Þjóðviljinn - 02.04.1975, Síða 16

Þjóðviljinn - 02.04.1975, Síða 16
I vúmim Miðvikudagur 2. aprll 1975. ^IQui Nhon og Nha Trang fallnar Lon Nol r land flý PHNOMPENH 1/4 — Götu- bardagar geisa nú i Neak Luong, mikilvægri ferjuborg viö Mekong á milli Phnompenh og víetnömsku Þjóðareiningarsamtaka Kam- bódiu hefur setiö um borgina um iangt skeið. Hata þjóöareiningarmenn ruöst gegnum varnarlinur Lon Noi- manna fyrir noröan borgina og hafa nú um helming hennar á sinu valdi. Talið er vist aö leifar Lon Nol-liösins i borg- inni gefist upp þá og þegar. Fall borgarinnar yrði mikið áfall fyrir Lon Nol-stjórnina, meðal annars vegna þess að eftir töku borgarinnar gætu þjóðareiningarmenn beitt þvi 6000 til 10.000 manna liði, sem þeir hafa við Neak Luong, viö Phnom-penh. Herstjdrn Lon Nols f Phnompenh er sögð ófær um að sjá liði sinu i Neak Luong fyrir nokkrum birgð- um. Varnarlínur Lon Nol- hersins kringum Phnompenh eru nú sagðar mjög þunnskip- aðar orönar vegna mikils mannfalls, og i dag hörfuðu Lon Nol-liðar úr bækistöðvum um tuttugu kilómetra sunnan höfuðborgarinnar á vestur- bakka árinnar Bassac. Til stóð að Lon Nol yfirgæfi sitt sökkvandi skip i dag ásamt forsætisráðherra sinum Long Boret og fleiri fyrir- mönnum, og segjast þeir ætla i „opinbera heimsókn” til Indónesiu, Japan og Banda- rikjanna, Sagt er að Lon Nol ætli fyrst til Balí, sem er sú eyja Indónesiu sem orðlögðust er fyrir fegurð og mjög sótt af rikum túristum. Ætlar Lon Nol að slappa þar af eitthvað fyrst um sinn. Engum, hvorki vinum né óvinum dettur i hug aö hann hyggi á afturkomu, þótt hann segi það sjálfur. SAIGON 1/4 — Vestrænar fréttastofur hafa nú stað- fest þá frétt/ er Tass- fréttastofan sovéska birti þegar í gær, að hersveitir Þjóðfrelsisfylkingarinnar hefðu tekið Qui Nhon, þriðju stærstu borg Suður- Víetnams og mikilvægustu borgina á miðhluta strand- lengjunnar. Er að heyra að hersveitir Saigon-stjórnar- innar hafi orðið að gjalti, þegar þjóðf relsisliðar sóttu að, og gef ið upp borg- ina mótspyrnulítið. Fréttamenn segja að allt bendi til þess aö vörn Saigon-hersins meðfram allri strandlengjunni suðurundir Saigon sé að leysast upp. Taka Qui Nhon er mesti sig- urinn, sem þjóðfrelsisliðar vinna frá þvi að þeir tóku Danang, aðra stærstu borg landsins, fyrir þremur dögum. Talsmenn Saigon-stjórnar segja að við töku þessara beggja borga hafi vik- ingasveitir þjóðfrelsisliða læðst inn i borgina og ráðist þar að Saigon-liðum að óvörum, jafn- hliða þvi sem hersveitir þjóö- frelsisliöa hófu áhlaup utan frá. Talsmenn Þjóðfrelsisfylk- ingarinnar segja hinsvegar að al- menningur I báðum þessum borg- um og vlöar hafi gert uppreisn er hersveitir þjóðfrelsisliða nálguð- ust, og hafi sú aðstoð flýtt mjög fyrir sigrum þjóöfrelsisliöa und- anfariö. Fregnir berast nú af mikilli ringulreið I Saigon-hersveitum þeim, sem ætlað er að verja borg- irnar Nha Trang og Cam Ranh syðstá austurströndinni, og þykir það benda til þess að vörn Saigon- liða þar sé þegar komin i ónýtt efni. Fólk, sem kom frá Nha Trang til Saigon i dag, sagði að hermenn Saigon-stjórnar i Nha Trang væru orðinn agalaus skrill, sem rændi og ruplaði og skyti á hvað sem fyrir væri eftir geð- þótta. Flugsamgöngur við Nha Trang hafa verið stöðvaðar ann- an daginn i röð. Bandarikin hafa komið upp sér- stakri loftbrú til hinna hart keyrðu vina sinna i Vietnam og nota til þess meðal annars flug- vélar af gerðinni Galaxy, sem er stærsta flutningaflugvél i heimi. Ein slik vél lenti á flugvelli skammt frá Saigon i dag og var með fjórtán 105 mm fallbyssur. A flóttanum að norðan siðustu tvær vikurnar hefur Saigon-herinn misst gifurlegt magn vopna og hergagna, alls að verðmæti um 600 miljónir dollara að sögn bandarikjamanna, og mun mest- ur hlutinn af þeim birgðum hafa komist óskemmdur i hendur þjóð- frelsisliðum. Tilgangur kana með loftbrúnni mun vera að bæta það tjón upp að einhverju leyti. — 1 Washington sagðist James Schlesinger, varnarmálaráð- herra Bandarlkjanna, búast viö árás á Saigon áður en langt um liði, og óstaðfestar fréttir hermdu að bandariskir sendiráðsstarfs- menn og borgarar væru þegar teknir að yfirgefa höfuðborgina. Síðari fréttir: Þjóðfrelsisliðar hafa tekið Nha Trang, og er Saigon þá ein á valdi stjórnar Thieus af fjórum mestu borgum landsins. Með töku Nha Trang má heita að öll austur- strönd Suður-Vietnams sé á valdi Þjóðfrelsisfylkingarinnar. Svo að segja allt svæðið norðan linunnar, sem dregin er yfir Suður-VIetnam sunnanvert, er nú á valdi Þjóðfrelsisfylkingarinnar, eða nærri tveir þriðju hlutar landsins. Auk þess mun Þjóð- frelsisfylkingin’hafa á sinu valdi um heiming svæðisins sunnan linunnar. Biður um aðstoð GENF 1/4 — Flóttamannamála- stjóri Sameinuðu þjóðanna hefur tilkynnt, að ekkert sé þvi til fyrir- stöðu að hjálp til fólks á yfirráða- svæði Þjóðfrelsisfylkingar Suður- Vietnams komist til þess gegnum Norður-VIetnam. Hefur Wald- heim, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, falið flótta- mannamálastjóra og Barna- hjálparsjóði Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) aö sjá tii þess að hjálp berist til fórnariamba striðsins i Indókina. Þannig yrði kaupið Svo sem áður hefur verið skýrt frá I Þjóðvilj- anum gerir bráðabirgðasamkomulagið, sem undirritað var i kjaramálunum fyrir páska ráð fyrir að kaup hækki um kr. 4.900,- á mánuði fyrir dagvinnu og siðan ;yfirvinna samsvarandi I réttum hlutföllum. Þetta þýðir aö hjá vikukaupsmönnum á dag- vinnan að hækka um kr. 1138,- fyrir vikuna og yfirvinna samsvarandi. Timakaupið hækkar um kr. 28,30 dagvinnan, kr. 39,60 eftirvinnan og kr. 50,90 nætur- og helgi- dagavinna. 3. taxti Dagsbrúnar, sem er lægsti taxti fé- lagsins, yrði sem hér segir eftir starf i eitt ár (i svigum núverandi kaup) Dagvinna: kr. 252,40 á timann (224,10) Eftirvinna: kr. 353,40 á timann (313,70) Næturvinna: kr. 454,30á timann (403,40) Og 6, taxti, sem er meðaltaxti Dagsbrúnar yrði þannig: Dagvinna: kr. 268,50 á timann (240,20) Eftirvinna: kr. 375,90 á timann (336,30) Næturvinna: kr. 483,30á timann (432,40) Portúgölsku kosningarnar: 12 stjórnmálaflokkar LISSABON 1/4 — Kosningabar- áttan i Portúgal hefst opinberlega á morgun, en þingkosningar eiga aö fara fram I ‘ landinu 25. april. Tólf stjórnmálaflokkar bjóða frain i kosningunum, og segjast niu þeirra stefna að þvi að Portúgal verði marxiskt þjóðfé- lag. Frá miðnærri i nótt er portúgölskum fjölmiðlum skylt að gefa öllum flokkum jafnmik- inn uppslátt og pressu, og bannað er að birta niðurstöður skoðana- kannana. Er þetta gert til að koma I veg fyrir að nokkrir flokk- ar geti misbeitt fjölmiðlunum sér i hag. Ýmislegt fleira er gert til þess að koma i veg fyrir misbeitingu fjármagns og annars i kosn- ingabaráttunni. Flokkarnir fá tima I sjónvarpi og útvarpi i hlut- falli við fjölda frambjóðenda, en þeir fá ekki að birta i blöðum aug- lýsingar, sem borgað er fyrir. I kosningunum á að kjósa 247 þing- menn, sem eiga svo að setjast við að semja nýja stjórnarskrá. Eru þetta fyrstu kosningarnar i Portúgal i 49 ár, þar sem stjórn- málaflokkar hafa fengið að eigast við. Siðar á árinu fara fram aðrar kosningar til löggjafarþings. r Osamið milli kjararáðs verslunarinnar og um 20% verslunarmanna: Kjararáðið vill sau ma Banaslys á Stokkseyri Unglingar komust inn i spennistöð að ríkinu í dag hefjast viðræður Kjara- ráðs verslunarinnar og fulitrúa versiunarmanna, sem enn er ósamið fyrir. Þótt Landssamband islenskra verslunarmanna hafi undirritað samningana milii ASt og Vinnuveitendasambandsins er enn ósamið viö Kaupmannasam- tökin, Félag Isl. stórkaupmanna og Verslunarráð tslands, en þessi samtök standa utan Vinnuveit- endasambandsins. Fram til þessa hafa samningar við þau ávalit fylgt almennu samningunum, en svo varð ekki að þessu sinni, mörgum verslunarmönnum til undrunar. Kjararáð verslunarinnar hefur nú tilkynnt að áðurnefnd samtök atvinnurekenda i verslun muni ekki hækka kaup I samræmi við ASl-samningana fyrr en gengið hafi verið frá samningum við þau. Kjararáð ber fyrir sig að verslunarmenn hafi ekki sett fram neinar kröfur. Landssam- band isl. verslunarmanna bendir hinsvegar á að það hafi falið niu manna samninganefnd ASt samningsumboð og kröfur félags- manna hafi komið fram I kjara- málaályktunum ASÍ, sem sátta- semjari hafði til meðferðar. Hjörtur Hjartar, formaður Kjararáðs verslunarinnar, viður- Haraldur Steinþórsson varafor- maður og framkvæmdastjóri Bandalags starfsmanna rikis og bæja kvaðst ekkert geta sagt um kjaramál opinberra starfsmanna á þessu stigi málsins, er við höfð- um samband viö hann I gær. Hann efaðist um að nokkrar við- kenndi I dag að það væru sam- búðarvandamál meðal atvinnu- rekenda, sem hefðu valdið þvi að kjararáðið hafnaði samfylgd við Vinnuveitendasambandið að þessu sinni. Koma þar til ólikir hagsmunir innan Sambandsins og deilur um verkaskiptingu. Hann kvað hinsvegar ekki standa á versluninni að semja um kjara- bætur til handa starfsfólki. Hinsvegar yrði lagt kapp á það I væntanlegum samningum að fá rikisvaldið til þess að leiðrétta ýmislegt misrétti, sem verslunin ræður yrðu milli BSRB og við- semjenda þess fyrr en eftir næstu helgi „enda þurfum við tima til þess að átta okkur á þvi sam- komulagi sem samninganefnd al- þýðusambandsins gerði á dögun- um”. Haraldur sagði að þaö hefði staðið til að samninganefnd teldi sig búa við t.d. i verðlags- málum. Talið er að enn sé ósamið við um 20 prósent verslunarmanna, en i Landssambandi versiunar- manna eru á sjöunda þúsund fé- lagsmenn. Hér er aðallega um að ræða smærri vinnustaði að ræða þvi að stærri fyrirtæki, sem hafa verslunarmenn i sinni þjónustu, svo sem olíu- og tryggingarfélög, Sláturfélag Suðurlands, og Vinnumálasamband samvinnufé- laga eru i Vinnuveitendasam- bandinu BSRB tæki til viö aö ræða við mótaðila sina samhliða ASÍ-við- ræöunum i siðustu viku, en úr þvi varð ekki þar eð svo skjótt dró til samkomulags hjá verkalýðsfé- lögunum og atvinnurekendum. Banaslys varð I tengistöð rafveitunnar á Stokkseyri á mánudaginn var. 17 ára piltur, Sigurjón Magnússon, Hátúni, Stokkseyri, fór ásamt félaga sinum inn i spennistöðina nærri þorpinu, tók þar á ein- hverri rafmagnsleiðsiu, fékk i sig 6000 volta rafstraum og mun hafa látist samstundis. Þetta var um klukkan 15 á mánudaginn, og telur lögregl- an á Selfossi, að spennistöðin hafi veriö opin þegar piltarnir tveir komu þar að. Stöðin á vitanlega að vera læst, en hún mun hafa verið brotin upp, og álitur lögreglan að það hafi einhverjir gert nokkru áður en piltarnir tveir komu þar að. Félagi Sigurjóns hljóp eftir hjálp er hann sá hvað gerðist, um 100 metrar eru frá spenni- stöðinni út á veg. A veginum komst hann I bil heim, og hringdi þar á lögreglu. Raf- magnið fór af Stokkseyri þeg- ar Sigurjón heitinn fékk strauminn I sig. — GG BSRB: VIÐR LDI U FRAMUNDAN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.