Þjóðviljinn - 20.03.1975, Blaðsíða 7
6 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur >0. marz 1975.
Fimmtudagur 20. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 7
12. reglulegu
tónleikar
Sinfóníunnar
í kvöld
i kvöld/ fimmtudag,
verða haldnir tólftu reglu-
legu tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands í Há-
skólabíói og hef jast þeir kl.
20.30. Stjórnandi verður
Robert Satanowski frá
Póllandi og einleikari á
fiðlu Guðný Guðmunds-
dóttir.
Stjórnandinn, Robert Satanowski
frá Póllandi.
Guöný Guðmundsdóttir, konsertmeistari.verður einleikari á tónleikun-
um i kvöld og glímir við fiðlukonsert nr. 1 eftir Mozart.
Pólskur stjórnandi
Robert Satanowski vakti fyrst
athygli vegna tónsmiða sinna,
einkum sönglaga og kammer-
músikur. Hann útskrifaðist úr
tónlistarskólanum i Lodz árið
1951 og iðkaði tónsmiðar fyrstu
árin. Hann sneri sér i vaxandi
mæli að hljómsveitarstjórn og fór
hljómleikaferðir um Austur- og
Vestur-Evrópu þar til hann réðist
sem aðalstjórnandi og tónlistar-
ráðunautur sinfóniuhljómsveitar-
innar i Poznan. Hann hefur einnig
starfað við óperuna i Austur-
Berlin og var um skeið samkenn-
ari Karajans i Vestur-Berlin. Sem
stjórnandi er hann einkum þekkt-
ur fyrir sérstæða túlkun á verkum
Beethovens.
Fyrsta verkið á hljómleikunum
i kvöld er reyndar forleikurinn
Leonora eftir Beethoven en eftir
fylgja fiðlukonsert nr. 1 eftir
Mozart, Havanaise eftir Saint
Saens og 9. sinfónia Dvoráks, Úr
nýja heiminum. —
Úruppfærslu samvinnuskólanema á imyndunarveiki Molieres.
ímyndunarveikin í Kópavogi
Nemendur við Sam-
vinnuskólann að Bifröst
sýna i kvöld, föstudag,
leikritið ímyndunarveik-
ina eftir Moliere í Kópa-
vogsbíói, og hefst sýningiru
kl. 21.
Leikritið var frumsýnt á
árshátíð skólans þann 15.
mars sl. og hlaut góðar við-
tökur. Leikararnir Sigurð-
ur Karlsson og Halla Guð-
mundsdóttir gerðu sviðs-
mynd og stjórnuðu æfing-
um leikaranna.en tónlistin
er frymsamin af skóla-
stjóránum, Hauki Ingi-
bergssyni. — ÞH
Kabarett
í kvöld kl. hálf tólf hefst
fjölbreyttur miðnætur-
kabarett í Austurbæjar-
bíói.
í kvöld
bar koma m.a. fram töframað-
urinn Baldur Brjánsson, sem nú
bregður sér i fyrsta skipti i gervi
meistaraþjófs, Matti Jóhanns
hermir eftir frægum söngkonum
og Smári Ragnarsson fléttar
saman gamni og alvöru i frum-
sömdum reviusöngvum um ,,af-
rek" stjórnmálamanna okkar. Þá
’koma fram hinir þekktu Halli og
Laddi og hljómsveitin EIK og
söngvarinn Herbert. Þá má ekki
gleyma Karli Einarssyni og
kynninum Baldri Hólmgeirssyni.
-
Sauðárkrókur:
SBhhIBBSShSmhmSBBmS
;; i : .* '
I anfl
Margt þarfara að gera
við fjármagnið en þetta
Á mánudaginn var lauk
i umræðum í efri deild um
frumvarp ríkisstjórnar-
innar um járnblendiverk-
smiðju í Hvalfirði og var
málið afgreitt til neðri
deildar. Hér segir nánar
frá ræðu, sem Ragnar
Arnalds flutti þá við 3.
umræðu málsins.
Engin gild rök
fyrir verksmiðjunni
Ragnar hóf mál sitt með þvi að
taka fram, að hann teldi að stór-
iðjurekstur geti vissulega átt rétt
á sér hér á landi en i takmörkuð-
um mæli þó. Slikur stóriðjurekst-
ur ætti ekki að vera helsti vaxtar-
broddur atvinnulifs okkar, heldur
fremur að koma til greina i und-
antekningartilvikum, þegar sér-
stök rök kæmu til. Um sterk rök
fyrir slikum stóriðnaði væri að
ræða t.d. i sambandi við fram-
leiðslu úr innlendum hráefnum,
sem ekki nýtast ella, svo sem
saltvinnsla, eða framleiðsla i
þágu innlends markaðar til
sparnaðar á gjaldeyri, svo sem á-
burður og sement. Einnig gæti
stóriðja komið til greina, ef bygg-
ing nauðsynlegs raforkuvers væri
háð þvi, að hægt væri að selja
hluta af orkunni til stóriðnaðar.
Um skeið var útlit fyrir, að ef til
vill réði það, hvort hægt væri að
selja hluta orkunnar til orkufreks
iðnaðar, úrslitum um, hvort hægt
yrði að virkja við Sigöldu i einum
áfanga i stað þriggja ella, — en nú
væri fyrir alllöngu ljóst orðið að
slik hugsanleg orkusala væri ekk-
ert skilyrði i þeim efnum til eða
frá.
Ragnar sagði, að varðandi
járnblendiverksmiðjuna, sem nú
væri rætt um, væru ekki fyrir
hendi nein sérstök sterk rök fyrir
þvi að brýna nauðsyn bæri til að
reisa hana. Þátttaka erlendra að-
ila i rekstri á tslandi á aðeins að
koma til greina i undantekningar-
tilvikum, og þá jafnan þvi aðeins,
að islenska rikið, eða aðrir opin-
berir aðilar innlendir, eigi hrein-
an meirihluta, og slik fyrirtæki
lúti i einu og öllu islenskum lög-
um. t slikum tilvikum kæmi einn-
ig til álita, við hvaða erlenda að-
ila samvinna væri höfð, og taldi
Ragnar að Union Carbide væri
ekki æskilegur samstarfsaðili af
ýmsum ástæðum. Rétt væri að
búast jafnan við þvi versta i sliku
samstarfi og fara að með itrustu
gát, m.a. hvað mengun snerti.
Þeir fá 280 miljónir,
þótt við töpum
Þá sneri Ragnar sér að efna-
hagshlið fyrirhugaðs reksturs
járnblendiverksmiðju, og hélt þvi
fram, að útreikningar um arð-
semi verksmiðjunnar, sem fylgja
frumvarpinu, væru mjög vafa-
samir, vegna þess að forsendur
þeirra fengju i rauninni ekki stað-
ist. Ragnar benti á, að samkvæmt
umsögn Þjóöhagsstofnunar hafi
verð á ferrósilicon, sem verk-
smiðjan á að framleiða, þrefald-
ast á tveimur árum, og við þetta
háa verð væru útreikningarnir
miðaöir. En hvernig stæði dæmið,
ef verðið færi aftur i svipað horf
og var fyrir tveim árum? Áhætt-
an i þessum efnum er fyrst og
fremst hjá islendingum, sem eiga
munu meirihluta i verksmiðj-
unni, en auðhringurinn á að fá 7%
af veltu i þóknun undir öllum
kringumstæðum, hvernig svo
sem háttar með verð á fram-
leiðslunni og tap eða gróða fyrir-
tækisins. Þessi 7% gera 280 mil-
jónir á ári miðað við núgildandi
verðlag. Þá er fjárfesting i höfn-
um og vegum alls ekki tekin með
við arðsemisútreikninga, sem
fylgja frumvarpinu, en þó er
höfnin ein talin kosta 500 miljónir
króna.
Ragnar sagði, að þessu fyrir-
tæki fylgdi stórkostleg áhætta frá
efnahagslegu sjónarmiði, og flest
benti til að það orkuverð, sem
reiknað væri með væri undir
framleiðslukostnaðarverði. Taldi
Ragnar, að varðandi útreikninga
á orkuverði frá Landsvirkjun
gæti verið um þrjá möguleika að
ræða.
1 fyrsta lagi mætti miða við
framleiðslukostnaðarverðiö frá
fullbúinni Sigölduvirkjun. 1 öðru
lagi mætti miða við verðið frá
báðum virkjunum, þegar Hraun-
eyjarfossvirkjun verður einnig
komin i gagnið. 1 þriðja lagi kæmi
svo til greina, að miða við verð
frá Hrauneyjarfossvirkjun einni.
Að borga með orkunni
Þótt miðað sé við núverandi
veríj úr kerfi Landsvirkjunar, er
hér gert ráð fyrir orkusöluverði,
sem er undir framleiðslukostn-
aði, og sé miðað við hina mögu-
leikana tvo er söluverðið enn ó-
hagstæðara sagði Ragnar. Hann
gerði siðan grein fyrir sinum út-
reikningum varðandi orkuverðið
svo sem skýrt var frá á forsiðu
bjóðviljans siðastliðinn þriðju-
dag. Niðurstaða Ragnars var sú,
að þótt miðað væri við fram-
leiðslukostnað frá Sigölduvirkjun
væri tap Landsvirkjunar á þess-
ari orkusölu 160 miljónir króna á
ári. Með þvi að taka inn i dæmið
bæði forgangsorku og þá afgangs-
orku sem við værum samkvæmt
frumvarpinu skyldir til að af-
henda, þá væri okkur ætlað að
selja hverja kilówattstund á ná-
kvæmlega eina krónu að jafnaði,
eða 397 giagawattstundir fyrir 397
miljónir króna. Verkfræðingar
Landsvirkjunar hafa hins vegar
gefið þær upplýsingar, að áætlað
framleiðslukostnaðarverð miðað
við stóriðjunotkun væri kr. 1.40 á
kilówattstund, eða 40 aurum
hærra en ráðgert söluverð til
verksmiðjunnar. Vitnaði Ragnar
máli sinu til stuðnings i bréf frá
verkfræðingi Landsvirkjunar frá
24.2 1975. Þessi mismunur þýðir
160 miljónir á ári, sem okkur er
ætlað að borga með orkunni til
verksmiðjunnar.
Ragnar Arnalds sagði að i
rauninni væri þó miklu eðlilegra
að miða við framleiðslukostnað-
arverð orkunnar frá Hrauneyjar-
fossvirkjun, vegna þess að ein-
mitt vegna orkusölunnar til verk-
smiðjunnar yrðum við að ráðast i
nýja stórvirkjun strax að lokinni
virkjun við Sigöldu, svo að al-
mennar raforkuþarfir okkar
sjálfra sætu ekki með öllu á hak-
anum.
Ragnar leiddi siðan rök að þvi,
aö ef miðað væri við kostnaðar-
verð frá Hrauneyjarfossum, þá
væri ráðgerð orkusala til verk-
smiðjunnar sist hagstæðari.
Siðan vakti ræðumaður athygli
á þvi að i útreikningum Jóhann-
esar Nordal, formanns Lands-
virkjunar væri miðað við 10%
vexti, og taldi Ragnar þetta mjög
lágt áætlað. Hann benti á, að væri
miðað við 12% vexti, eins og ýms-
ir teldu nú eðlilegra að gera, þá
yrði framleiðslukostnaðarverðið
á kilówattstund frá Hrauneyjar-
fossum 20% hærra, eða kr. 1,73 i
stað kr. 1,44. Af þessum ástæðum
væri liklegt, að árlegt tap á orku-
sölunni yrði reyndar ekki aðeins
160 miljónir kr. á ári, heldur
200—300 miljónir. Og þótt gert sé
ráð fyrir að orkuverðið komi til
endurskoðunar að 4 árum liðnum
og siðan reglulega, þá verður
leiðrétting á verðinu alltaf á ferð-
inni langt á eftir raunverulegum
hækkunum orkuverðsins. Auk
þess eiga leiðréttingar á orku-
verðinu að miðast við verð frá af-
skrifuðum norskum orkuverum,
en ekki við kostnaðarverð frá nýj-
um islenskum orkuverum.
Forsendurnar, sem sérfræðing-
arnir byggja á, þegar þeir reikna
út arðsemina fá ekki staðist, og
þess vegna verða niðurstöður
þeirra villandi, þótt dæmið sem
slikt sé rétt reiknað af þeirra
hálfu.
Tapið á álsamningnum
Eða hvað skyldu menn t.d. fá
út, ef þeir tækju sig til i dag og
reiknuðu aftur i timann orkusöl-
una til álverksmiðjunnar á liðn-
um árum og.miðuðu við raun-
verulegt kostnaðarverð Sigöldu-
virkjunar? Ætli sé ekki nokkuð
öruggt, að þá kæmi fram niður-
staða, sem sýndi að minnsta kosti
40—50 aura tap á hverri kólówatt-
stund? En einmitt vegna þess að
orkunni frá Búrfellsvirkjun var á
sinum tima ráðstafað til álvers-
ins, urðum við að ráðast i Sig-
ölduvirkjun, sem gefur mun dýr-
ari orku, miklu fyrr en ella. Og
þótt við gerum ráð fyrir að tapið
sé aðeins 40—50 aurar á kwst. á
sölunni til álversins, þá gerir það
508—635 miljónir króna á ári, sem
er engin smáupphæð. þegar haft
er i huga, að verðið er fastbundið i
yfir 20 ár enn.
Og tapið á raforkusölunni fer
vaxandi ár frá ári, vegna þess að
menn hafa ekki tekið innlenda og
erlenda verðbólgu með i reikn-
inginn.
i þurrkaári fáum viö
7 aura fyrir 10 krónur
Ragnar Arnalds vakti athygli á
þvi, að i greinargerð með frum-
varpi rikisstjórnarinnar séu tald-
ar 5% likur á þvi, að t.d. árið 1978
yrði slikt þurrkaár, að við hefðum
alls ekki neina afgangsorku i
kerfi Landsvirkjunar til að láta i
té samkvæmt ákvæðum þessa
frumvarps. En samt sem áður
yrðum við samkvæmt frumvarp-
inu, að sjá verksmiðjunni fyrir
umsaminni orku, a.m.k. 136 giga-
wattstundir á ári og þá á 7 og
hálfan eyri kwst. Og þessa orku
yrðum við i sliku tilviki að fram-
leiða með oliu og kostar það
10—12 kr. á kwst. en á móti fengj-
um við greidda rúma 7 aura á
kwst.
Auðvitað mun Landsvirkjun og
forráðamenn orkumála, hvaða
rikisstjórn sem situr við völd,
aldrei tefla á svo tæpt vað, að við
yrðum vegna óhagstæðs veður-
fars að láta i té fyrir 7 og hálfan
eyriorku til verksmiðjunnar sem
kostar 10—12 krónur að fram-
leiða. Af þessum ástæðum er
veruleg hætta á að fremur verði
kosið að draga úr framkvæmdum
við rafhitun húsa á næstu árum til
að forðast þá áhættu, að þurfa að
selja verksmiðjunni orku. sem
aðeins væri fáanleg með diesel-
vélum, vegna þurrka, sem 5% lik-
ur eru taldar á, að hér gætu kom-
ið. Ræðumaður gat þess, að þessi
hætta, að Landsvirkjun hefði
enga afgangsorku að selja, nema
með oliu yrði að visu aðeins fyrir
hendi á árunum 1977—1979, þvi að
siðar væri gert ráð fyrir að nýjar
virkjanir yrðu komnar i gagnið.
En hver gigawattstund, sem
er vanreiknuð i orkuspám verk-
fræðinganna, og þarf að fram-
leiða með oliu piun kosta þjóðina
10—11 miljónir króna, og 100 giga-
wattstundir þýða á annan mil-
jarð.
Svona á ekki að
ráöstafa 9000 miliónum
Þvi næst vék Ragnar að
kostnaðinum við byggingu verk-
smiðjunnar, en i þvi sambandi er
gert ráð fyrir að islenska rikið
þurfi að leggja út 9000 milljónir
króna. Allt þetta fé verður að taka
að láni erlendis. Nú er mikið
kvartað undan fjármagnsskorti
eins og kunnugt er. Það hefur
verið boðað að fjárlög verði skor-
in niður verulega, og menn eru
óttaslegnir, að um verði að ræða
talsverðan niðurskurð á verkleg-
um lramkvæmdum rikisins,
vegna þess að rikisstjórnin telur
það ekki efnahagslega skynsam-
legt að taka mikið meira af er-
lendum lánum, og sér þvi ekki
aðra leið en skera niður verklegar
framkvæmdir. Eins eru uppi
áform um það af hálfu stjórn-
valda að þrengja mjög lánsmögu-
leika stofnlánasjóða i landinu.
Það er að sjálfsögðu mögulegt að
fá erlent lánsfé til þessara stofn-
lánasjóöa en menn vilja það ekki.
1 þessu sambandi minntist Ragn-
ar m.a. á iðnlánasjóð.
En á sama tima og gifurleg
lánsfjárkreppa veldur flestum at-
vinnugreinum á íslandi stórkost-
legum örðugleikum, þá beitir
rikisstjórnin sér fyrir þvi að taka
erlendis 9000 miljón króna lán
fyrir eitt fyrirtæki. Og Ragnar
sagði: Ég veit satt að segja ekki,
hvernig hæstvirtur iðnaðarráð-
herra ætlar að verja mál sitt
gagnvart Islenskum iðnrekend-
um, þegar hann er búinn að koma
ár sinni fyrir borð með þessum
hætti, en sjálfsagt hefur hann enn
minni áhyggjur af öðrum at-
vinnuvegum, svo sem sjávarút-
vegi og landbúnaði, sem einnig
eiga við gifurlega lánsfjárkreppu
að striða. En hann getur verið al-
veg viss um það, að eftir að búið
væri að ráðstafa með lántöku er-
lendis 9000 miljónum króna i
járnblendiverksmiðju, þá dugar
svo sannarlega ekki fyrir hann að
koma hér fyrir alþingi og segja
nokkrum heilvita manni, að ekki
sé hægt að útvega fjármagn, t.d.
tii þess að hraða húsahitun með
raforku, eða til samtengingar
orkuveitusvæða. Kjarni málsins
er sá, að við höfum margt þarfara
að gera við það fjármagn, sem
fáanlegt er, en að leggja það i svo
áhættusamt fyrirtæki sem þessi
verksmiðja er. Þar við bætist svo
lágt orkuverð og mengunarhætta.
Afstaöa
Alþýðubandalagsins
ein og skýr
1 lok ræðu sinnar ræddi Ragnar
Arnalds um afstöðu Alþýðu-
bandalagsins til málsins fyrr og
siðar. Hann sagði furðu gegna,
hvilikt kapp andstæðingar flokks-
ins hefðu lagt á, að halda si og æ
uppi ósönnum fullyrðingum i
þeim efnum. Alþýðubandalagið
hefur aldrei lýst yfir stuðningi við
byggingu járnblendiverksmiðju i
Hvalfirði, hvorki fyrr né siðar.
Hins vegar hafa Alþýðubanda-
lagsmenn viljað taka þátt i könn-
un málsins á undirbúningsstigi,
og þá fyrst og fremst með tilliti til
þess, að svo horfði um skeið, að
Sigölduvirkjun yrði mun dýrari,
ef ekki kæmi til nýr stór orku-
kaupandi af þessu tagi. En sú
röksemd er nú við breyttar að-
stæður löngu fokin út i veður og
vind, og kemur málinu ekki við i
dag. Alþýðubandalagið taldi eðli-
legt, að málið yrði kannað frá
öðrum hliðum, en þegar niður-
stöður lágu fyrir var tekin sú eina
ákvörðun, sem flokkurinn hefur
tekið i málinu. Það var gert á
landsfundi Alþýðubandalagsins i
nóvember á þessum vetri og þar
var verksmiðjunni hafnað af okk-
ar hálfu með einróma samþykkt.
Ragnar gerði nokkru nánari grein
fyrir umfjöllun um málið innan
Alþýðubandaiagsins og vitnaði
m.a. til samþykktar miðstjórnar
flokksins frá 23.4 1974 þar sem
segir: ,,að ekki sé timabært, að
tekin verði afstaða af hálfu Al-
þýðubandalagsins til hugsanlegr-
ar byggingar járnblendiverk-
smiðju, m.a. vegna óvissu i orku-
málum...” t samþykkt lands-
fundarins i nóvember er svo
kveðið á um það, að nýting inn-
lendra orkugjafa i stað innfluttr-
ar oliu sé það verkefni i orkumál-
um, sem hafa verði algeran for-
gáng, og þó ekki væri nema af
þeim ástæðum hafnar Alþýðu-
bandalagið verksmiðjunni alger-
lega.
Samþykkt landsfundarins er
eina samþykktin, sem markar af-
stöðu flokksins til þessa máls.
Hún var gerð einróma þegar allar
hliðar málsins lágu orðið ljóst
fyrir og er sú fyrsta og eina
ákvörðun, sem Alþýðubanda-
lagiðhefur tekið varðandi afstöðu
til byggingar þessarar verk-
smiðju. Hvorki þingflokkur, mið-
stjórn eða framkvæmdastjórn
flokksins hafa nokkru sinni tekið
neina ákvörðun.sem gengi i aðra
átt. Þetta kvaðst Ragnar telja
nauðsynlegt að kæmi skýrt fram,
vegna allra þeirra falsana, sem
andstæðingar flokksins hafa haft i
frammi.
Mjög góöur
grásleppuafli
Hreinn Sigurðsson fréttaritari
Þjóðviljans á Sauðárkróki sagði i
gær að grásleppuveiði væri hafin
nyrðra fyrir nokkru og hefði afl-
ast mjög vel, allt uppi 400 kg á
bát. Mjög hátt verð er á grá-
sleppuhrognum um þessar mund-
ir, 140 til 150 kr. fyrir kg., og
hyggja menn þvi gott til glóðar-
innar.
Á Sauðárkróki hefur verið mikil
atvinna i allan vetur. Skuttogar-
arnir hafa aflað vel og haldið at-
vinnulifinu þar i blóma. I fyrra-
dag kom Skafti til Sauðárkróks
með 50 lestir af fiski og i gær var
verið að landa úr Drangey 90
tonnum.
Eins hefur verið ágæt atvinna á
Hofsósi en þeir hofsósbúar eiga
hlut i einum skuttogara þeirra
skagfirðinga. Þá stendur til að
hefja byggingu nokkurra ibúðar-
húsa á Hofsósi, en þar hefur ekki
verið byggt ibúðarhús um nokk-
urra ára skeið.
Þá gat Hreinn þess að sæluvika
skagfirðinga hæfist 6. april og
stendur þá rnikið til að vanda.
—S.dór
Svartolía
reynd í
Hvalbak
Fvrir helgina var farin reynslu-
sigling á japansksmiðaða skut-
togaranum llvalbak á vegum
svartoliunefndar til þess að reyna
svartoliubrcnnslu þar um borð i
stað brennslu gasoliu. Með i för
þessari voru þeir tveir úr svart-
oliunefndinni, Gunnar Bjarnason
fyrrv. Vélskólastjóri. Nemendur
úr Vélskólanum og nemendur
Valdemars úr vélaverkfræði við
Háskólann voru einnig með i för-
inni. Þá var boðið með i þessa
reynsluferð prófessor Jónasi
Eliassyni, en hann hefur nokkuð
um svartoliubrennslu ritað.
Blaðið hafði tal af Jónasi og
sagði hann að tilraunin heföi gefið
góða raun, og ekkert það komið
fram, sem rýrt gæti ágæti þess að
nota svartolíu i þessi skip, en eins
og kunnugt er þá brennir einn
japansksmiðaður skuttogari,
Rauðinúpur, þegai’ svartoliu.
Brennsla svartoliunnar leggur
nokkuð meiri vinnu á vélamenn-
ina en gerist við brennslu gasoliu,
og aðstaðan i vélarrúmunum er
ekki upp á það besta, þvi svig-
rúmið er litið. Aukahlutum, sem
svartoliunni fylgja hefur þó verið
eins haganlega fyrir komið og
kostur er.
Jónas sagði að svartoliu-
brennslan drægi i engu úr krafti
vélanna og sagði jafnframt, að
þessar vélar gengju viðast hvar
fyrir þyngri oliu en þeirri gasoliu
sem hér er notuð. Ekki sagðist
hann vita til þess, að ábyrgðin
yrði tekin af vélunum frá fram-
leiðendum þótt tekið væri upp að
brenna svartoliu, en það var ein-
mitt viðbára eins útgerðarmanns
hér i Þjóðviljanum á dögunum að
vélaframleiðendur vildu ekki á-
byrgjast vélarnar ef þær yrðu
látnar ganga fyrir svartoliu. Jap-
anskur sérfræðingur var með i
ferð þessari, en hann var hér
staddur til þess að yfirfara vélar
togarans.
Hvalbakur er nú i sinni fyrstu
veiðiferð eftir breytingar þessar.
—úþ
Ályktun útifundarins
um Union Carbide
Enga
samninga
Afstaða Alþýðubandalagsins var tekin einróma
HH
Almennur fundur haldinn á
Lækjartorgi 14. mars 1975 lýsir
yfir andstöðu sinni við fyrirhug-
aða byggingu járnblendiverk-
smiðju i Hvalfirði i samstarfi við
auðhringinn Union Carbide, á eft-
irtöldum forsendum:
1. Þar sem Union Carbide einok-
ar 70% alls járnblendis sem
framleitt er i heiminum ræður
auðhringurinn framleiðslu verk-
smiðjunnar i raun, þrátt fyrir
meirihlutaeign islenska rikisins i
verksmiðjunni sjálfri.
2. S'mislegt i fortið Union Carbide
svo sem eiturvopnaframleiðsla
fyrir striðsrekstur bandariska
hersins, mælir ekki með samn-
ingum islenska rikisins við auð-
hringinn.
3. Ekki hafa farið fram neinar
vistfræðilegar né félagslegar
rannsóknir á þeim áhrifum sem
verksmiðjan gæti haft á umhverfi
sitt. Þannig hafa óskir liffræði-
stofnunar Háskólans, Búnaðar-
þings og fjölda annarra verið
hundsaðar.
4. Mikil levnd hefur hvilt yfir öll-
um undirbúningi málsins. Það
fólk sem búa þarf i sambýli við
verksmiðjuna hefur hvorki gefist
kostur á að fvlgjast með þróun
málsins né taka þátt i ákvörðun-
um.
Stóriðjuframkvæmdir eru ekk-
ert einkamál embættismanna. al-
þingismanna og annarra stjórn-
arherra.
Að lokum sendir fundurinn
Borgfirðingum þakkir og bar-
áttukveðjur og hvetur þá til frek-
ari andstöðu i máli þessu.