Þjóðviljinn - 20.03.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.03.1975, Blaðsíða 1
UOWIUINN Fimmtudagur 20. mars 1975 —40. árg. —66. tbl. Fundurníu manna nefndar og baknefndar ASÍ: Yerkföll boðuð 7. a Á fundi sáttasemjara meö samninganefndum ASÍ og Vinnuveitenda í gær kom ekkert nýtt fram. Búist hafði verið við að at- vinnurekendur legðu fram einhverjar tillögur í tengsl- um við þær efnahagsráð- stafanir, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið, en svo varð ekki. Á fundi níu manna samninganefndar ASÍ og baknef ndarinnar, sem haldinn var í Tjarnarbúð í gærkvöldi, var samþykkt að fara þess á leit við aðildarfélög ASl' að þau boðuðu til vinnustöðvunar frá og með mánudeginum 7. apríl. Sáttafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á morgun kl. 14. 100 konur mótmæla Sjálfs- ákvörðunarréttur kvenna óvirtur Konurnar sex, sem gengustfyrir undirskrift- um í mótmælaskyni vegna endurskoðunar f cstureyðingarf rum- varpsins: Valborg Bents- dóttir, Sigrún Júlíus- dóttir, Guðrún Kristins- dóttir, Hlédís Guðmunds- dóttir, Bergljót Halldórs- dóttir og Erna Ragnars- dóttir. SJÁ 3. SÍÐU Stjórnarfrumvarp vœntanlegt í dag: Niðurskuröur fjár- laga 3500 miljónir I dag er von á frumvarpi um efnahagsráðstafanir og skattamál frá ríkis- stjórninni. Helstu efnisatriði þessa frumvarps munu vera, sem hér segir. Fjárlög verða skorin niður um 3500 miljónir króna, og þá ekki síst verklegar fram- kvæmdir. Gert er ráð fyrir að tekjuskattur lækki um 700-900 miljónir króna og ú+svar um 360 miljónir, eða alls um 1160 miljónir. Hins vegar er svo þess að geta, að rikisstjórnin hyggst heimila 11% útsvarsálagn- ingu í stað 10% í fyrra, en það þýðir um 700 milj. króna hækkun á móti, svo að lækkun beinna skatta verður aðeins 4-500 miljón- ir miðað við álagninga- grundvöllinn í fyrra. Þá mun frumvarpið fela í sér ákvæði um það, að rikisstjórninni verði heimilt að verja 6-800 mil- jónum króna til lækkunar sölu- skatts eða tolla á vissum vöruteg- undum. Meðal annarra atriða frum- varpsins má nefna, að afnema á persónuafslátt og persónu- frádrátt út á börn gagnvart skatti og einnig á að afnema fjölskyldu- bætur. I staðinn fyrir þetta þrennt skal koma nokkuð, sem kallað er „barnabætur” og eiga að verða kr. 30. þús. á ári með 1. barni og kr. 45. þús. á ári með hverju öðru barni. Þarna er um kerfis- breytingu að ræða, sem ekki felur i sér neina verulega kjarabót fyr- ir barnafólk, en nokkuð mun þessi breyting þó koma misjafnt niður. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir þvi, að persónufrádráttur hjóna og einstaklinga til skatts verði af- numinn sem slikur en honum breytt þannig, að eingöngu verði um persónuafslátt að ræða. Gert er ráð fyrir að hinn „öfugi tekju- skattur”, sem sumt lágtekjufólk hefur fengið greiddán út i pening- um, verði nú ekki almennt greiddur út, þótt hærri verði i ýmsum tilvikum en svarar til þess, sem þarf til að mæta opin- berum gjöldum. Þó skal hann áfram greiddur út elli- og örorku- lifeyrisþegum. Persónuafsláttur til útsvars skal hækka til samræmis við hækkun skattvisitölu. Samkvæmt útreikningum, sem rikisstjórnin hefur látið gera er reiknað með, að breytingin varð- andi beina skatta og kerfisbreyt- ingu hvað snertir barnaivilnanir, færi þeim, sem höfðu 1 miljón i brúttótekjur á siðasta ári þessar bætur miðað við skatta sam- kvæmt fyrra kerfi. Barnlaus hjón: kr. 15 þús. Hjón með 1 barn kr 13 þús. Hjón með 2 börn kr 24 þús. Hjón með 3 börn kr 35 þús„ Hjón með 4 börn kr. 55 þús. — Einhleypingur: kr. 3.000,— Og hefur þá i öllum tilvikum verið tekið tillit til þess, að auka- prósentið verður langt á varðandi Magnús Kjartansson um járnblendi: Orkuna þurfum við til annarra nota 650 miljónum bœtt á auðhringinn „Þar sem íslendingar þurfa á næstu árum að hagnýta alla tiltæka orku, fjármagn og vinnuafl til þess að fullnægja þörfum hins almenna orkumark- aðar, m.a. með rafhitun húsa, telur alþingi allar forsendur skorta til þess að koma upp orkufrekum iðn- aði meðan svo er ástatt og tekur fyrir næsta mál á dagskrá." Þannig hljóðar dagskrártil- laga, sem Magnús Kjartansson boðaði á fundi neðri deildar al- þingis i gær að hann myndi flytja, en frumvarp rikisstjórnarinnar um járnblendiverksmiðju i Hval- firði kom til 1. umræðu i deildinni i gær. Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra mælti fyrir frumvarp- inu og var málflutningur hans á sömu lund og áður i efri deild. Fulltrúar allra stjórnarandstöðu- flokkanna höfðu talað, þegar fundi var frestað klukkan 16:15. Benedikt Gröndal lýsti stuðningi Alþýðuflokksins við málið, með fyrirvörum þó um einstök atriði. Karvel Pálmason lýsti andstöðu Samtaka frjálslyndra við frum- varpið. Magnús Kjartansson talaði næstur á eftir Gunnari Thorodd- sen og flutti itarlega ræðu, sem skýrt verður nánar frá i Þjóðvilj- Beinir skattar lœkki um 4-500 miljónir kr. útsvarið, 11% i stað 10% i fyrra. Hins vegar eru barnlaus hjón með kr. 500 þús. i brúttótekjur 1974 talin skaðast um 10 þúsund krónur (5000,— beint og~ 5000,- vegna aukaprósents i útsvars- álagningu). Þá er talið, að hjón með kr. 1.500 þús. i brúttótekjur og 2 börn hagnist um kr. 6000,-, en hjón með 900 þús. krónur i brúttó- tekjur og 3 börn um kr. 45 þús. svo að dæmi séu tekin, sem byggð eru á útreikningum sérfræðinga rikisstjórnarinnar. Furðulegt er að svo virðist, sem hinir allra tekjulægstu með 40 þús kr. á mánuði beinlinis skaðist á breytingunni, en annars er yfir- leitt um svo óverulegar skatta- lækkanir að ræða, að ekki eru þær liklegar til að breyta miklu varðandi kjarasamningana. Magnús Kjartansson anum siðar. Hann boðaði þá frá- visunartillögu, sem hér var frá sagt og einnig allmargar breyt- Framhald á bls. 4.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.