Þjóðviljinn - 09.04.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.04.1975, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagúr 9. apríl 1975. DIOÐVIUINN MÁLGAGN SQSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS , Ltgefandi: ÍJtgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Vilborg Haröardóttir Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sími 17500 (5 llnur) Prentun: Blaöaprent h.f. STÆRSTA HAGSMUNAMALIÐ Að undanförnu hafa flest verkalýðs- félögin samþykkt samninga þá sem 9-mannanefndin gerði. En samþykktum félaganna hafa fylgt samþykktir þar sem vinnubrögð forustu Alþýðusambands íslands hafa verið gagnrýnd mjög harðlega. Vissulega er margt til i þeirri gagnrýni, en Þjóðviliinn vill einnig vekja athygli á að hér er ekki við forustumenn- ina eina að sakast. Fólkið verður sjálft að taka til sinna ráða, þvi forustan kemst auðvitað aldrei lengra en fólkið vill halda. Nú á næstu vikum þarf fólkið og forustan að sameinast um kröftugt átak þar sem afl verkalýðshreyfingarinnar sameinast þeim stjórnmálaöflum sem vilja vinna að stærsta hagsmunamáli verkalýðsins á Islandi nú til dags: þvi að rikisstjórn ihalds og Framsóknar segi af sér. EKKERT ER DÝRMÆTARA EN FRELSIÐ Fyrir liðlega einu ári gerði fyrrverandi rikisstjórn Islands samning um brottför bandariska hersins. Þessi samningur stjórnarflokkanna var ákaflega merki- legur viðburður; i fyrsta sinn i sögu her- námsins tókst að koma á blað samkomu- lagi flokka sem höfðu meirihluta á alþingi um það hvernig brottflutningi hersins skyldi áttað. En jafnsnemma og rikis- stjórn Islands komst að samkomulagi um brottför hersins var afhent á alþingi undirskriftarskjal frá tugum þúsunda landsmanna þar sem rikisstjórnin var vinsamlegast beðin um það að halda áfram að hafa erlendan her á Islandi. Eins og kunnugt er urðu harðar umræður manna á meðal um herstöðva- málið á þessum tima og fram yfir siðustu alþingiskosningar. Þá hljóðnuðu þær umræður og þær hafa legið niðri að mestu siðan. Núverandi rikisstjórn Islands ætlar sér ekki að hrófla við bandariska hernum; þessi rikisstjórn er þægðin uppmáluð og gerir það eitt sem húsbændum hennar i Washington er þóknanlegt. Þetta er rifjað upp nú vegna þess að mjög er um þessar mundir rætt um Viet- namsstriðið. Það strið hefur haft i för með sér ólýsanlegar þjáningar fyrir alþýðuna, en þeim þjáningum gæti sem betur fer senn tekið að linna, ef alþýðan vinnur sigur yfir afturhaldsöflunum. Þessi afturhaldsöfl hafa verið handbendi banda- risku stjórnarinnar, eins konar fram- lenging hennar inn i Indókina. En nú ber það við á Islandi, þegar alþýðan er að vinna sigur á kúgurum sinum og arð- ræningjum i Vietnam, að eitt islensku dagblaðanna hrópar hástöfum að horf- urnar i Vietnam séu „iskyggilegar”. Þegar blásnauðu striðshrjáðu bændafólki tekst að rifa af sér viðjar bandarisks bensinhlaups og flisasprengja gagnrýnir Morgunblaðið á íslandi ekki bandarikja- menn fyrir að beita jafn viðurstyggilegum aðgerðum; i Morgunblaðinu er talað um griðrof kommúnista! Það sama gerðist um það leyti sem rétt- kjörin rikisstjóm íslands var i þann veginn að ná samkomulagi um brottför hers þess sama stórveldis og leggur til morðtólin i Vietnam. Þá hrópaði Morgun- blaðið hástöfum um griðrof kommúnista og það var sannast að segja óhugnanlegt að sjá hvað þessu afturhaldssamasta mál- gagni Pentagons á jörðunni tókst að æsa marga góða og gegna menn á móti heil- brigðri skynsemi þessa dagana fyrir réttu ári. Enn á ný ætlar Morgunblaðið nú að egna fólkið gegn skynseminni — að þessu sinni vegna þess að alþýðan leyfir sér að risa upp gegn kúgunaröflunum i Vietnam. En afstaða Morgunblaðsins til striðsins i Vietnam og til hersetunnar á Islandi er af sömu rót. 1 báðum tilvikunum er um það að ræða að stórveldi fer með leppum sinum með yfirgangi yfir smáþjóð. I Vietnam hefur alþýðan orðið að úthella blóði sinu til þess að losna við erlenda áþján, á Islandi ætlar landsfólkið að velta af sér erlendri hersetu með almennu póli- tisku starfi. Morgunblaðinu er i nöp við frelsi fólksins, það samræmist ekki striðs- ráðuneytinu Pentagon. Fólkið veit hins vegar eins og Ho Chi Minh forðum, að „ekkert er dýrmætara en frelsið”. Þess vegna heldur það hvarvetna áfram að berjast og vinna sigra. —s Fyrirspurnum Helga svarað: Um hjúkrunar- og Ijósmœðranám Vilhjálmur Iljálmarsson, menntamálaráðherra og Matt- hías Bjarnason, heilbrigðisráð- herra svöruðu á alþingi i gær fyrirspurnum frá Helga Seljan um menntun i hjúkrunarfræðum og um endurskoðun reglugerðar um ljösmæðranám. Spurningar Helga voru á þessa leið: Hvað hafa margir nemendur innritast i Nýja hjúkrunarskölann árin 1972, 1973 og 1974? Hvernig er áætlað, að starfsemi skólans verði háttað næsta skóla- ár? Fullnægir Hjúkrunarskóli ís- lands eftirspurn um hjúkrunar- nám og ef svo er ekki, er Nýi hjúkrunarskólinn nýttur sem skyldi? Hvenær má vænta niðurstöðu frá nefnd þeirri, er skipuð var til að endurskoða reglugerð um Ljósmæðraskóla Islands? Getur ráðherra upplýst nokkuð á þessu stigi um störf og niður- stöður nefndar þessarar? Menntamálaráðherra svaraði spurningunum er lúta að menntun i hjúkrunarfræðum. I svari hans kom fram: Haustið 1972 innrituðust 23 ljós- mæður i Nýja hjúkrunarskólann og áttu þar fyrir höndum rúmlega 2ja ára nám. Árin 1973 og 1974 innrituðust engir nýir nemendur i þennan skóla, enda mátti skólinn heita húsnæðislaus. Nú hefur skólinn fengið húsnæði að Suður- landsbraut 18, þ.e. 2 kennslu- stofur og eina litla verknáms- stofu. Nú standa þar fyrir dyrum 5 vikna námskeið fyrir hjúkrunarkonur og ljósmæður. Á hausti komanda verður nýr hópur ljósmæðra tekinn i skólann. óvist er hvort aðrir nemendur verða teknir i skólann i haust. Meiri- hluti hjúkrunarnámsins fer fram á sjúkrahúsum og takmarkast fjöldi nema m.a. af þvi hversu mörgum nemum sjúkrahúsin geta tekið við. Hjúkrunarskóli Islands (sem er annar skóli en Nýi hjúkrunar- skólinn) hefur siðustu 3 ár tekið við öllum þeim nemendum, sem um skólavist hafa sótt og haft fullnægjandi undirbúnigs- menntun. Um 100 nemendur hafa innritast á ári og reiknað er með, að á þessu ári og næstu árum muni um 80 hjúkrunarkonur út- skrifast þaðan árlega. Mikill skortur hefur verið á hjúkrunar- kennurum, en ráðuneytið veitir og hefur veitt styrki til sliks náms erlendis og hafa nokkrir þeirra, sem nú kenna við skólann notið slikra styrkja á undanförnum árum. Heilbrigðisráðherra svaraði fyrirspurn Helga um ljósmæðra- nám og sagði m.a.: Nefnd til að endurskoða reglu- gerð um nám þetta var skipuð 6. júni s.l. Hún hefur aflað upplýs- inga um ljósmæðranám erlendis, en ekki lokið störfum. Lýkur þeim væntanlega nú i sumar. Stefnt er að þvi að færa ljósmæðranám til sambærilegs horfs og tiðkast er- lendis. Til umræðu hefur verið, hvort hjúkrunarnám ætti að verða grunnnám ljósmæðra. Ráðherra kvaðst vilja taka fullt tillit til óska, sem fram kæmu frá ljósmæðrum sjálfum og hafa yrði i huga sérstakar þarfir strjál- býlisins. Ljósmæðrafélaginu yrði gefinn kostur á að gera athuga- semdir við drög að væntanlegri reglugerð áður en hún yrði stað- fest. Helgi Seljan þakkaói ráðherr- unum svörin. Hann kvaðst telja að ljósmæðrafræðslan ætti áfram að vera sjálfstæð námsbraut, en aukin viðbótarþáttum. Könnun meðal hjúkrunarnema hefði leitt I ljós, að aðeins ein af rúmlega 100 hefði haft hug á ljósmæðranámi, sem framhaldsnámsbraut. Þessi niðurstaða henti ekki til að hyggi- legt væri að gefa aðeins hjúkr- unarkonum kost á að stunda ljós- mæðranám, eins og hugmyndir væru uppi um. Menntun hjúkrunarstétta ætti að verða hluti af námi i fjölbrautarskólum, þar sem kostir verði jafnan sem fjölbreyttastir og ekki miðað við lifstiðarákvörðun, sem tekin sé i eitt skipti fyrir öll. Það er mál að kerfi blindgötunnar linni i okkar skólamálum, sagði Helgi. Þá ræddi Helgi um ástan'd mála varðandi menntun hjúkrunar- fólks og skort á þessum mjög svo nauðsynlegu starfskröftum. Hann sagði að enda þótt Hjúkrunar- skólinn hafi tekið við öllum þeim nemendum, sem sóttu um skóla- vist og höfðu að dómi forráða- manna skólans tilskilda undir- búnigsmenntun, þá viti hann dæmi þess, að fólki hafi verið visað frá, sem mjög litið skorti til að hafa fullgilda undirbúnigs- menntun. Þingmaðurinn minnti á nauðsyn þess að tengja saman námsbrautir og ætti það við i þessum efnum, eins og viðar i okkar skólakerfi. Þá taldi hann brýna nauðsyn bera til, að fjórðungssjúkrahúsin geti að hluta til sinnt menntun okkar heilbrigðisstétta. Mœlt fyrir A fundi Sameinaðs alþingis i gær var mælt fyrir fjórum þingsályktunartillögum. Lárus Jónsson mælti fyrir þings- ályktunartillögu um að fela rikis- stjórninni að kanna leiðir til að hvetja almenning til að kaupa fremur vörur, sem framleiddar eru hér innanlands en innfluttar vörur. Steingrimur Hermannsson mælti fyrir þingsályktunartillögu um að fela rikisstjórninni að skipa nefnd sérfróðra manna, sem geri tillögur til rikisstjórnar- innar um aðgerðir til að draga úr notkun á oliu og bensini. Ellert Schram mælti fyrir þingsályktunartillögu um að skora á rikisstjórnina að taka upp þá reglu við skipun háttsettra opinberra starfsmanna, að skipúnartimi þeirra verði miðaður við 4-6 ár i senn, i stað Mælt fyrir vegaáætlun Á fundi Sameinaðs alþingis i gær mælti Halldór E. Sig- urðsson samgönguráðherra fyrir vegaáætlun áranna 1974 — 1977 og skýrslu um fram- kvæmdir i vegamálum á siðasta ári. Þjóðviljinn hefur áður greint frá nokkrum helstu atriðum varðandi vegaáætlun og framkvæmdir á siðasta ári i þeim efnum, og við munum siðar rekja að nokkru það sem fram kom i framsöguræðu ráðherra og við umræðurnar, sem á eftir fóru. En þing- fundum var að lokinni ræðu ráðherra frestað til klukkan fimm siðdegis og voru þá nokkrir þingmenn á mælenda- skrá. 4 tillögum æviráðningar, sem nú tiðkast. Ileimir Ilannesson mælti fyrir þingsályktunartillögu um að fela rikisstjórninni að vinna að þvi að koma á fót heilsuræktar- og úti- vistarmiðstöð á Norðurlandi i samráði við landshlutasamtök og sveitarfélög norðanlands. Atkvæðagreiðslu var frestað um allar þessar tillögur. Það borgar sig að auglýsa í sunnudagsblaði Þjóðviljans — Útbreiðslan eykst vikulega

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.