Þjóðviljinn - 02.04.1975, Page 5
Miðvikudagur 2. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
af erlendum vettvangi
Straumhvörf í Yíetnam:
Meiri sigrar á sjö dögum
en fimmtán árum
Siðan Bandarikin gengu á gerða
sætt I Genf 1954 og komu upp
leppríki í Suður-Vietnam, hefur
lff fóiksins I þvi landi verið ein
endalaus martröð styrjaldar og
allra þeirra margvlslegu þján-
inga, sem styrjaldir hafa I för
með sér. Segja má að lengst af
hafi hvorki gengið né rekið I
styrjöld þessari, sem staðið hef-
ur linnulaust yfir I meira en
hálfan annan áratug. Þjóð-
frelsisöfl suðurvietnama hafa
að visu haldið velii gegn banda-
risku leppstjórninni I Saigon og
létu ekki bugast að heldur þótt
Bandarikin sjálf hefðu um
margra ára skeið kjarnann úr
eigin her, þeim tæknilega séð
sterkasta i heimi, i striðinu gegn
þeim. Þar áttust við annarsveg-
ar tækni og auðmagn en hins-
vegar maðurinn með göfugustu
hugsjónum sinum og þrám — og
hann hafðisigur. Bandarikjaher
snautaði um siðir úr landi, og
enn verkjar Bandarikin sárlega
i örin eftir þá áverka, hernaðar-
lega, siðferðilega og efnahags-
lega, sem þau urðu fyrir I Viet-
nam.
En þótt Bandaríkjaher
spryngi á limminu og hypjaði
sig að mestu á brott úr Indó-
kina, þá var maraþonþjáning-
um þjóðanna þar ekki lokið með
þvi. Bandarikin héldu áfram að
halda stjórnunum i Saigon og
Phnompenh uppi eins og hverj-
um öðrum fyrirtækjum; svo að
segja öll tekjuhliðin á fjárlögum
þessara stjórna er bandarisk
efnahagsaðstoð, og með tilstyrk
Bandarikjanna héldu þessar
stjórnir uppi stórum herjum
(her Saigonstjórnarinnar er á
papplrnum einn af þeim stærstu
i heimi!) með fjölmennri stétt
herforingja, sem séð var fyrir
miklu betri lifskjörum en al-
menningi og höfðu þvi hag af þvi
að halda leppstjórnunum hjar-
andi sem lengst. Það var þvi
helst svo að sjá að Indókina-
striðið héldi áfram að verða
sama endalausa og vonlausa
martröðin og áður. Þjóðfrelsis-
fylking Suður-VIetnams hélt að
visu velli, en hana skorti flugher
og ýmislegt annað á við and-
stæðingana og virtist of veik til
að hnekkja aðstöðu þeirra.
Leiftursókn
Þjóðfrelsisfylkingar-
innar
En siðustu þrjár vikurnar
hafa heldur en ekki skipast veð-
ur i lofti I Indókina — og raunar
Suðaustur-Asiu yfirleitt.
Siðustu sjö dagana hafa þjóð-
frelsisliðar Suður-Vietnams
tekið fleiri meiriháttar borgir
en öll striðsárin samanlagt.
Þjóðfrelsisfylkingin hefur nú á
valdi sinu fimmtán af fjörutiu
og fjórum héraðshöfuðborgum
Suður-Vietnams, en hafði aðeins
eina er sókn hennar hófst i mið-
hálendinu fyrir þremur vikum.
Fyrir þá sókn voru sárafáar
borgir eða meiriháttar bæir á
valdi Þjóðfrelsisfylkingarinnar,
en nú ræður hún yfir mörgum
helstu borgum landsins, svo
sem Danang, annarri stærstu
borg Suður-Víetnams og mikil-
vægustu hafnarborg þess að
Saigon sjálfri undanskilinni,
Hué,fyrrum höfuðborg keisara-
dæmisins Annams og háborg vi-
etnamskrar menningar og þjóð-
legra erfða, Qui Nohn, einni
mikilvægustu hafnarborginni á
miðhluta strandlengjunnar og
öðrum mikilvægum borgum
eins og An Loc, Kontum, Pleiku
og Ban Me Thuot, sem flestir
kannast við úr pislarsögu viet-
nömsku þjóðarinnar undanfarin
ár. Núna eftir páskana hefur
Saigon-stjórnin ekki annað eftir
af landinu en höfuðborgina
sjálfa með útborgum, suður-
hluta strandlengjunnar og eitt-
hvað af svæðum á við og dreif i
landinu suðvestanverðu. Og
greinilega er ekkert lát á sókn
Þjóðfrelsisfylkingarinnar enn-
þá. Búist er við að Nha Trang,
mikilvæg hafnarborg nokkurn
veginn miðjavega milli Saigon
og Qui Nhon, falli þá og þegar i
hendur þjóðfrelsisliðum. Mann-
tjón Saigon-hersins siðustu
þrjár vikurnar nemur kannski
allt að kvartmiljón þegar allt er
talið, fallnir, særðir, handteknir
og liðhlaupar, og það samsvar-
ar þvi að Saigon-stjórnin hafi
misst um fjórðung herafla sins.
Vopna- og hergagnatjón er lika
gifurlegt. Meðal hersveitanna.
sem kviaðar voru inni i Hué og
Danang og þurrkaðar út, voru
sumar bestu hersveitir Saigon-
stjórnarinnar, og ekki er annað
að sjá og heyra en að ofsa-
hræðsla og ringulreið sé rikj-
andii þeim hluta Saigonhersins,
sem enn hefur ekki fallið þjóð-
frelsisliðum i hendur. Baráttu-
kjarkur Saigon-hersins hefur að
visu aldrei verið mikill, ef frá
eru taldar einstaka stormsveit-
ir, en siðustu dagana virðist sá
kjarkur hafa gufað upp með
öllu. Þannig hafði Saigon-
stjórnin mikið lið og þrælvopnað
til varnar bæði i Danang og Qui
Nhon, en sá herafli varð að
gjalti þegar við fyrstu atlögur
þjóöfrelsisliða að borgunum. í
Danang varð það frægt er Sai-
gon-hermenn börðust upp á lif
og dauða um pláss I siðustu
flugvélinni til Saigon og skutu
niöur óbreytta borgara, sem
reyndu að komast upp i vélina. i
þessum borgum og viðar leyst-
ist Saigon-herinn að miklu leyti
upp i bófaflokka, sem réðust
með ránum og öðrum ofbeldis-
verkum á óbreytta borgara.
Flóttamannastraumur
og fréttamiðlar
I striðsfréttunum undanfarið
hefur flóttamannastraumurinn
frá bardagasvæðunum verið
mjög ofarlega á baugi, og hafa
engilsaxneskar fréttastofur
reynt að túlka þær fréttir sem
augljós merki þess, að aum-
ingja fólkið sé svona óskaplega
hrætt við „kommúnista” að það
leggi allt á sig til þess að komast
frá svæðum, sem eru að falla
þeim i hendur. Fjölmiðlar viðs-
vegar um heim, þar á meðal
fréttastofur islenska hljóð-
varpsins og sjónvarpsins, þar
sem hver varðbergshúfan er
upp af annarri, bergmála þenn-
an áróðursvaðal, svo sem heil-
agan sannleik. íslendingar
fengu þó nokkra reynslu af
sannleiksást og áreiðanleik
engilsaxneskra fréttamiðla i
þorskastriðunum, þegar þessir
fréttamiðlar gerðu sér að reglu
að birta enga frétt frá íslandi
öðruvisi en hún væri rækilega
rangfærð islendingum I óhag.
Saigon-stjórnin
reynir að að auka
flóttamannastrauminn
Helstu heimildir téðra frétta-
stofnana um flóttamanna-
strauminn eru talsmenn Saigon-
stjórnar, en sú stjórn á það
raunar til að láta myrða þá
fréttamenn erlenda, sem segja
fréttirnar öðruvisi en hún vill
hafa þær, eins og kom fyrir
franskan fréttamann þar fyrir
skemmstu. Ljóst er að Saigon-
stjórnin gerir allt sem hún getur
til að auka flóttamannastraum-
inn og gengur henni þar margt
til. I fyrsta lagi er hægt að nota
flóttamannastrauminn i áróð-
ursskyni, og hafa Bandarikin og
fréttamiðlar á snærum þeirra
ekki verið sein á sér að henda
þann knött á lofti, eins og vikið
var að áðan. 1 öðru lagi veldur
það Þjóðfrelsisfylkingunni að
sjálfsögðu margvislegum vand-
ræðum, ef landsvæði þau, sem
hún tekur nú við, eru að miklu
leyti auð af fólki. Vitað er að
Saigon-herinn hefur á undan-
haldinu viða neytt ibúa svæð-
anna, sem hann flýr, til að yfir-
gefaheimili sfn. Vissulega flýja
einhverjir viljugir og af beinni
hræðslu við Þjóðfrelsisfylking-
una; eftir þetta langan valda-
tima bandarisku leppstjórnar-
innari Saigon er óhugsandi ann-
að en f jöldi manna hafi, nauðug-
ur eða viljugur, á einhvern hátt
gerst þeirri endemisstjórn
samsekur, og það fólk telur sig
kannski hafa ástæðu til að óttast
hefndir af hálfu þjóðfrelsisliða.
Uppreisn almennings
Hinsvegarfer varla hjá þvi að
meirihluti ibúa Suður-Vietnams
sé á bandi Þjóðfrelsisfylkingar-
innar; annars er beinlinis ó-
hugsandi að hún hefði haldið út I
baráttunni öll þessi ár, við ann-
að eins ofurefli fjármagns og
tækni og hefur verið að etja.
Enda er viðurkennt af jafnvel
vestrænum fréttastofum að
uppreisnir almennings i Danang
og Qui Nhon hafi átt mikinn þátt
I þvi hve þessar borgir féllu
fljótt i hendur þjóðfrelsisliðum,
og samkvæmt fréttum frá Þjóð-
frelsisfylkingunni átti almenn
uppreisn i hálöndunum hvað
drýgsta þáttinn I þvi að flótti
brast i lið Saigon-stjórnarinnar
þar. Hrun Saigon-liða hófst með
falli Ban Me Thuot, en hvað
mestan þátt I töku þeirrar borg-
ar áttu vopnaðir flokkar þjóð-
ernisminnihlutanna þar i fjöll-
unum, sem Saigon-stjórnin hef-
ur leikið hraklega, en Þjóðfrels-
isfylkingin aftur á móti sýnt
vinsemd og virðingu, og mun
það i fyrsta sinn i sögunni að
þjóðflokkar þessir mæta þvi
viðmóti af hálfu aðalþjóðar
landsins, vitenama.
Ennþá er þó ótalin sú ástæð-
an, sem sennilega hefur átt
drýgsta þáttinn i að hleypa af
stað margumræddum flótta-
mannastraumi. Byssur og
sprengjur eru heldur óskemmti-
leg áhöld, ekki sist fyrir ó-
breytta borgara sem hafa á-
hyggjur af venslafólki sinu,
konum og börnum og öldungum.
Þvi verður mörgum það fyrir,
þegar tekið er að berjast i nánd
viö heimili hans, að taka til fót-
anna og flýja sem lengst frá
bardagasvæðinu, i von um að
hann og hans fólk sleppi við
dauöa og limlestingar af völd-
um byssa og sprengna, alveg án
tillits til þess hvort hann er með
eða á móti þeim her, sem sækir
á i það og það skiptið.
Friður loksins
i nánd?
Ef ekki verða þeim mun meiri
söguleg stórslys á næstunni,
verður þess varla langt að biða
að tvö riki bætist i tölu sósial-
Iskra landa: Kambódia og Suð-
ur-VIetnam. Það er þegar kom-
ið fram, sem Sihanouk fursti
spáði strax eftir siðari heim-
styrjöld, að Bandarikin myndu
ekki endast lengi i þeim heims-
hluta. Þau riki á þessum slóð-
um, sem til þessa hafa verið
hliðhollust Bandarikjunum, eru
þegar tekin að búa sig undir hið
óhjákvæmilega með þvi að losa
um tengsli sin við hið vestræna
stórveldi. Þannig hefur stjórn
Tailands, sem lengi hefur verið
eitt þægasta fylgiriki Banda-
rikjanna i Asiu, nýlega gert
Bandaríkjunum að verða á brott
með her sinn úr þvi landi á
næstu tólf mánuðum.
Þegar tveir fulltrúar stúd-
entasamtaka á yfirráðasvæði
Þjóðfrelsisfylkingarinnar voru
hér á ferð fyrir skemmstu og
spurðu Einar Agústsson hvað
liði viðurkenningu íslands-
stjórnar á bráðabirðgarikis-
stjórn Þjóðfrelsisfylkingarinn-
ar, svaraði utanrikisráðherra
Islands þvi af venjulegum
framsóknarmyndugleik að fyrst
yrði st jórn Þjóðfrelsisfylkingar-
innar að sanna að hún réði land-
inu. Mikið má vera ef nokkur is-
lendingur hefur fyrr eða siðar
verið betur tekinn á orðinu!
dþ.
Hermenn Saigon-stjórnar á leið til Ban Me Thuot. Nú eru þeir ann-
aðhvort dauðir, handteknir eða hafa gerst liðhlaupar.
Ford örvæntingar-
fullur út af Víetnam
WASHINGTON 1/4— Ford
Bandarikjaforseti er sagö-
ur örvæntingu nær vegna
þess að þingið tregðast enn
við að veita leppstjórnum
Bandarikjanna i Suður-
Vietnam og Kambódíu
meiri efnahagsaðstoð.
Blaðafulltrúi hans, Ron Nessen,
Ford Bandarikjaforseti.
segir að hann muni þó halda
áfram að reyna að fá þingið til að
samþykkja 300 miljón dollara
aukafjárveitinguna til Saigon-
stjórnar.
Nessen sagði að Ford, sem nú
er annars i frii i Kaliforniu, væri
haldinn þungum áhyggjum út af
óförum Saigon-hersins og einnig
kenndi hann óskaplega mikið i
brjósti um flóttamennina. Ford er
þeirrar skoðunar að neitun þings-
ins um aukna aðstoð hafi valdið
mestu um ósigra Saigon-hersins.
Schlesinger varnarmálaráðherra
segist álita að sigrar þjóðfrelsis-
liða séu fyrst og fremst þvi að
kenna að Saigon-herinn hafi ger-
samlega misst kjarkinn.