Þjóðviljinn - 26.03.1975, Page 19

Þjóðviljinn - 26.03.1975, Page 19
Fimmtudagur 27. marz 1975. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 19 Ragnar Arnalds flytur tillögu til þingsályktunar um fjölbrauta- skóla á Norðurlandi vestra og hljóðar hún svo: „Alþingi ályktar að fela rlkis- stjórninni að undirbúa frumvarp um stofnun framhaidsskóla á Norðurlandi vestra með fjöl- brautasniði. Skólastarfið verði byggt upp I þremur fjölmennustu þéttbýlisstöðum kjördæmisins, I Siglufirði, á Sauðárkróki og á Blönduósi, og skal stefnt að þvi, að sem flestar námsbrautir fram- haldsskólastigsins, sem annars staðar er að finna i menntaskól- um, iðnskólum, vélskóla, tón- listarskólum eða öðrum sérskól- um, verði stundaðar á a.m.k. ein- um af þessum þremur stöðum. Samræmt fjölbrautanám á Norðurlandi vestra með nauðsyn- Skólastarfið heim i héruðin I tillögu þessari felst veruleg breyting frá núverandi skipulagi á framhaldsskólafræðslu i anda þeirrar stefnu, sem kennd hefur verið við fjölbrautanám. For- dæmi er fengið með lögunum um fjölbrautaskóla, sem fyrst og fremst eru miðuð við stofnun til- raunaskóla I Reykjavik. Hins vegar hefur þessi nýja skipan skólamála ekki enn verið útfærð á landsmælikvarða. Ljóst er, að meðan það hefur enn ekki verið gert, er litil von til þess, að skóla- mál i einu af minni kjördæmum landsins verði skipulögð á þennan veg. Meðal annars þess vegna flyt ég ásamt Helga F. Seljan tillögu til þingsályktunar um skólaskip- Ragnar Arnalds. ans á Siglufirði eru 15, i hús- mæðraskólanum á Löngumýri og á Blönduósi um 25 og i Bænda- skólanum á Hólum 36 nemendur eða alls 226 nemendur. Þess má geta, að fyrir tveimur árum sam- þykkti Alþingi þingsályktun um stofnun fiskvinnsluskóla i Siglu- firði, en hún hefur þó ekki enn komið til framkvæmda af ein- hverjum ástæðum. Með verkaskiptingu og góðri skipulagningu virðist fullkomlega raunhæft að skipta námi 500—600 nemenda væntanlegs fjölbrauta- skóla á þrjá aðalskólastaði, Siglu- fjörö, Sauðárkrók og Blönduós, en af þeim yrðu 50—60 við verklegt nám á Hólum og að Löngumýri. í tillögunni er þó á það minnt, að þvi aðeins er þessi dreifing á marga skólastaði möguleg, að anburðar, að nemendafjöldi á Vestfjörðum i hverjum árgangi bamaskólanna er mjög svipaður og á Norðurlandi vestra, þ.e. 225 nemendur. Nemendur Mennta- skólans á ísafirði eru nú 150, i Iðnskólanum þar voru 56 nem- endur skólaárið 1973—1974, i deild Vélskólans voru 22, i deild Tækni- skólans 9, i 4. bekk Húsmæðra- skólans 27 eða samtals 311 nem- endur. Á Austfjörðum er I undirbún- ingi menntaskóli á Egilsstöðum, sem væntanlega verður hluti af fjölbrautaskóla á Austurlandi. A sl. skólaári voru að meðaltali 263 nemendur, i hverjum árgangi barnaskólanna á Austurlandi. Aætlun um skipulag skólastarfs- ins miðast þó við 250 nemendur i aldursárgangi, og miðað við fyrr- Samræmt fjölbrautanám á Norðurlandi vestra legri verkaskiptingu milli skóla- staða miðist við eftirtalin megin- svið: I. A tveimur skólastöðum sé starfrækt bóknámsbraut, á öðr- um til tveggja ára og á hinum til fjögurra ára,er samsvari mennt- un til stúdentsprófs, og skiptist i nokkrar námsbrautir, eftir þvi áem aðstæður leyfa, t.d. tungu- máladeild, raungreina- og nátt- úrufræðideild. II. Iðn- og tæknibraut skiptist milli skólastaða, eftir þvi sem hagkvæmast þykir, t.d. þannig að sjómennska, matvælatækni, vél- stjóranám og annað það iðn- og tækninám, sem tengdast er sigl- firsku atvinnulifi, hafi aðsetur þar, en flestir aðrir þættir iðn- fræðslunnar veröi á Sauðárkróki, eíns og þegar hefur verið ákveöið. III. Á einum skólastaðnum verði viðskipta- og verslunar- braut.sem samsvari fjögurra ára námi, en á öðrum verði um að ræða tveggja ára nám. IV. Á öllum skólastöðunum geti nemendur stundað bóknámsþætti námsbrauta i heimilisfræðum, hússtjórn og búfræði, en að öðru leyti fari námið fram í búnaðar- og hússtjórnarskólum að Hólum i Hjaltadal, Löngumýri og á Blönduósi. Skal við það miðað, að þessar námsbrautir verði ekki lengur sem einangraðar blindgöt- ur iskólakerfinu, heldur verði séð til þess, að nemendur geti haldið námi áfram á framhaldsskóla- stiginu að þessum áfanga lokn- um. V. Námsbrautir á sviði lista skiptist milli skólastaðanna, eftir þvl, sem aðstæður leyfa, og kem- ur þar einkum til greina tón- mennt, myndlist og önnur hand- mennt. Vegna fámennis og marg- breytileika námsins verði skóla- starfið skipulagt I áfangakerfi, sem sameini námshópa úr ýms- um námsbrautum án tillits til hefðbundinnar bekkjaskiptingar og geri framkvæmanlegt að fá sérmenntaða kennara til að fara milli skólanna og standa fyrir námskeiðum. Um kostnað við stofnun og rekstur fjölbrautaskóla á Norður- landi vestra skal fylgt þeim á- kvæðum, sem gilda um stofnun og rekstur menntaskóla, og greiðist kostnaðurinn úr rikissjóði, eftir þvi sem fé er veitt til i fjárlögum. Skólaráð skal fara með stjórn fjölbrautaskólans á Norðurlandi vestra i samvinnu við skólastjóra og undir yfirstjórn menntamála- ráðuneytisins. Skólaráð skal skipað eftir tilnefningu fræðslu- ráðsins á Norðurlandi vestra i samvinnu við skólastjóra og und- ir yfirstjórn menntamálaráðu- neytisins. Skólaráð skal skipað eftir tilnefningu fræðsluráðsins á Norðurlandi vestra. Jafnframt skulu nemenduf árlega tilnefna fulltrúa I skólaráð”. an á framhaldsskólastigi, þar sem rikisstjórninni er falið að undirbúa frumvarp, er leggi grundvöll að samræmdum fram- haldsskóla. En ástæðurnar til þess, að ég flyt sérstaka tillögu um skólamál á Norðurlandi vestra, eru þessar: Ég vil minna á, að enda þótt enn sé ekki unnt að stunda nám, er leiði til stúdentsprófs, á Norð- urlandi vestra, er full ástæða til þess að svo verði i framtiðinni. Ég vil vekja athygli skólayfir- valda og heimamanna á nauðsyn þess, að unnið sé að þessu mark- miði á skipulegan hátt, og ég tel sérstaka þörf á þvi, þar sem Norðurl. vestra á i hlut, þvi að i engu öðru kjördæmi landsins er uppbyggingarstarf fræðslumála á framhaldsskólastigi jafnskammt á veg komið. Má nefna þvi til sönnunar, að I öllum öðrum kjör- dæmum er menntaskólanám ým- ist stundaðeða a.m.k. i undirbún- ingi, og á fjárlögum er fé veitt til iðnskólabygginga i öllum kjör- dæmum öðrum en á Norðurlandi vestra. Ég tel, að skólastarf á framhaldsskólastigi eigi að fær- ast heim i héruðin I miklu rikara mæli en nú er, og fyrir Norður- land vestra, þar sem hvort eð er þarf að byrja svo aö segja frá grunni, liggur beinast við, að ekki verði um að ræða menntaskóla- nám með hefðbundnu sniði, held- ur verði nú stefnt að alhliða fjöl- brautanámi, sem skipulagt verði á svæðinu öllu sem einni heild. Miðstöðvar á þrem stöðum Ragnar segir i greinargerð: Ef til vill spyr einhver, hvort Norðurland vestra sé ekki of fá- mennt til að standa undir menntaskólanámi — hvað þá enn margbreytilegra námi fjöl- brautaskólans. Þvi er til að svara, aöaldursárgangar barna á Norðurlandi vestra eru svipaðir að stærð og á Vestfjörðum og Austurlandi, en i báðum þessum kördæmum veröa menntaskólar starfandi samkvæmt ákvörðun Alþingis. Með þvi hefur Alþingi viðurkennt I reynd, að sifelld samþjöppun framhaldsnáms á höfuðborgarsvæðinu sé óæskileg og i þess stað verði að byggja upp menntunaraðstöðu á framhalds- skólastigi i öllum kjördæmum landsins. Óneitanlega fylgir þvi nokkur spamaður að hafa skólana mjög fáa og að sama skapi stóra. En þar á móti kemur, að þá þarf að byggja þeim mun fleiri heima- vistir, sem eru mjög dýrar bæði i stofnkostnaði og rekstri. Upp- eldisfræðilegir og félagslegir ó- kostir þess að safna saman mest- öllu framhaldsskólanámi á örfáa staði á landinu eru augljósir. Frá sjónarmiði byggðastefnu er ein- mitt mjög mikilvægt að reyna að halda unga fólkinu sem lengst i grennd við heimahéruð, þvi að reynslan sýnir, að þvf yngri sem unglingar neyðast til að hverfa að heiman til náms i öðrum lands- hlutum, þeim mun meiri eru lik- urnar á þvi, að þeir aðlagist end- anlega nýju umhverfi og slitni úr tengslum við heimabyggð sina. Að sjálfsögðu eru ákveðin tak- mörk fyrir þvi, hve mikið má dreifa skólastarfinu. Skólastaðir mega ekki verða fleiri en svo, að unnt sé að byggja upp nægilega stórar skólaeiningar. í tillögu þessari er gert ráð fyrir þvi, að miðstöðvar fjölbrautaskólans á Norðurlandi vestra verði á þrem- ur stöðum, m.a. I þeim tilgangi að viðhalda tegnslum nemenda við heimaslóðir eins lengi og unnt er, með þvi að gera sem flestum nemendum fært að sækja fram- haldsskóla, gangandi eða akandi að heiman. Skal nú vikið nánar að nemendaf jöldanum. 64% af 16—19 ára Á sl. skólaári voru að meðaltali um 218 börn I hverjum aldursár- gangi barnaskólanna á Norður- landi vestra. Sett hefur verið fram spá um skólasókn unglinga að loknum grunnskóla og er þar um að ræða hámarksspá, sem vafalaust verður ekki að veru- leika úti um land fyrr en að nokkrum árum liðnum. Miðað við þessa spá yrði nemendafjöldi á Norðurlandi vesta á hverju skóla- ári framhaldsskólastigsins sem hér segir: nem. 1. ár framh.sk 85% árg. 185 2. ár framh.sk. 75%árg. 164 3. árframh.sk. 60%árg. 131 4. ár framh.sk. 35%árg. 76 Samt. á framh.skólastigi 556 Þessi fjöldi nemenda, 556 er rétt um 64% af fjórum aldursár- göngum á barnaskólastigi kjör- dæmisins. Til þess að átta sig bet- ur á þvi, hvort fyrrnefnd spá er raunhæf, má geta þess, að á sein- asta skólaári voru á öllu landinu 11550 nemendur i skólum, sem samsvara munu væntanlegu framhaldsskólastigi, þegar grunnskólalögin eru komin i framkvæmd, og eru það tæp 64% af fjórum aldursárgöngum bamaskólanna. Ef frá er talið nám, sem ekki getur orðið I fjöl- brautaskólum úti um land, t.d. kennaranám, hjúkrunarnám eða efri bekkir tækniskóla, er sam- svarandi hlutfall tæp 57%. Það virðist þvi alls ekki óraunhæft, að með auknu framhaldsskólastarfi heima I héruðum muni 64% af 16—19 ára unglingum sækja þar skóla. Nemendafjöldi Miðað við fjóra aldursárganga barnaskólanna sækir rúmlega fjórðungur nemenda (26%) skóla á Norðurlandi vestra á hliðstæðu stigi og væntanlegur framhalds- skóli verður. Stærsti hópurinn er i 4. bekk gagnfræðaskólanna, 80 manns, i Iðnskólanum á Sauðár- króki eru um 70, i deild Vélskól- kennslan verði ekki bundin i viðj- ar hefðbundinnar bekkjaskipting- ar, heldur verði námstilhögun eins sveigjanleg og kostur er og byggð á áfangakerfi og stuttum námskeiðum. Að lokum má geta þess til sam- nefnda spá um skólasókn er reiknað með, að nemendafjöldinn verði alls 638, þar af 390 I Nes- kaupstaö og 248 á Egilsstöðum. Gert er ráð fyrir, að 63 nemend- ur fari bóknámsbraut i væntan- legum fjölbrautaskóla, þ.e. 25% af aldursárgangi, þar af verði 54 á Egilsstöðum og 9 á Neskaupstað fyrstu tvö árin, en siðari tvö árin verði allir nemendur bóknáms- brautar á Egilsstöðum. Lifeyrissjóður byggingamanna Umsóknir um lán Umsóknir um lán úr sjóðnum skulu berast skrifstofu sjóðsins eða vera póstlagðar i siðasta lagi 15. april n.k. Lánsupphæðir verða sem hér segir: A. Til þeirra, sem taka sitt fyrsta fast- eignaveðlán hjá sjóðnum. 1. Sjóðsfélagar, sem greitt hafa skert iðgjald i 3 ár samkv. kjarasamningum oghafa náð 2.75 stigum hinn 31.12.1974 kr. 350.000. 2. Sjóðsfélagar, sem greitt hafa reglu- lega iðgjald i 4 ár hinn 31. 12. 1974 og hafa náð 3.75 stigum frá 1.1. 1970 kr. 500.000. 3. Sjóðsfélagar, sem náð hafa á sama hátt 5 stigum frá 1970 kr. 700.000. B. Um viðbótarlán til þeirra, sem áður hafa fengið fasteignaveðlán úr sjóðnum skulu gilda eftirfarandi reglur, enda sé áður hægt að fullnægja eftirspurn þeirra sem sækja um lán i fyrsta sinn. 1. Til sjóðsfélaga sem 31. 12. 1974 hafa náð 3,5 stigum frá siðustu lántöku hans kr. 350.000. 2. 4.5 stigum frá siðustu lántöku hans kr. 500.000 3. 5.5 stigum frá siðustu lántöku hans kr. 700.000. Aldrei skal þó heildarlánsupphæð til sjóðsfélaga vera hærri en svo, að við- bótarlán að viðbættum eftirstöðv- umeldrilána hans verði hærri en gild- andi hámarkslán i hverjum flokki lán- takenda. C. Vixillán að upphæð kr. 150.000 til 3ja ára er heimilt að veita þeim, sem ekki hafa hlotið fasteignaveðlán úr sjóðnum á s.l. 3 árum og hafa greitt iðgjald samkv. gildandi kjarasamningum á þvi tima- bili. Vixillán skal ætið greiða upp, hljóti sjóðsfélagi siðar fasteignaveðlán úr sjóðnum. Umsóknareyðublöð og ýtarlegri lánaregl- ur fást á skrifstofu sjóðsins og hjá lifeyris- sjóðsnefndum félaga utan Reykjavikur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.