborg Bentsdóttir, skrifstofu- stjóri sagði á blaðamannafundin- um: „Við teljum það móðgun við konur að telja þær ekki færar um að taka ákvörðun i sliku máli — teljum það raunar ekki á færi annarra aðila. Ennfremur teljum við það ókurteisi af þingmanna hálfu, að setja þrjá karlmenn til að endurskoða fóstureyðingar- frumvarpið, sem nefnd, skipuð konum og körlum, vann afar vandlega”. Þetta frumvarp i endurskoð- aðri mynd, er jafnvel skref aftur á bak frá gömlu lögunum, þar sem orðalag þess er enn strang- ara en áður var. Það er ótrúlegt að tslenskar konur sætti sig við svo þungan dóm yfir eigin dóm- greind”. Konunrnar minntu siðan á um- mæli starfsfélaga heilbrigðis- stéttanna og ummæli landlæknis um að núgildandi lög mismunuðu konum eftir efnahagsstöðu þeirra. Listinn með nöfnum kvennanna hundrað verður birt- ur i Þjóðviljanum á morgun. —GG Skákþing Islands hefst í kvöld i kvöld hafst Skákþing islands með keppni i Landsliðsflokki, en eftirfarandi 12 keppendur skipa landsliðsflokkinn i ár, samkvæmt töfluröð: 1. Haukur Angantýsson, 2. Björn Þorsteinsson, 3. Jón Þ. Þór, 4. Helgi Ólafsson, 5. Asgeir P. Asgeirsson, 6. Margeir Pétursson, 7. Ómar Jónsson, 8. Július Friðjónsson, 9. Gunnar Finnlaugsson, 10. Bragi Halldórs- son, 11. Frank Herlufsen, 12. Jónas Þorvaldsson. Þeir Ingvar Ásmundsson, Jón Kristinsson og Björgvin Vig- lundsson áttu rétt á þátttöku en gátu að þessu sinni ekki verið með og i þeirra stað koma Jón Þ. Þór. ómar Jónsson og Július Friðjónsson. 1 kvöld keppa 1-12, 2- 11 o.s.frv. A laugardag hefst keppni i meistaraflokki og 1. og 2. flokki, en kvennaflokkur og öldunga- flokkur liefja keppni á sunnudag. Skráning i þessa flokka stendur enn yfir. Prentsmiöjan ÞRYKK Litprentun — offsetprentun Lindarbrekku 6 Kópavögi Simi 41048 Danirnir koma Forsala aðgöngumiða á landsieiki Islands og Danmerkur, sem fram fara um næstu helgi, heldur áfram í Austurstræti í dag kl. 4-6. Einnig í íþróttahúsinu í Hafnarfirði frá kl. 17-19. LANDSLIÐSMENN ÍSLANDS selja miða í íbúðahappdrætti HSÍ á sama stað MUNIÐ miönæturkabarettinn í Austurbæjarbíó í kvöld. SÖNGUR, GRÍN OG GLEÐI. Matty Jóhanns og Smári Ragnarsson eiga áreiöanlega eftir aö koma fólki á óvart í kvöld. Aðstoðarfraiiikvæindast jóri Hér með er auglýst laust starf aðstoðar- framkvæmdastjóra Iðnaðardeildar Sam- bandsins, með búsetu i Reykjavik. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist starfs- mannastjóra Gunnari Grimssyni fyrir 5. april n.k. Starfsmannahald

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.