Þjóðviljinn - 20.03.1975, Síða 4

Þjóðviljinn - 20.03.1975, Síða 4
4 SIÐA — Þ.IÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. marz 1975. MÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS Otgcfandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Svavar Gcstsson Frcttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Vilborg Harðardóttir Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. NÝTING INNLENDRA ORKUGJAFA Fyrir ári var lögð fyrir alþingi skýrsla sem unnin hafði verið á vegum vinstri- stjórnarinnar um nýtingu innlendra orku- gjafa i stað oliu ásamt drögum að áætlun- um um framkvæmdahraða. Þar var m.a. komist svo að orði um Hitaveitu Suður- nesja: „Möguleiki er á þvi að tengja hluta Grindavikur við veitu i ársbyrjun 1975. Njarðvik og Keflavik mætti tengja i árslok 1975 og fyrri hluta árs 1976 en Sandgerði og Gerðar ná varla að komast inn i kerfið fyrr en seinast á árinu 1976.” Þessum áætlunum hefur nú verið ger- breytt. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráð- herra skýrði frá þvi á alþingi i fyrradag að framkvæmdir við Hitaveitu Suðurnesja mundu taka tvöfalt lengri tima en áður var áætlað og þeim yrði ekki lokið fyrr en 1978, tveimur árum siðar en ráðgert hafði verið i tið vinstristjórnarinnar. Ástæðan fyrir þessari töf er forustuleysi af hálfu rikisstjórnarinnar, tregða við að útvega fjármagn. Auk þess er ekki enn búið að semja við eigendur Svartengis sem gera sifellt hærri kröfur, og forustumenn Sjálf- stæðisflokksins fást ekki til að fallast á hið sjálfsagða frumvarp um þjóðnýtingu jarðvarma á háhitasvæðum. Hversu al- varleg töfin við framkvæmdir á Suður- nesjum er má marka af þvi að heiiuar- kostnaður veitunnar er áætlaður 2.420 miljónir króna, en árlegur sparnaður af notkun hitaveitu i stað oliu nemur 800 miljónum króna. Tveggja ára töf jafngild- ir þvi 1.600 miljónum króna, en það sam- svarar tveimur þriðju af stofnkostnaðin- um. 1 þeim áætlunum sem gerðar voru i tið vinstristjórnarinnar og áðan var vitnað til var ráðgert að öllum hitaveitufram- kvæmdum á Islandi yrði lokið á árinu 1976. Þar var átt við Hitaveitu Suðurnesja, nágrannabyggðir Reykjavikur, Akranes, Borgarnes, Blönduós, Siglufjörð, Eyrar- bakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Akur- eyri auk fleiri staða sem kynnu að reynast hagkvæmir. Tafirnar á Suðurnesjum og i nágrannabyggðum Reykjavikur spá ekki góðu um framkvæmdirnar annarstaðar, enda hefur hreinlega ekki verið snert við ýmsum þeim verkefnum sem áðan voru talin. Enn alvarlegri eru þó horfurnar að þvi er varðar rafhitun húsa, en talið er að um 34% landsmanna þurfi á raforku að halda til þess að losna við oliukyndingu. Til þess að fullnægja þeim markaði þarf alla þá raforku sem Sigölduvirkjun fram- leiðir að viðbættri orku Kröfluvirkjunar. Ekki er annað sjáanlegt en að rikisstjórn- in hafi ákveðið að vikja þessu verkefni gersamlega til hliðar. Verulegan hluta af orku Sigölduvirkjunar á að nota til járn- blendiverksmiðju og rætt er um að selja Álbræðslunni i Straumsvik 20MW i viðbót við það mikla orkumagn sem hún fær nú fyrir smánarverð. öll áætlunargerð um rafhitun hefur verið lögð niður, stofnlina milli Suðurlands og Norðurlands tafin, enginn undirbúningur að öðrum stofnlin- um eða styrkingu dreifikerfa. Hversu hagkvæmt það er að nýta inn- lenda orkugjafa i stað oliu má marka af dæminu frá Suðurnesjum, en þar er áætl- að að þriggja ára sparnaður vegna slikra framkvæmda jafngildi öllum stofnkostn- aði. Rafhitun húsa skilar að visu ekki jafn miklum arði á jafn skömmum tima, en engu að siður er ljóst að afnám oliukynd- ingar með hitaveitum og rafhitun leiðir til gjaldeyrissparnaðar sem nemur miljörð- um króna á ári. Þvi þyrfti þarna að vera um algert forgangsverkefni að ræða. Framtaksleysi rikisstjórnarinnar er af tvennum rótum runnið. Annarsvegar er samdráttarstefna hennar sem hefur þann annarlega tilgang að þrýsta lifskjörum launafólks niður. Hins vegar hefur rikis- stjórnin rúið islendinga lánstrausti erlend is með þvi að sólunda öllum gjaldeyris- sjóði landsmanna og taka neyslulán sem nú nema yfir 2.000 miljónum króna. Á meðan svo er ástatt telur hún sig ekki geta útvegað fjármagn til hinna brýnustu framkvæmda. Hvorttveggja er sjálfskap- arvíti, afleiðing af rangri stefnu, sem verður þjóðinni dýrkeypt ef hún fær að móta þróun efnahagsmála og fram- kvæmda um langt skeið. — m. Spurt um vegagerð: Breiðadalsheiði og tenging Djúpvegar Samgönguráöherra svaraði á alþingi á þriöjudag fyrirspurn sem Karvel Pálmason mælti fyrir um vegagerð á Breiðadalsheiöi og frambúðartengingu Djúpveg- ar við aðalakvegakerfi landsins. Ráðherrann rakti upplýsingar frá Vegamálastjóra og þar kom m.a. fram eftirfarandi varðandi Breifadalsheiði: Rannsóknir hafa sýnt að bergið er svo feyskið og millilögin svo laus I sér, að m jög kostnaðarsamt og seinlegt yrði að gera þau 500 metra löngu jarðgöng, sem áformað var að gera fyrir nokkr- um árum. Sllk jarðgöng hefði þurft að fóðra jafnóðum og þau voru sprengd. Fallið hefur verið frá þessari lausn, a.m.k. I bili. Þær lausnir, sem nú eru helst taldar koma til greina eru: 1. Að grafa og sprengja klauf niður I háskarðið og nota efnið, sem úr henni kemur, i vegfylling- ar beggja vegna, byggja siðan þak yfir klaufina i hæfilegri hæð og fylla svo með jarðefni yfir. Má þvi segja, að hér sé einnig um þingsjá göng að ræða, þótt öðruvisi sé fyrir komið en þeim sem áður voru ráðgerð. 2. Vegsvalir yfir veginn i kinn- ungunum annars vegar eða beggja vegna háskarðsins. Hér er um það að ræða að byggja yfir veginn, þar sem snjóþyngslin og hættan af snjóflóðum er mest. 3. Jarðgöng mun ofar en upp- haflega var gert ráð fyrir með miklum fyllingum við ganga- munnana. Er með þessari lausn stefnt að þvi að komast' með göngin i þykkari berglög og velja stefnuna þannig, að ekki þurfi að fara i gegnum nema fá millilög. Allar þessar lausnir eru dýrar og þarfnast nánari rannsókna. Röðun þeirra hér að ofan segir ekkert til um, hvort ein þeirra sé talin liklegri en önnur. Stefnt er að því, að niðurstaða geti legið fyrir við endurskoðun vegaáætlunar 1970. Varðandi tengingu Djúpvegar komu fram i svari ráðherra þær upplýsingar frá vegamálastjóra, að undanfarin 2 ár hefur verið unnið að athugunum á þvi, hvort byggja ætti upp núverandi veg um Þorskafjarðarheiði eða leggja nýjan veg úr Djúpi um Kolla- fjarðarheiði. Fylgst hefur verið með snjóa- lögum á Þorskafjarðarheiði og Kollafjarðarheiði undanfarin tvö ár, og ráðgert er að ljúka mæl- ingu veglinu yfir báðar heiðarnar og setja niður snjómælistikur á þeim leiðum I ár. Svipaða könnun er áformað að gera á Steingrims- fjarðarheiði. Stefnt er að þvi, að samanburð- ur á kostnaði á þessum leiðum geti legið fyrir við endurskoðun vegaáætlunar árið 1976. Stefán mælti fyrir áburðar- verksmiðju A fundi efri deildar alþingis I gær kom til umræðu þingsálykt- unartillaga Stefáns Jónssonar um áburðarverksmiðju á Norð- austurlandi. Stefán flutti itarlega framsöguræðu fyrir tillögunni, og verður gerð nánari grein fyrir henni síðar. Allmargir þingmenn tóku til máls: Ingi Tryggvason, Halldór Asgrímsson, Helgi Seljan og Steinþór Gestsson. Tillagan fékk almennt vinsamlegar undir- tektir og var umræðunni frestað og málinu visað til iðnaðar- nefndar deildarinnar. Þorskaflinn fyrstu tvo mánuði ársins Orka Framhald af bls. 12 ingartillögur, næði frávisunin ekki fram að ganga. Magnús rakti þróun orkumála á Islandi á undanförnum áratugum, stefnu viðreisnarstjórnarinnar og nýja stefnumörkun vinstri stjórnar- innar. Hann lagði áherslu á, að allar hugmyndir um stóriðju- framkvæmdir hafi i tima vinstri stjórnarinnar verið miðaðar við þá forsendu, að við þyrftum ekki á allri orkunni að halda til al- mennra þarfa, svo sem húsahit- unar. 1 þessum efnum hafa við- horf gerbreyst við hina gifurlegu oliuhækkun, en hún veldur þvi að nú borgar sig tvimælalaust að taka upp rafhitun i húsum, sem kynt eru með oliu, en slik breyt- ing var áður ekki talin svara kostnaði. Af þessu leiöir, að við þurfum á allri orkunni frá Sig- ölduvirkjun að halda til almennra þarfa sem verða að hafa forgang, og þvi fráleitt að ráðstafa henni til orkufreks iðnaðar. Magnús benti einnig á, að frumvarp rikisstjórnarinnar, sem nú er til umræðu gerir ráð fyrir mun óhagstæðari samningi fyrir okkur en fyrri drög, sem unnin voru á tima vinstri stjórn- arinnar. Frumvarpið gerir ráð fyrir þvi að tekjur Union Carbide verði fyrstu 12 mánuðina 650 miljónum króna (4,3 miljónir dollara) hærri en samkvæmt fyrri drögum, og eru þá teknir saman þeir fjórir þættir, sem Union Carbide hagnast á, þ.e. arður, söluþóknun og þóknun fyrir tækniþekkingu og tækni- þjónustu. Það er að visu gert ráð fyrir þvi, að orkuverðið hækki um 35%, en hins vegar samið um að allir aðrir liðir, þeir sem auðhringur- inn hagnast á hækki langtum meira. Frumvarpið gerir ráð fyrir 5,7 milj., sem meðalverði fyrir kwst. fyrir forgangs- og afgangsorku, en með tilliti til breyttra að- stæðna hefði verið eðlilegt að krefjast hækkunar I 10,4 milj. Eignarhlutur auðhringsins i verksmiðjunni hefur verið aukinn ím nær þriöjung frá fyrri drög- m, úr 35 i 45%. Um ræðu um málið áttiað halda , am á fundi neðri deildar k «^kan niu i gærkvöldi, og var þá Jónas Árnason fyrstur á mæl- endaskrá. Heildarþorskaflinn fyrstu tvo mánuði þessa árs varð 52.731 tonn af óslægðum fiski, en var á saina tima i fyrra 41.003 tonn. Mestu munar um aflaaukningu nýju skuttogarauna, en fyrstu tvo mánuðina i ár fengu þcir samtals 28.341 tonn, en 17.276 tonn i fyrra. Þessar tölur eru fengnar hjá Fiskifélagi Islands og byggðar á aflafréttum Ægis. Tölur þessar eru að sjálfsögðu bráðabirgðatöl- ur. Bátaaflinn umrætt timabil varð 24.390 tonn, en 23.727 tonn sama tima árið 1974. Á þessu timabili lönduðu is- lenskir bátar engri sild erlendis, en 154 tonnum i fyrra. Loðnuaflinn þetta timabil i ár varð 284.731 lestir en 340.006 lestir árið á undan. Rækjuveiðin hefur heldur auk- ist. Þennan tima i ár varð hún 1.676 lestir, en varð 1.307 lestir 1974. Af hörpudiski veiddust 166 tonn i janúar og febrúar i ár, en 348 lestir sama tima i fyrra. Annar afli en þessi er enginn skráður i ár, en var 15 tonn árið 1974 þetta timabil. Heildaraflinn fyrstu tvo mánuði þessa árs varð 339.307 tonn, en 382.833 tonn fyrstu tvo mánuöina i fyrra. Munar þar mestu um það hve loðnuveiðarnar gengu betur framan af vertiðinni árið 1974 en þær gerðu fyrstu tvo mánuðina i ár, en veður var þá ókyrrt og hamlaöi veiðum. —úþ Utför föður mins, ósvalds Knudsen, Ilellusundi 6 A, Reykjavlk verður gcrð frá dómkirkjunni föstudaginn 21. mars 1975, kl. 13.30 Jarðsett verður I Foss- vogskirkjugarði. Vilhjálmur Ó. Knudsen.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.