Þjóðviljinn - 20.03.1975, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 20.03.1975, Qupperneq 9
Fimnitudagur 20. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Heitt vatn í stað olíu 800 miljónir sparast í 3 sveitarfélögum y Það sparast nær 800 milj. króna á ári við það að hita upp Kópavog, Garðahrepp og Hafnar- f jörð með heitu vatni í stað olíu. Þetta kom fram í svari Gunnars Thorodd- sen, iðnaðarráðherra, á al- þingi i gær vð fyrirspurn frá Jóni Ármanni Héðins- syni. Húsavík: Dreifikerfislagning fyr- ir hitaveitu í þessi þrjú sveitarfélög mun kosta samtals 1852 miljónir króna samkvæmt áætlun. Þar af hafði verið fram- kvæmt fyrir 722 miljónir um síðustu áramót. Það var eftir að vinna fyrir 1130 miljónir og þann hluta verksins er ráðgert að f jármagna með 700 miljón króna lántöku og 430 milj- ónir fáist með heimæða- gjöldum. Ársnotkun olíu í þessum sveitarfélögum er talin 52 miljónir lítra á ári, eða 1050 miljónir króna. Upp- hitun með hitaveituvatni er hins vegar áætluð 264 milj- ónir króna (6,7 milj. tonna á ári á kr. 39.36 tonnið). Mismunur í sparnað kr. 786 mil jónir. Ráöherrann svaraði einnig fyr- irspurn sama þingmanns varð- andi Hitaveitu Suðurnesja. Aætl- aður heildarkostnaður við hana er kr. 2420 miljónir, sem skiptist þannig: virkjun 570 miljónir, að- veituæðar 795 miljónir, dreifikerfi 1055 miljónir. Áætlað er að hita- veitan komist i gagnið sem hér segir: 1975: half Grindavik, 1976: hluti af Grindavik og hluti af Keflavik og Njarðvik, 1977: lokið við Grindavik, Keflavik og Njarð- vik 1978: lokið við Sandgerði, Gerðar og Voga. Það kom fram i orðaskipt- umráðherrans og þingmannsins, að ekki er enn búið að semja við landeigendur og ekki búið að út- vega lánsfé til framkvæmda. r Islensk skáld- kona frá Kúbu Mál og menning hefur gefið út ljóðabók eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur sem heitir ,,Þangað vil ég fljúga”. Ingibjörg stundaði kvik- myndanám i Moskvu og er bú- sett á Kúbu (hefur skrifað pistla þaðan fyrir þetta blað) og þessar tilfærslur i rúmi setja mjög svip sinn á bókina: þar er ort um liðna daga heima, einsemd útlendingsins, striðsminni frá Leningrad, um Che og byltingararf Kúbu og svo mætti lengur telja. Bókin er 46 bls. og geymir tæplega 40 ljóð. Dauft Tengingu Snœfellsness við Andakílsárvirltjun að Ijúka at- vinnulíf Atvinnulif hefur verið með allra daufasta móti á Húsavik i vetur að sögn Snæs Karlssonar tiðinda- manns Þjóðviljans á Húsavik. Afli hefur verið með minnsta móti fram til þessa, þegar gefið hefur á sjó, og gæftir stopular. Grásleppuveiðimenn eru byrj- aðir að leggja net sin, byrjuðu um siðustu helgi en ekki hefur enn neitt frést af aflabrögðum. Mjög hátt verð er nú á grásleppuhrogn- um og búist við að margir hyggi á grásleppuveiðar i vor. Snær sagði að mikil deyfð rikti i fleiri atvinnugreinum en fisk- vinnslunni. Búist er við að hús- byggingar dragist verulega sam- an á Húsavik i ár. Til að mynda hafa einir 4 aðilar skilað aftur lóðum undir einbýlishús sem þeim hafði verið úthlutað og þeir ætlað að hefja á byggingarfram- kvæmdir með vorinu. Það er þvi allt annað en glæsilegt útlitið i at- vinnumálum húsvikinga. —S.dór Sparar 300 þúsund krónur á sólarhring þegar díselrafstöðvarnar verða teknar úr notkun I haust er leið var lokið við að tengja Snæfellsnes sunnanvert við veitukerfi Andakilsárvirkjun- ar og i vetur hefur verið unnið að lagningu linunnar til Stykkis- hólms og þorpanna á vestanverðu nesinu. Og um siðustu helgi var lokið við tengingu Stykkishólms við kerfið og i dag verður Grund- arfjörður sennilega tengdur. Von- ast er til þess að ólafsvik og Hellissandur verði svo tengd við kerfið fyrir næstu helgi. Þar með er lokið tengingu alls Snæfells- ness við veitukerfi Andakilsár- virkjunar. Jóhann Hansen starfsmaður rafveitunnar i Stykkishólmi sagði Krafa skagfirðinga: Opinn síma um nætur í fyrradag kom til umræðu á al- þingi fyrirspurn frá Itagnari Arn- alds á þessa leið: ,,VilI ekki hæstvirtur ráðherra Póst- og simamála beita sér fyrir þvi af augijósum ástæðum, að i kaupstöðum og kauptúnum, þar sem eru miðstöðvar brunavarna, læknisþjónustu og löggæslu fyrir nægliggjandi sveitir, verði fram- vegis opin simstöð allan sólar- hringinn?” Ragnar tók dæmi af Sauðár- króki og lýsti nokkuð þeim vanda, sem þvi fylgdi i mörgum tilvik- um, ekki sist neyðartilvikum, fyr- ir nágrannabyggðir, að á Sauðár- króki er simstöðinni lokað klukk- an 9 á kvöldin. Sauðárkrókur er miðstöð fyrir hvorki meira né minna en 14 hreppa. Rakti Ragnar bréf og erindi frá ýmsum aðilum i Skagafirði þess efnis, að knýja á um breytingu og fá simstöðina á Sauðárkróki opna allan sólarhringinn. Hann tók fram, að enda þótt hann tæki hér dæmi af Sauðárkróki væri sér kunnugt um að likt væri ástatt viðar og tilmæli sin væru um leið- réttingu þessara mála i heild en ekki bara fyrir Sauðárkrók. Ilalldór E. Sigurðsson, ráð- herra svaraði fyrirspurninni, og lýsti skilningi sinum á vandamál- inu og góðum vilja til úrbóta. Hann sagði, það myndi kosta 2.5 miljónir á ári i aukin vinnulaun, að hafa simstöðina á Sauðárkróki opna allan sólarhringinn. Kvaðst ráðherrann gera ráð fyrir, að áð- ur en langt um liði yrði nætur- þjónusta tekin upp á Sauðárkróki og svo sem þremur stöðum öðrum jafnhliða, þótt þetta kostaði trú- lega um 10 miljónir króna (á fjór- um stöðum). Um nauðsynjamál væri að ræða. Þá kvaðst ráðherrann hafa hug á að láta semja áætlun um hve- nær tekin skyldi upp næturþjón- usta á öðrum simstöðvum, þar sem svipað væri ástatt. að um leið og diselrafstöðvarnar verða teknar úr notkun sé talið að sparist 300.000 kr. á sólarhring miðað við það verð sem Snæfells- nesbúar hafa orðið að greiða fyrir rafmagnið frá diselstöðvunum, en það eru 7 diselstöðvar á Snæ- fellsnesi sem nú stöðvast. Þessar diselstöðvar verða á- fram á sinum stað og veröa not- aðar sem varastöðvar ef þörf krefur. -S.dór Engin leyndarmál — segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða í viðtali við Þjóðviljann Hvernig er tryggingum háttaö á þeim vélum sem nú er fariuð fram á að hljóti lán með ríkisá- byrgðum? Hvernig er viðgerðar- og viðhalds- þjónustu á þessum vélum háttað? Svona spurning- um velta menn eðlilega fyrir sér um þessar mundir þegar rikisstjórn- in hefur til meðferðar hvort veita eigi 13.5 milj. dollara rikisábyrgð vegna kaupa á tveimur DC-8 þotum handa Flug- leiðum. Þessar spurning- arog fleiri lagði Þjóðvilj- inn fyrir Sigurð Helga- son, einn af forstjórum Flugleiða, i gærdag. — Hvar eru vélarnar tryggð- ar? — Þær eru tryggðar i London á vegum Lloyds en svo dreifast tryggingarnar út um allt. Þarna er einskonar tryggingamarkað- ur. Árlega fer fram endurskoð- un á þeim tryggingum sem flug- félögin kaupa þarna. — Hvað ef slys Verður — til dæmis af vitaverðu gáleysi eins og það er kallað? — Við erum með allar trygg- ingar, meðal annars ef slikt kæmi fyrir. — Hefur verið efnt til mála- Sigurður Iielgason. ferla gegn ykkur vegna þess er Loftleiðavél hlekktist á i New York fyrir tveimur eða þremur árum? — Nei. — Farþegar hafa ekki farið i mál við ykkur? — Þegar slikt kemur fyrir vis- um við á skaðabótatryggingar okkar, en þær eru geysiháar, um 100 miljónir dollara. — Hafa fulltrúar tryggingafé- laga. dómstólar eða siikir aðilar neitað vkkur um greiðslur á þeim forsendum að viðgerðar- og viðhaldsþjónusta ykkar væri ekki nægilega góð? — Okkar réttur hefur aldrei verið véfengdur. — P?r a tryggingarnar yfirleitt mjög dýrar? — Ekki tiltölulega. Við berum okkur saman við önnur flugfé- lög. — Að undanförnu hafa við- gerðir á DC-8 vélunum farið franr hjá þeim aðila sem þær á enn en er að selja þær, Seaboard World Airlines. Nú hefur þjón- usta þessa fyrirtækis verið gagnrýnd mjög af einstaka starfsmönnum Loftleiða. Telur þú þjónustuna engu að siður for- svaranlega? — Já. ég tel það vera. — Nú á fyrirtækið áfram að fara með viðgerðir á vélum þessum og viðhald á þeim, ef af kaupunum verður. — Já. Þetta er lika hag- kvæmnisatriði — að láta gera við vélarnar á einum stað þar sem fyrir er aðstaða til við- gerða. Viðgerðar- og viðhalds- þjónusta er annars gifurlega dýr. — Verða öll gögn um trvgg- ingar. viðhald og annað i rekstri flugfélaganna aðgengileg opin- berum skoðunarmönnum vegna rikisábyrgðarinnar? — Já. i okkar rekstri eru engin levndarmál.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.