Þjóðviljinn - 26.03.1975, Page 11
Fimmtudagur 27. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
„Frelsis
barátta
Sérkennileg þykir mér
barátta Ölafs H. Torfasonar
fyrir þvi sem hann vill kalla
„frjálsa fjölmiðla”. Kenningar
sinar setti hann fram ekki alls
fyrir löngu i Þjóðviljanum.
Sveipaður vinstrikápu og með
ýmsa garanteraða róttæklinga
uppá vasann vill hann hrinda i
framkvæmd gömlum draumi
allra kapitalista: að gefa út-
varpsrekstur „frjálsan” einsog
það heitir á máli auðvaldsins. I
auðvaldsþjóðfélagi getur slikt
„frelsi” aðeins leitt til eins: enn
einn fjölmiðill bætist i hendur
þeirra sem ráða fjármagninu.
Ólafur gerir sér auðvitað grein
fyrirþessari hættu, en hann vill
gera litið úr henni. Hann telur
andstæðinga þessa „frelsis”
stara um of á „aukaatriði”.
Þessi „aukaatriði” eru annars-
vegar lágkúran sem hann telur
„að vitanlega munu þrifast i
frjálsu fjölmiðlunarkerfi” og
hinsvegar einkaf jármagnið
„sem aldrei lætur sinn hlut
átakalaust og ræðum öllum
meiriháttar vitundarlindum
okkar samfélaga og samt sitj-
um við hér og skrifum i Þjóð-
viljann og göngum fyrsta mai.”
Þessi siðasta röksemd sem á að
sanna að einkafjármagnið sé
„aukaatriði” er afskaplega
hlægileg. Það er einsog Ólafur
sé að ætlast til að við þökkum
einkafjármagninu á Islandi
fyrir að það skuli ekki beita
opnum fasiskum aðferðum,
banna blöð og kröfugöngur. Við
eigum að sætta okkur við yfir-
ráð einkafjármagnsins fyrst
við fáum að skrifa i Þjóðviljann
og rölta um bæinn fyrsta mai.
Þarmeð er frelsið tryggt. Það
eru einmitt sjónarmið einsog
þetta sem viðhalda goðsögn
auðvaldsins um „tjáningar-
frelsið”.
Ólafur telur lágkúruna ekki
hættulega þarsem fólkið i land-
inu muni hafa dómgreind til að
velja og hafna. Andstöðu gegn
„frjálsum” (les: auðvalds-
stýrðum) fjölmiðlum kallar
hann „uppgjafarhugarfarið
’agnvart þrýstingi ihaldsins”.
Ölafs H. Torfasonar
Siðan fyllist hann heilagri reiði
fyrir hönd alþýðunnar og segir:
„En mest er þó móðgunin við
hinn vinnandi lýð, vantraustið
sem lýst er yfir með þvi að ætla
fjöldann liggja hundflatan fyrir
ómerkilegri og afsiðandi út-
vgrpsbeljandi hins þverrandi
kynstofns: Einkafjármagnsætt-
bálksins.”
Til er eitt land þarsem
„frelsi” rikir, af þeirri gerð
sem Ólaf dreymir um. Banda-
rikin. Hvernig skyldi þarlendri
alþýðu hafa gengið að velja og
hafna? Glöggum sjónarvottum
ber saman um ástandið: lág-
kúran og hroðinn rikja i
þarlendum fjölmiðlum. Auðvit-
að er svo til gottefniinnanum og
jafnvel heilar stöðvar sem ein-
göngu bjóða uppá öndvegisefni,
en sú starfsemi er aðeins kræki-
ber i helviti og breytir engu.
Þetta sá ég reifað nýlega i tima-
ritinu Ord och Bild i lýsingu
sjónarvottar á sjónvarpsrekstri
i Bandarikjunum. Greinarhöf-
undur, Gunila Ambjörnsson,
hafði m.a. horft á sérdeilis
vandaða dagskrá um blöðin og
oliukreppuna á sjónvarpsstöð-
inni NET, National Educational
Television, kostaða af Esso og
Ford.. Höf sýnir siðan hvernig
þetta sem i fljótu bragði virðist
kostur kerfisins er i raun og
veru til að viðhalda grunninum
óskertum:
„Segið hvað sem þið viljið,
Esso og Ford borga. Það eru
hvort sem er svo fáir sem
hlusta. Hundrað þúsund manns
horfa á vandaða dagskrá um
oliukreppuna, hinar miljónirn-
ar eru uppteknar af vörukeppni
og soap operas.
Snjallasta kerfi i heimi.
Það má segja hvað sem er.
Það skiptir hvort sem er engu
máli.
Þetta er eins og ef maður
heyrði 99 brjálæðinga og einn
með fullu viti öskra i kór.
Ekkert heyrist nema mikill há-
vaði og þar að auki er erfitt að
ákveða hver er með fullu viti.
En málfreisið er tryggt.”
Staðreyndin er nefnilega sú að
fólk sem býr við svona kerfi á
ekki um neitt að velja. Það
tekur við þvi sem að þvi er rétt.
Auðvaldið stýrir efninu en ekki
fólkið. Hitt er svo annað mál að
viss gagnrýni er leyfð meðan
hún er ekki nógu öflug til að
vera hættuleg, og ýmsir smá-
karlar fá að athafna sig innan
vissra marka tilað viðhalda
goðsögninni um frelsið. Slikt er
meðal þess sem oft er kallað
repressivur tolerans (hræðslu-
gæði) og nær tilgangi sinum ef
það gerir róttæklinga ánægða
með sitt hlutskipti og brýtur af
þeim oddinn. Sbr. ánægju Ólafs
með tilveru Þjóðviljans (sem
hefur 4 sinnum minni útbreiðslu
en Morgunblaðið) og röltið um
bæinn fyrsta mai.
Er nokkur ástæða tilað ætla
að islensku þjóðinni muni takast
„valið” betur en þeirri banda-
risku? Kvikmyndamenning is-
lendinga er bandarisk. Við lýs-
um ekki vantrausti á hinn vinn-
andi lýð með þvi að benda á
þessa staðreynd. Kvikmynda-
smekkur almennings mótast af
þvi sem að honum er haldið. Og
þetta ástand er ekki nýtt. 1928
lýsir Halldór Laxness ástandinu
á tslandi þannig:
„1 samanburði við ameriskar
kvikmyndir verður allur is-
lenskur leirburður gullaldar-
bókmentir. Samt má svo heita
að kvikmyndin héðan frá Holly-
wood sé orðin eitt aðaluppeldis-
meðal islendinga... Kvikmyndin
ameriska hefur áfjáðari aðdá-
endur en allar islenskar list-
greinar samanlagðar. Ein
bjánaleg kossamynd af Konrad
Nagel i einkennisbúningi kallar
til sin i Reykjavik stærri áhorf-
endahóp á einu kvöldi en mál-
verkasýning Ásgrims á mánuði.
Cecil B. de Mille, William Fox,
Metro-Goldwyn-Mayer-félagið
og Lasky-Paramount-félagði
valda meiri hræringum
i islenskum hjörtum en Ein-
ar Jónsson, Jóhannes Kjar-
val, Einar Benediktsson,
Jón Leifs og Davið Stefáns-
son allir samanlagðir. Og þjóð-
in leggur árlega i vasa and-
lausra og mentunarsnauðra
kvikmyndamiljónúnga i Holly-
wood meira fé fyrir þessa ælu
þeirra en hún hefur lagt af
mörkum til islenskra snillinga
frá þvi er land bygðist, svo það
er sannarlega timi til kominn að
rannsaka gildi þessara áhrifa
litið eitt, en blöðum vorum er
einsog annarsstaðar borgað
fyrir að hæla uppi hástert öllum
þeim óhroða sem kvikmynda-
verkbólin i Hollywood spýa yfir
landslýðinn.” (HKL: Alþýðu-
bókin).
Þetta var semsé 1928. Siðan
hefur hernámið bæst við og af-
leiðingar þess, kanasjónvarp
fyrst frá Keflavik og siðan frá
Reykjavik. Enn er innlend kvik-
myndagerð ekki til.
Samt reynir Ólafur að halda
þvi fram að fólk sem hlotið hef-
ur slikt myndeldi muni frekar
horfa á sjónvarpsstöðina hans
helduren sjónvarpsstöð Alberts,
radió Varðberg osfrv. Og er þó
ónefnt aðalatriðið: fjárhagur
Alberts er mun rýmri en fjár-
hagur Ólafs og leyfir meiri um-
svif.
Ólafur talar um „hinn þverr-
andi kynstofn: Einkafjár-
magnsættbálkinn.” Ég vil ráð-
leggja honum að kynna sér td
atkvæðatölur úr siðustu bæjar-
stjórnar- og alþingiskosningum
tilað komast úr úr þeirri villu.
Það er alltaf hættulegt að van-
meta andstæðing sinn. Kannski
er þetta vanmat skýringin á
„frelsisbaráttu” Ólafs.
Ólafur gerir ágæta grein fyrir
ýmsum framförum sem orðnar
eru eða eru innan sjónmáls i
fjölmiðlunartækni allri og vill
meina að einmitt þessvegna sé
„frelsið” brýnt. En þar skjátl-
asthonum. Einmitt vegna þess-
ara framfara er mikilvægt að
öll framsækin öfl berjist gegn
þvi að auðvaldið nái tangarhaldi
á fleiri samskiptatækjum. Af-
leiðingin af þvi hlyti að verða
stóraukin völd auðvaldsins yfir
vitundinni og formöngun
(kommersialisering) alls
menningarlifs hlyti að aukast
enn. Afleiðingar formöngunar
,ætti Ólafur að þekkja af sam-
skiptum sinum við hinn
„frjálsa” bókaútgáfumarkað á
íslandi. Ef ég man rétt var Ólaf-
ur einn i hópi manna er reyndu
að stofna forlag (SOR) gegn
sliku kerfi. Hvernig fór það?
Skáldsaga Ólafs liggur enn oni
skúffu engum að gagni. Er ekki
hætt við að eins muni fara um
framsækna útvarpið hans i
frumskógi „frelsisins”?
Enginn skilji orð min svo að
ég frýi ólaf f jölmiðlavits.
Margt i máli hans er athyglis-
vert og snjallt og mætti nota
ýmsar tillögur hans tilað
breikka og örva samskipti,
kjúfa staðnað rikisútvarp sem
nú er komið i hendur aftur-
haldsins, og fjölga leiðum. En
það má aldrei fara svo að þessi
áhrifamiklu tæki verði beinlinis
lögð uppi hendurnar á auðvald-
inu og allir vinstrimenn verða
að berjast gegn hverri þeirri
stefnu sem leiðir til þess. Ég er
viss um að Ólafur sér þetta
sjálfur ef hann hugsar sig vel
um.
Hvaða loki skyldi hafa fengið
; Ólafi þennan mistiltein?
Lundi 17/3 1975
Þórarinn Eldjárn
Landssamtök um
náttúruvernd
Ná yfir landshlutasamtök
áhugamanna um náttúruvernd
A sunnudaginn voru stofnuð
heildarsamtök áhugamanna um
náttúruvernd hér á landi og hlutu
þau nafnið Samband Islenskra
náttúruverndarfélaga, skamm-
stafað SÍN.
Innan sambandsins eru öll nátt-
úruvcrndarsamtök landshlut-
anna nema þau vestfirsku. Þessi
samtök cru Samtök um náttúru-
vernd á Norðurlandi, Náttúru-
vcrndarsamtök Austurlands,
Nátturuverndarsamtök Suöur-
lands, Náttúruverndarsamtök
Suðvcsturlands og Náttúruvernd-
arsamtök Vesturlands.
Þessi samtök eru eins og áður
segirfélög áhugamanna um nátt-
úruvernd en það fyrsta þeirra var
stofnað á Norðurlandi sumarið
1969. Alls eru félagar i öllum
landshlutasamtökunum nokkuð á
annað þúsund talsins.
A stofnfundi StN sem haldinn
var á Mógilsá i Mosfellssveit voru
sambandinu sett lög og segir þar
um tilgang þess að hann sé: að
efla samstöðu aðildarfélaganna i
helstu stefnumálum þeirra, að
skipuleggja verkefni sem félögin
vinna að sameiginlega, að annast
samskipti og tengsl við skyld fé-
lög eða stofnanir og að vera félög-
unum til ráðuneytis og útvega
þeim sérfræðilega aðstoð.
Mótaðar voru ákveðnar tillögur
á fundinum um náiö samstarf við
Landvernd og verða fljótlega
teknar upp viðræður um það efni.
Einnig samþykkti fundurinn að
sækja um aðild að Alþjóða nátt-
úruverndarsambandinu IUCN, og
taka upp fast samband við sam-
svarandi félög á Norðurlöndum.
Hvað snertir fyrirhugaða
málmblendiverksmiðju i Hval-
firði var sú skoðun rikjandi meðal
fundarmanna að athugunum og
upplýsingum um hugsanleg um-
hverfisáhrif verksmiðjunnar sé
mjög ábótavant. Ætla þyrfti slik-
um undirbúningi mun lengri tima
og forgang áður en teknar eru á-
kvarðanir um staðsetningu og
rekstur slikra fyrirtækja.
I
Stjórn sambandsins er skipuð
formönnum aðildarféiaganna. A
fundinum á sunnudaginn voru
þessir menn kosnir i st jórn: Helgi
Hallgrimsson Vikurbakka Eyja-
firði, forseti, áðrir stjórnarmenn
eru Asgeir Pétursson Borgarnesi,
Hjörleifur Guttormsson Nes-
kaupstað, Sólmundur Einarsson
Ytri-Njarðvik og Stefán Berg-
mann Reykjavik.
—ÞH
Nýr sendiherra Sovétríkjanna
Nýskipaður sendiherra Sovétrikjanna, Georguy Nikolaevich Farafon-
ov afhenti forseta Islands trúnaðarbréf sitt á þriðjudag aö viðstöddum
utanrikisráðherra, Einari Agústssyni. Slödegis þá sendiherrann boö
forsetahjónanna að Bessastööum ásamt nokkrum fleiri gestum.
Banatilræöi við Thieu
TÓKIÓ — Japanska blaðið Main-
itsji hefur það eftir áreiðanlegum
heimildum i Saigon að Thieu, for-
seta Saigon-stjórnarinnar, hafi
verið sýnt banatilræði á sunnu-
daginn, en að tilræöið hafi mis-
tekist. Þar var að verki háttsettur
herforingi, og er helst að heyra aö
hann hafi verið Thieu eitthvað
gramur út af þvi að herforingi
nokkur var snögglega settur af i
sambandi við flótta Saigonhers úr
hálöndunum.