Þjóðviljinn - 26.03.1975, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. marz 1975.
Nýtt útvarpsráö hefur
nú tekið til starfa og
senn líðurað því að í Ijós
komi hvort útvarpsráðs-
skiptin hafa í för með
sér kúvendingu í stefnu-
mótun. Fyrrverandi út-
varpsráð/ og þá sérstak-
le'ga meirihluti þess var
umdeildur, en enginn
getur neitað því að hann
ruddi braut ýmsum nýj-
um hugmyndum í dag-
skrárgerð og margt af
því, sem fyrir hans til-
stilli var til leiðar kom-
ið, mun eftir standa. Út-
varpið var t.d. opnað
fyrir þjóðf élagslegri
umræðu og óhlutdrægn-
isskyldan skilgreind víð-
ar en áður var. Þar með
var skapaður annar
starfsgrundvöllur fyrir
starfsmenn ríkisfjöl-
miðlanna. Njörður P.
Njarðvík, lektor, fyrrv.
formaður útvarpsráðs
setti í útvarpsviðtölum
og á öðrum vettvangi
fram ýmsar hugmyndir
um framtíðarskipan út-
varpsmála i sinni for-
mannstíð. Þjóðviljinn
ræddi við hann um þess-
ar hugmyndir og um
viðskipti útvarpsráðs-
meirihlutans við em-
bættismenn og löggjafa-
vald og fer viðtalið hér á
eftir.
.. , /Almennilegt dreifingarkerfi
er frumskiiyrði... litasjónvarp
fjarstæða eins og á stendur.
...Meirihiuti útvarpsráðs starfaði
ícftir menningarpóiitiskum Ilnum
og almennum lifsviðhorfum, — en
ekki eftir flokkspólitiskum linum.
„Við opnuðum ríkisútvarpið
til vinstri,, án þess að loka
því til hœgri”
— Þegar þú tókst sæti i út-
varpsráði hafði um nokkurt skeið
átt sér stað umræða um óháða
rikisfjölmiðla. Hver var undirrót
þeirrar umræðu?
— Allan viðreisnartimann —
rúman áratug, — hafði útvarps-
ráð og stjórn útvarpsins verið ó-
breytt. A siðasta skeiði þessa
timabils hafa menn — og þá
sennilega helst Benedikt Gröndal,
þáverandi formaður útvarpsráðs
— verið komnir á þá skoðun, að
það þyrfti að rjúfa bein tengsl
milli stjórnvalda og rikisútvarps-
ins, og þá sérstaklega bein af-
skipti af dagskrá hljóðvarps og
sjónvarps. Allir sem til- þekkja
vita að stjórnmálamönnum var á
þessum timum gjarnt að beita
áhrifum sinum til þess að veita
rikisfjölmiðlunum pólitiskt að-
hald. Bjarni Benediktsson lét til
dæmis skrifa upp fyrir sig fjöld-
ann allan af dagskrám og hafði
bein eða óbein afskipti af málefn-
um rikisútvarpsins með gagnrýni
á dagskrám.
Á viðreisnartímanum var ó-
hlutdrægnisskylda útvarpsins
skýrð eins þröngt og framast var
unnt. Mér finnst persónulega að
þá hafi rikt ákveðin tilhneiging til
þess að kalla vinstri skoðanir
pólitik en hægri skoðanir stað-
reyndir.
Við þekkjum mörg dæmi um
bannlýsingar i útvarpi og sjón-
varpi frá þessum árum. Einstakir
menn voru settir i bann — ekki
vegna þess að þeir skiluðu vondu
dagsverki, heldur beinlinis vegna
skoðana sinna. Hér nægir að
minna á Magnús Torfa Olafsson,
sem siðar varð ráðherra rikisút-
varpsins, og Ólaf Ragnar Grims-
son.
Það frumvarp, sem viðreisnar-
stjórnin undirbjó og varð að lög-
um árið 1971, er merkt timamóta-
plagg i sögu rikisútvarpsins. Það
er engin leið að skilja þessi lög
öðruvisi en að með þeim sé stefnt
að þvi að gera rikisútvarpið
miklu óháðara stjórnvöldum og
pólitiskum sveiflum en áður var.
— Hver voru þau meginatriði
frum varpsins, sem til bóta
horfðu?
—• 1 fyrsta lagi var einkaréttur
til útvarpsreksturs færður frá
rikisstjórn til útvarpsins sjálfs
sem stofnunar. í öðru lagi fólst i
lögunum að útvarpsstjóri skyldi
ráða alla starfsmenn i stað ráð-
herra áður, að undanskildum
þrem framkvæmdastjórum. t
þriðja lagi var svo kjörtimabili
útvarpsráðs breytt — i stað kosn-
inga i ráðið eftir hverjar alþingis-
kosningar skyldi það nú sitja i
fjögur ár i senn óháð þingkosn-
ingum.
— Siðastnefnda breytingin hef-
ur i reynd orðið sú eina, sem deil-
ur hafa risið af. Hvað héldu menn
að ynnist með þessari breytingu
þegar hún var gerð?
— Þessi breyting á kjöri út-
varpsráðs skipti ekki bara máli
frá pólitisku sjónarmiði. Hún var
þess eðlis, að með henni voru
ráðinu og útvarpinu sem stofnun
sköpuð heilbrigðari starfsskil-
yrði. Otvarpsráð, sem á það á
hættu að verða vikið frá hvenær
sem er, á miklu erfiðara um vik
að móta heildarstefnu i starfi
sínu. Vald útvarpsráðs er mikið
og nýtt útvarpsráð getur á svip-
stundu ónýtt allar gerðir forvera
sins, þótt þetta hafi ekki verið al-
gengt i reynd. Þegar alþingis-
kosningar eru tiðar getur fyrir-
komulagið á kosningu ráðsins
orðið hreinn skripaleikur. Árið
1959 voru tvennar alþingiskosn-
ingarog það ár sátu þrjú útvarps-
ráð. Svona skyndiskiptingar geta
leitt til þess að alla festu vantar i
störf útvarpsráðs og það setur
starfsmenn útvarpsins i vanda.
Það er annars athyglisvert að
skoða það nánar, hvaða nefndir
og ráð það eru, sem' kosning i
fylgir alþingiskosningum. Það
.kemur nefnilega á daginn að það
eru einkum nefndir, sem um
menningarmál fjalla. Nefndir og
ráð, sem ætla mætti að væru
miklu áhrifameiri, svo sem
bankaráð eru ekki háðar þessari
•kvöð. Fyrir þá sem að menning-
armálum vinna er vissulega vert
að gaumgæfa þá tilhneigingu,
sem fjárveitingarvaldið virðist
hafa til afskipta af menningar-
málum.
— Þú segir að löggjöfin frá ’71
hafi markað timamót, en meðan
þú varst formaður útvarpsráðs
var haft eftir þér i viðtöium, að þú
vildir gera ýmsar frekari breyt-
ingar á starfssviði útvarpsráðs og
stjórn rikisútvarpsins. Hverjar
voru þær helstar?
— Helsti gallinn á löggjöfinni
um útvarpið hefur mér alltaf
fundist vera sú staðreynd að rik-
isútvarpið sem slikt hefur enga
kjörna stjórn. 1 vitund almenn-
ings hefur útvarpsráð verið þessi
stjórn, en það er ekki rétt. Með
lögunum frá ’71 er kveðið fastar á
um hlutverk útvarpsráðs og það
skilgreint sem ritstjórn dagskrár,
eingöngu. Stofnunin sem heild
hefur enga stjórn. 1 lögunum er
ákvæði um sérstaka fram-
kvæmdastjórn, og skipa hana út-
varpsstjóri, þrir framkvæmda-
stjórar deilda og formaður út-
varpsráðs. Þessi stjórn á samkv.
lögunum ,,að vinna að samræm-
ingu á starfi deilda og gera tillög-
ur um önnur mál, sem fyrir hana
eru lögð”. Hlutverk hennar hefur
ekki verið skilgreint nánar með
reglugerð og þau þrjú ár sem ég
gegndi formennsku I útvarpsráði
starfaði þessi framkvæmdastjórn
aldrei reglulega, þrátt fyrir itrek-
aðar beiðnir.
Af þessu leiðir að útvarpsstjór-
inn er i raun einvaldur embættis-
maður, þótt hann að forminu til sé
að visu háður eftirliti mennta-
málaráðuneytisins. Þetta er úrelt
fyrirkomulag og alls ekki i sam-
ræmi við þær kröfur um lýðræðis-
lega stjórnarháttu, sem allstaðar
eru nú uppi. Eðlilegast væri að
þessi mál væru færð i svipað horf
og tiðkast annars staðar á
Norðurlöndum. Annarsvegar
væri kjörin á alþingi stjórn rikis-
útvarpsins, sem sinnti fjármálum
þess, áætlanagerð, framkvæmd-
um og almennri þróunarþörf
stofnunarinnar. Hinsvegar væri
kjörin ný nefnd eða nýtt ráð, sem
tæki við af útvarpsráði, og hefði
ekki það vald að samþykkja dag-
skrá fyrirfram, heldur fjallaði
um hana eftirá. Hlutverk þess
væri þá að vera úrskurðaraðili
um 3. grein útvarpslaganna,
þ.e.a.s. reglurnar um óhlut-
drægnisskyldu rikisútvarpsins.
Ráðið skæri þá úr um hvenær
þessi regla væri brotin, og birti
niðurstöður sínar, en að öðru leyti
væri dagskrárgerðin i höndum
starfsmanna útvarpsins.
Hugsanlega mætti gera ráð
fyrir einhverskonar millibils-
ástandi, þar sem dagskrárgerð
væri að hluta í höndum dagskrár-
manna og að hluta á snærum
kjörins ráðs. En ég tel mjög æski-
legt að stefnt verði i þessa átt.
— Ber þetta að skilja svo, að þú
berir ekki fullkomið traust til nú-
verandi starfsmanna útvarpsins?
— Sú mynd sem ég hef dregið
upp hér að framan er i minum
huga brot af æskilegu framtiðar-
skipulagi útvarpsrekstursins.
Hitt er svo annað mál, að megin-
stofn starfsliðs útvarps og hljóð-
varps er ráðinn á pólitiskum
grundvelli, skipaður af ráðherra,
á viöreisnarárunum. Og það er
ekkert launungarmál, að vel hæft
vinstri sinnað fólk hefur verið
sniðgengið i ráðningum. Þetta er
einkum áberandi hvað snertir
starfsfólk sjónvarpsins.
Hinsvegar ætti að skapast ann-
ar grundvöllur til mannaráðn-
inga, þegar útvarpsstjóri ræður
starfsfólk sitt en ekki pólitiskir
ráðherrar.
— Við höfum fjallað nokkuð um
æskilegar skipulagsbreytingar á
yfirstjórn útvarpsins, ef svo má
taka til orða. Finnst þér ástæða til
þess að breyta til á fleiri sviðum
útvarpsrekstursins?
— Já, ég tel að það eigi að
breyta skipulagi rikisútvarpsins i
veigamiklum atriðum, t.d. skipt-
ingu þess i deildir. Það starfar nú
i þremur deildum, fjármála-,
hljóðvarps- og sjónvarpsdeild.
Fréttaþjónusta rikisútvarpsins er
veigamesti þátturinn i starfsemi
þess og ég tel að stofna eigi
fréttadeild, sem hafi sérstakan
framkvæmdastjóra, eins og hinar
þrjár. Núverandi fréttastjóra-
embætti yrðu þá lögð niður.
Þessi fréttadeild tæki við og
samræmdi fréttastreymi, og sið-
an yrði unnið úr þvi á tvo mis-
munandi vegu. Þessi lausn á mál-
unum er að sumu leyti hugsuð til
hagræðingar og sparnaðar, en
einnig, og ekki siður, með tilliti til
mismunandi hæfni hvors miðils
fyrir sig.
Eins og nú háttar er allt of mik-
ið um það að sjónvarpsfréttir kl.
20 séu endurtekning af hljóð-
varpsfréttum kl. 19.
— En hefur þú þá I huga að
fréttastofur hljóðvarps og sjón-
varps verði áfram aðskildar eðii
starfi I einu lagi?
— Ég imynda mér að þær geti
ofurvel starfað i einu lagi, og fyrii
þvl yrði gert ráð i nýju útvarps-
húsi, og ekki ætti að vera óhugs-
andi að koma þessu i kring með
auknu húsrými sjónvarpsins. 1
þessum hugmyndum um framtið
arskipulag útvarpsins hallast ég
að þvi að það fari eftir málaflok).-
um, hvort fréttamenn vinna efni
fyrir sjónvarp eða hljóðvarp. R’.eð
þessu fyrirkomulagi held ég að
fréttamenn nýttust betur á sér-
hæfðara sviði, og þeim gæfist
betra tækifæri á að afla sér þekk-
ingar og yfirsýnar á vissum
málaflokkum.
— Hvernig fyndist þér eðlilegt
að aðrar deiidir rikisútvarpsins
þróuðust?
— Ég er þeirrar skoðunar að
sameina eigi leiklistardeildir
beggja miðla og setja upp út-
varpsleikhús. Það er fráleitt að
ráöinn skuli sérstakur leiklistar-
stjóri hljóðvarps með kröfum um
sérmenntun, á meðan leiklistar-
deild sjónvarpsins, sem veltir
tugum miljóna, er i höndum al-
menns dagskrárstjóra, sem enga
menntun hefur á sviði leiklistar.
Með þessu gæfist, að ég held,
einnig tækifæri til að ráða e-t tak-
markað starfslið að útvarpsleik-
húsi. Þá á ég ekki fyrst og fremst
við fastráðna leikara, heldur
fremur leikstjóra og dramaturga.
Slikir starfskraftar gætu t.d. farið
yfir handrit og leiðbeint höfund-
um með það fyrir augum að laga
verk þeirra að eðli viðkomandi
fjölmiðils og reyna að gera þau
þannig úr garði að þau séu frem-
ur ódýr en dýr.
Ef þetta hvorutveggja næði
fram að ganga væri brostinn
grundvöllurinn fyrir skiptingu
sjónvarps i Lista- og skemmti-
deild annarsvegar og Frétta- og
fræðsludeild hinsvegar. Þess-
vegna tel ég að leggja eigi báðar
þessar deildir niður, og setja upp
tvær deildir i staðinn sem skiptart
þannig, að önnur sinnti innlend.-i
dagskrárgerð, annarri en frétt-
um, fréttaskýringum og leikrit-
um, en hin sinnti eingöngu að-
keyptu efni.
Erlent aðkeypt efni er nú á milli
60 og 70 prósent af allri dagskrá
sjónvarpsins. Vali á þvi og með-
ferð allri hefur ekki verið sinnt
nándar nærri nóg, meðal annars
vegna þess að núverandi dag-
skrárstjóm hefur þurft að leggja
svo mikla vinnu i innlenda dag-
skrárgerð.
Hvað snertir hljóðvarpsdeild-
irnar, tónlistardeild og talað orð I
dagskrá hljóðvarps, hafa þær
báðar verið vanmannaðar og þar
mætti efalaust margt betur fara i
skipulagi, eins og t.d. valdsviö
dagskrárstjórans. En þær hug-
myndir, sem ég hef tiundað hér,
myndu að sjálfsögðu hafa i för
með sér talsverða breytingu á
skipulagi útvarpsrekstursins, og
full þörf er á þvi að ræða þessi
mál meir en gert hefur verið.
— Þú hefur nú rakið hugmynd-
ir þfnar um æskilega framtiðar-
þróun á skipulagi útvarpsrekst-
ursins. Hvað um þau verkefni,
sem blasa við rikisútvarpinu I ná-
inni framtlð?
— Það er algjört forgangsverk-
efni að koma á almennilegu
dreifikerfi hljóðvarps. Ekki er
vansalaust að eftir meira en
fjörutiu ára starfsemi skuli út-
varp ekki heyrast sómasamlega
um allt land og á helstu fiskimið-
um við landið. Brýna nauðsyn ber
til að reisa hið fyrsta nýja og
miklu öflugri langbylgjustöð. Að-
stæður hér á landi gera þessa
framkvæmd nauðsynlega, auk
þess sem langbylgjustöð okkar er
i beinni hættu. Alþjóðasamband
útvarpsstöðva hefur áhuga á að
fækka langbylgjustöðvum, og er
stefnt að þvi að bæta úr þrengsl-