Þjóðviljinn - 02.04.1975, Síða 12

Þjóðviljinn - 02.04.1975, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. april 1975. Albert sveik og flúði af fundi borgarstjórnar S j álf stæðismenn hafa forgang að byggingarlóðnm virðist eiga að vera hin opinbera stefna Sjálfstœðisflokksins við úthlutun byggingarlóða „Það er fullkomið siðleysi af meirihlutanum að úthluta einni vinsælustu lóð borgarinnar til fé- lags, sem gerir það að inntöku- skilyrði, að fólk gangi jafnframt I Heimdall eða önnur sjálfstæðisfé- lög. Kjarni málsins er sá að verið er að úthluta gæðum, sem allir borg- arbúar eiga jafnan rétt á. Þessum gæðum er verið að úthluta til Heimdallar til þess að hann hafi meira aðdráttarafl en önnur stjórnmálafélög. Meirihluti borgarstjórnar er þannig að ginna fólk til fyigis við stefnu sína með byggingarlóöum borgarinnar. Það er hreint sið- leysi,” sagði Sigurjón Pétursson, borgarráðsmaður við umræður I borgarstjórn um úthlutun bygg- ingarlóðar til Byggung, Bygging- arfélags ungs fóiks i Heimdalli. A síðasta borgarstjórnarfundi urðu harðar og langar umræður um það ósmekklega uppátæki borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, að láta eitt sjálfstæðis- félag I bænum, Heimdall, fá lóð til að reisa ibúöir á fyrir félagsmenn sina, meðan ótal öðrum opnum, ópólitfskum félögum er ekki út- hlutað byggingarlóðum. Markús örn Antonsson, borg- arráðsmaöur Sjálfstæðisflokks- ins, hóf umræðurnar og lýsti það uppblástur hjá blöðum minni- hlutaflokkanna i borgarstjón, til þess gerðan að slá ryki i augu fólks, að gera slikan hávaða, sem gerður hefur verið vegna úthlut- unar lóðar til handa BYGGUNG (Byggingarfélagi ungs fólks i Heimdalli). Siðan fullyrti borgarráðsmað- urinn að af hálfu minnihlutans hefði aðeins eitt byggingarsam- vinnufélag komið til álita með að fá umrædda lóð við Hagamel 51, 53 og 55, Byggingarsamvinnufé- lag starfsmanna stjórnarráðsins. Sagði Markús, að starfsmönn- um stjómarráðsins hefði aldrei verið gefið vilyrði fyrir lóð þess- ari, og að alls ekki væri svo eftir- sótt að byggja á þessum stað. Ræða Markúsar var heldur sundurlaus, en hér verður þó reynt að geta helstu þátta úr henni: Hann sagði að fyrir minnihlut- anum hefði ekki vakað annað en gæta hagsmuna starfsmanna miðstjórnarvaldsins i stjórnar- ráðinu. Úthlutunin til Byggung kæmi til meö að stuðla að jafnvægi I byggð borgarinnar, þar sem ungt fólk vantaði I vesturbæinn. Orðrétt: ,,Ef menn halda að ég sé svo viðkvæmur, að ég ætli að útiloka samstarfsmenn mina i pólitik i slikum málum, þá er það rangt. Slfk kerling er ég ekki og skal aldrei verða.” Kristján Benediktsson sagði samvisku borgarráðsmanna Sjálfstæðisflokksins slæma, þvi mörg byggingarsamvinnufélög hefðu sótt um að fá þessa tilteknu lóð. Sagði Kristján það mikið happ fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að aðeins eitt félag sjálfstæðis- manna hefði sótt um lóðina, þvi augljós hefði verið vandi þeirra borgarráðsmanna ef til dæmis Hvöt heföi einnig sótt um sömu lóð. Kristján sagði siðleysið varð- andi þessa úthiutun vera fólgið I þvf að ginna fólk inn i Byggung og jafnframtHeimdall, —en skilyrði þess að fá inngöngu i Byggung væri að vera i Heimdalli, — með þvi að lofa fólki góðum bygging- arlóðum. Ekki kvað Kristján sig þekkja ungt fólk rétt ef það sæi ekki vankantana á þessu hátta- lagi. Flutti Kristján siðan breyting- artillögu frá honum og Sigurjóni Péturssyni, þess efnis, að borgar- stjórn samþykkti að úthluta Byggingarsamvinnufélagi starfs- manna stjórnarráðsins umræddri lóð við Hagamel. Elin Pálmadóttir sagði það sina skoðun, að umræður þessar væru ömurlegar árásir á ungt fólk. Taldi hún þessa úthlutun æskilega blóðgjöf fyrir vesturbæ- inn, og engu skipti þótt þeir sem I Byggung værú hefðu allir sömu lifsskoðun og væru i sömu stjórn- máiasamtökum. Björgvin Guðmundsson skýrði frá þvf að starfsmenn stjórnar- ráðsins hefðu leitað til þáverandi skrifstofustjóra borgarverkfræð- ings fyrir löngu til þess að reyna að fá þessa lóð. Sá væri nú for- maður Heimdallar. Sagði skrif- stofustjórinn að Elliheimilið Grund hefði áhuga fyrir lóðinni, en að Grund frátaldri ætti ekkert að vera þvi til fyrirstöðu, að stjórnarráðsmenn fengju lóðina, þar sem enginn annar hefði sótt um þessa lóð. Þegar i ljós kom að elliheimilið vildi ekki lóðina, töldu stjórnar- ráösmenn sig nokkuð vissa um að hljóta hana, og höfðu tal af borg- arritara og borgarstjóra, sem báðir voru þvi meðmæltir. Þá lof- uðust og fulltrúar minnihlutans i borgarráði að beita sér fyrir þvi að stjórnarráðsmenn fengju lóð- ina og einn borgarráðsmaður Sjálfstæðisflokksins, Albert Guð- mundsson. Var þvi fenginn meiri- hluti fyrir því f borgarráði, að stjórnarráðsmenn fengju þessa lóð. En Albert sveik loforðið. Lóð þessi var svo auglýst i des- ember sl. og endurnýjuðu stjórn- arráðsmenn þá umsókn sina um hana. Komu þá einnig fram ýms- ar aðrar umsóknir. Björgvin benti á, að Byggung væri ekki byggingarsamvinnufé- lag, þar eð lög um slík félög kveða á um að þau skuli vera opin félög, cn félag, sem gerði það að skil- yrði, að fólk hefði ákveðna stjórn- málaskoðun og væri félagsbundið i ákveðnum stjórnmálaflokki væri ekki opið félag. Björgvin taldi að úthlutun þessi væri blettur á borgarstjórnarferli Birgis ísl. og skoraði á hann að þvo þann blett af sér. Einnig skýrði Björgvin frá þvi, að stjórnarráðsmenn hefðu farið fram á að fá 2 af 3 stigagöngum fjölbýlishússins, og borgarstjóri hefði tekið þvf vel, en hefði siðan sagt á borgarráðsfundi, að Hcim- dallur sætti sig ekki viö skiptingu lóöarinnar! Sigurjón Pétursson sagði að ræður meirihlutamanna um þetta hneyksli væru varnarræður, þar sem þeir hefðu reynt að finna af- sakanir fyrir gjörðum sinum, m.a. með þvl að halda þvi fram, að lóð við Hagamel væri ekki vin- sæl lóð, og að ekki væri verið að úthluta fólki lóð vegna þess að það væri I stjórnmálaflokki, heldur þó það væri það. „Þarna er gengiö fram hjá kjama málsins,” sagði Sigurjón. „Kjarni málsins er sá, að verið er aö úthluta gæðum, sem allir borg- arar eiga jafnan rétt á. Þessum gæðum er verið að úthluta til Heimdallar til þess að gera hann girnilegri I augum fólks, til þcss að hann hafi meira aðdráttarafl en önnur stjórnmálafélög." Sigurjón sagði að á þessu ári hefði aðeins verið úthlutað tveim- ur byggingarlóðum undir fjölbýl- ishús og fleiri lóðum yrði ekki út- hlutað i ár. Annarri lóðinni hefði verið úthlutað til einstaklinga, og þá lika til Heimdellinga, sem ein- staklinga, og við það er ekkert að athuga. Hinni lóðinni er svo út- hlutað Heimdalli beint. Sigurjón sagðist vonast til þess, aö borgarstjómarmeirihlutinn léti þetta vera einsdæmi, og sagð- ist þess fullviss, að reykvikingar myndu fordæma þessa úthlutun, nema þá nokkrir tugir Heimdell- inga. Þorbjörn Broddason sagðist ekki hafa orðið þess var, að nokk- ur legði sig i að verja þessa sið- lausu úthlutun manna á meðal. Sagöi hann að það væri leiðinlegt, ef „reddingarpólitik” væri i vexti, og taldi hana lágkúruleg- ustu tegund af pólitik. Síðan sagði Þorbjörn: „Málið snýst ekki um það hvort fólk með sömu lifsskoðun fái aö byggja hús. Það er jafnvel æski- legt, að fólk sem fer út I að byggja saman hafi sömu Ilfsskoðun. Mál- ið snýst um það, að fólk þarf aö hafa eina ákveðna lifsskoðun til þess að fá að byggja.” Markús Örn og Davlð Oddsson tóku til máls, að visu sitt i hvoru lagi. Davið benti enn á það sem rök, að það væri hagkvæmt fyrir vesturbæinn að fá þangað inn ungt fólk. (Ætli ekki sé neitt ungt fólk I stjórnarráöinu?) Davið spurði siðan að þvi, hvers vegna ungt fólk I öðrum stjórnmála- flokkum gerði bara ekki slikt hið sama; ekki sæi hann neitt athuga- vert við það. Sigurjón Pétursson sagði það rangt hjá Markúsi Erni að enginn áhugi hefði verið fyrir þvi hjá fulltrúum minnihlutans, að nokkrir aðrir en starfsmenn stjórnarráðsins fengju þessa lóð. Sagðist Sigurjón hafa lýst þvi yfir á borgarráðsfundi, að fengju stjórnarráðsmenn ekki lóðina kæmu að sinu mati allir aðrir til greina en BYGGUNG, og nefndi þar til byggingasamvinnufélagið Vinnuna. Sigurjón sagði, að hins vegar hefðu borgarráðsmenn ekki haft tök á að velja á milli annarra en Byggung og stjórnar- ráðsins við úthlutunina, þvi aðrir aöila hefðu ekki verið bornir upp undir atkvæði, sem hugsanlegir lóðarhafar. Siðan sagði Sigurjón: „t byggingarsamvinnufélaginu Vinnan er ungt fólk, og uppfyllir það þvi ailar kröfur þess efnis, að stefna skuli að þvi að ungt fólk flytjist I vesturbæinn, önnur en þau að þar væru allir félags- bundnir I Heimdalli.” Kristján Benediktsson spurði að þvi hvort Sjálfstæðisflokks- menn ætluðu sér að láta þessa út- hlutun verða einsdæmi, eða hvort þetta væri upphaf að þeim vinnu- brögðum, sem við úthlutun lóða yrði viðhöfð meðan Sjálfstæðis- flokkurinn réði Reykjavikurborg. Sagði Kristján, að ef um upphaf nýrra vinnubragða væri að ræða, væri sjálfsagt að fólki yrði gerð grein fyrir þvi, að ef það vildi byggja yfir sig á meðan Sjálf- stæðisflokkurinn réði borginni, þyrfti það fyrst að ganga I Heim- dall. Markús örn Antonsson, sagðist ekkert vilja um það segja hvort þetta ætti að verða einsdæmi og taldi það vel koma til greina að úthluta Byggung lóð aftur. Birgir Isl. Gunnarsson borgar- stjóri hafði þagað það sem af var umræðum þessum, og þótti meðal annars Björgvini Guðmundssyni það undarlegt, þvl hann lét kalla hann inn á fundinn úr hliðarsal, og skoraði á hann að svara á- kveðnum spurningum varðandi lista þann yfir væntanlega byggj- endur stjórnarráðsins, sem kraf- ist var að lagður yrði fram með umsókn um lóðirnar. Borgarstjóri varð við þessari ósk Björgvins, og sagði að listi sá, sem I upphafi hefði fylgt umsókn stjórnarráðsmanna hefði verið mjög ótrúverður, þar eð sumir þeirra, sem ætluðu sér að byggja litlar Ibúðir væru búnir að hreiðra um sig í stórum einbýlishúsum. Slikir menn ætluðu sér augsýni- lega ekki að byggja yfir sjálfa sig. Borgarstjóri visaði þvi siðan á bug, að menn þyrftu endilega að vera I Sjálfstæðisflokknum til þess að fá byggingarlóðir. Magnús L. Sveinsson spurði að þvl hvort það væri ekki siðleysi ef útiloka ætti menn frá þvi að fá lóðir til þess að byggja á vegna þess að þeir væru i Heimdalli. Þorbjörn Broddason benti á að ekki væri rétt að bera saman opið byggingarfélag og lokað eins og Magnús L. Sveinsson vildi leggja að jöfnu. Þorbjörn sagði það al- rangt að verið væri að amast við úthlutun á byggingarlóðum til sjálfstæðismanna, heldur væri verið að mótmæla þvi, að menn skuli þurfa að ganga i Sjálfstæðis- flokkinn áður en þeir fái bygging- arlóðir. Við atkvæðagreiðslu um úthlut- un á Hagamelslóðunum var kraf- ist nafnakalls. Uthlutun til stjórn- arráðsins var felld, en úthlutunin til Heimdallar samþykkt með at- kvæðum allra fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins gegn atkvæðum 6 full- trúa minnihlutaflokkanna. Það vakti athygli, að þegar skammt var liðið á fund, eða i þann mund að umræður hófust um þessa dæmalausu úthlutun, fór Albert Guðmundsson af fundi, en varamaður kom i hans stað. Hefur Albert átt eitthvað bágt innan um sig vegna svikins lof- orðs um stuðning við starfsmenn stjórnarráðsins. Umræðu þessari lauk með þvi, að fulltrúar minnihlutaflokkanna létu bóka eftir sér mótmæli gegn úthlutun þessari, og var hún sam- hljóöa bókun þeirri, sem þeir hin- ir sömu gerðu i borgarráði, og birt var hér i blaðinu fyrir nokkru. — úþ Minningarorð R. PALME DUTT Rajani Palme Dutt var fæddur i Cambridge 1896. Allan aldur sinn ól hann i Bretlandi, þótt ekki væri hann af breskum foreldrum. Faðir hans var merkur ind- verskur fræðimaður, en móðir hans var sænsk, og tók hann upp ættarnafn beggja. Að loknu menntaskólanámi i Oxford gekk hann i Háskólann i Cambridge. Þaðan lauk hann prófi i klass- iskum fræðum með miklum ágætum aðeins tvitugur að aldri. Á stúdentsárum sinum, meðan fyrri heimsstyrjöldin geisaði, gekk hann hugsjónum jafnaðar- stefnunnar á hönd. Hann neitaði að gegna herþjónustu og var þá fangelsaður um hrið. R. Palme Dutt vann við Labour Research Department frá 1919 til 1922 og tók þá saman fyrstu bók sina, The Two Internationals, Alþjóðasamböndin tvö. Hann var einn af stofnendum breska kommúnistaflokksins 1920. Og átti hann 1922 sæti i skipulags- nefnd flokksins, er setti honum lög og reglur, sem hann hefur siðan að miklu leyti starfað eftir. 1 hálfan fjórða áratug upp frá þvi var hann annar aðal-forustu- maður flokksins. R. Palme Dutt var skarp- skyggn, afkastamikill og viðlesinn blaðamaður og rithöf- undur um þjóðfélagsmál. Hann stofnaði 1921 mánaðarrit um stjórnmál, Labour Monthly og var ritstjóri þess til dánardags. Einnig var hann ritstjóri Worker’ Weekly 1922-1924. Þá var hann ritstjóri dagblaðs breska kommúnistaflokksins, Daily Workcr, 1936-1938, á þvi skeiði, sem áhrif flokksins munu hafa verið hvað mest. Kunnastar bóka hans eru: Modern India (1926), Fascism and Social Revolution (1934), World Politics 1918-’36 (1937), India Today (1940), Britain in the World Front (1942), Britain 's Crisis of Empireí 1949), Problems of Contemporary History (1963) og The Intcrnationals (1964). Fáir munu hafa lagt sig svo mjög fram um að draga fram raunhæft gildi alþjóðahyggju jafnaðarstefnunnar i ölduróti iiðandi stundar sem R. Palme Dutt. Samhyggð hans með nýlenduþjóðunum var næm. Mest rúm i skrifum hans mun þó taka upp baráttan á milli sósialismans og kapitalismans sem átök á milli stórvelda þessara tveggja þjóðfé- lagskerfa. I nær tvo áratugi, um það bil frá 1935 til 1955, allt frá upphafi samfylkingarbar- áttunnar gegn fasismanum þar til kalda striðið var af hástigi, munu mánaðarlegar greinar hans um alþjóðamál og bresk stjórnmál i Labour Monthly hafa verið ein- hverjar hinar áhrifamestu slíkar ritsmiðar i heimi öllum. Á engan hóp manna munu áhrif hans þó hafa verið meiri en á unga menn úr nýlendunum, sem dvöldust i Bretlandi við nám eða störf um langan tima eða skamman. R. Palme Dutt var hár maður og grannur, brúneygur og svart- hærður, andlitsfallið reglulegt, en hörundslitur dökkur. Iiann var hæglátur og gætinn i orðum. Hann tamdi sér málhreim upplýsts alþýðumanns fremur en háskóla- manns. 1 orði og æði var hann sem breskur maður Hann lést 20. desember 1974. Reykjavik, 18. mars 1975 Haraldur Jóhannsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.