Þjóðviljinn - 02.04.1975, Side 1

Þjóðviljinn - 02.04.1975, Side 1
UOWIUINN Miðvikudagur 2. april 1975 —40. árg.— 73. tölublað Eðvarð Sigurðsson um samkomulagið: , Verkalýðs- hreyfingin á sjálf að velja tíma Eðvarð Sigurðsson til verkfalla Heitir og er bráðabirgða samkomulag Þjóðviljinn ræddi stutt- lega við Eðvarð Sigurðs- son, formann Dagsbrúnar um bráðabirgðasamkomu- lagið/ sem undirritað var fyrir páskana með fyrir- vara um samþykki i félög-. unum. Eðvarð sagði: Eins og samkomulagið ber með sér, þá er það mjög óvenjulegt sem samningur, enda gert undir mjög óvenjulegum kringumstæð- um. Visitalan, sem á að tryggja kaupmáttinn hefur ekki verið i sambandi i tæpt eitt ár, og kaup- mætti launanna þvi stöðugt hrak- að. Það er óvenjulegt við þetta samkomulag, hvað gildistiminn er skammur, eða aðeins tveir mánuðir fram i timann, til 1. jóni n.k., —og einnig er óvenjulegt, að samkomulagið gildir aftur fyrir sig I einn mánuð, eða frá 1. mars s.l. Þetta samkomulag heitir og er bráðabirgðasamkomulag, og ber það að öllu leyti með sér. Sú kauphækkun, sem með þvi er ákveðin, er aðeins eins konar verðlagsuppbót til bráðabirgða þessa 3 mánuði, sem er sama timabil og venjulegt er milli verð- lagsbóta samkvæmt samningum. Þvi fer ákaflega fjarri, að þetta samkomulag bæti nema lltinn hluta af þeirri kjaraskerðingu, sem orðin er. Sé litið á timabilið frá 1. febrúar sl. til 1. mai nk., þá gerir þessi kauphækkun senni- lega alls ekki meira en samsvara þeim verðhækkunum, sem orðið hafa eða fyrirsjáanlegar eru, — aðeins á þessu þriggja mánaða timabili. Þegar þessi kauphækkun er metin, er engu að siður rétt að hafa i huga, hver ætlunin var að skammta verkafólki af hálfu stjórnvalda og atvinnurekenda. Rétt fyrir 1. mars var vitað, að rikisstjórnin ætlaði með lögum frá alþingi að skammta fólki nýj- ar jafnlaunabætur, að upphæð kr. 3.600,— á mánuði og einvörðungu á dagvinnu. Eina boð atvinnurek- enda, sem fram kom vikum sam- an, þegar rikisstjórnin hafði fallið frá lagasetningu, var kr. 3.800,—, og einnig einvörðungu á dag- vinnu. Með starfi samninganefndar- innar, og þó fyrst og fremst með þeirri ógnun verkalýðsfélaganna að láta koma til verkfalls þann 7. þessa mánaðar, þá tókst þetta samkomulag, sem felur i sér kr. 4.900,— I hækkun á mánuði á dag- vinnu og kemur svo jafnt á dag- vinnu sem yfirvinnu, þannig að hlutföilin þar á milli haldast ó- breytt (40% á eftirvinnu, 80% á næturvinnu), en það tel ég út af fyrir sig mikinn ávinning, ekki einvörðungu f járhagslega, heldur einnig af grundvallarástæðum. Hækkunin á Dagsbrúnartaxta verður samkvæmt þessu sam- komulagi frá liðlega 10% og upp i tæp 13%. Ég er sannfærður um, að við gátum ekki náð lengra en þetta i samningum nú, án þess að til vinnustöðvana hefði komið. Það var mat 9 manna samninga- nefndarinnar, að rétt væri að gera þetta bráðabirgðasam- komulag nú, — og nota svo tim- ann fram til 1. júni, annars vegar, til að freista þess, að ná varan- legri samningum, og er þá númer eitt að fá fram nýjar verðlags- bætur á kaupið, — og á hinn bóg- inn til að undirbúa verkalýðsfé- lögin til frekari baráttu I þvi skyni að endurheimta gildi samning- anna frá þvi i fyrra. Án verðlags- bóta á kaupið er útilokað að semja nema til örfárra mánaða i senn, svo sem nú er gert. Þegar verkalýðsfélögin hafa haft þetta samkomulag til með- ferðar, reikna ég með að þráður- inn verði fljótlega tekinn upp að nýju við samningaborðið og haid- ið áfram tilraunum til frekari samningsgerðar. Varðandi hugsanleg verkföll vil ég á þessu stigi málsins aðeins segja það, að ég tel, að verkalýðs- hreyfingin eigi sjálf að velja sér tima til verkfalla, ef til þeirra þarf að koma, — þegar vigstaðan er verkafólkinu hagstæð. Eldvík tók niðri Eldvikina, flutningaskip fra Reykjavik, tók niðri um helgina, þegar hún var að fara fullfermd saltfiski út úr Hornafjarðarhöfr. Eldvikin er 2800 lesta skip, og tók um 2000 tonn af saltfiski á Höfn. Skipið risti djúpt, svo hlað- ið, og tók aðeins niðri i sandbakka er það var á leiðinni út. Skipinu varð ekki meint af, losnaði strax á næsta flóði og stefnir nú á Portúgal. — GG Myndin er tekin á laugardag fyrir páska: Akranes hillir uppi. í forgrunni mannvirkin i örfirisey. Mynd AK. Sjómannafélag Reykjavíkur og fleiri félög: Forstjóri framleiðslu- Verkfall boðað 9. apríl Sjómannafélag Reykja- víkur og fleiri félög hafa nú boðað verkfall frá og með 9. april. Þjóðviljinn komst á snoðir um þessa verkfallsboðun 1 gærdag. Þá stóðu mestallan daginn samningafundir milli full- trúa útgerðarmanna og S jómannasambands Is- lands. Stóðu fundirnir fram á kvöldið. Ekki hafa verið i gangi neinar viðræður við fulltrúa yfirmanna á fiskiskipaflotanum, togurum eða bátum. Hafa forustumenn þess- ara félaga ekki hugsað sér að móta endanlega stefnu sina I kjaramálunum fyrr en sést fyrir endann á þeim ráðstöfunum sem rikisstjórnin hyggst beita sér fyrir i sjávarútvegi. Mun væntan- legt á fimmtudag lagafrumvarp um þau mál og þá óttast sjómenn að enn eigi að skerða skiptaprós- entuna. Verkfallsboðun Sjómannafé- lags Reykjavikur og fleiri félaga nær til togara- og bátaútgerðar. eftirlits Jóhann Guðmundsson, éfna verkfræðingur, var frá og með deginum i gær, skipaður forstjóri Framleiðslueftirlits sjávarút- vegsins. Framleiðslueftirlitið er ný stofnun, mun hún meðal ann- ars yfirtaka starfsemi fiskmats rikisins. 130 Viðlagasjóðshús óseld Um 70 á Reykjavikursvœðinu, en 60 eru dreifð á 10 staði á landinu Viðlagasjóður á enn eftir að selja 130 hús. Flest þessara ó- seldu húsa eru I Reykjavlk, Kópavogi og Mosfellssveit, eða um 70 taisins, kringum 20 á hverjum þessara staöa, en hin húsin eru dreifð um landið, samtals á um 10 staöi. Þorgeir Halldórsson hjá Við- lagasjóði tjáði Þjóðviljanum, að samkvæmt hans bókum ætti hvergi að standa autt Viðlaga- sjóðshús. „Ef hús standa auð, stafar það af þvi að eigendur hafa ekki flutt i þau, eða nýir eigendur hafa ekki leigt þau.” Verð Viðlagasjóðshúsanna er mismunandi. Þau I Mosfells- sveit kosta flest um 6 miljónir. 1 Kópavogi kosta þau um 7 miljónir og í Breiðholtinu i Rvik kosta þau um 7,5 miljónir. (Jti á landi er verðið svo 4,2 miljónir eða 4,8 miljónir. Húsin eru seld með 50% út- borgun — þ.e. helmingurinn greiðist á einu ári og hinn helm- ingurinn með tiu ára skulda- bréfi. Vextir af skuldabréfinu munu fylgja innlánsvöxtum banka, hækka ef bankavextirnir hækka, lækka ef þeir lækka. Nú eru innlánsvextirnir 13% — GG.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.