Þjóðviljinn - 26.03.1975, Side 18

Þjóðviljinn - 26.03.1975, Side 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. marz 1975. ÍJr rœðu Helga Seljan um eignarráð á landi Búskaparmöguleika bænda má ekki skerða A kvöldfundi i SameinuOu alþingi þann 18. þessa mánaöar urðu nokkrar umræður um þingsályktunartillögu Alþýöuflokksþing- manna um eignarráð á landi. Efni tillögunnar er það, að „stefnt skuii að þvi”, að allt land veröi alþjóöareign, en bújarðir verði þó I eigu bænda, þegar þeir kjósa. 1 tillögunni er lagt til, að rikis- stjórninni verði falið að undirbúa frumvarp þessa efnis. Meöal þeirra, sem tii máls tóku við þessa umræðu voru Helgi Seijan og Stefán Jónsson, og birtir Þjóðviljinn hér kafla úr ræð- um þeirra, sem allmjög hafa verið gerðar að umtalsefni I Al- þýöublaöinu. Sjálfur er ég landeigandi, en ég geri mikinn mismun á þeim rétti og réttindum, sem ég hef nú lög- um samkvæmt. Þar set ég vissu- lega æðstan rétt til fullra nytja mlns lands hvað snertir þann at- vinnuveg, sem ég þar stunda, þ.e. landbúnaðinn, og milli hans og annarra réttinda og hlunninda vil ég draga nokkur mörk. Nú vill svo til, aö ég get þar nokkuð djarft úr flokki talaö sjálfur. I fyrsta lagi er jörð min hiö hæsta kauptúninu og ég álit hiklaust aö engar ástæöur, t.d. þarfir kaup- túnsins, ættu að valda þvl að ég fengi óeölilega fjárhæð fyrir hluta hennar eða hana alla af þeim sök- um. Þetta er I samræmi við þá skoöun mína, að brýn almenn- ingsnot eigi að hafa forgang án þess að sá sem aðstöðuna á hagn- ist óeðlilega á þeirri þörf. En hins ber þá einnig aö gæta, að I þétt- býlinu hefur þetta sama sjónar- mið svo sannarlega oftar en hitt verið fyrir borð borið og er lóða- og húsabrask Reykjavlkursvæö- isins þar gleggst dæmi um. Hér þarf því hiklaust að vera sam- ræmi I hlutunum. En bændur al- mennt eiga ekki að ýta undir það á neinn hátt að einstaka aðilar innan þeirra stéttar hagnist óeðli- lega, hvorki vegna almennings- þarfa og enn síður þó vegna hlunninda, sem gera einstaka jarðir ævintýralega háar I veröi. Fyrir raunverulegan landbúnað er þessi stefna röng, og þaö þvl fremur sem svo margir hafa þurft og þurfa enn að yfirgefa jarðir sinar án þess að fá nokkuö I staðinn, hafandi fórnað þar llfs- starfi slnu og sinna um áratuga- skeið. M.a. af þeim sökum ættu bændur að Ihuga vel spurninguna um rikiseign jarða almennt, þar sem einhver trygging kæmi þá þeim til handa, sem helst þyrftu hennar með. Einmitt af þessari ástæðu, horfandi upp á þá mörgu bændur, sem bótalaust hafa horf- iö frá jörðum slnum, hef ég ætlð hneigst mjög að þeirri stefnu al- mennt, ef hún væri réttlátlega og skynsamlega útfærð, en þá þyrfti þjóðfélagsgerðin I heild að vera önnur, það viðurkenni ég og það er önnur saga. En ég held áfram með hin ýmsu réttindi, sem jörðum fylgja. Rétt- indi sem vikið er að I þessari til- lögu, réttindi sem þjóðfélagið i heild þarf á að halda og þar vil ég setja nokkuð skýr mörk. Þar á landeigandinn ekki aö geta sett fram óeðlilegar kröfur eða hindr- anir svo framarlega sem ekki er um að ræða þann réttindamissi, sem rýrir möguleika hans til at- vinnurekstrar síns, landbúnaðar. Kæri mig ekki um slikan gróða Ég vil skilja skýrt á milli þeirra atriða sem beint snerta landbún- aöinn og námuréttinda ýmisskon- ar, sem ég álít að eigi að vera I al- menningseign. Þannig er t.d. um háhitasvæðin o.m.fl. þviumllkt. Það hlýtur aö teljast I hæsta máta óeðlilegt að á sllkum dýrmætum þáttum þjóðhags okkar geti ein- staklingar grætt offjár. Ég segi fyrir mig sem landeigandi, ekki kæri ég mig um slikt. Kann að vera að aðrir taki þvl fegins hendi. En ég endurtek, margt býsna hliðstætt þarf einnig að taka I gegn I þéttbýlinu varðandi óeðlilega gróöamyndun þar, sem stendur almenningi og þjóöarbúi fyrir þrifum beinlínis. Ég hef nú aldrei veitt neitt á ævinni, og ég held ég sleppi þeim þætti, en ég tel veiöiréttindi til hlunninda sem beinlínis snerta landbúnaðinn. Það hlýtur að vera rökrétt og eðlilegt, en þar á sér vissulega stað óheillaþróun, sem stöðva ber og bændur ættu I raun að taka I þátt af fullri alvöru. Annars vegar er jarðabrask efna- manna úr þéttbýlinu kringum veiðiárnar, sem er óhugnanlega hættulegt Islenskum landbúnaði og ömurlegt hve margur hefur þar látið vélast vegna kostaboös þessa rumpulýös, sem I jarðirnar hefur sótt til þess eins að græða á þeim. Jarðabrask auðmanna verður að stöðva Jarðabrask auðmanna veröur að stöðva. Jarðalagafrumvarpið I fyrra var stórt spor f þá átt, þótt lengra hefðimátt ganga. Þvi mið- ur sáu nú sumir flutningsmenn þessarar tillögu ekki ástæðu til að styöja framgang þessa frum- varps og reyna þá að koma þar viö nauðsynlegum umbótum til Helgl Seljan frekari hindrúnar þessum ófögn- uöi. Mig minnir nefnilega að það sé áreiðanlega rétt, að fulltrúar Alþýðuflokksins 1 efri deild hafi staöið gegn þessum lögum og gef- ið út sameiginlegt nefndarálit með sjálfstæðismönnum þar að lútandi. Verður það nú að segja, aö ekki fylgir alltaf fullur hugur máli i þessum efnum. þingsjá Rétt bænda til jarða sinna og allra gagna þeirra og gæöa i þvl þjóðfélagi sem við lifum I, til allra þeirra gagna og gæða, sem at- vinnu þeirra landbúnaöinn, snerta, tel ég rangt að skerða með lagaboði nú. Þar vitna ég einfald- lega til þeirrar þjóðfélagsgeröar, til þess hagkerfis sem við búum við. En ég viðurkenni það, að sú framtiðarskipun kann að vera nauðsyn, að land allt verði rlkis- eign meö fullu samkomulagi viö bændur landsins. Bændur hafi rétt til jafns við aðra Ég tel mjög fráleitt, að engin takmörk séu fyrir eignarétti bænda sett, t.d. upp I óbyggöir, upp undir jökla eins og nú er viða fram haldið. Hér er allt of langt gengið og bændum einum I óhag að halda sig fast við svona frá- leita hluti, sem aöeins eru til þess fallnir að vekja andúð á öörum sjónarmiðum þeirra, sem eru eðlileg og sanngjörn og ég styð. En aðalatriði þessa máls eru þó þau að ekki sé verið að vega að eignarétti einnar stéttar og það okkar ágætu bændastéttar á með- an ekki er um leið vegið að eigna- rétti ýmissa annarra stétta, sem enn siður eiga rétt sinna eigna en þó bændur. Heildarlöggjöf um eignarrétt þurfum við eflaust og m.a. um þæreignir, sem menn hafa náð til sln með óeðlilegum hætti, t.d. veröbólgugróðanum og hvers kyns braski I skjóli hans. Það er fjarstæða að gera ekki ærlega út- tektá þessum aðilum og svipta þá slnum illa fengnu eignum, ef gera ætti slíkt gagnvart bændum. Hitt þarf svo aftur að athuga ræki- lega, hvaða atriði og þættir ó- skyldir landbúnaði eiga að verða almenningseign og þá hugmynd get ég fúslega stutt. Það er mln skoðun að allur ó- eölilegur gróði þurfi að hverfa úr þjóðfélaginu, — allur óeölilegur gróði, sem safnast á einstakra hendur. Þann gróða er ekki að finna hjá meginþorra bænda, en hann á heldur ekki að koma I hendur þeim, sem við þá sérstöðu búa, að I landi þeirra er að finna verðmæti sem ættu að vera þjóð- areign. Ég Itreka aðeins það, að hér þarf að fara með fullri gát og al- veg sérstaklega án allrar skerð- ingar á búskaparmöguleikum bænda yfirleitt. Hins vegar þá þarf gróðamyndunin I þjóðfélag- inu rannsóknar við I heild og inni þá mynd koma bændur að sjálf- sögðu einnig eins og aðrar stéttir. Það væri kannski brýnasta verk- efni okkar I dag, þegar þeir kvarta oft hæst, sem mesta möguleika hafa á þvl að safna illa fengnum auði, en I þeim hópi eru bændur það fáséðir aö á öðrum ber þá hiklaust að byrja. Frá umrœðunum um eignarráð Þekki stéttir, sem ég vildi gjarnan byrja á Stefán Jónsson sagði m.a.: Ég tek undir það, sem hv. þm. Helgi Seljan sagði áðan um þau þjóðfélagslegu skilyrði sem vera þyrftu fyrir hendi til þess að ég féllist á þaö,að Islenskar bújaröir, jaröir bænda, væru gerðar meö lögboöi að ríkiseign. Jarðir og byggingalóðir rikiseign Ég minnist þess, aö samiö hafði verið árið 1939 frumvarp af einum af fremstu leiðtogum íslenskra bænda og meö atfylgi annarra bændaforingja, frumvarp um það, að allt land Islenskt þ.á m. byggingarlóðir í bæjum, skyldi vera ríkiseign en réttur bænda slðan tryggður með erfðafestu, þannig að þeir misstu einskis I við þá lagasetningu um rétt til bú- setu, rétt til jaröarnytja. Aðeins þetta að þeir væru sviptir réttin- um til þess að selja landið. Þetta var hugsaö af hálfu bændaleiö- toganna þá sem ráðstöfun til þess að binda endi á jaröabrask, og þó sagði Stefán Jónsson fyrst og fremst e.t.v. aö ná aftur I hendur bænda ýmsum þeim hlunnindum, sem af þeim höfðu veriö tekin með offorsi þeirra, sem peningana höföu. Þetta frumvarp var að vlsu aldrei lagt fram. Það kom strlð og I ljós kom andstaða öflugra manna I sterk- um stjórnmálaflokki, öflugra manna, sem einmitt höfðu náð hlunnindajörðum af bændum og vildu ógjarnan láta þau hlunnindi til baka. Með fylgi fasteignir i borgum og bæjum Ég ítreka það, að eins og nú er ástatt á Islandi, þá treysti ég mér ekki til þess að greiöa atkvæði með þingsályktunartillögu þar sem ráðgert er að snúa sér fyrst að bændum um skerðingu á eign- arrétti. Ég tek undir það, sem hv. þm. Helgi Seljan sagði áöan, aö ég þekki stéttir, sem ég vildi þá gjarnan byrja á. Um það er lýkur, kann samt vel svo að fara, að þjóðarheill krefjist þess að allt land Islenskt verði með lögum gert að þjóðareign, að rfkiseign. Þaöer ætlanmln.aðísama mund muni þaö þykja hin mesta nauö- syn, að með fylgi þá fasteignir I borgum og bæjum, og fyrirtæki ýmis önnur, sem ég hafði nú ætlað að jafnvel Alþýðuflokkurinn eftir 12 ára blíða þjónkun við þá, sem helst hafa auðinum safnað á þessu landi og verið þess helst umkomnir að kaupa upp bújarðir og leggja sveitir I eyði — að jafn- vel Alþýðuflokkurinn ætti nú aö fallast á, að fyrirtæki þau og fast- eignir væru þess eðlis að það hefði þjóðhagslega meiri þýðingu að beina þangað geiri slnum um eignaupptöku, heldur en aö bú- jörðum bænda. Stefán Jónsson Röðun viðfangsefna á þjóðnýtingarskrá Við kunnum að lenda I nokkrum vanda, þegar við röðum upp við- fangsefnum á þá skrá, sem viö gerum okkur um störf að þjóö- nýtingu á Islandi. Það er alveg rétt, að eignarhald á landi er eitt af þeim grundvallaratriðum, sem við hljótum að taka tillit til. En ekki þá sist I því hvernig við röð- um upp viðfangsefnunum. 1 bændastett eigum við ennþá, guöi sé lof, þrátt fyrir það þótt að stétt þessari hafi þrengt á liðnum ár- um, fyrir margra hluta sakir helst mannspratanna aö leita I pólitik og I félagsmálum. Aftur á móti hefur efnahagsleg staða is- lenska bóndans orðið meö þeim hætti I undarlegu og ekki að öllu leyti heppilegu verðmætakapp- hlaupi, sem háð hefur verið á slð- ari áratugum, — hún hefur orðið með þeim hætti, að hvorki er aö bændum vegandi, á sviöi kaup- gjaldsmála, efnahagsmála né að félagslegri stöðu þeirra, án þess aö eiga það á hættu að valda jæim stórtjóni. Þingsálytkunartillagan, sem hér liggur fyrir ber yfirbragð þess stjórnmálaflokks, sem vegið hefur að hagsmunum bænda, sem þjónaö hefur undir ihaldiö, stand- andi úr þessum ræðustóli, sitjandi úr þingsæti sinu, flötum beinum, út af liggjandi og á grúfu. Ég mun kjósa mér aðra fylgisveina er ég fjalla um eða greiði atkvæði með þingmáli, sem fjallar um eignar- hald bænda á landi sínu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.