Þjóðviljinn - 26.03.1975, Page 9

Þjóðviljinn - 26.03.1975, Page 9
Fimmtudagur 27. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 ...MeO afsetningunni var útvarps- ráðsmeirihlutanum sýndur mikill heiður og jafnvel meiri en hann átti skilið. um og truflunum i ljósvakanum með þvi að hafa fáar stöðvar og sterkar. Innan skamms verður haldin alþjóðaráðstefna, þar sem reynt verður að ná samkomulagi um skipan þessara mála. Þá riður á að við séum reiðubúnir- til þess aðreisa nýja langbylgjustöð, þvi búast má við þvi að litið svig- rúm verði fyrir litla stöð að lok- inni ráðstefnunni. Annað forgangsverkefni er veruleg efling á dreifingarkerfi sjónvarpsins. Landsiminn er að koma sér upp nýju örbylgjukerfi, þar sem eru rásir fyrir útvarp og sjónvarp, og er nú unnið að sliku sambandi milli Akureyrar og Blönduóss. Þetta er náttúrlega til stórra bóta, en allt bendir til þess að þessi uppbygging gangi miklu hægar en æskilegt væri. I þessu sambandi tel ég pað fjarstæðu og móðgun við þorra landsmanna ef á að fara að koma upp litasjónvarpi fyrir Stór- Reykjavikursvæðið, meðan grundvallardreifingarkerfi hljóð- varps og sjónvarps er i ólestri. Þótt útsendingar i lit séu ekki dýrar né háðar miklum tæknileg- um erfiðleikum er dreifingarkerfi litmynda miklu viðameira og kostnaðarsamara en svarthvitra mynda auk þess sem kaup litsjón- varpstækja yrðu þjóðinni dýr og spöruðu að minnsta kosti ekki gjaldeyri. Og nauðsynlegt lita- stúdió kostar óhemju fé. En þýð- ingarmest er þó, að mismunun fólks eftir landshlutum er ærin fyrir, þó hún verði ekki aukin enn með litasjónvarpi fyrir fólk á suð- vesturhorni landsins. Þriðja verkefnið er nýtt út- varpshús, en nú er verið að vinna að teikningum þess. Þar hefur veriðlagðurgóðurgrundvöllur, og sannarlega kominn timi til þess að útvarpið komist i eigið hús- næði, en það hefur orðið að hirast i leiguhúsnæði frá upphafi. Nýtt útvarpshús myndi svo að sjálf- sögðu skapa margskonar hagræði i rekstrinum. Þessi þrjú verkefni eru grundvallaratriði þess að rik- isútvarpið geti starfað sómasam- lega sem stofnun og sinnt hlut- verki sinu. Og það er langt þvi frá, að i þeim felist nok-kur lúxus. — Nú væri hér um mikla fjár- festingu að ræða, ef ráðist yrði I þessi vcrkefni af fullum krafti, varla undir fjórum miljörðum. Er raunhæft að ætla að fjárveitinga- vaidið vildi sinna þessum þörfum útvarpsins? — Það er ekki vansalaust að rikisútvarpið hefur ekki látið gera neina áætlun um framtiðar- þróun stofnunarinnar. Slík áætlun um framkvæmdir, fjárþörf og framvindu næstu 10—20 árin er algjör forsenda þess að hægt sé að fara til fjárveitingarvaldsins annað en erindisleysu. — Ef við vikjum þá að hinum fræga útvarpsráðsmeirihluta. Sjö menn voru kjörnir af alþingi 21. des. 1971 til fjögurra ára, eða til 21. des. 1975, og þið settir af með lögum i febrúarlok sl., eða rúm- um niu mánuðum áður en valda- setunni' átti að ljúka. Hvernig myndaðist þessi meirihluti? — Á alþingi voru kjörnir fjórir menn af sameiginlegum lista þá- verandi stjómarflokka (Njörður P. Njarðvik, lektor, ólafur Ragn- ...Breyta þarf skipulagi ríkisút- varps i veigamiklum atriðum, t.d. koma upp útvarpsleikhúsi, sameina fréttastofurnar og skipta upp sjónvarpinu i innlenda og er- lenda deild. ...Er það ekki pólitiskt ofstæki að nota lögin tii þess að iosna við ó- þæga einstaklinga? Rœtt við Njörð P. Njarðvík, fyrrverandi formann útvarpsráðs ...Morgunblaðið virðist áilta að tjáningarfrelsið nái ekki til allra. ar Grlmsson, prófessor, Tómas Karlsson, þáv. ritstjóri Timans og Stefán Karlsson, handritafr.) tveir menn af lista Sjálfstæðis- flokksins (Valdimar Kristinsson, starfsm. Seðlabankans og Þor- valdur Garðar Kristjánsson alþm. Sfðar varð Magnús Þórðar- son, starfsmaður Nató, aðalmað- ur i stað Valdimars) og einn af lista Alþýðuflokksins (Stefán Júllusson, bókm.ráðunautur rik- isins). Fljótlega kom I ljós að mál- efnaleg samstaða varð i flestum málum milli þriggja stjórnarliða og fulltrúa Alþýðuflokksins, en Tómas Karlsson hafði skoðanir sem áttu meiri samleið með við- horfum fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Þannig varð til sá frægi meirihluti, sem brátt varð Morg- unblaðinu mikill þyrnir i augum. Af þessu er ljóst að meirihluti útvarpsráðs fór ekki eftir flokks- pólitiskri skiptingu eða aðild flokka að rikisstjórn. Ég held að ekki sé hægt að sýna fram á eitt einasta dæmi þess að meirihluti útvarpsráðs hafi starfað eftir flokkspólitiskum linum. — Eftir hvaða linum störfuðuð þið þá? — Eftir menningarpólitiskum línum og almennum lifsviðhorf- um. Það er hinsvegar ekkert launungarmál að i fyrrv. út- varpsráði var hægri og vinstri strengur. Þvi varð til að minu mati heldur frjálslyndur meiri- hluti. I orðinu frjálslyndi i þessu samhengi felst þó ekki hið póli- tiska hugtak um borgaralegan liberalisma. Þessi meirihluti varð til án þess að til hans væri stofnað. Það kom semsagt i ljós að málefnaleg samstaða hélst all- an tlmann með þessum fjórum fulltrúum. Samstarfið var þó ekki á þann veg farið að þessi meiri- hluti héldi með sér skipulega fundi, heldur fóru skoðanir okkar fjórmenninganna saman I öllum meginatriðum. — Hver var svo „glæpur” út- varpsráðsmeirihlutans? — t stórum dráttum má segja að helsta nýsköpun okkar hafi verið að skilgreina óhlutdrægnis- sjónarmiðið á svolitið annan hátt, en gert hafði verið. Við hættum að krefjast þess að allar skoðanir kæmu fram i einum þætti, en vild- um skoða það á lengra timabili, hvort óhlutdrægnisskyldunni hefði verið fullnægt. Og við opn- uðum rikisútvarpið til hægri án þess að loka þvi til vinstri, m.a. með ráðningu nýrra umsjónar- manna þátta, og með þvi að hvetja til umræðu um þjóðfé- lagsmál. Mér þætti gaman að sjá sýnd dæmi þess að við höfum úti- lokað einhvern frá dagskrá sjón- varps eða hljóðvarps vegna skoð- ana, að minnsta kosti tókst aldrei að sýna fram á það i þeim áróðri, sem beint var gegn útvarpsráði. Hitt er svo annað mál að ég mótaði þá stefnu þegar i upphafi, og um hana var samstaða, að landsmenn skyldu geta opnað fyrir tæki sin án þess að þurfa að sitja undir vifilengjum og dólgs- hætti i málflutningi. Ég var þvi mjög andvigur að menn væru með persónulegar svivirðingar i dagskrá útvarpsins og ég tel að hægt sé að koma öllum skoðunum á framfæri á kurteisan og mann- sæmandi hátt. Ég sagði einu sinni á fundi i útvarpsráði að ég vildi ekki að útvarpið hrapaði niður á siðferðisstig svonefndra lesenda- bréfa i dálkum Velvakanda. — Nú upphóf Morgunblaðið fljótlega cftir að fyrrv. útvarps- ráð tók til starfa hatramman á- róður gegn mcirihlutanum með dylgjum og aðdróttunum um kommúnisma og flciri ávirðingar ykkar. Hvernig þótti þér að sitja undir þessum ómálefnaiega og persónulega áróðri? — Mér skilst að Eykon hafi sagt á alþingi i vetur að i Morgun- blaðinu fengju allar heilbrigðar skoðanir inni. Deilan snýst um það hvaða skoðanir séu heilbrigð- ar og hverjar sjúklegar. Ég held að Morgunblaðsmönnum hafi sámað mest að þeir réðu ekki lengur yfir dagskrá útvarpsins, og vanstillinguna megi rekja til þess. Ég er Morgunblaðinu að mörgu leyti þakklátur fyrir skrif þess um útvarpsráð og mig persónulega. Það er mér sannur heiður að vera skammaður i þvi blaði. Það virðist vera skoðun Morg- unblaðsins og annarra ihaldsafla hér á landi, að lýðræðisleg mann- réttindi eins og málfrelsi og al- Framhald á 22. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.