Þjóðviljinn - 26.03.1975, Qupperneq 7
Fimmtudagur 27. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN—SIÐA 7
Víðast góð
aflabrögð
Fréttiraf þorskafla hafa
veriö fremur fáar undan-
farnar vikur, enda loðnan
einokaö f réttablöðin.
Þorskaflinn hefur þó verið
all-nokkur, og nærtólf þús-
und tonnum meiri á fyrstu
tveimur mánuðum ársins
en sömu mánuði í fyrra.
Þjóðviljinn hafði tal af
mönnum á nokkrum stöð-
um úti á landi á þriðjudag
og spurði þá frétta af afla-
brögðum.
Togaraaflinn umfram
Ingólfur Pálsson, vigtarmaður i
Keflavik, sagði að bátarnir væru
eitthvað að kroppa, aðallega ufsa,
vsv af Garðskaga.
2—3 bátar úr Keflavik hafa lagt
net sin vestur á Breiðafirði og
fengið 20—30 tonn af fiski undan-
farna daga. Vestur þangað er það
langtstim, að bátarnir landa ekki
nema annan hvern dag, þeir sem
þangað halda.
Að jafnaði hafa 35—40 bátar
landað i Keflavík á þessari vertíð,
sem hjá bátunum er mjög svipuð
og var á sama tima I fyrra. Þá
höfðu um miðjan mars borist á
land 3.025 lestir af fiski úr bátun-
um i 609 róðrum, en um miðjan
mars nú 3.200 lestir I 590 sjóferð-
um, svo heldur hefur aukning á
oröið siðan i fyrra.
En togararnir nýju gera strik I
reikninginn i Keflavikinni, eins og
á svo mörgum öðrum stöðum.
Þar hafa 4 togarar landaö
2.400—2.500 lestum i 22 löndunum,
svo allur togaraaflinn er um-
framafli miðað við siöasta ár.
Bersi með 900 tonn
1 frystihúsi Norðurtangans á
Isafirði fengum við þær fréttir að
togararnirhefðu allir fiskað mjög
vel það sem af er árinu, og var
okkur nefnt til, að Bersi frá Súða-
vik hefði aflað hvorki meira né
minna en 900 tonn i janúar og
febrúar.
Þrir linubátar leggja þar upp
afla, og hafa þeir verið með 8—11
tonn I róðri, mest steinbit.
Rækjubátarnir eru hættir veið-
um i Isafjarðardjúpi, enda hafa
þeir þegar veitt upp i leyft magn.
Þeir undirbúa sig nú undir hand-
færaveiðar, en oft hefur færafisk-
ur verið ágætur þar vestra i
aprilmánuði.
585 tonnum meira í ár
Um miðjan mánuðinn var afli
Hornafjarðarbáta orðinn 585
tonnum meiri en var eftir sama
tima af siðasta ári. Mestu munaöi
hve vel fiskaðist á linu, en gæftir
voru þó slæmar.
1 frystihúsinu þar fengum viö
að vita, að 13 bátar væru með net i
sjó þaðan, en einn Hornafjarðar-
bátur er enn á loðnuveiðum af
fjórum, sem fóru á loðnu i upphafi
vertiðar. Afli bátanna er misjafn,
frá nokkur hundruð kilóum i róðri
upp i 13 tonn, sem þó mun vera
einsdæmi. Aflinn mun yfirleitt
vera 5—6 tonn i róðri.
Besti mánuðurinn eftir
1 Þorlákshöfn vona menn að
aflinn muni glæöast þaö sem eftir
Starfsstúlknafélagiö Sókn
AÐALFUNDUR
Starfsstúlknafélagsins Sóknar verður
haldinn miðvikudaginn 2. april 1975, kl.
8.30 e.h. i Lindarbæ — niðri.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tillaga um verkfallsheimild.
3. önnur mál.
Mætið vel og stundvislega.
Stjórnin.
Sígildar
fermingargjafir
Góö armbandsúr
Rafhlööuverk
Rafhlöðuvekjaraklukkur
Skrifborösklukkur
Loftvogir
Gull og silfurhringir
Men og nælur
Úra og skartgripaverslun
Sigurður Tómasson Jón Dalmannsson
úrsmiöur gullsmiður
Skólavöröustíg 21a
er vertiðar vegna þess að besti
aflamánuðurinn er enn eftir. Þar
landa nú 25—30 bátar daglega,
eftir þvi sem við fréttum á vigt-
inni, og fá 3—6 tonn eftir daginn.
Einn og einn bátur hefur þó aflað
skár, en þeir bátar sækja þá
lengra, og er meiri ufsi i afla
þeirra, en afli hinna, sem
skemmra róa, er aöallega þorsk-
ur.
Kristilegur þanka-
gangur þorsksins
Skúli Alexandersson á Hellis-
sandi sagði að afli þar vestra
hefði verið góður undanfarið, en
heldur hefði þó dregiö úr aflanum
siöustu dagana. Taldi Skúli þetta
stafa af kristilegum tilfinningum
þorsksins, sem vildi gefa mönn-
um gott tækifæri til trúarlegra at-
hafna um páskana.
Frá Rifi róa nokkrar trillur
með linu og 14 bátar með net.
Netabátarnir hafa verið meö allt
aö 20 tonn eftir nóttina. Gæftir
voru mjög slæmar fyrri hluta
marsmánaðar, og tiðin rysjótt
seinni hluta mánaðarins. Skarðs-
víkin er nú þegar komin með hátt
á 6. hundrað tonn að landi á þess-
ari vertið.
Skúli sagðist að lokum vænta
þess, að þorskurinn þyrfti ekki að
taka sér lengri tima til kristilegr-
ar umþenkingar en mannfólkið,
og gæfi sig á miðunum eftir
páska. — úþ
Við bjóðum yður nytsamar vörur til
FERMINGARGJAFA:
Skatthol, snyrtikommóður, kommóður
í ýmsum stærðum, skrifborð, svefn-
bekkir, stakir stólar í mörgum
gerðum o. fl. o. fl.
VERZLIÐ AAEÐAN VERÐIÐ ER LÁGT
Opið til kl. 7 á föstudögum
— Lokað á laugardögum
Verzlið
þar sem
úrvalið er
mest og
kjörin bez
28-600 Byggingavörukjördeild 28-602 Raftækjadeih
28-601 Húsgaqnadeild 28-603 Teppadeild