Þjóðviljinn - 26.03.1975, Qupperneq 22
22 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. marz 1975.
Njörður
Framhald af bls. 9.
mennt tjáningarfrelsi eigi ekki að
ná til allra. Það er reynt að læða
þvi að með öllum tiltækum ráðum
að það sé pólitik að draga i efa
rikjandi ástand en ekki pólitik að
leggja blessun sina yfir það. Ef
dagskrá rikisfjölmiðlanna birtir
ekki gagnrýni á rikjandi ástand
hvernig svo sem þvi er varið er
þaö auðvitað takmörkun tjáning-
arfrelsisins i landinu.
Það hlýtur svo að koma i ljós
innan tiðar hvort núverandi út-
varpsráð aðhyllist stefnu Morg-
unblaðsins eða ekki.
— Vmsir umsjónarmenn þátta,
sem tóku til starfa meðan fyrrv.
útvarpsráð sat, hafa einnig orðið
fyrir barðinu á áróðri Morgun-
blaðsins. Var þessi gagnrýni
aldrei réttmæt að þinu áliti?
— Umsjónarmenn þátta eru
misjafnir eins og annað fólk og
getur orðið á mistök. Annað væri
með ólikindum. Hinsvegar tel ég
að gagnrýni Morgunblaðsins á
dagskrá útvarpsins hafi meir
byggst á pólitiskum þjösnaskap
og tilfinnanlegum skorti á um-
burðarlyndi en efnislegri grand-
skoðun.
— Viðskipti útvarpsráðsmeiri-
hlutans við embættismenn rikis-
útvarpsins gengu ekki ætið
snurðulaust. Þekktastar eru
sjálfsagt deilurnar um Chile-um-
fjöllun útvarpsins og Lénharðs-
málið, en fleiri mál komu upp,
sem aimenningi eru kannski siður
kunn. Svo rammt kvað að þessu
um tima að Andrés Björnsson, út-
varpsstjóri, I tilskrifi til blaðanna,
likti útvarpsráðsmeirihlutanum
við umhverfisvandamál. Hverjar
voru meginástæður þessarar
stirðu sambúðar?
— Sumir æðstu embættismenn
rikisútvarpsins geta væntanlega
fagnað hreinsuninni á þessari
mengun og færi vel á þvi að rikis-
stjórnin væri sama sinnis við af-
greiðslu annarra istórmála, sem
hún stendur i. En henni er ef til
vill ekki eins annt um lifriki Hval-
.fjarðar eins og ríkisútvarpsins.
Annars held ég að þetta fyrir-
komulag á stjóm dagskrár leiði
ósjálfrátt til þess að útvarpsstjóri
og hans nánustu samstarfsmenn
taki hverju útvarpsráði með
nokkurri tortryggni. Svo var
vissulega hvað fyrrv. útvarpsráð
snerti.
Þegar sem mest gekk á út af
Chile, sagði ég að ástandið i rikis-
útvarpinu væri ekki ósvipað á-
standinu i Chile að þvi leyti, að
embættismannavaldið og skrif-
finnskan ættu erfitt með að þola
hið kjörna vald.
Það er að hinu leytinu ekkert
launungarmál að mér fannst og
finnst enn að helst til mikil deyfð
riki i stjóm rikisútvarpsins og
nokkur skortur á metnaði fyrir
stofnunarinnar hönd.
Við þóttum dálítið gustmiklir
og ég vil halda þvi fram að við
höfum haft nokkuð einlæga löng-
un til þess að gera rikisútvarpið
að tilþrifameiri fjölmiðli og nær-
göngulli við þjóðfélagskvikuna,
en áður var. En þeim sem líður
best i logni, jafnvel þótt nokkur
þokuvottur sé þvi samfara, þeim
geðjast ekki alltaf að gustinum.
Ég lit svo á að stöðnun sé dauði
allra fjölmiðla og hef engan
áhuga á sofandi rikisútvarpi.
Það er hinsvegar ástæða til
þess að taka fram að ég tel að við
höfum átt góða samvinnu við
flesta af embættismönnum rikis-
útvarpsins og ég vil þar sérstak-
lega tilnefna framkv.stj. hljóð-
varps, Guðmund Jónsson, dag-
skrárstjóra hljóðvarps, Hjört
Pálsson, Gunnar Stefánsson og
Þorstein Hannesson, þáv. fulltrúa
tónlistard. og núv. tónlistar-
stjóra. Að öllum jafnaði rikti
sæmilegur friður milli embættis-
manna og útvarpsráðsmeirihlut-
ans. Og ég held að ég hafi skilið
við flesta embættismennina án
þess að kali riki á milli.
— Mál er að linni, þótt um-
ræðuefnið sé hvergi nærri þrotið.
En ekki er hægt að slá svo botninn
I þetta viðtal að ekki sé drepið á
afsetningu útvarpsráðs. Rök
stjórnarflokkanna fyrir afsetn-
ingarlögunum voru ein þau al-
stystu i þingsögunni: Ráðið end-
urspeglaði ekki valdahlutföllin á
þingi og þessvegna var nauösyn-
legt að setja það af með lögum, og
taka upp fyrra skipulag. Meira
hafðist ekki upp úr menntamála-
ráðherra, sem bar frumvarpið
fram. Hverjar voru hinar raun-
verulegu ástæður afsetningarinn-
ar?
— Ég held að þetta sem þú
minntist á séu hinar raunveru-
legu ástæður. Núverandi stjórn-
arflokkar hljóta að lfta svo á að
útvarpsráð eigi á hverjum tima
að endurspegla flokkspólitisk
völd. Með þessu er raunverulega
verið að segja að i útvarpsráði
eigi að sitja flokkspólitfskir varð-.
hundar — nota bene hægri sinn-
aðir.
Ég tel að okkur hafi verið sýnd-
ur mikill heiður með þessari
lagasetningu og f rauninni meiri
en við áttum skilið. Heiðurinn er
fólginn i þvi að útvarpsráðsmeiri-
hlutinn skuli vera tekinn svo al-
varlega að nauðsynlegt reynist að
losna við fjóra einstaklinga með
sérstakri lagasetningu, þegar að-
eins voru eftir liðlega niu mánuð-
ir af kjörtimabili þeirra. Jafn-
framt afhjúpar lagasetningin af-
stöðu þeirra manna, sem að henni
stóðu og samþykktu hana, til þess
hvað vera skuli hlutverk löggjaf-
ar.valds. Þannig eru lögin ekki
notuð til þess að skapa grundvall-
arreglur, heldur til að losna við ó-
þægilega einstaklinga. Og ef það
er ekki pólitiskt ofstæki — þá veit
égekkihvað felst i slikum orðum.
Einar Karl skráði.
CIA
Framhald af 13. siðu.
reyna að halda sínu meö öllum
tiltækum ráðum.
O.T.: Hvað um Ford og Kiss-
inger i þessum átökum?
V.M.: Þeir eru fulltrúar aftur-
haldsins. Ford er hreinn fáráður.
Ég er sammála þvi áliti John-
sons, að Ford geti ekki samtimis
gengið og tuggið. Kissinger er
valdasjúkur og hættulegasti
stjórnmálamaður Bandarikjanna
i dag. Það á jafnt við um hann
sem Rockefeller, að þeim stendur
nákvæmlega á saijia um banda-
risku þjóðina.
O.T.: Heldur þú að hægt sé að
búast við þvi að CIA geti orðið
„heiðarleg” þjónusta?
V.M.: Eg er ekki svo viss um
það. Til þess þyrfti að kljúfa CIA i
tvennt. Þann hluta, sem fæst við
tækni, kannanir og skýrgreining-
ar, mætti taka og gefa annað
nafn. Framkvæmdavaldið þyrfti
að hafa strangt eftirlit með þess-
ari nýju stofnun, og þvi þyrfti að
koma þannig fyrir að handhafar
framkvæmdavaldsins vissu alltaf
hvað hún væri að fást við.
Hvað varðar leyniþjónustuna
er ég þeirrar skoðunar að hana
mætti leggja algjörlega niður. Þó
við sleppum siðferðilegum mót-
bárum gegn henni, er það stað-
reynd að njósnakerfi hennar hef-
ur verið mjög slæmt.
Endurskipulagningunni væri
best borgið með þvi að varðveita
aðeins brot af CIA og FBI og hluta
af starfsemi annarra slikra stofn-
ana, gera úr þeim sjálfstæðar
einingar á svipaðan hátt og gert
er i bresku upplýsingaþjónust-
unni. Þessar einingar ættu að
vera smáar, undir ströngu eftir-
liti og með mjög takmarkað verk-
svið.
O.T.: Hversvegna hættuð þér
að starfa fyrir CIA áriö 1969?
V.M.: Þegar ég gerði upp
reikningana eftir þrjú siðustu ár-
in var svo margt i starfseminni,
sem mér féll ekki i geð, að ég
missti áhugann. CIA gerði ekki
það sem henni var ætlað að gera.
Stofnunin streittist á móti þróun
timans. Heimurinn i kring og
bandariska þjóðin breyttust.
Ráðamenn CIA skildu ekki
breytingarnar og mat þeirra á
hlutverki þjónustunnar var að
minu mati rangt. ,
O.T.: Myndir þú hefja störf aft-
ur hjá CIA, ef þjónustui^ni yrði
gerbreytt og hún endurskipulögð
eftir þinu höfði? ,
V.M.: Nei, það dytti mér ekki i
hug. Ég hel' ekki áhuga á a8 taka
þátt i leik um á ný, og iphanrikis-
vandamá.in i Bandarikjunum eru
svo brennandi, að þau eiga hug
minn allan. \'\ i
O.T.: Victor Marchettij þvernig
get ég sannfærst um að þú sért
hættur hjá CIA? Væri ekki allt
eins liklegt að hlutverk þitt'^æri
að koma fram með gagijrýni á
CIA tii þess að undirbúa jarðveg-
inn fyrir að ný og epdurskipulögð
bandarisk levniþjónusta liti^dags-
ins Ijós?
V.M.: Þaðerenginn vegur fyrir
þig að sanna neitt i þessu efni.
(Þýtt og endursagt: EKII)
Messías
Framhald af bls. 10.
að sofa eða matast. Þegar hann
hafði lokið 2. þætti með Halllúja-
kórnum, kom þjónn hans að hon-
um, meðan tárin streymdu niður
kinnar hans, og hann sagði: „Mér
fannst ég sjá himnariki og Guð
sjálfan birtast mér”.
Handel fékk boð um að koma
til Dublin til hljómleikahalds og
þar var Messias frumfluttur i
april árið 1742. Áheyrendur
voru gagnteknir af hrifningu. Og
ummæli dagblaðanna voru á
sömu lund. „Mestu kunnáttu-
menn telja það vera fegurstu tón-
smið, sem um getur”. „Orð
skortir til að lýsa þeim fögnuði,
sem verkið vakti meðal hugfang-
inna áheyrenda. Upphafnir
hljómar, sem ýmist voru mildir
eða magnaðir, tengdir háleitum,
hjartnæmum orðum, gagntóku
eyru og hjörtu áheyrenda”.
Sú hrifningaralda, sem Messias
vakti strax i upphafi, hefur siðan
borist um allan hinn menntaða
heim. Verkið, sem er i þremur
þáttum eins og óperur þess tima,
er einstætt meðal óratoria
Hándels, þar eð það fjallar ekki
um sögulega atburði og i þvi er
engin atburðarás eins og i passi-
um Bachs. Það er eins konar hug-
leiðing um Frelsarann, spádóm-
ana um komu hans, fæðinguna,
þjáningu hans og dauða fyrir
syndir mannkynsins, upprisu
hans og endurlausn mannsins
fyrir trúna á hann. Sterkra
dramatiskra áhrifa gætir samt
sem áður i verkinu, eins og vænta
má, þar eð verk HSndels eru flest
mótuð af dramatiskri tjáningu.
Fróðir menn telja, að enginn
hafi fyrr né siðar sýnt slika snilld
sem HSndel i að semja laglinur og
kóra fyrir mannsraddir, þótt
Bach væri ofjarl hans i tónsmið-
um fyrir önnur hljóðfæri.
Ekkert verka sinna mat Handel
jafnmikið og Messias. Það var
siðasta verkið, sem hann stjórn-
aði i Covent Garden, nokkrum
dögum fyrir dauða sinn, þá löngu
orðinn blindur. Hann dó 9 árum
eftir Bach, á föstudaginn ianga
árið 1759, 74 ára að aldri og sadd-
ur lifdaga. Hann hvilir i West-
minster Abbey i London, og á
fagra marmarastyttu hans eru
letruð orð og tónar: „I know that
my redeemer liveth”. Ég veit, að
lausnari minn lifir.
I.G.
Afsprengi
Framhald af 14. siðu.
faldlega sú, að GSl sá ekki
ástæður til að senda mér þær
og ekki heldur að segja einu
orði frá þeim. Vissi ég þvi ekki
um þessi nýju ákvæöi fyrr en
£g kom I Landsflokkagllmuna.
Það var ekki gagnrýnt sem
slikt að Jón Unndórsson fékk
áminningu eins og fleiri. Það
var gagnrýnt að löglega tekiö
og útfært bragð skyldi vera
sæmt ólöglegt af misvitrum
dómurum keppninnar.
Þá er spurt og raunar dregið
i efa að ég hafi verið viðstadd-
ur alla gllmuna. Ég kom 10
min. áður en gllman hófst og
fór með þeim siöustu úr hús-
inu. Erlingur sat uppi I áhorf-
endapöllum og sá þvl ekki
marga af þeim sem I salnum
voru. Og það skiptir mig engu
máli hvort Erlingur trúir þvl
eða ekki, enda kemur honum
það hreint ekkert við. En
svona til gamans þá vil ég
minna hann á, aö glima Jóns
og Ingva, sem Erlingur viður-
kenndi að hafa ekki séð nógu
vel, var ein af allra fyrstu
glfmum keppninnar. Og hvers
vegna ég var ekki hlaupandi
um salinn meö myndavélina,
þá kemur Erlingi það heldur
ekkert við, ég met það sjálfur
hvenær ég tek myndir og
hvenær ég geri þaö ekki. Og
vegna þess að ég sé það á
skrifum Erlings, að hann veit
ekki að ljósmynd sannar
hvorki eitt né neitt I iþróttum,
þá ætla ég að uppfræða hann
að mynd af bragði Jóns hefði
ekkert sannaö.
\ Að lokum vil ég svo sérstak-
lega benda á lokakafla greinar
Erlings. Ef ég heföi skrifaö
sléttog fallega um gllmuna þá
var ég góður, en vegna þess að
ég leyfði mér aö gagnrýna þá
vitleysu sem þarna fór fram,
þá er ég vondur. Þvi miður er
þetta viðhorf rikjandi hjá
flestum ráðamönnum Iþrótta
á tslandi. Þá hefur mér heldur
aldrei fundist að Jón en ekki
Pétur ætti að vinna, ég vil að-
eins að allir keppendur sitji
við sama borð hjá dómurum,
en ekki aö einstakir menn séu
iagðir I einelti, eins og þvl
miöur hefur oft verið um Jón
Unndórsson. Og svo að
endingu, Erlingur: Ég mun
framvegis sem hingað til
skrifa um hlutina eins og þeir
koma mér fyrir sjónir, en ekki
eins og þeir koma þér eða
öðrum fyrir sjónir.
—S.dór
Áætlun
Framhald af bls. 2.
Ferðir til Norðurlanda, Þýska-
lands, Luxemborgar og Bret-
lands.
Isumar munu þotur Flugfélags
íslands fljúga 12 ferðir i viku frá
Keflavik til Kastrup-flugvallar i
Kaupmannahöfn. Þar af verða
tvær ferðir á þriðjudögum, mið-
vikudögum, fimmtudögum, laug-
ardögum og sunnudögum. En ein
ferð aðra daga. Að auki verða
ftognar ferðir fyrir SAS, á mánu-
dögum og föstudögum. Til ósló
verða fjórar ferðir i viku, á
mánudögum, þriðjudögum, föstu-
dögum og sunnudögum. Til
Stokkhólms verða tvær ferðir, á
mánudögum og föstudögum. Til
Frankfurt verður flogið á laugar-
dögum. Til Luxemborgar fljúga
þotur Loftleiða 15 ferðir i viku. Til
London verða fimm ferðir i viku
og fimm ferðir til Glasgow. Til
Færeyja verða fjórar ferðir i
viku. Sem að framan greinir
verður nú i fyrsta sinn flogið áætl-
unarflug milli landa frá öðrum
flugvöllum en Reykjavik og
Keflavik. A fimmtudögum munu
Fokker Friendship flugvélar
Flugfélagsins fljúga frá Reykja-
vfk til Egilsstaða og þaðan til
Færeyja. A Egilsstöðum verður á
sama tima áætlunarflugvél, sem
kemur frá Hornafirði, þannig að
farþegar þaðan ná framhalds-
flugi með Færeyjaflugvélinni. A
sunnudögum verður flogið
Vogar/ Egilsstaðir/ Reykjavik og
verður sama fyrirkomulag hvað
farþega til Hornafjarðar áhrærir.
Bókavika
Framhald af bls. 3.
unni. Bókina þýddi Anna Valdi-
marsdóttir.
6. april: Barnaskemmtun
Kl. 14.00 Brúðuleikhúsið Leik-
brúðuland sýnir þættina Meistari
Jakob og pylsusalinn og J.J. og
Djúpsystur syngja. Aðgangseyrir
að barnaskemmtuninni er kr.
150.00.
1 tengslum við barnabókavik-
una verða sýningar i ýmsum
söfnum og má þar nefna barna-
bókasýningu I Norræna húsinu.
Er það yfirlitssýning á frum-
sömdum, islenskum barnabókum
á þessari öld. Þar verður og sýn-
ing á myndskreytingum úr is-
lenskum barnabókum, þar á
meðal myndir eftir Harald Guð-
bergsson, sem hann fékk verð-
laun fyrir á myndskreytingasýn-
ingu i Tékkóslóvakiu. Einnig er
fyrirhugað að hafa i Norræna
húsinu sýnishorn af gömlum og
nýjum leikföngum. I Landsbóka-
safninu verður sýning á verkum
H.C. Andersen. Allir dagskráriið-
irnir eru opnir almenningi.
Veggspjald verður gefið út i til-
efni alþjóðlega barnabókadagsins
og afmælis H.C. Andersens. Er
það teikning Ib Spang Olsen við
ævintýrið Elverhöj. (Álfhól) og er
ævintýrið birt i heild á bakhlið
spjaldsins i þýðingu Sigurðar A.
Magnússonar. Er þetta i fyrsta
sinn, sem þetta ævintýri er þýtt á
islensku. Veggspjaldið er þannig
gert, að brjóta má það saman og
gera úr þvi bók með texta sög-
unnar. Verður það til sölu á
barnabókavikunni og kostar 300
krónur. Veggspjald þetta verður
gefið samtimis út i að minnsta
kosti fjörutiu löndum, sem aðild
eiga að alþjóðlega barnabókar-
deginum.
Einnig gefur Félag bókasafns-
fræðinga út tvö ný veggspjöld,
unnin af nemendum Myndlistar-
og handiðaskóla tslands og eru
þau tengd bókum og bóklestri.Þá
hefur Rikisútvarpiö i tilefni
Barnabókavikunnar fengið Silju
Aðalsteinsdóttur til þess að flytja
yfirlitserindi um islenskar barna-
bækur. — Undirbúningsnefnd vik-
unnar skipa þær Kristin Unn-
steinsdóttir og Sigrún Klara
Hannesdóttir. —dþ-
Dömur athugiö!
Höf um opið alla sunnudaga meðan fermingar
standa yfir.
Opið þriðjudaga — föstudag kl. 9-6, laugardag
kl. 8.30-4 e.h.
'Wárgreiðslusto(lan
‘mulSögu
sími 21 690.
30. leikvika —leikir 22. mars 1975
Orslitaröð: 1X2 — Xll — 121 — 12X
1. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 145.000.00
7131 37175
2. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 5.100.00
159 3477 6944 9865 35379+ 36827 + 37324
1530 5797 7194 10787 35878 37175 37400
2198 5798 7312 + 12127 36400 37324 38367 +
3016 5810 8825 +nafnlaus.
Kærufrestur er til 14. aprll kl. 12 á hádegi. Kærur skulu
vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboösmönnum
og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef
kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 30. leikviku
verða póstlagðir eftir 15. aprll.
Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða
senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis-
fang til Getrauna fyrir grciðsludag vinninga.
GETRAUNIR — íþróttamiðstööin — REYKJAVIK