Þjóðviljinn - 02.04.1975, Síða 2

Þjóðviljinn - 02.04.1975, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. april 1975. Minning Bogi Ragnar Eyjólfsson bátsmaður Fœddur 16.10. 1909 dáinn 17.3. 1975 Bogi Ragnar Eyjólfsson er allur. — Þegar vinur skilur viö hrannast minningarnar upp hjá öllum þeim sem höfðu samskipti við hann. Það var að áliðnum ævidegi Boga Ragnars að við kynntumst. Hann kom á heimili okkar hjóna hress að vanda. Frásagnargáfa hans heillaði mig, enda hefur roskinn maður frá mörgu að segja, sem við hin yngri höfum ánægju af að heyra Þannig getur öldungurinn lokið upp fyrir manni liðinni tfö. Samræðurnar voru ávallt liflegar, kryddaðar spaugilegum atvikum úr daglegu lifi. Einkum hafði ég gaman af að heyra sjó- ferðasögurnar. I þessu efni kippti i kynið, þvi annálað var hve faöir Boga, Eyjólfur frá Dröngum, átti auövelt með að segja frá. Mér kom oftar en einu sinni I hug að gaman væri að festa á blað frá- sagir Boga, en aldrei varð þó af þvi. Það er skaði að frásagnar- listin er á undanhaldi. Mér hefur alla tið þótt mikið til um menn, sem eiga auövelt með aö segja frá og sjá broslegar hliðar llfsins. Þeir lyfta tilverunni upp úr hversdagsleikanum. Þó má hafa sömu orð um líf Boga og Eyjólfur, faðir hans, haföi um sitt eigið Hf, aö hann hafi veriö „kaldur á köflum”. Faðir hans var, eins og áður sagði, Eyjólfur Stefánsson frá Dröngum, en móðir Boga hét Jensfna Kristín Jónsdóttir, hálf- systir Sr. Þorleifs á Skinnastað. Oft var hart I ári að Dröngum á Skógarströnd og urðu þau hjón að bregöa búi árið 1920 og fjöl- skyldan flutti til Hafnarfjarðar. Eftirlifandi alsystkini Boga Ragnars eru Sigurborg Eyjólfs- dóttir gift Guðleifi Bjarnasyni slmvirkja, Magnús Eyjólfsson stöðvarstjóri pósts og síma I Hafnarfirði, kvæntur Þórunni Flygering. Látin alsystkini eru Ingimundur Eyjólfsson, prent- myndagerðarmaður, sem var kvæntur Svövu Tómasdóttur, og Stefán Eyjólfsson, skósmiður, sem lést í vetur. Stefán var kvæntur Guðrúnu Pálsdóttur. Svava og Guðrún eru einnig báðar látnar. Eftirlifandi hálf- systur Boga Ragnars eru Sigrlður, Jóhanna, Friðbjörg og Salbjörg Eyjólfsdætur. Eyjólfur átti þær með fyrri konu sinni Sigríöi Friöriksdóttur. Mér býður i grun að hörð lífs- barátta á Dröngum hafi mótað skapgerð Boga I bernsku. Bogi Ragnar var vandvirkur elju- maður til vinnu og gaf aldrei eftir Ibaráttunni fyrir daglegu brauði, enda vissi hann vel hve hörð hún var. Þetta hefur efl. átt rikan þátt I því að skapa hjá honum sterka réttlætiskennd, og hann talaði ávallt máli litilmagnans. Ég hygg, að þegar Bogi Ragnar leit til baka yfir farinn veg, þá hafi honum fundist það heimili og þauböm sem hann átti með Elínu Bjamadóttur, mikilli sómakonu, vera stærsti sólargeislinn I lífi slnu. Svo fór að þau skildu eftir langan búskap, en oft heyrði ég hann tala um hamingjudaga fjöl- skyldunnar. Börn Ellnar og Boga eru Hrafnhildur gift Jóni Hilmari Alfreðssyni, lækni, Edda Björk, gift Ólafi Oddi Jónssyni, Jenna Kristin gift Gunnari Erni Jónssyni, kennara, Bjarni, aðalbókari, á Húsavlk kvæntur Þórunni Sigurðardóttur og Ingi Bogi, trúlofaður Hallgerði Bjarn- héðinsdóttur, en þau verða bæði stúdentar I vor. Einnig gekk Bogi Guðrúnu Ragnarsdóttur I föður- stað, en hún er gift Gústaf Jakobssyni bifreiðarstjóra. Ég minnist með þakklæti hve dyggilega Bogi studdi okkur hjónin, er við vorum að koma okkur fyrir i ibúð þeirri sem við keyptum. Þannig vildi hann fá að sýna hug sinn I verki. Annars var Bogi dulur um sina hagi. Hann hafði I seinni tið oft á orði að styðja Inga sinn I tilefni af stúd- entsprófinu. Það hefði orðið hon- um óblandin ánægja að sjá Inga Boga setja upp hvíta kollinn á- samt unnustu sinni. En „hinn slyngi sláttumaður” sá fyrir þvi að svo varð ekki. Dauða Boga Ragnars bar brátt að. Hann gekk með kransæða- kvilla, sem hann talaði þó aldrei um. Raunir sinar bar hann hljóður. Aðalsmerki hans var að standa einn og óstuddur það er eftir var, eins og klettur úr sæ. Þannig er skaphöfn sjómannsins. Bogi Ragnar stundaði sjóinn mest alla tíð og mörg hin síðari ár var hann bátsmaður hjá Landhelgis- gæslunni. Bogi talaði af hlýju um þetta starf og hann ræddi um þau skip sem hann var á eins og maður sem talar um vini sína. Einkum var honum Ægir gamli minnistæður. Þannig munum við einnig varðveita minninguna um bátsmanninn á Ægi gamla. Nú tilheyra þeir báðir endurminn- ingunni, en bátsmaðurinn er genginn „i Guðs síns gleðisal”. Blessuð sé minning hans. Ólafur Oddur Jónsson Fyrir fermingarnar Jakkar, buxur, peysur og skyrtur í glæsilegu úrvali Póstsendum um allt land Laugavegi 71 Simi 20141 Skákþing Islands Fjórir efstir og jafnir í landsliðsflokki Slðasta umferð I Landsliðs- flokki á skákþingi islands var tefld á annan I páskum. Fyrir umferðina var JúIIus Friðjóns- son efstur með 7 v. Hann haföi hvitt gegn Helga ólafssyni sem var með 6.5 v. Eftir að Júllus hafði haft frumkvæðið alla skákina tók hann jafntefli með þráskák enda var timinn orðinn naumur. Haukur Angantýsson, Björn Þorsteinsson og Margeir Pétursson unnu allir sinar skák- ir og náðu þar með Júllusi. Lokastaðan varð þessi: 1-4. JúIIus Friðjónssson, Björn Þorsteinsson, Haukur Angan- týsson og Margeir Pétursson 7.5 v. 5. Helgi Ólafsson 7 v. 6. Ómar Jónsson 6.5 v. 7. Jónas Þorvaldsson 5.5 v. 8-9. Bragi Halldórss. Ásgeir Ásbjörnss. 4v. 10. Gunnar Finnlaugsson 3.5 v. og biðskák 11. Jón Þ. Þór 2.5 v. og biðskák. 12. Frank Herlufsen 2 v. Frammistaða Björns og Hauks kom fáum á óvart. Fyrir- fram var búist við að þeir yrðu I efstu sætunum. Július kom hins vegar verulega á óvart með á- gætri taflmennsku. Hann hafði forystuna seinni hluta mótsins og virtist tefla af mestu öryggi keppenda. Árangur Margeirs er frábær. Hann teflir nú I fyrsta sinn I landsliði og er aðeins 15 ára gamall. Hann er örugglega mesta skákmannsefni sem komið hefur fram slðan Guð- mundur Sigurjónsson sló i gegn fyrir 10 árum. Þessir fjórir munu tefla um titilinn skák- meistari Islands 1975. I 5. sæti varð Helgi Ólafsson. Helgi er 18 ára gamall nýliði i landsliði og er árangur hans mjög góður. Sama má segja um jafnaldra hans Ómar Jónsson sem varðí 6. sæti. Frammistaða þessara ungu skákmanna er mjög uppörvandi fyrir aðra og vekur þær vonir að Islendingar skipi sér I forystusveit Norður- landanna I náinni framtfð. 1 meistaraflokki er keppninni ekki að fullu lokið þegar þetta er ritað. Biðskákir eru ótefldar úr slöustu umferð. Staða efstu manna er þessi: 1. Helgi Þorleifss. 7v. 2-3. Þórir ólafss. 6.5v og biðskák Haraldur Haraldss. 6.5v og biðskák 4-6 ögm. Kristinss. 6v og biðskák Björn Halldórss. 6v og biðskák Þröstur Bergmann 6v og biðskák Bjöm Halldórsson er sagður hafa betri stöðu I biðskák sinni gegn Þresti Bergmann og Þórir Ólafsson betra gegn Haraldi Haraldssyni. Tveir efstu menn vinna sér þátttökurétt i landsliði næsta ár. Telja verður líklegt að Þórir ólafsson verði annar þeirra en þeir Helgi Þorleifsson, Björn Halldórsson og ögmund- ur Kristinsson gætu orðið jafnir I 2.-4. sæti. í I. flokki er Daði Jónsson efstur að loknum öllum sínum skákum með 7.5 v. Jón Gunnar Ottósson er með 7 v. og biðskák. Bragi Valgeirsson með 6 v. 1 II. flokki varð Einar Valdimarsson efstur með 7.5 v. i 9 skákum. Jóhann Hermanns- son er næstur með 6 v. og bið- skák. 1 kvennaflokki er lokið 7 um- ferðum af 9. Guðlaug Þorsteins- dóttir hefur forystuna með 6 v. I 2. sæti eru jafnar Ólöf Þráins- dóttir og Birna Norðdal með 5 v. 1 meistaraflokki tefldu nú ó- venju margir. Þar á meðal voru margir skákmenn sem talið var að væru hættir að iðka skák. Má þar nefna Kára Sólmundarson meðal annarra. Hann stóð sig vel I keppninni þótt hann tapaði þeirri skák sem hér fer á eftir. Hvltt: Kári Sólmundarson Svart: ögmundur Kristinsson 1. d4 Rf6 2. C4 g6 3. Rc3 Bg7 4. g3 c5 5. Rf3 cxd 6. Rxd Rc6 7. Bg2 RxR 8. DxR 0-0 9. Be3 d6 10. Ddl Be6 11. Da4 Rg4 12. Bcl Bxc3 13. bxc3 Dc7 14. 0-0 Bxc4 15. Bxb7 Dxb7 16. Dxc4 Re5 17. Dh4 Db5 18. Dxe7 Dxe2 19. Be3 Hae8 20. Dxa7 Rxf3 21. Kg2 He5 22. Bf4 Hh5 23. g4 Rh4 24. Kh3 Df3 25. Bg3 Dg2 Mát. Jón G. Briem. Um Iðnólýðræði örnólfur Árnason!! Fimmtudaginn 27. mars (Skírdag) er I Þjóðviljanum lítill dálkur skrifaður af þér. Hann hefur yfirskriftina „Iðnó- lýðræði”. Stjórn L.R. hafði daginn áður leiðrétt umsögn þína hér I blaðinu um skipulag á stjórn leikhússins. I svari þinu stendur þetta: „En haldið þið — að það rlki fullkomið lýðræði hjá L.R.? Ef þið trúið þvi, þá skuluð þið, réttkjörin stjórn félagsins sýna lýðræði I verki. Ég sé nefnilega ekki betur en að tveir ykkar séu einu leikararnir af tæplega 30 manna hópi I 3 slðustu árgöngum leiklistarskóla L.R. sem fengið hafa fasta ráðningu i Iðnó.” „Ég sé nefnilega ekki betur!” —- Þarna gefur þú órnólfur I skyn að Jón Hjartarson og Þorsteinn Gunnarsson hafi misnotað aðstöðusína I stjórn L.R. og ráðið sjálfa sig á fastan samning hjá félaginu. Þetta eru lúalegar dylgjur. Jón Hjartarson var kominn á samning hjá L.R. áður - en hann tók sæti I stjórn félagsins Aftur á móti átti Þorsteinn Gunn- arsson sæti I stjórn félagsins áður en hann réðst á fastan samning hjá þvl. En ég þori að fullyrða, örnólfur, að það hefur ekki verið vegna setu hans i leikhúsráðinu sem þáverandi leikhússtjóri L.R. Sveinn Einarsson réði Þorstein á samning við húsið. örnólfur, hvað eiga svona dylgjur að þýða!? Ég sé ekki votta fyrir heilindum i svona skrifum. Haustið 1973 opnaðist nýr samningur hjá Þjóðleikhúsinu, nýttsamningsform á B-samningi. Þannig að þar bættust 12 fast- ráðnir leikarar við húsið. Um áramótin 73-74 gat svo L.R. ráðið 7 leikara á samskonar samning. í lok klausu þinnar stendur: — „hefði ekki Iðnólýðræðið getað haft pláss fyrir einhverja fleiri unga leikara t.d. einhverja þeirra úr ykkar hópi, sem sneru baki við Iðnólýðræðinu, og eru nú fast- ráðnir við annað leikhús — ”. örnólfur, það eru þrlr leikarar sem hér er um að ræða. Guðmundur Magnússon, Anna Kristin Amgrimsdóttir og Helga Jónsdóttir. Þau voru öll ráðin á B- samning Þjóðleikhússins haustið 1973. En L.R. réði leikara á B- samning um áramótin þar á eftir. Ertu að tala um að L.R. hefði átt að hvetja þessa leikara til að rifta samningum við Þjóðleikhúsið? Hefði það bjargað lýðræði félagsins? örnólfur, þvíhvetur þú ekki leikhúsin til dáða I sambandi við ráðningar á þeim leikurum ungum og gömlum sem enga samninga hafa! Væri það ekki lýðræðislegt? Og að lokum þetta. Hvað veist þú um lýðræðið I Leikfélagi Reykjavíkur? Þú ert ekki i þvi félagi. Veistu yfirleitt nokkuð um hvað þú ert að tala? Með von um að sjá ekki meira af svona skrifum. Kjartan Ragnarsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.