Þjóðviljinn - 26.03.1975, Page 20

Þjóðviljinn - 26.03.1975, Page 20
20 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 27. marz 1975. Umrœður um fjáröflunarleiðir til handa borgarsjóði Stöndum með alþýðiinni, en styðjum atvinnurekendur! Þessi er afstaða borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstœðisflokksins Eins og áður hefur verið frá skýrt hér í blaðinu lögðu þeir Sigurjón Pétursson og Björgvin Guðmundsson fram tiliögu i borgarstjórn á dögunum þess efn- is að borgarstjórn skori á alþingi að breyta tekjustofnalögunum i þá veru, að borgarsjóði væri unnt að auka tekjur sinar um á að giska 950 miljónir með þvi að leggja hærra aðstöðugjald á at- vinnureksturinn i borginni svo og hærri fasteignagjöld á annað hús- næði en ibúðarhúsnæði. Blaðið hefur áður birt tillöguna I heild, svo og framsöguræðu Sigurjóns Péturssonar, borgar- ráðsmanns, með tillögunni. Hér verða að nokkru raktar þær umræður, sem i borgarstjórn spunnust um tillöguna. Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins og Samtakanna tók mjög i sama streng og Sigurjón hafði gert i framsöguræðu sinni. Hins vegar kvað við nokkuð annan tón hjá borgarstjóranum, Birgi isleifi Gunnarssyni, en hann furðaði sig mjög á tillögunni og furðu hans vakti einnig það, að borgarfull- trúar Framsóknarflokksins skyldu ekki vera meðflutnings- menn að henni. Siðan sagði borgarstjóri að við byggjum nú við kreppuástand: heilar atvinnugreinar berðust i bökkum, og atvinnurekendur hefðu lýst þvi yfir að atvinnuveg- irnir þyldu ekki að greiða þau laun, sem farið hefði verið fram á. Þá sagði borgarstjórinn, sem mikið notaði orðið kreppa, að i slikri kreppu yrði Reykjavíkur- borg að herða sultarólina. Taldi hann það vænlegri leið fyrir borgarsjóð að draga úr útgjöld- um, en leggja aukna skatta á at- vinnureksturinn, sem hann sagði að væri hið sama og að drepa sina mjólkurkú eða éta útsæðið. ,,Það skiptir höfuðmáli, að at- vinnutækin gangi, frekar en það að opinberar framkvæmdir á veg- um borgarinnar dragist ekki saman,” sagði borgarstjóri, og lýsti siðan tillögu þeirra Sigur- jóns fráleita, og sagði að i henni fælist engin raunhæf lausn, og reyndar væri sú lausn, sem i til- lögunni væri bent á verri en engin lausn. Flutti borgarstjóri siðan frávis- unartillögu, sem reist var á þeim hinum sömu „rökum” og eftir honum hafa verið höfð hér að framan og þeim ráðstöfunum, sem rikisstjórnin hefur nú lagt fram, auk þess sem hann taldi vonlaust að fá samþykki alþingis til þess að breyta tekjustofnalög- unum. Magnús L. Sveinsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og varaformaður Verslunarmanna- félags Reykjavikur, sagði borgarstjóra hafa komist að kjarna málsins varðandi tillögu þessa, og bætti þvi síðan við frá eigin brjósti, að hún mundi geta stórspillt fyrir þeim samninga- viðræðum, sem standa yfir milli vinnuveitenda og verkalýðsfélag- anna Sárt þótti þessum verkalýðsfor- ingja, að ljóst væri, að tillagan fæli i sér stórfelldan fjármagns- flutning frá atvinnurekstrinum! Siðan sagði Magnús það rétt að kjör verkafólks hefðu stórversnað á siðustu mánuðum, en vitnaði siðan i forseta ASt, sem i þessum umræðum var helsta stoð Sjálf- stæðismanna, en tilvitnunin i Björn var að sjálfsögðu, að hann hefði sagt, að of miklar kjarabæt- ur væru óraunhæfar. Taldi Magnús, að ef miljarður lægi á lausu hjá atvinnurekstrin- um ætti hann að renna beint til láglaunafólksins, en ekki til borgarsjóðs. Sigurjón Pétursson benti á að samúð borgarstjóra og varafor- manns- VR væri greinilega öll með atvinnurekendum, þótt það væri ekki algengt að verkalýðs- foringjar lýstu slikri samúð yfir opinberlega. Hitt taldi Sigurjón, að verkalýðsforingjanum Magnús L. Sveinssyni ætti að vera ljóst, að aldrei, allt frá bernskudögum verkalýðshreyf- ingarinnar, hefðu atvinnurekend- ur lýst þvi yfir að þeir þyldu að greiða verkafólki hærri laun, og eftir slfkri yfirlýsingu þyrfti að bfða allt til eilffðarnóns. Þá sagðist Sigurjón ekki hafa heyrt það, að verkalýðsforystan hefði lýst þvi yfir, að atvinnuveg- irnir gætu ekki greitt hærri laun, enda hefði þá verkalýðsfélögin hvorki lagt út i það að hefja um- ræður um gerð nýrra kjarasamn- inga, né heldur að boða til verk- falls til þess að leggja þyngri áherslu á kröfur sinar um hærri laun. Sigurjón benti á, að ihalds- stjórnir hefðu jafnan sett málin þannig upp fyrir þjóðinni, að ein- ungis tvennt kæmi til greina i efnahagsmálum: skert laun eða takmörkuð atvinna. Niðurstaðan hefði slðan ávallt orðið sú, að úr hvoru tveggja hefði orðið, launa- skerðingu og samdrætti f atvinnu. Siðan sagði Sigurjón: Ég tel að nauðsynlegt sé að tryggja atvinnu eftir föngum hjá Reykjavikurborg. Ég hef ekki trú á þvi, að þær álögur, sem felast i tillögu okkar Björgvins» muni valda kollsteypu hjá atvinnu- rekstrinum. Ég minni á það, að á við- reisnarárunum, þegar Lögbirt- ingablaðið var jafnan fullt af aug- lýsingum um nauðungaruppboð á ibúðarhúsnæði og eigum lág- launafólks, heyrði það til undan- tekninga, að sjá nauðungarupp- boðsauglýsingu þar sem bjóða átti upp atvinnufyrirtæki. Þá taldi atvinnureksturinn sig ekki geta greitt mannsæmandi laun, frekar en hann telur sig nú geta það. Það er sæmra fyrir borgar- stjórnarfulltrúa, að huga að stöðu láglaunafólks og heimila þeirra i borginni, en binda trúss sitt svo fast við hagsmuni efnastéttanna. Þegar að þvi kemur að Lögbirt- ingablaðið fer að birta nauð- Auglýsingasíminn er 17500 VOÐVIUINN ungaruppboðsauglýsingar vegna gjaldþrota atvinnufyrirtækja, er hægt að hugsa tii þess hvort rétt kynni að vera að milda álögurnar á atvinnufyrirtækin.” Björgvin Guðmundsson sagði það ekki hafa komið sér á óvart hver afstaða borgarstjóra væri til tillögunnar, en hins vegar hefði afstaða MagnúsarL. Sveinssonar til hennar komið sér á óvart, jafn- vel þótt hann sem borgarfulltrúi hafi jafnan tekið afstöðu með at- vinnurekendum gegn launþegum eins og hann væri starfsmaður at- vinnurekenda en ekki launþega- samtaka. Birgir tsl. Gunnarsson talaði aftur og snerust orð hans i upp- hafi mest um stofukommúnista og aðra kommúnista, og sagði að i þessu máli vægjust ekki á hags- munir iaunþega og atvinnurek- enda. Hagsmunir beggja væru þeir sömu. Sagðist hann taka af- stöðu með miðstjórn ASÍ gegn stofukommúnistum! „Það getur verið, að miljarður sé til ráðstöfunar hjá atvinnurek- endum”, sagði borgarstjóri. „Ef hann er það, á hann ekki að renna til Reykjavikurborgar, heldur til láglaunafólks”. Siðan sagðist borgarstjóri enn ekki hafa tillögur um það hvað skera skyldi niður, en sagðist jafnframt gera sér grein fyrir þvi, að um verulegan niðurskurð yrði að ræða. Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, taldi tillögu þeirra Sigurjóns óraunhæfa, og litlar likur til þess að alþingi myndi breyta tekju- stofnalögunum þótt öll borgar- stjórn legðist á eitt að samþ. til- löguna. Kristján sagði að ihuga hefði mátt fleiri kosti áður en slikri til- lögu væri varpað fram, og benti á að hægt væri að fá bankalán og lengja lánsfresti þegar tilkom- inna lána og leysa á þann veg fjárhagsvanda borgarinnar. Sigurjón Pétursson sagði ástæðuna til þess að kjaramála- ráðstefna ASf hefði ályktað sem svo, að kjaraskerðingin skyldi bætt i áföngum vera þá, að siðan samningaumleitanir hófust hefði orðið geigvænleg kjararýrnun. „Siðan snemma i haust hafa samninganefndir reynt að ná fram kjarabótum,” sagði Sigur- jón. „Meðan þessar umræður hafa átt sér stað hefur allt verð- lag stórhækkað, gengið verið fellt og kjararýrnunin hefur aukist um allt að 30—40% þennan tima. Það er þetta bil, þessi 30—40%, sem kjaramáiaráðstefna ASÍ vill að náð sé i áföngum, en ekki sú kjararýrnun, sem upphaflega var sest niður tii að ná samkomulagi um að bæta launafólki.” Siðan sagði Sigurjón: „Nú vilja allir standa með launþegum. Fyrir þremur mán- uðum var þó samþykkt i borgar- stjórn að leggjal0% álag á útsvör launþega i borginni, og 50% álag á fasteignaskatta af ibúðum þessa sama fólks. Þegar þessar álögur voru samþykktar i borgar- stjórn var ekki vakin samviska Magnúsar L. Sveinssonar, borgarfulltrúa, sem hins vegar bregst nú hart til varnar þegar rætt er um að leggja auknar álög- ur á atvinnureksturinn. Ef peningar eru til eiga þeir að renna beint til launþega, segja þeir Birgir og Magnús L. Ég vil hins vegar segja það, að væru ein- hver heilindi að baki þessum um- mælum þeirra tvimenninga, þá gætu þeir samþykkt að lækka út- svör og fasteignagjöld láglauna- fólks með þvi að leggja samsvar- andi upphæð á atvinnurekstur- inn”. Magnús L. Sveinsson tók aftur til máls og sagðist ekki hafa sagt það, að atvinnuvegirnir þyldu ekki launahækkun til handa verkafólki. Hins vegar teldi hann að ef eitthvert fjármagn lægi á lausu,þá ætti það að renna beint til launafólks, en ekki til borgar- innar. Loks lagði hann áherslu á það að það gæti orðið hættulegt fyrir verkafólk, að borgarstjórn samþykkti tillögu þeirra Sigurjóns. Sigurjón sagðist vera samþykkur þvi að það fé, sem væri á lausu færi til launafólks. Hann sagði þó að atvinnurekstur- inn væri misjafnlega aflögufær, en verkafólk krefðist jafnra bóta, hvaða atvinnugrein sem það ynni við. Til þess að jafna bótunum út tii iaunafólks væri skattiagning á atvinnureksturinn tilvalin leið, og væri þá hægt að bæta launafólki upp skert kjör með aukinni og bættri félagslegri aðstoð og þjónustu. Frávisunartillaga borgarstjóra var siðan samþykkt með 9 atkvæðum allra sjálfstæðis- manna i borgarstjórn gegn fjór- um atkvæðum Alþýðubandalags- fulltrúa og borgarfulltrúa Alþýðuflokksins og Samtakanna. Framsóknarmenn sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna, og gerðu reyndar bókun að henni lokinni, sjálfsagt minnugir þess, að viða á Framsókn hauka i horni þar sem atvinnurekendur er að finna. Annars má það verða hverjum ljóst sem les, að enn getur fár eða enginn þjónað tveimur herrum. Sá sem vill þjóna verkafólki getur ekki jafnframt þjónað atvinnu- rekendum; og jafnaugljóst og þetta ætti að vera, ætti það einnig að vera ljóst, að sá sem vill gera veg alþýðumanna sem mestan og bestan getur ekki gert það með þvi að vera fulltrúi i stjórnum eða þingum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hagsmunir þeirra, sem ráða Sjálfstæðisflokknum, fara aldrei, og hafa aldrei farið, saman við hagsmuni þeirra, sem afkomu sina eiga einungis undir þvi, að þeim takist að selja vinnu sina þvi verði að duga megi til lifsfram- færis.-úþ ekki ÍOOO í kassann Borgarstjórnarmeirihlutinn Vildi milj. Enda átti að taka þœr með aðstöðugjöldum af atvinnurekstri A borgarstjórnarfundi á fimmtudaginn hafnaði borgar- stjórnarmeirihluti Sjálfstæðis- flokksins tiliögu frá Sigurjóni Péturssyni og Björgvini Guðmundssyni um að borgar- stjórn færi þess á leit við alþingi, að það breytti tckjustofnalögum sveitarfélaga i þá veru, að tekjur borgarsjóðs ykjust um allt að 950 miljónum króna vegna hækkaðs aðstöðugjalds og fasteignagjalds af öðru húsnæði cn ibúðar- húsnæði. Hinn gifurlegi fjárhagsvandi borgarinnar, sem til er kominn vegna óráðsiu borgarstjórnar- meirihlutans, ma. 700 þúsund króna kosningavixils að við- bættum mörg hundruð miljón króna hækkun á skuldum borgar- innar vegna gengisfellinga rikis- stjórnar, tveggja fyrrverandi borgarstjóra i Rvik, hefur mikið verið til umræðu á siðustu borgarstjórnarfundum. Eins og kunnugt er hefur borgarstjóri boðað að fjárhagsáætlun sú, sem samþykkt var að i desember verði tekin til slikrar endur- skoðunar, að nánast er um að ræða gerð nýrrar fjárhags- áætlunar. Fulltrúar minnihlutans hafa boðið upp á samstarf um endursam ningu fjárhags- áætiunar eftir nýjum starfs- reglum, en þvi hefur meirihlutinn heldur ekki viljað taka. Með þvi að fella tillögu Sigur- jóns og Björgvins nú virðist sem borgarstjórnarmeirihlutinn hafi nú endanlega lokað dyrunum á það, að um nokkurt samstarf verði að ræða við að ráða fram úr fjarhagsvanda borgarinnar, og vill engin ráð til þess þiggja. All miklar umræður urðu um tillögu þeirra Sigurjóns. Átti þar bágast varaformaður Verslunar- mannafélags Reykjavikur og starfsmaður þess, Magnús L. Sveinsson, en hann talaði i tvi- gang til þess að verja þá afstöðu sina, að vilja ekki létta fjárhags- byrði borgarsjóðs með þvi að sækja fé til atvinnurekstursins. Hins vegar mun samviskan hans hafa verið öllu léttari þegar hann greiddi atkvæði með þvi i des- ember, að leggja 10% aukaálag á útsvör launafólks i borginni, og 50% álag á fasteignagjöld af ibúðarhúsnæði. Þess má geta, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vitnuðu óspart i Björn Jónsson, forseta ASÍ, i vörnum sinum fyrir atvinnurekendur, og höfðu eftir honum, að atvinnuvegirnir þyldu ekki meiri álögur en þegar eru, og nefndu þvi til sönnunarmerkis, að Björn vildi ekki of miklar kjara- bætur, heldur kjarabætur i áföngum. öllum lá talsmönnum Sjálfstæðisflokksins hlýtt hugur til alþýðu fólks i töluðum orðum! Frá þessu máli verður ýtar- legar skýrt i blaðinu eftir helgi. —úþ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.