Þjóðviljinn - 26.03.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.03.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. marz 1975. AFTÚTNUN Til er gömul saga af hinum fræga þýska hljómsveitarstjóra Wilhelm Furtwangler. Verið var að æfa óperuna Tannhauser eftir Wagner í Vínaróperunni, þegar Furtwangler allt í einu sló af, án nokkurrar augljósrar ástæðu. En brátt kom í Ijós, hverju hafði verið ábótavant í túlkun hljóðfæraleikaranna, því meistarinn hrópaði til hornistanna: ,,Warum werden sie nicht rot im Gesicht?" Og ekki var Furtwangler ánægður fyrr en blásararnir sýndu tilhlýðilega „tútnun" í túlkun sinni. Mér kom þessi saga í hug, þegar ég las tónlistargagnrýni í Vísi s.l. laugardag undir fyrirsögninni — „Að sjá blásara tútna" — Mér er persónulega kunnugt um það, að mikill hörgull er hérlendis á hæf um og mennt- uðum tónlistargagnrýnendum. Þess vegna er Vísir óneitanlega meira en lítið vei settur að hafa á sínum snærum tónlistarsérfræðing, sem greinilega er ótrúlega f jölvis i tónmennt, íhugull sérfræðingur og opinskár sannleiks- elskandi, sem að því er virðist gæti allt að þvi tekið sér orð f relsarans í munn „Guð f yrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra". Ef einhver tónlistarunnandi skyldi hafa misstaf f ramangreindri gagnrýni, sl. laugar- dag, þá má bæta lítillega úr því með því að endurprenta hana, en af ótta við að það verði ekki gert, ætla ég að leyfa mér að birta helstu gullkornin úr gagnrýninni, ef vera kynni að það gæti orðið til að lyf ta tónlistinni í landinu nokkuð í þá átt sem henni ber. Og gef ég nú sérfræðingnum orðið. Greinin hefst á þessum orðum: „Að sjá blásara Sinfóníuhljómsveitar (slands tútna, roðna og belgjast upp af ákafa, áreynslu og spilagleði er það ánægjulegasta, sem ég hefi orðið vitni að á sviði Háskóla- bíós". Lítið er ungs manns gaman hefði nú áreiðanlega verið sagt í sveitinni forðum, og getur undirritaður ekki neitað því að honum þykir heldur miður að hafa misst af þessari umræddu tútnun, því fram kemur í greininni að pákuleikarinn hafi meira að segja sýnt umtalsverða tútnun líka og eins og Furt- wángler hef ur löngu sýnt f ramá er ein megin- undirstaða túlkunar í tónlist sjálf tútnunin. Undirritaður hef ur æði oft haft tækifæri til að hrífast af frábærri tútnun íslenskra hljóð- færaleikara; þó verð ég að segja að mér er ef m vill minnisstæðust hin blæbrigðaríka og hrífandi tútnun pólska hörpuleikarans Spöndu Waralövsku, sem lék með Sinfóníuhljóm- sveitinni hérna um árið. Það er ótvírætt eftir- minnilegasta og áhrifaríkasta tútnun, sem ég hef orðið vitni að, þó að vísu hafi komið í Ijós seinna um kvöldið að listakonan hafði drukkið afan í Antabus til að ná hinum hárfínni blæ- brigðum tútnunarinnar. En áfram með gagn- rýnina í Vísi: „Strax i upphaf i tónleikanna fann maður að þetta yrði gott kvöld. Hljómsveitin náði strax saman, hljómurinn þéttur og fallegur, tónmyndun mjög góð, og allar innkomur svo gott sem hárnákvæmar". Af þessu er augljóst að innkomurnar hafa verið nákvæmar, því það sem er svo gott sem hárnákvæmt verður að teljast nákvæmt. Þá ber að fagna því að hljómsveitin skyldi strax ná saman, á því hefur oft orðið alvar- legur misbrestur, sem er mjög til baga eink- um ef allir eiga að spila sama lagið. Og þá kemur sérfræðingurinn að einleikaranum. „Hún kom, lék og svo gott sem sigraði" (og síðar) „Hún er ákaflega „tekniskur" spilari, hef ur mikinn kraft og eld í sér, og þó að tón- myndun haf i ekki alltaf verið með besta móti má kenna „nervösíteti" um, — eða þá, að túlkun hennar og hljómsveitarstjórans hafi ekki farið saman.-. Hljómsveitin hefði á hinn bóginn mátt fylgja henni og hljómsveitar- stjóranum betur, það var eiginlega eini mis- bresturinn á leiknum." Ef reynt er að taka kjarnann úr því sem að f raman er sagt, þá virðist það einhvern veginn svona: Hljómsveitin nær strax saman, inn- komur eru ekki hárnákvæmar, einleikarinn kom og lék (hús sigraði ekki), túlkun einleik- arans og hljómsveitarstjórans fór ekki saman og eini misbresturinn á leiknum var að hljóm- sveitin fylgdi ekki hljómsveitarstjóranum og einleikaranum. Þessi niðurstaða verður þeim mun undarlegri ef litið er á framhaldið: „Held ég að hljómsveitin hafi aldrei látið eins vel af stjórn, eða leikið jafn vel hjá nokkrum manni, hver einasta bending var tekin til greina á svipstundu, og þurfti hann ekki að hreyf a sig mikið til að fá það sem hann vildi. Hann er ekki að eyða mikilli orku í stjórnina, öll slög hnitmiðuð og mjög sam- kvæmur sjálfum sér, ákveðin hreyfing táknar alltaf sama hlutinn" (og síðar) „Fannst mér sem þar væri hnefaleikakappi á ferð, sem ætlaði að greiða rothöggið." (Og nú kemur dálítið skrýtið) „Sjaldan hefur hljómsveitar- stjóri fengið betri viðbrögð við bendingum sínum, enda þarf sterkan persónuleika til að fá 60 manna hljómsveit til að lúta skilyrðis- laust stjórn og leika sem einn maður." (Rétt áðan var þó sagt að hljómsveitin hefði ekki fylgt hljómsveitarstjóranum nægjanlega vel). Og i upphafi niðurlagsorðanna segir síðan sérf ræðingurinn: ,, Hljómsveitin er að nálgast það að verða alvöruhljómsveit á nútímamælikvarða hvað stærðinni viðvíkur. Hún stækkar smám saman til dæmis eru hornin orðin fimm" o.s.frv. o.s.frv. o.s.frv. Ef til vill mega landsmenn vænta þess að hljómsveitin verði líka þegar fram liða stundir alvöruhljómsveit hvað gæði snertir að mati sérf ræðingsins, en þá er nú vissara að sólistinn fylgi stjórnandanum, stjórnandinn sólistanum, hljómsveitin stjórnandanum og sólistanum, og umfram allt er áríðandi að tútnunin sé svo gott sem í hámarki. Hún kom ekki flatt uppá neinn, vísan, sem Gunnar Guðmundsson f ramkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar heyrðist hvisla í eyrað á Guðmundi Jónssyni söngvara eftir umrædda tónleika: Talsverð voru tilþrifin i tónlistinni, Gvendur. Túlkunin og tútnunin tókust þar i hendur. Gleðilega páskatútnun. Flosi. Flugleiðir — sumaráœtlun: Sumaráætlun tekur gildi 1. apríl nk. Aœtlunarflugið milli íslands og Færeyja um Egilsstaðaflugvöll. Fœrri ferðir um N-Atlantshaf Hinn 1. aprfl n.k. gengur i ,gildi sumaráætlun millilandaflugi is- lensku flugfélaganna, Flugfélags tslands og Loftleiöa. Flugáætlun sumarsins er með svipuðu sniði og á síöasta ári að öðru leyti en þvi, að nokkru færri ferðir verða á Noröur-Atlantshafsleiöinni, milli Luxemborgar, tslands og Bandarikjanna. Flug Loftleiða yfir Norður-Atlantshaf verður framkvæmt með þotum af gerð- inni DC-8-63 en flug Flugfélags ts- lands milli tslands og annarra Evrópulanda með þotum af gerð- inni Boeing 727. Ennfremur flug félagsins til vesturstrandar Grænlands. Flug til Færeyja verður eins og að udnanförnu, framkvæmt með Fokker Friend- ship skrúfuþotum. Það nýmæli verður I sumaráætlun að nú verö- ur i fyrsta sinn millilandaflug frá flugvelli utan Reykjavfkur og Keflavikur. Hér er um að ræða áætlunarflug milli tslands og Færeyja, sem verður flogið milli Egilsstaðaflugvallar og Voga á Færeyjum. Eftir 1. april fjölgar ferðum i á- föngum. Þegar áætlunin hefur að fullu tekið gildi verður ferðum hagað sem hér segir. Flug til Bandarikjanna og Græn- lands. Frá Keflavfkurflugvelli munu þotur Loftleiða fljúga 18 ferðir á viku til Bandarikjanna, þar af veröa 15 ferðir til New York og þrjár til Chicago. Af þessum 15 New York ferðum munu 12.koma frá Luxemborg, tvær frá Norður- löndum og ein frá Bretlandi. Að auki eru þotuflug Flugfélags Is- lands til og frá Norðurlöndum og Bretlandi, þannig timasett að far- þegar frá þessum löndum ná framhaldsflugi frá tslandi til Bandarikjanna með þotum Loft- leiða. Frá Keflavikurflugvelli til Kennedyflugvallar i New York verða ferðir sem hér segir: A mánudögum þrjár ferðir, þriðju- dögum ein ferð, á miðvikudögum tvær ferðir, á fimmtudögum tvær ferðir, á föstudögum þrjár ferðir, á laugardögum þrjár ferðir og sunnudögum ein ferð. Til Chicago veröa ferðir á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum. Þoturnar, sem fljúga til Chicago koma frá Luxemborg og hafa stutta viðdvöl á Keflavikurflug- velli. Til þessara flugferða verða notaðar þrjár DC-8-63 þotur. Bo- eing þotur Flugfélags tslands munu fljúga fjórar ferðir i viku frá Keflavikurflugvelli til Nars- sarssuaq i Grænlandi, á mánu- dögum, þriðjudögum, fimmtu- dögum og föstudögum. Tvær þessara vikulegu ferða eru leigu- flug fyrir norræna flugfélagið SAS og hinar i samvinnu við það. Eins og undanfarin sumur munu skrúfuþotur Flugfélags ts- lands fljúga með feröamanna- hópa til eyjarinnar Kulusuk við austurströnd Grænlands. Alls eru áætlaðar þangað 59 ferðir i júni, júli, ágúst og september. Þessar verða farnar með Fokker Friend- ship flugvélum frá Reykjavikur- flugvelli. Framhald á 22. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.